Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG UPP Á síðkastið hefur verið unnið að úrbótum á stígum og annarri aðstöðu til útivistar við Esjuna. Á laugardaginn verður opið hús hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá, þar sem gestir fá leiðsögn um nýja stíga í gegn- um skógræktarsvæðið í hlíðum Esjunnar. í kjölfar endurbóta á útivistarsvæðinu munu eflaust enn fleiri en hingað til sjá sér fært að njóta náttúr- unnar í. Esjunni, í næst'a nágrenni Reykjavíkur. Á Esjugönguárinu 1994 voru 6.789 skráningar í gestabók Ferðafélags Islands á Þverfellshorni. Eflaust hafa Esjuferðirnar verið töluvert fleiri, því ekki skrá sig nærri því allir sem ganga á fj'allið. Sá sem oftast skrifaði sig í gesta- bókina kom 31 sinni. Sagt er að annar hafi farið 151 sinni, en hann skráði sig ekki nema í eitt skipti. Gestabókin sýnir að minnsta kosti að 'Esjan er eitt vinsælasta útivist- arsvæði á Suðvesturhorninu. Þeir sem ganga á fjallið eru ekki aðeins af Reykjavíkursvæðinu. í gestabókinni frá í fyrra er fólk alls staðar að af landinu óg einnig marg- ir útlendingar. Flestir þeirra eru Évrópumenn og eru Þjóðveijar þar fremstir í flokki. En sumir komu lengra að, meðal annars voru Suður- Afríkumaður og Nepalbúi skráðir í géstabókina. Upp Esjuna á 28 mínútum Ýmis félög og hópar fara reglu- lega á Esjuna, bæði til líkamsræktar og til að njóta útiverunnar. Meðlimir úr Hjálparsveit skáta fara alltaf einu sinni í viku á fjallið. Göngu- og hlaupahópar úr líkamsræktarstöðv- um fara einnig öðru hverju og starfs- menn ýmissa fyrirtækja og fjöl- margir vinahópar. Sumir gera sér að leik ganga á Esjuna á sem stystum tíma. Fyrir fimmm árum stóð Flugbjörgunar- sveitin fyrir kapp- göngu upp fjallið. Sig- urgeir Svavarsson, skíðagöngumaður, var fyrstur á 28 mín- útum. Ekki er vitað til þess að metið hafi verið siegið. Fyrir venjulegt fólk þykir mjög gott að komast upp á klukkutíma. Esjugöngur frá 1929 Ferðafélag íslands hefur lengi staðið fyr- ir skipulegum ferðum á Esjuna, að minnsta kosti frá árinu 1929. í Árbók félagsins segir ac 18 manns hafi gengið á Esjuna oj skijið eftir „tindabók". í fyrra var skipuð Esjunefnd í vegum félagsins og ákveðið ac nefna árið 1994 Esjuár. Ráðist vai í miklar framkvæmdir á fjallinu. Komið var fyrir hringsjá á Þverfells- horni og öllum sem þangað komu og skráðu sig í gestabókina var sent sérstakt Esjumerki á nælu. Nýr göngustígur var lagður í samstarfi Ferðafélagsins og Skógræktar ríkis- ins, bæði til að gera leiðina auðveld- ari og til að veija viðkvæman gróð- ur sem sum staðar hafði látið á sjá vegna mikiilar umferðar göngu- fólks. í sumar eru 30 unglingar í vinnu við að leggja göngustíga í hlíðum Esjunnar á vegum Skóg- ræktarinnar. í ágúst í fyrra stóð Hjálparsveit skáta fyrir Esjudegi. Þá voru leið- sögumenn í hlíðum Esjunnar sem vísuðu veginn og sögðu frá mark- verðum stöðum. Alls komu þá 1.128 manns á Esjuna á einum degi og er það án efa met. Að öllum líkind- HÚSIÐ Lækjargata 10 er úr höggnum steini en límt saman með kalki úr Esjunni. Morgunblaðið/SVE Á ESJUDEGINUM í ágúst í fyrra skráðu sig 1.128 manns í gestabók Ferðafélags íslands á Þver- fellshorni. Hjálparsveit skáta hefur staðið fyrir Esjudegi síðastliðin þijú ár og að öllum líkindum verður sá fjórði haldinn í sumar. RAUÐU línurnar á kortinu tákna gönguleiðir. Á morgun laugardag verður opið hús hjá Rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins við Mógilsá. Þar verður meðal annars boðið upp á gönguferðir um skógarreitina í hlíðum Esjunnar undir leiðsögn- fróðra manna. Ljósmynd/Páll Steinþórsson í FYRRA var sett upp hringsjá á Þverfells- horni, þangað sem flestir Esjufarar ganga. Hún var reist í minningu Jóns G. Víðis landmælinga- manns sem teiknaði flest sæluhús og hringsjár Ferðafélags íslands meðan hann lifði. um verður aftur haldinn Esjudagur í sumar. Gull og yrklsefnl Esjan hefur lengi verið yrkisefni skálda og listamanna. Jörundur Pálsson, sem var húsameistari að atvinnu, málaði til dæmis Esjuna í tómstundum sínum í mörg ár og hélt málverkasýningu tileinkaða henni einni. Esjan hefur einnig orð- ið uppspretta annars konar hug- mynda. Einhvern tíma ætluðu menn að vinna úr henni gull, en lítið varð úr framkvæmdum. Kalk var unnið úr hlíðum Esjunnar á áttunda ára- tug síðustu aldar og aftur á árunum 1916-17. Fyrir fáeinum vikum var sagj. frá hugmynd um að reisa mikla ferða- þjónustubyggingu við Esjuna, aust- an Mógilsár. Húsið á að líkjast heimsmynd norrænu goðafræðinn- ar. Neðst verða Niflheimar, Jötun- heimar á annarri hæð, Miðgarður næst og Ásgarður á efstu hæð. Á Árvöllum, við rætur fjallsins, hefur einnig verið byggð upp þjónusta fyrir ferðamenn, þó í minna mæii sé en áðurnefndar hugmyndir um nýja heimskringlu. Þar er rekið lítið gistiheimili sem byggt hefur verið upp á síðustu fimm árum. í vor var nuddpottum og gufubaði komið þar upp. ■ Helgi Þorsteinsson Fí .Jónsmessunæturganga Ferðafé- lags íslands verður á Heklu og verð- ur lagt af stað frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6 kl. 18 í kvöld. Gengið verður frá Skjólkvíum og tekur gangan fram og til baka um 8 klukkustundir. Komið verður til Reykjavíkur kl. 7 í fyrramálið. Einn- ig verður styttri Jónsmessunætur- ganga, á Helgafell. Gengið verður frá Kaldárseli og verður komið til Reykjavíkur eftir miðnætti. Lagt er af stað kl. 20 frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Jónsmessunæturganga yfir Fimm- vörðuháls er hluti af helgarferð FÍ. Lagt verður af stað kl. 18 í kvöld og ekið að Skógum þar sem 8 klst. ganga hefst. Komið verður til Þórs- merkur í fyrramálið og gist eina nótt í Skagfjörðsskála. Komið verður til Reykjavíkur á sunnudag. Jónsmessuferð til Þórsmerkur hefst kl. 20 í kvöld, þegar lagt verð- ur af stað frá BSI, austanmegin, og Mörkinni 6. Gönguferðir verða með fararstjóra og gist í Skagfjörðsskála, þar sem er, að sögn Ferðafélags- manna, ein besta gistiaðstaða sem býðst í óbyggðum. Þar er setustofa, FERÐIR UM HELGINA tvö eldhús, útigrill, sturtur og vatns- salemi. Síðasti áfangi náttúruminja- göngu verður á sunnudag. í boði eru tvær misjafnlega langar göngur, ann- ars vegar frá Djúpavatni um Núps- hlíðarháls að Selatöngum og er lagt af stað í hana kl. 10.30, og hins veg- ar fjölskylduganga á Selatöngum sem hefst kl. 13. Síðasta skógræktarferðin í Heið- mörk verður farin miðvikudags- kvöldið 28. júní kl. 20. Þetta er ókeyp- is ferð en þátttakendur hlú að gróðri í reit Ferðafélagsins undir stjórn Sveins Ólafssonar. Kl. 8 sama dag verður dagsferð til Þórsmerkur og er ferðin einnig ætluð sumarleyfis- gestum sem hyggja á dvöl í Þórsmörk. Útlvist Jónsmessunæturganga verður farin á Hengil og lagt af stað frá BSÍ kl. 20 í kvöld. Einnig verður Jónsmessu- næturganga í Marardal og lagt af stað frá sama stað á sama tíma. Annar áfangi ijallasyrpunnar verð- ur á morgun, laugardag. Gengið verð- ur á Ingólfsfjall, farið upp skemmti- legt gil við hliðina á malarnámi og gengið á hæsta tind fjallsins, Inghól, sem er 551 metra hár. Komið verður niður innst í Ölfusi. Brottför er frá BSÍ kl. 9. Farið verður í nokkrar helgarferð- ir, meðal annars á Snæfellsjökul og verður gengið á jökulinn. Val er um tjaldgistingu eða svefnpokapláss á Árnarstapa. Fararstjóri er Sigurður Sigurðarson. Farið verður í Bása í Þórsmörk og gist í tjaldi eða skála. Jónsmessunæturganga verður yfir Fimmvörðuháls aðfaranótt laugar- dags. Gangan er 8-9 klukkustunda löng. Fararstjórar verða Árni Jó- hannsson og Sveinn Muller. ■ Konur vantar á daðurnámskeiO — FERÐAMÁLASAMTÖKIN í ■“ Gröbming í Austurríki bjóða 3(J upp á námskeið í daðri, sem hefst í dag. Sex karlmenn höfðu skráð sig á námskeiðið sl. þriðjudag en engin kona. P „Við þurfum átakanlega á ^ konum að halda,“ sagði full- trúi ferðamálasamtakanna. „Mennirnir verða að hafa konur til að æfa sig á til að sjá hvort þeir geti daðrað.“ Gröbming er skíðastaður suð- austan við Salzburg. Á veturna er boðið upp á skíðadaður en það felst í því að fólk hengir hjarta í skíðaúlpuna til merkis um að það sé til í daður. Upp úr þessu mynd- ast að sjálfsögðu pör. Þeim er boðið upp á kampavín í skíðakofa og í veislu í lok vikunnar. í lok skíðatímabilsins í apríl er síðan sérstök helgi í Gröbming fyrir öll pör vetrarins. Þar var ferð til Chicago í happdrættisvinning í vor og daðurkonungurinn fékk þyngd sína í kampavíni. Reynslan af skíðadaðrinu sýndi að sumir eru betri daðrarar en aðrir. Þess vegna er nú boðið upp á námskeið fyrir þá sem eru klaufalegir. Samræður og líkams- hreyfingar verða æfðar, sjálfs- traustið byggt upp og fjallað um kosti og galla hvers einstaklings. Þátttökugjald á námskeiðið, er tæplega 20 þúsund krónur. ■ a b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.