Morgunblaðið - 23.06.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 23.06.1995, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ UÞ'*’ LIF Italska vespan fimmtíu ára á næsta ári ÍTALSKA vespan, sem að ári fagnar 50 ára afmæli, er ekki skyld geitungum og hvorki er hún reiðhjól, hlaupahjól, mótorhjól né bíll. Samt er hún undarlegt sam- bland af öllu þessu, bæði hvað útlit, hljóð og eiginleika varðar. Upphaflega var vespan hönnuð með fátæka alþýðu á Norður-ítal- íu í huga; fólkið sem dag hvem þrammaði niðurlútt og vansælt til vinnu sinnar eftir holóttum sveita- vegum. Árið var 1945 og menjar stríðsins, fátækt og umhverfis- spjöll, blöstu hvarvetna við. Jafn- vel þótt fólkið hefði haft efni á bílum eða mótorhjólum var ástand veganna þannig að slík farartæki hefðu komið að litlu gagni. Arf- leifð Enrico Piaggio, Pontedera- fyrirtækið, sem áður var afkasta- mikil og nýtískuleg verksmiðja hafði líka orðið fyrir barðinu á sprengjuárásum bandamanna og viðskilnaði Þjóðverja. Til að koma fyrirtækinu á réttan kjöl og mæta breyttum aðstæðum og þörfum þurfti Piaggio að finna nýja fram- leiðsuvöru, sem væri í senn ódýr og einföld. Tveggja hjóla bíll Piaggio vildi framleiða bíl —* með tveimur hjólum í stað fjög- urra. Þar sem hann var meiri fjár- málamaður en hönnuður fékk hann aðalhönnuð fyrirtækisins, Corradino d’Ascanio, til að útfæra hugmyndina, sem fólst m.a. í því að farartækið væri jafn þægilegt fyrir karla og konur. Vespan var kynnt í apríl 1946 og sló strax í gegn. Með lítil dekk og 98 c.c. vél hægra megin aftur í hafði hún í byijun tilhneigingu til að halla eilítið undir flatt. Gagn- stætt mótorhjóli voru gíramir í vinstri handfanginu í stað þess að vera í fótstiginu. Að framan var nóg fótrými og gátu konur því setið kjólklæddar og penar undir stýri og hægt var að koma þar fyrir innkaupapoka, eldiviði eða öðmm farangri. Varadekkinu var haganlega komið fyrir aftur í og lítil hætta var á að ökumenn fengju olíu eða bensín í fatnað- inn þvi vélin var undir hlíf. Vespan þótti létt og meðfæri- leg og sögð komast 60 km | á klst., jafnvel með farþega í aftursætinu. Allir vildu vespu eiga Fyrsta árið seldust 2.484 vespur, en tveimur árum síðar,.þá komnar með 125 c.c. GREGORY Peck og Audrey Hepurn á vespu í kvikmyndinni Roman Holiday (1953). NÝJASTA gerðin af vesp- unni sýnir að lítið hefur breyst á tæpum fimmtíu vél, var salan orðin 20 þúsund. Allir vildu eignast vespu, jafnt smábændur sem tískusýning- arstúlkur og kappaksturshetj- ur. Vespan kom líka við sögu í kvikmyndum og margir muna hvernig Gregory Peck stýrði henni lipur- lega í Roman Holiday (1953) með Audrey Hep- | um í aftursætinu. Klúb- bar vespueigenda sprattu’ upp eins og gorkúlur um gjör- valla Ítalíu. Djarfhuga ævintýra- menn þutu um lönd og eyðimerk- ur eða snæviþakin Pjöll og firnindi á vespum sínum. Fyrstu tíu árin voru framleidd- ar milljón vespur, þ. á m. nokkr- ar með þremur hjólum og yfir- byggingu. Innan skamms var ve- span orðin best selda farartækið VESPAN var kynnt í apríl 1946 og sló strax í gegn. í 114 löndum og framleiðsla hófst í Belgíu, Brasilíu, Frakklandi, V-Þýskalandi, Indlandi, Englandi og Spáni. Fram til ársins 1953 varð vespan smám saman íburð- armeiri og fékk stærri og stærri vél. Það ár kom Vespa Junior, smærri út- gáfa og án böggla- bera, fram á sjónar- sviðið. Vespa Junior var til- raun Piaggio til að stand- ast sam- keppni við vaxandi fjölda keppi- nauta er- lendis. Smábíllinn Vespa 400, framleiddur 1958, reyndist tímaskekkja og stóðst ekki sam- keppni við Fiat 600, sem kom á markaðinn þremur árum áður og hafði náð miklum vinsæld- m. Þeir Piaggio og d’Ascanio létu þó ekki deigan síga og enduðu feril sinn glæsilega árið 1963 með Vespa 50, sem var reiðhjól með hjálparvél, en í útliti eins og gamla vespan. Vespa 50 vann þegar hug og hjarta táninganna, enda öku- leyfið miðað við 14 ára í mörgum Evrópulöndum. Piaggio lést 1965, en tengda- sonur hans, Umberto Agnelle, sem var af hinni frægu Fiat-ætt, hélt merki hans á lofti með því að framleiða Ciao, sem margir segja fyrsta raunverulega vélhjól fyrirtækisins. Á örfáum mánuðum varð Ciao ráðandi á markaðnum og kveikjan að ákveðinni vélhjóla- menningu. Aftur í sókn Piaggio-fyrirtækið blómstraði út sjöunda og áttunda áratuginn, en hlutdeild vespunnar í fram- leiðslunni fór þverrandi, enda Jap- anir orðnir fyrirferðarmiklir á sama markaði og að því er virtist ósigrandi. Umberto Agnelle tókst þó að endurheimta vinsældir vespunnar með því að framleiða hana aftur í sinni upprunalegu mynd; ein- falda, ódýra og ætlaða alþýðu manna. Hann hóf markaðssókn m.a. í Kína og víðar í Suðaustur- Asíu þar sem þorri manna hefur ekki efni á bíl en gæti átt góða möguleika á að eignast ódýra vespu. Áuk þess að framleiða vespur hefur Piaggio kynnt ýmsar ný- tískulegri gerðir farartækja, t.d. Zip e Zip og Hexagon. Fyrirtækið er nú með 70% markaðshlutdeild á tveggja hjóla farartækjum á Ítalíu og 42% í Evrópu. ■ Þýtt og endursagt/vþj I MYRKRI O G KULDA SUMARIÐ tengist birtu og hita í hugum flestra. Jafnvel sólinni hins vegar úthýst. í kæligeymslunni má hitastigið þeir sem vinna innanhúss njóta sólargeislanna sem skína ekki fara undir -22 gráður. Kristín Bogadóttir og Þor- inn gluggann. í myrkrakompu framköllunarstofunnar er steinn Pálmi Einarsson njóta því sumarsins lítið í vinnunni. -30 gráður í vinnunni IKÆLIGEYMSLUM Eimskips í Óseyrarskála í Hafnarfirði vinna starfsmenn í 22-30 gráðu frosti. Þá dugar ekki minna en að vera klædd- ur í ullarsokka, loðfóðrað stígvél, síðar nær- buxur, gallabuxur og fóðraðan galla yfir allt saman. I kæligeymslunum er geymdur fiskur, rækjur, humar, kjúklingar, ýmiss konar inn- flutt matvara-, beita og fleiri viðkvæmar afurð- ir. Hitastigið verður að haldast undir ákveðnu hámarki, sem er mismunandi eftir innihaldi geymslunnar. Þorsteinn Pálmi Einarsson hefur unnið í Óseyrarskála í sex ár og dvalist lengi í kuld- anum vetur, vor, sumur og haust. „Það eru mikil viðbrigði á heitustu dögunum á sumrin að koma beint úr frostinu í sólskinið. Þá er hitamismunurinn allt að 50 stig.“ Á kaldari dögum grípur Þorsteinn stundum til þess ráðs að fara í heitt bað eða ljós til að ná úr sér hrollinum. „Kuldinn getur verið óþægilegur til lengdar. Það var þó verra áður þegar við þurftum að gera vörutalningu í allri geymsl- unni einu sinni til tvisvar á ári. Þá vorum við í geymslunum meira eða minna allan daginn og þurftum auk þess að skrifa. Þó maður væri í fingravettlingum voru fingurnir orðnir held- ur stirðir í lok dagsins." Þorsteinn telur ekki að frostið hafi haft slæm áhrif á heilsuna. „Við erum við ágæta Morgunblaðið/Þorkell ÞORSTEINN Pálmi Einarsson fer ekki inn í frostið öðruvísi en klæddur í ullarsokka, loðfóðruð stígvél. heilsu sem vinnum hér og verðum ekki oftar kvefaðir en annað fólk. Mér finnst ekki að það hafi haft nein slæm áhrif á mig að vinna í kuldanum þessi ár. Við reynum að vera ekki mjög lengi í einu í frostinu og við erum alltaf vel klæddir." Þorsteinn og samstarfsmenn hans sækja ekki í hitann og sólina í sumarfríinu meira en gengur og gerist. „Ég fer oftast í sumar- bústaðinn minn í Borgarfirði og ég hef engan áhuga á að fara til sólarlanda. Aftur á móti er ágætt að fara í ljós til að ná úr sér hrollin- um í lok vinnudagsins." ■ Engin sól í sumur KRISTÍN Bogadóttir sér lítið af sólinni í sumar. Hún situr lengst af i myrkrakomp- um og vinnur við framköllun Ijósmynda. „Ég reyni að hugsa sem minnst um sólskin- ið. Það er helst að ég heyri um það í útvarp- inu.“ Ljósmyndastofa Reykjavíkur, þar sem Kristín vinnur, sérhæfir sig í að framkalla og stækka myndir fyrir aðrar ljósmynda- stofur. Þess vegna er unnið meira í myrkri þar en annars staðar. „Við framköllun á iitmyndum þarf ég að vera í niðamyrkri en oftast ekki meira en í 15 mínútur í senn. Þegar ég vinn með svart/hvítar myndir er ég oft miklu lengur í myrkrakompu, jafn- vel klukkustundum saman. Þar má hins vegar hafa dálitla gula ljósglætu þannig að myrkrið er ekki alveg eins mikið.“ Það er erfitt fyrir augun að fara oft úr myrkri í ljós en Kristín segist vera orðin vön og fljót að aðlagast birtunni. „Mér finnst samt stundum eifitt að koma út í sólina í hádeginu. Þá finnst mér betra að vera með sólgleraugu.“ Kristín er alltaf ein í myrkrinu og hittir ekki samstarfsmenn sína nema endrum og eins á daginn þegar þeir koma á sama tíma # Morgunblaðið/Kristinn KRISTIN Bogadóttir í myrkra- kompunni. Hún sér lítið til sólar í sumar. út úr framköllunarherbergjunum. Hún er því lítið á meðal fólks í vinnunni og segir það hafa þau áhrif að hún hirði ekki eins mikið um klæðaburð og útlit og þegar hún er á meðal manna úti í sólskininu. Kristín telur ekki að það hafi nein áhrif á sálarlíf sitt að vinna í myrkrinu. „Ég hef aldrei fundið fyrir skammdegisþunglyndi og vinnan í myrkrakompunni dregur ekkert frekar úr mér. Samt finnst mér ágætt að komast í önnur verkefni öðru hveiju.“ ■ Helgi Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.