Morgunblaðið - 27.06.1995, Side 1

Morgunblaðið - 27.06.1995, Side 1
 fHwgtntÞfaMto 1995 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ BLAÐ B HANDKNATTLEIKUR lón þjálfar Valsliðið Jón Kristjánsson handknattleiks- kappi var um helgina ráðinn þjálfari íslandsmeistara Vals í handknattleik til eins ár. Jón hefur verið leikmaður með Val sl. sjö ár og á þeim tíma fimm sinnum orðið íslandsmeistari. Þetta er í fyrsta skipti sem Jón þjálfar hjá Vals- mönnum. „Með þessari ráðningu höldum við áfram þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir síðustu ár, það er að ráða innanfélagsmann í þjálfarastöðuna. En það getdr ver- ið erfiður kostur að ráða spilandi þjálfara, séu menn með erfiðan hóp i höndunum. En við erum með metnaðarfulla stráka sem vita hvað þeir vilja og við berum fyllsta traust til Jóns Kristjánssonar og vitum að hann mun fylgja því starfi eftir sem unnið hefur verið að sl. ár,“ sagði Brynjar Harðarson, for- maður handknattleiksdeildar Vals í gær. Að sögn Brynjars hefur ráðning Jóns átt sér nokkurn aðdraganda en frá henni var endanlega gengið um helgina og er einn þátturinn í að halda hópnum saman. Geir Sveinsson og Finnur Jóhannsson hafa reyndar yfirgefíð herbúðir fé- lagsins frá sl. keppnistímabili og spurning er hvað Júlíus Gunnarsson gerir, eins og kemur fram hér til hliðar. „Þrátt fyrir þetta verðum við með firnasterkt lið næsta vet- ur,“ bætti Brynjar við. Ekki hefur enn verið gengið frá ráðningu aðstoðarmanns Jóns en frá því verður gengið á næstu dög- FRJALSIÞROTTIR Veðrið setti svip sinn á Meistaramótið VEÐRIÐ setti svip á Meistaramót íslands í frjálsíþróttum sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Búist hafði verið við ágætum ár- angri í spretthlaupunum, en mótvindur kom í veg fyrir slíkt. Guðrún Sunna Gestdóttir frá Blönduósi kom fyrst í mark í einvígi hennar við hlaupadrottninguna Guðrúnu Arnardóttur úr Ármanni og Geirlaugu Geirlaugsdóttur í 200 metra hlaupi. Geirlaug hafði hins vegar betur i 100 metra hlaupinu, skaust fram úr Sunnu á endasprettinum. Vésteinn Hafsteinsson kastaði yfir 60 metra í kringlukasti, sem verður að teljast góður árangur. ■ Meistaramótið / B4, B5 Lengstu þrí- stökk sögunnar JONATHAN Edwards frá Bretlandi náði þeim árangri um helgina að stökkva lengra en nokkur annar hefur gert. Hann stökk tvívegis lengra en sögur herma að menn hafí gert áður, en þetta gerði Edwards í þrí- stökkskeppni Evrópubikarkeppninnar í Frakklandi. Risastökkinu náði hann í annarri tilraun, stökk þá 18,43 metra og í fjórðu tilraun náði hann einnig frábæru stökki, stökk 18,39 metra en meðvindur var hins vegar aðeins of mikili í báðum stökkunum og því verður árangur hans ekki skráður sem met. Heimsmet- Willie Banks í þrístökki er 17,97 metrar, sett árið 1985. Reuter • V ' “ TS''' í ’ í lV Lmtk ——— Júlíus Gunnarsson fer ekki utan „ÞAÐ er orðið Ijóst að ég verð hér heima næsta vetur,“ sagði Júlíus Gunnarsson, handknatt- leiksmaður úr Val, en á tímabili i vor leit út fyrir að hann færi utan til náms og handknattleiksiðkun- ar. „Ég útiloka það ekki að ég verði annarsstaðar en hjá Val á komandi tímabili. Það hafa félög úr ýmsum áttum hér innanlands haft samband við mig og ég er núna að skoða möguleikana." Júlíus sagði ennfremur að hann hefði verið i sambandi við sænska félagið Ystad en verið of seinn að ganga í það mál vegna heimsókn- ar sinnar til Rostock í Þýska- landi, fyrr í þessum mánuði. Sænska markaðnum hefði verið lokað 15. júní og því enginn mögu- leika á því að komast þar inn, auk þess sem félagið hafi náð til sín örvhentum sænskum leikmanni til að fylla það skarð sem til staðar var. Eftir að það lokaðist fyrir Svíþjóð var hann í viðræðum við Aftureldingu, en þeim viðræðum væri nú slitið og hann færi ekki þangað. Birgir Guð- björnsson með Blika BIRGIR Guðbjörnsson, fyrrum landsliðsmaður úr KR, hefur verið ráðinn þjálfari nýliða Breiðabliks í úrvalsdeildarkeppninni í körfu- knattleik. Birgir, sem er ekki ókunnugur þjálfun, tekur við starfi Pálmars Sigurðssonar, sem þjálfaði og lék með Blikum síðasta vetur. Pálmar mun áfram leika með liðinu. Þá hefur Sigurður Hjörleifsson verið endurráðinn þjálfari Is- landsmeistara Breiðabliks í 1. deild kvenna. Blikar fara á Skagann í bikarnum DREGIÐ var í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni kvenna í gær. Þar ber hæst að Skagastúlk- ur fá íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í heimsókn og Sljarn- an úr Garðbæ tekur á móti KR- ingum. Valsstúlkur, sem eru ósigraðar í fyrstu deildinni það sem af er sumri, hafa hlotið 10 stig, fá Hauka í heimsókn, en Hafnarfjarðarliðið hefur eitt stig í deildinni. Allir þessi leikir fara fram föstudaginn 7. júlí. Lið ÍBA getur einnig hrósað happi því 2. deildarlið Sindra frá Hornafirði kemur í heimsókn norður daginn eftir, laugardaginn 8. júlí. SUND: ALDURSFLOKKAMÓTIÐ Á AKUREYRI / B10, B11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.