Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 C 5 LAUGARDAGUR 24/6 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson KOMIIMN HEIM I HEIÐARDALINN VESTRI Sveitadrengir (Good Old Boys) + +Vi Leikstjóri Tommy Lee Jones. Handritshöfundur Tommy Lee Jones og J.T. Allen, byggt á bók eftir Elmer Kelton. Tónlist John McEuen. Aðalleikendur Tommy Lee Jones, Terry Kinney, Frances McDormand, Sam Shepard, Sissy Spacek, Wilford Brimley. Bandarísk Turner Pictures 1994. Sam myndbönd 1995. 115 mín. Öllum leyfð. Titillinn á frummálinu segir eig- inlega allt sem þarf. Þetta er vel þekkt Suður- ríkjaorðtak yfir nána, ódrepandi vináttu vaskra drengja og Tex- asbúinn Tommy Lee Jones færir þetta allt snyrti- lega í stílinn í þreföldu starfi handritshöfundar, leikstjóra og aðalleikara. Sagan er ekki ný af nálinni. Jones leikur æringja, hálf- gerða landleysu, sem ekki hefur verið á þeim buxunum að stað- festa ráð sitt. Snýr aftur heim í heiðardalinn og tekur lífið traust- ari tökum - með hjálp þeirrar út- völdu. Jones er einatt góður stofugest- ur og hér smellur hann í hlutverk sem er svosem ekkert tímamóta- mál fyrir leikarann, sem er allur að sækja í sig veðrið eftir að aldur- inn fór að færast yfir. Jones var í gegnum tíðina traustur skap- gerðarleikari sem fékk sjaldan að spreyta sig í krefjandi verkefnum. En ef þau bárust honum í hendur afgreiddi hann málin fagmannlega (sbr. Executioner’s Song, Dóttir kolanámumannsins). Frá fimm- tugu hefur karl blómstrað í hverri stórmyndinni á fætur annarri (og ekki síst sjónvarpsþáttunum frá- bæru, The Lonsome Dove) og á örugglega eftir að skemmta okkur um ókomin ár. Hann hefur fest sig í sessi. Hér nýtur hann trausts stuðnings, einkum frá hinni stór- kostlegu og glæstu Frances McDormand, sem er alltof sjaldséð á tjaldinu og skjánum. FEÐGAR DRAMA Næst bestur (Second Best) +s> 'kxh Leikstjóri Chris Menges. Handritshöfundur - saga og handrit David Cook. Aðalleik- endur William Hurt, John Hurt, Chris Cleary Miles. Bandarísk. Regency Enterprises 1994. Warner myndir 1995. 101 mín. Öllum leyfð. Mikil tilfinningamynd sem fór eitthvað fyrir bijóstið á al- menningi í Bandaríklunum er hún var sýnd þar í bíóhúsum á síðasta ári. Næst bestur segir sögu ein- manna, mið- aldra pósts (William Hurt) sem ættleiðir 11 ára dreng sem átt hefur bágborna fortíð. Faðir hans situr í fangelsi og það þarf að ryðja mýmörgum vandamálum úr vegi áður en far- sæl lausn finnst á tilvistarkreppu persónanna. Það er mannval sem stendur að Næst bestum og á pappírnum hefur hún alla burði til að hitta í mark. Einn af framleiðendunum er Arnold Milchan, en nafn hans er að verða ein haidbesta trygg- ingin fyrrir óvenju vandaðri Holly- woodframleiðslu. Leikstjórinn er kvikmyndatökumaðurinn góðk- unni, Chris Menges, sem á síðari árum hefur gert nokkrar metnað- arfullar en gloppóttar myndir. Næst bestur er allt að því óað- finnanleg í útliti en efnið og ekki síður efnismeðferðin jaðrar við væmni á köflum. William Hurt er nú orðið helst að sjá í myndum sem þessum, hann fer á kostum líkt og John Hurt og Chris Cleary Miles er eftirtektarverðir í hlut- verki piltsins. Forvitnileg mynd fyrir vandláta. EIN LEIÐ FÆR SPENNUMYND Vágestir (The Only Way Out) k Leikstjóri Rod Hardy. Hand- ritshöfundur Jerome Hall. Aðal- leikendur John Ritter, Henry Winkler, Stephanie Faracy, Sam Mancuso, Matthew Walker, Julianne Phillips. Bandarísk kapalmynd. ABC Dustribution Company 1995. SAM myndbönd 1995. 90 mín. Aldurstakmark 16 ára. Eitthvað er það við hann John Ritter sem veld- ur því að hann hefur ekki eign- ast hóp svarinna aðdáenda heldur klúbba kvik- myndahúsgesta sem setja sig ekki úr færi að sjá allar John Ritter myndir til að gera grín að aumingja manninum. Hann verður örugglega seint tekinn alvarlega. Vágestirer slök mynd um fráskild- an, tveggja barna föður (Ritter) og óskemmtileg viðskipti hans við hinn „nýja pabba“ bamanna (Henry Winkler). Myndin er með miklum ólíkind- um og leysist uppí algjöra rök- leysu. Ekki bæta leikararnir úr skák. Winkler er ekki á heimavelli í hlutverki skúrksins og Ritter er einsog álfur útúr hól sem faðirinn sem tekur málin í sínar traustu hendur. Tímasóun. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson SKÓGARLÍF (JUNGLE BOOK) k k'A Með Jason Scott Lee, Lena Hed- ley, Cary Elwes, John Cleese, Sam Neill. 90 mín. Öllum leyfð. Útlitslega nær ' myndin ævin- týraveröld Kipl- ings og friðþæg- ir alla þá sem lásu hina frá- bæra Skógarlíf á unglingsárunum. Leikaravalið er upp og ofan en hvað svo sem maá segja um frammistöðu Jasons Scott Lee, .þá passar hann líkamlega í hlutverk sitt. Cleese og Neill eru meira uppá punt. Prýðileg fjölskyldu- mynd þrátt fyrir lapþunnt handrit þar sem stiklað er á stóru. (1) Tom Hanks (4) Helmut Kohl (2) Boris Yeltsin (3) Carly Simon (5) Jóhannes (6) Donna Páll II páfi Karan Hverjir gáfu hvað? ALSIÐA er að koma færandi hendi þegar höfðingjar eru sóttir heim en gestirnir eru ekki öfundsverðir af því að reyna að brydda upp á nýj- ungum í gjafapakka þess sem varla vanhagar um nokkuð og hefur eng- in sérstök áhugamál. Gestir Hvíta hússins í tíð Ron- alds Reagan voru ekki í vandræð- um að finna gjafír enda er forsetinn mikill hestamaður. Margir sáu sér því leik á borði að færa Reagan hesta í alls kyns myndum, sem styttur eða á striga, söðla eða önn-. ur reiðtygi. George Bush er veiði- maður mikill og barst því ógrynni af stöngum og veiðihjólum í forseta- tíð hans. Þrautin er hins vegar þyngri með Bill Clinton sem ekki gerir upp á milli áhugamála. Lech Walesa brá eitt sinn á það ráð að gefa Clinton skreyttan 30.000 króna kristalsvasa. Öllu rausnarlegri var írski forsætisráð- herrann Albert Reynolds öðru sinni er hannsplæsti í 70.000 króna kristalsskál handa forsetanum. Sá kemst þó vart með tærnar þar sem ísraelski forsætisráðherrann Yitzh- ak Rabin hefur hælana í gjafamál- um en Rabin færði forsetanum eitt sinn ævaforna leirskál sem ekki verður metin til fjár. Helstar gripa í safni Clintons ber þó að nefna tvær dýrindis mahoní vindlaöskjur sem filipeyski forset- inn Fidel Ramos gaf starfsbróður Clinton með fullar hendur af gjöfum. sínum. í skrá yfír sendingartil for- setans er sú skriflega athugasemd gerð að vindlunum hafi verið eytt en þess ekki getið hvort þeir hafi brunnið upp til agna. Glöggir lesendur geta skemmt sér við það að spá í hver gaf Clint- on hvað á eftirtöldum lista en gef- endurnir eru efst á síðunni: a) Silkibindi b) Málverk c) Myndarammar d) Þij ár myntir úr Vatikaninu með myndum af páfa e) Tveir Mont Blanc pennar f) Útskorin rostungstönn með sjö þrívíðum rostungum •ugípSio^qgíjglDx :aoAg V UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 8.55 Fréttir á ensku. 9.03 Út um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur annað kvöld kl. 21.00) 10.03 Veðurfregnir. 10.15 „Já, einmitt!" Óskalög og æskuminningar. Umsjón: Anna Pálína Árnadóttir. (Endurflutt nk. föstudag kl. 19.40) 11.00 í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 14.00 Stef. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 14.30 Helgi í héraði Útvarpsmenn á ferð um landið. Áfangastaður: Hvammstangi. Umsjón: Hall- dóra Friðjónsdóttir og Ævar Kjartansson. 16.05 Fólk og sögur. í þættinum eru söguslóðir á Suðurnesjum sóttar heim. Umsjón: Anna Mar- grét Sigurðardóttir. (Áður á dagskrá 14. júní sl.) 16.30 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins. Sellókonsert i B-dúr eftir Luigi Boccherini. Gunnar Kvaran leikur með Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Guillermo Figueroa. (Endurtek- inn þáttur frá 28. jan. s.l.) Umsjón: Dr. Guðmundur Emils- son. 17.10 Tilbrigði. Tónar frá hörpu Heinesens. Umsjón: Trausti 01- afsson. (Endurflutt nk. þriðju- dagskvöld kl. 23.00) 18.00 Heimur harmóníkunnar. Umsjón: Reynir Jónasson. (End- urflutt nk. föstudagskvöld kl. 21.15) 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperukvöld Útvarpsins. Frá sýningu ensku þjóðaróperunnar í Lundúnum 3. júní sl. Draumur á Jónsmessunótt eftir Benjamin Britten. Flytjendur: Óberon, álfakóngur: Christopher Robson Títanfa, álfadrottning: Lillian Watson Brokki: Emil Wolck Þe- seifur hertogi i Aþenu: Mark Richardson Hippólíta, brúður Þeseifs: Jean Righy Lísander: John Graham-Hall Demetríus: Chrostopher Booth- Jones Hermía: Eirian James Helena: Susan Chilcott Spóli, vefari: John Connell Kvistur, timbrari: Donald Adams Hvinur, fisibelgj- astagari: Christopher Gillett Stútur, ketilbangari: Terry Jenkins Snikki, klénsmiður: Andrew' Greenan Sultur, skraddari: Richard Halton Kór og hljómsveit ensku þjóðaróper- unnar; Stuart Bedfort stjórnar. Umsjón: Elísabet Indra Ragn- arsdóttir. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Ólöf Kolbrún Harðardóttir flytur. 22.20 Langt yfir skammt. Gluggað í gamlar bækur og annað góss. Umsjón: Jón Hallur Stefánsson. (Endurtekið frá 8. júní) 23.00 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. — Konsert nr. 2 í f-moll fyrir píanó og hljómsveit eftir Fréderic Chopin. Claudio Arrau leikur með Fílharmóníusveit Lúndúna; Eliahu Inbal stjórnar. — Fjögur verk fyrir fiðlu og píanó eftir Edward Elgar. Nigel Kennedy og Peter Pettinger leika. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. FriHir ó RÁS I og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Morguntónar. 9.03 Laugar- dagslif. Umsjón: Hrafnhildur Hall- dórsdóttir. 12.20 Helgi í héraði. Umsjón: Þorsteinn J. Vilþjálmsson. 14.30 Þetta er í lagi. Georg Magn- ússon og Hjálmar Hjámarsson. 16.05 Létt músik á siðdegi. Ásgeir TómaBson. 17.00 Með grátt í vöng- um. Umsjón: Gestur Einar Jónas- Rós 2 kl. 12.20. Helgi í héraði. Umsjón: Þorsloinn J. Vilhjólmsson. son. 19.30 Veðurfréttir. 19.32 Vin- sældalisti götunnar. Umsjón: Ólaf- ur Páll Gunnarsson. 20.30 Á hljóm- leikum með The The. 22.15 Snigla- bandið í góðu skapi. 23.00 Nætur- vakt Rásar 2 0.10 Næturvakt Rás- ar 2. Guðni Már Henningsson. NÆTURÚTVARPID 1.00 Veðurspá. 1.05 Næturvakt Rásar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokk- þáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Næturtónar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Barböru Streisand. 6.00 Fréttir, veður færð og flug- samgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. LANDSHLUTAÚTVARPÁRÁS 2 11.00-12.20 Útvarp Norðurlands. Norðurljós, þáttur um norðensk málefni. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Halli Gísla. 16.00 Gylfi Þór. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðalstöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp með Eiríki Jónssyni. 12.10 Jón Axel Ólafsson og Valdís Gunnarsdóttir. 16.05 Erla Friðgeirsdóttir. 19.00 Gull- molar. 20.00 Laugardagskvöld. 3.00 Næturvaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-6211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BR0SIÐ FM 96,7 10.00 Jón Gröndal. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Ókynntir tón- ar. 23.00 Næturvaktin. FNI 957 FM 95,7 9.00 Ragnar Páll Ólafsson í morg- unsárið. 13.00 Fló á skinni. Helga Sigrún. 16.00 Lopapeysan. Isl. tón- list. Axel Axelsson. 19.00 Björn Markús. 23.00 Mixið. Ókynnt tón- list. 1.00 Pétur Rúnar Guðnason. 4.00 Næturvaktin. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FNl FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Á létturq nótum. 17.00 Ljúfirtónar á . 20.00 í þá gömlu góðu. 24.00 Næturtón- ar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Árni Þór. 15.00 X-Dómínós- listinn. 17.00Þossi. 19.00 Kristján og Helgi. 22.00 Næturvakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.