Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skriplað á skötu Þótt flestir láti sér nægja að sjá mynd einu sinni eða tvisvar þá er stór hópur fólks sem hefur það helsta gaman að þaulhorfa á myndir og skrá hjá sér allt sem miður fer. Ami Matthíasson segir frá slíkri iðju og nefnir nokkur dæmi um kauðslegan frágang. KVIKMYNDAGERÐ er gríð- arlega flókin og margt sem þarf að henda reiður á. Ekki verður verkið auðveldara þeg- ar fara á aftur í tímann og gera umhverfi myndarinnar trúverðugt með tilliti til umhverfis og að- stæðna, því erfitt og dýrt getur reynst að fjarlægja allar tíma- skekkjur úr umhverfinu eða tryggja að allt sem fyrir augu ber komi heim og saman við sögulegar staðreyndir. Leikstjórar lenda einn- ig í skrúfstykkinu þegar tökum er lokið og klippa á myndina og í ljós kemur að í mikilvægu atriði sést eitthvað sem alls ekki átti að sjást, eða stjaman, sem jafnvel er horfin til annarra starfa, hefur farið rangt með textann eða ... Ben Húr með armbandsúr Til er grúi óvandaðra mynda, sem ýmist eru óvandaðar vegna kæruleysis eða fjárskorts, þar sem sjá má hljóðnema bregða fyrir eða jafnvel rekast í leikara. Vitanlega er það alltaf átakanlegt, sérstak- lega þó þegar myndin á að gerast fyrir daga slíkra tóla. Skýringin á að hljóðnema bregði fyrir á röngum stað í kvikmynd sem sýnd er í sjón- varpi getur reyndar verið sú að þegar myndin er búin undir sjón- varp fái að fljóta með rönd sem yfirleitt er skorin ofan af í kvik- myndahúsi. Meirháttar tímaskekkjur voru ^ilgengar á árum áður, sumpart af kæruleysi og sumpart vísvitandi, eins og þegar menn og risaeðlur takast á í One Million Years BC, eða þegar dráttarbát bregður fyrir í humátt á aftir langskipum í The Vikings, eða gular akreinamerk- ingar í Sherlock Holmes myndinni Murder By Decree. Þannig hafa margir hent að því gaman að í stór- myndinni Ben Húr, sem kostaði gríðarmikið á sínum tíma, tæpar 300 milljónir króna, má sjá leikara með armbandsúr, sem varla voru komin til sögunnar á fyrstu árum eftir Krists burð. Einnig bregður fyrir Ferrari-bifreið í hestvagna- kappreiðinni frægu. Faldar skyssur Ekki eru allar skyssur svo aug- ljósar og þannig þurfa menn að þekkja eitthvað til til að sjá að inn- an um bækur á bókahillu hins unga Jims Motrisons í kvikmyndinni The Doors eftir Oliver Stone er útgáfa á verkum Nietzsches sem kom út nokkrum árum eftir að Morrison lést. Að sama skapi verða þeir sem leita að kvikmyndaskyssum að vera vel heima í mannkynssögunni til að geta skellt uppúr þegar Hinrik áttundi býður einni tilvonandi eig- inkonu sinni kartöflur í kvikmynd um hann, enda bárust þær til Bret- lands löngu eftir að hann lést 1547. Dæmi um skyssur sem erfiðara er að festa hendur á er til að mynda orðfæri og hugmyndanotkun aðal- persónanna í kvikmynd Woodys Allens Bullets over Broadway, sem er langt frá því sem tíðkaðist á þriðja áratugnum, þó það sé tamt naflaskoðurum í New York á þess- um áratug. Kvkmyndagerðarmenn þekkja vel þá sem sækja kvikmyndahús með skrifblokkina í vasanum og þeir eru fjölmargir sem reka þeim langt nef og gera vísvitandi skyss- ur, eins og til að mynda ritvélar í Caravaggio Dereks Jarmans og þyrlur í Walker Alex Cox. Bruðlið engin björgun Margur myndi ætla að því dýr- ari sem myndin sé og vandaðri því minna sé um villur. Það er nú öðru nær eins og sannast á kvikmynd- inni frægu Tortímandinn, þar sem leikstjórinn James Cameron og hetjan Arnold Schwarzenegger eyddu um milljón á sekúndu. Þrátt fyrir gríðarlegan kostnað má finna fjölmargar villur í myndinni; til að mynda tæmir T1000 vélmennið illa skammbyssuna í bak Arnolds, sem leikur T800 vélmenni. Honum verð- ur ekki meint af en leðurjakkinn verður eins og gatasigti. Stuttu síðar lenda vélmennin í áflogum og Arnold flýgur út á götu í gegn- um búðarglugga. Á leiðinni hefur honum tekist að skipta um jakka, því ekkert kúlnagat er að sjá á honum þar. Cameron hefur borið í bætifláka fyrir þetta klúður og sagt að atburðarásinni hafi verið breytt eftir að tökum var lokið. Eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar er þegar vélmennið illa eltir piltinn John á gríðarstórum trukk, en hann fer á undan á skelli- nöðru. Þar á meðal flýgur trukkur- inn niður háan kant í mikið ræsi. Á myndinni má sjá að þegar trukk- urinn lendir brotnar framrúðan úr og stýrisbúnaðurinn fer svo illa að framhljólin vísa hvort í sína áttina. Sekúndubroti síðar er framrúðan komin aftur á sinn stað og hjólin í góðu lagi. Eftir stuttan akstur lendir trukkurinn síðan utan í stein- vegg og gneistar undan, en neist- arnir byrja reyndar nokkru áður en hann snertir vegginn. Júragarðsklúður Önnur dýr mynd og glæsileg er Júragarðurinn. Hún var að miklu leyti tölvugerð og mætti halda að hægur leikur væri að bæta úr mis- tökum í lokin. Þar má þó sjá sitt- hvað skondið eins og handlegg „eðlustjóra" þar sem raptor-eðlurn- ar eltast við börnin í eldhúsinu. Það er og hjákátlegt að sjá Stegasaurus á merkimiða á frosnum risaeðlu- eggjum, þegar standa ætti Stego- saurus. Eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar er þegar prófessor Grant og börnin tvö sem mjög koma við sögu í myndinni kljást við þórs- eðlu við bíl á hvolfi. Það atriði var reyndar kvikmyndað í mörgum hlutum og síðan sett saman í tölvu, en til að mynda eru skemmdir á bifreið sem þórseðlan ræðst á mis miklar eftir myndskotum. í upp- hafi hasarsins er jafnslétta beggja megin girðingar, en í lokin er hæð- Til er grúi óvandadra mynda, sem ýmist eru óvandaðar vegna kæru- leysis eða fjárskorts. armunur orðinn allmikill. Þegar eðlan blæs hattinum af Grant má glöggt sjá að blásturinn kemur að neðan, en ekki skáhallt á móti og svo mætti lengi telja. Mannleg mistök Þó að leysa megi úr mörgum vanda með aðstoð tækninnar, eins og til að mynda fjarlægja hljóð- nema sem sést of vel innan klæða, þá er margt sem ekkí er hægt að laga, eins og þegar Ray Arnold bærir varinar með Hammond þegar sá síðarnefndi er að fara með eina af línum sínum í Júragarðinum, og svo þegar Logi geimgengill í Stjörnustríði hittir Leiu prinsessu eftir miklar hremmingar; hún kall- ar „Logi!“ og hann svarar að bragði í mikilli geðshræringu „Carrie!“, en leikkonan heitir einmitt Carrie Fisher. mm, .. . ■ Kvikmyndaklúður ÞO ÞÆR þrjár myndir sem þessar svipmyndir eru úr séu með dýrustu kvikmyndum sögunnar grúir af klúðri í þeim, þó ekki blasi þaðalltaf við. Þannig er söguþráð- urinn víða gallaður í Tortím- andanum, sem Arold Schwarzenegger lék í meðal annarra, þó myndin hafi kostað um milljón hver sek- únda. Sitthvað var líka at- hugaverk með Júragarðinn, þó sú mynd sé að miklu leyti tölvugerð. Af þessum þrem- ur myndum kemur Ben Húr einna best út, þó skyssurnar þar séu einna skemmtilegast- ar; hestakerrusveinn með armbandsúr og Ferrari á hestakerrumóti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.