Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 B 7 FERÐALÖG American Colony í Jerúsalem mm& AMERICAN Colony hótelið í JJJaustur Jerúsalem er án efa SZ eitt þekktasta hótel í þessum '[2 heimshluta. Það er byggt í sérstæðum gömlum stíl, var reist 1860 sem höll ríks arabahöfð- ingja og fjögurra eiginkvenna hans. Það hefur um árabil verið sótt af kvikmyndastjörnum og öðrum listamönnum. Blaðamenn hafa verið tíðir gestir. Garðurinn inni í miðju húsinu gefur því óvenjulegt og fortíðarlegt yfir- bragð þar sem gestir geta notið veitinga, lesið blöð eða bara skraf- að í rólegheitum. Hótelið er nú allt að því inni í miðjum bæ en fyrstu áratugina stóð það eitt og sér og „langt“ í burtu frá öllu. Þó er ekki nema um tíu mínútna labb að Damask- ushliðinu. Hefur stækkað smám saman Smám saman hefur hótelið ver- ið stækkað, keyptar hafa verið byggingar handan götunnar og gerðir íverustaðir. Þar voru ódýr herbergi og fábrotin en hreinleg þegar ég gisti í fyrsta skipti á hótelinu fyrir 5 árum. Þá fékk ég herbergi fyrir innan við 40 dollara og síðan 30% afslátt. Nú hefur þessum útbyggingum verið lokað um sinn og er verið að gera þær upp. Að því loknu verða þar lúxus- herbergi. Inni í aðalbyggingunni hafa öll herbergi yfir sér hefðarlegan brag, þau eru stór og björt, mörg með svölum og hálfgildings svítukrók. Alls eru um 100 herbergi og svítur í hótelinu. Lúxusherbergi eru alls staðar eins Af þeim fjórum skiptum sem ég hef búið á American Colony hef ég þrívegis verið í útbygging- unum og fundist það prýðilegt. Þegar ég var þar á dögunum var sá kostur ekki fyrir hendi vegna endurbótanna. Herbergið sem ég bjó í var stórt og allt var til alls. Verðið var líka eftir því, 140 doll- arar eftir að fengist hafði með herkjum 10% afsláttur. Því nú fá blaðamenn engan auka afslátt. Ég ætlaði aðeins að stoppa í tvær nætur svo ég sló til af því ég var svo hænd að staðnum og andrúms- loftinu. Þetta herbergi mitt hefði getað verið hvar sem væri á 4-5 stjörnu hóteli. Það var ekki undan neinu að kvarta nema að mér fannst vanta karakterinn. Garðurinn er indæll, barinn í kjallaranum með sínum grófu múrsteinsveggjum og höggnu grjóti á sínum stað. Anddyrið er prýtt listaverkum og þar er hátt til lofts eins og í höllu sæmir. Ég hef nokkrum sinnum fengið mér kvöldverð á hótelinu, matseð- ill er ágætlega fjölbreyttur og verð í hófi. En í Jerúsalem er aragrúi góðra lítilla matsölustaða sem er þó meira gaman að vitja. Hefðu veggirnir mál Hótelinu er stjórnað af sviss- neskri hótelkeðju. Starfsmenn eru flestir arabískir Palestínumenn. Þessi bygging gæti án efa sagt merka sögu ef veggirnir hefðu mál. Það hefur „lifað“ miklar breytingar, er byggt þegar svæðið var undir Tyrkjum, síðan taka við Bretar milli styijalda, þá Jórdanir og loks ísraelar. Ég er ekki frá því að það mikla orðspor sem af American Colony hefur farið í áratugi sé farið að standa því fyrir þrifum. Það er tíska að vera þar og ef maður er svo ólánsamur að vera ekki heims- frægur er trúlegt að maður sé á hótelinu til að fylgjast með þeim gestum sem eru heimsfrægir. í stuttu máli: það er ansi snobbað lið á þessu hóteli. En umhverfið gæti varla verið fegurra og það er leitun að hóteli með jafn mikla GARÐURINN er í miðju hótelsins. SKAMMT er að múraborginni gömlu. sögu og andrúmsloft og American Colony. Samt hugsa ég að næst þegar ég kem til Jerúsalem muni ég leita annað. American Colony er ein- hvern veginn ekki það sem áður var. n Jóhanna Kristjónsdóttir Bandarísk bókaforlðg með í Teheran FJÖLMÖRG bandarísk útgáfufyrir- tæki tóku þátt í áttundu Alþjóðlegu bókakaupstefnunni í Teheran fyrir skömmu þrátt fyrir viðskiptabann bandarískra stjórnvalda á íran. Langflestar bandarísku bækurnar voru um vísindi, tækni og læknis- fræði. Irönsk dagblöð gerðu mikið úr Umhverfis iörð- ina á skemmti- feröaskipi Á NÆSTA ári verður í fyrsta skipti boðið upp á heimsreisu á skemmtiferðaskipi á vegum skipafélagsins Royal Cruise Line. Ferðin hefst í San Frans- isco á vesturströnd Bandaríkj- anna um miðjan janúar en lýkur 102 dögum seinna í Fort Laud- erdale í Flórída á austurströnd- inni. Á leiðinni verður komið við í að minnsta kosti 38 höfnum í 24 löndum. Farmiðinn kostar 22.096 pund, eða um 2,2 ÍKR. Þeim sem panta snemma býðst 10% afsláttur og er þá verðið komið niður í tæpar tvær millj- ónir. Skipið sem siglir með farþeg- ana kringum hnöttinn heitir Royal Odyssey og var nýlega gert upp fyrir 18 milljónir doll- ara eða rúman milljarð ÍKR. Talmsmaður skipafélagsins segir að bókanir í ferðina lofi góðu. ■ þátttöku fyrirtækjanna í sýningunni og sögðu hana sýna að aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Iran væru árangurslausar. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, setti viðskiptabann á íran í apríl síðastliðinum vegna meints stuðnings írana við hryðju- verkamenn og tilrauna þeirra til að framleiða kjarnorkuvopn. ■ Samvinna EL AL ogjórdanska flugfélagsins í FRÉTTABRÉFI Royal Jordan- ian segir frá því að samkomulag hafi verið gert milli þess og ísra- elska flugfélagsins EL AL. Það felur meðal annars í sér að leyfa ferðamönnum frá Bandaríkjun- um að fljúga með E1 A1 til Mið- austurlanda en nota Royal Jord- anian á heimleið ef það hentar þeim betur. Flugfélögin tvö eru að hleypa af stokkunum sameiginlegri auglýsingaherferð í Bandaríkj- unum til að vekja athygli á þessu og fá fleiri ferðamenn í heim- sókn. Þá segir í Jerusalem Post nýverið að flugmálayfirvöld í ísrael og Marokkó hafi nú byijað samstarf og hafi það verið þegar félag sem annast sjúkraflug í ísrael flaug til Tangier í Ma- rokkó til að flytja heim ísraelska konu sem hafði veikst skyndi- lega. Loftferðasamningur milli ríkjanna er í burðarliðnum og sama gildir um EL AL og flugfé- lag Túnis, Tunis Air. ■ 10% iartarbúa bía vlð kröpi kjðr í ÁR deyja meira en 12 milljón- ir barna áður en þau ná fimm ára aldri. Einnig deyja 16 millj- ónir jarðarbúa vegna sýkinga, sem hægt væri að koma í veg fyrir, eða vegna sjúkdóma af völdum sníkjudýra. Þessar uggvænlegu stað- reyndir komu fram í máli Nakajima Hiroshi, aðalfram- kvæmdastjóra Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar á 48. þingi stofnunarinnar í Genf nýverið. Hiroshi benti á þann gríðar- lega mun sem er á aðstöðu ríkra og fátækra þjóða, sér- staklega varðandi fjárveitingar til að hindra útbreiðslu sjúk- dóma. Bilið milli ríkra og fátækra verður líklega seint brúað í heimi þar sem 80% jarðarbúa býr í fátækum löndunum og þar af 20% við sárustu ör- byrgð. Hiroshi sagði að bilið ætti enn eftir að aukast, nema meiri áhersla yrði lögð á að hafa hemil á sjúkdómum og sýkingum sem heija á þróunar- löndin. Hann benti þó jafn- framt á að árangur hefði náðst í að útrýma mænusótt og vissri gerð sýkingar af völdum sníkjudýra, sem breiðist út með menguðu vatni, og spáði því að holdsveiki, nýburastíf- krampi og mislingar yrðu úr sögunni árið 2000. ■ SJÚKDÓMAR breiðast víða út með menguðu vatni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.