Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ f DAGLEGT LÍF BRJOSTA KRABRAMETN •ÞAÐ ERU um 68% líkur á að íslensk kona sem greinist með brjóstakrabbamein sé á lífi fimm árum síðar, en álitið er að tólfta hver kona hér á landi fái sjúkdóm- inn fyrir áttrætt. •Lífsmöguleikar kvenna sem fá brjóstakrabbamein hafa aukist undanfarna áratugi, en á sama tíma hefur konum Q'ölgað sem greinast með sjúkdóminn. •í fyrra greindust alls 136 konur hér á landi með krabbamein í brjóstum. Það er hærri tala en undanfarin ár, árið 1993 greindust 112 konur með brjósta- krabbamein og árið 1992 voru það 115 konur. MARGT bendir til að aukin hreyfing meðal fullorðinna kvenna dragi úr lík- um á brjóstakrabba- meini. Lifnaðarhættir á unglingsárum geta haft áhrif á krabbameinsmyndun síðar TÓLFTA hver kona á íslandi sem er undir áttræðu getur átt von á að fá brjóstakrabbamein. Engin allshetjar uppskrift er til að líferni sem kemur í veg fyrir þennan sjúk- dóm. Þó hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að atriði eins og reglubundin hreyfing, vissir lifnaðarhættir á unglingsárum og sumar fæðutegundir og vítamín geti haft fyrirbyggjandi áhrif á myndun brjóstakrabbameins. Erfðaef ni sem fylgja fjölskyldum „Vísindamenn hafi uppgötvað gen sem fylgja ákveðnum fjöl- skyldum. Auknar líkur eru á að konur sem ganga með þessi erfða- efni fái btjóstakrabbarhein", segir Sigurður Bjömsson læknir. I þessu sambandi hafa risið upp ýmsar sið- fræðilegar spurningar um hvernig beri að fara með slíkar upplýs- ingar. Hvemig líður konu sem veit að hún ber slík gen? Á hún að upplýsa fjölskyldu sína, vinnuveit- anda, líftryggingafélag o.s.frv? Það hefur einnig komið á daginn að í sömu ættum er aukin tíðni á bijóstakrabbameini meðal kvenna og blöðrahálskrabbameini hjá körl- um. Starfsemi beggja þessara kirtla stjómast að miklu leyti af kynhormónum. íslendingar standa býsna fram- arlega í erfðafræðirannsóknum, ekki síst á brjóstakrabbameini, enda eru aðstæður til slíkra rann- sókna mjög hagstæðar hér á landi m.a. vegna vegna þess hve auð- velt er að relqa ís- lenskar ættir. Hér eru til í geymslu vefjasýni frá skurðaðgerðum og krufningum sem spanna yfir 60 ár og era varðveitt í Dung- als-safni í húsi krabbameinsfélagsins I Skógarhlíð. Með nýrri líffræði- tækni er hægt að skoða vefi úr heilu fjölskyldunum, rann- saka sjúkdóma sem hafa lagst á ættir, taka út gömul sýni og kortleggja erfðafræð- ina. Þá hefur krabba- meinsskráin að geyma upplýsingar um öll krabbamein sem greinst hafa á íslandi á síðustu áratugum. Hinsvegar segir Sigurður að þau tilfelli þegar konur bera þessi þekktu erfðaefni í sér séu einungis innan við 5% af þeim sem greinast almennt með bijóstakrabbamein. Það þýðir að 95% af bijóstakrabba- meinstilfellum eru tilviljanakennd en ekki arfgeng. Lengd f rjóa tímabllsins í lífi konunnar skiptir máll „Talið er að áhættuþættirnir séu ýmsir þegar bijóstakrabbamein er annarsvegar. Þær konur sem bytja snemma að hafa tíðir eru í meiri hættu en þær sem bytja seint. Það er ekki óalgengt að stúlkur séu 10-11 ára þegar þær bytja að hafa tíðir. í þessu sambandi segir Sigurður líklegt að hreyfing sé mikil- væg. „Það hefur ítrek- að sýnt sig í rannsókn- um erlendis að hreyf- ing á unglingsárum minnkar hættu á brjóstakrabbameini m.a. þar sem stúlkur sem stunda íþróttir af alvöru bytja seinna á blæðingum en þær sem lítið hreyfa sig. Margt bendir til að aukin hreyfing meðal fullorð- inna kvenna dragi einnig úr Iíkum á btjóstakrabbameini." Þá segir hann að konur sem hætta seint á blæðingum, um fimmtugt, séu líka í aukinni hættu. „Lengd frjósemisskeiðs hefur mik- ið að segja með tilliti til bijósta- krabbameins. í hveijum tíðahring verður bijóstvefurinn bæði fyrir örvandi og slakandi áhrifum fyrir tilstuðlan kvenhormóna. Ef konur byija seint (15 ára) og hætta snemma (40 ára) á blæð- ingum eru tíðahringimir færri, eða standa yfir um 25 ára skeið, á meðan kona sem bytjar 10 ára á blæðingum og er ftjó til fimmtugs hefur í fjörutíu ár mánaðarlega örvun á bijóstakirtlana og miklu fleiri tíðahringi.“ Þá segir Sigurður að aðrir áhættuþættir tengist bameignum. Konur sem eignast ekki börn eða bytja seint að eignast börn eru í meiri hættu að fá bijóstakrabba- mein en þær sem byija snemma að eignast börn og hafa börnin lengi á bijósti. Þetta kemur aftur inn á fjölda tíðahringja sem falla út á meðgöngu og meðan gefið er btjóst. Ekkl sjálfgefið að taka hormóna á breytlngaskeiði Hormónagjöf á breytingaskeiði heldur við áhrifum á bijóstkirtlana eftir að ftjósemistímabilinu lýkur. „Það hefur verið sýnt fram á að hormónagjöf á þessum aldri hefur einhver áhrif í aukningu á bijósta- krabbameini. Hinsvegar vil ég taka skýrt fram að ávinningurinn af hormónagjöf á þessum árum er oft mikill í bættri líðan, minni svitakófum, færri æðasjúkdómum og minni bein- þynningu og getur því verið langt- um meiri en þau örfáu bijósta- krabbameinstilfelli sem bætast við.“ Sigurður ráðleggur konum að hreyfa sig, taka vítamín eða lýsi, kalk og reykja ekki. Þá geta þær kannski hægt á einkennunum sem fylgja þessum aldri án þess að taka hormónalyf. Hvað getnaðarvarnarpilluna snertir segir Sigurður að hún sé öðruvísi samsett en hormónar sem konur fá á breytingaskeiði. „Fátt bendir til að notkun pillunnar eftir að konur eru orðnar tvítugar og hafa eignast börn valdi aukningu á bijóstakrabbameini." Aftur á móti segir Sigurður að svo virðist sem það skipti verulegu máli hvaða áhrifum bijóstkirtlarnir verða fyrir á unglingsárum. „Á vaxtarárunum er að mínu mati ekki æskilegt að stúlkur taki pill- una.“ Lifnaðarhættir ungllngsðranna koma í IJós á miðjum aldrl „í mínum huga er engin spurn- ing að lifnaðarhættir á unglingsár- um, reykingar, mataræði, hormón og annað áreiti sem bijóstkirtlar ungra stúlkra verða fyrir hafa áhrif á krabbameinsmyndun síðar á ævinni og almennt hvernig heils- an verður þegar fram líða stundir." Sigurður segir að í viðurkenndri sænskri rannsókn hafi orðið áttföld aukning á bijóstakrabbameini eftir 20 ár hjá þeim unglingsstúlkum sem tóku pilluna í meira en fjögur ár á árunum milli 1960 og 1970. Mataræði og umhverflsþættir Athygli hefur í auknum mæli beinst að umhverfinu og lifnaðar- háttum fólks. „í Japan er bijósta- krabbamein sjaldgæft. Ef japansk- ar konur flytja með japönskum eiginmönnum sínum til Bandaríkj- anna og eignast þar japanskar stúlkur era þær stúlkur engu að síður í jafn mikilli hættu og þær bandarísku á að fá bijóstakrabba- mein síðar á ævinni, þrátt fyrir japönsk gen.“ Áfengl og reykingar Reykingar kunna að skapa vanda. „Það hefur hinsvegar verið Sigurður Björnsson læknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.