Morgunblaðið - 27.06.1995, Side 3

Morgunblaðið - 27.06.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 B 3 ÍÞRÓTTIR GOLF / MEISTARAMÓT ÍSHOKKÝ / STANLEYBIKARINN Morgunblaðið/Golli BJÖRGVIN Sigurbergsson slær af átjánda teignum lokadaginn. Hann lék frábærlega síðari níu holumar á laugardag. Glæsitilþrif í Hvaleyrinni Góðir lokahringir hjá Björgvini og Ólöfu Maríu BJÖRGVIN Sigurbergsson og Ólöf María Jónsdóttir, tryggðu sér meistaratitlana hjá Keili á laugardaginn með því að leika frábærlega lokahringinn. Björgvin var sex höggum á eft- ir Ásgeiri Guðbjartssyni fyrir hringinn en náði að vinna upp forskot hans og gott betur með því að leika á 64 höggum, átta færra en Ásgeir sem varð að sætta sig við annað sætið. að var ekkert sem leit út fyrir sigur Björgvins framan af hringnum. Hann var í síðasta rás- hópi með Ásgeiri og Guðmundi Svein- Etös'son björnssyni og mun- skrifar urinn á þeim var orðinn sjö högg eftir tvær holur og eftir fyrri níu holurn- ar var Björgvin farinn að búa sig undir baráttu við Guðmund um annað sætið því þá munaði enn fimm höggum á þeim. Ásgeir átti ekkert svar við frábærri spila- mennsku Björgvins á síðari niu holunum sem hann lék á fimm und- ir pari. Björgvin lék fyrstu fjórar holurnar á þremur undir pari með því að fá „fugl“ á 10., 11. og þrett- ándu holunni og þá hafði Björgvin náð að minnka forskot Ásgeirs nið- ur í eitt högg, úr sex höggum, á Morgunblaðið/Frosti ÓLÖF María Jónsdóttlr bættl vallarmetið um tvö högg. aðeins fjórum holum. Ásgeir fékk „skolla" - einn yfir par á 16. hol- unni sem er par þrjú og þá stóðu þeir jafnir þegar tvær holur voru eftir. Úrslitin réðust á lokaholunni sem er par fjórir. Björgvin sló inná- höggið á. flötina en Ásgeir lenti í þykku grasi hægra megin við hana og notaði þriðja högg sitt til að slá inná flötina. Björgvin setti niður sjö metra pútt upp í hallann og tryggði sér þannig sigurinn en Ásgeir end- aði holuna á fimm höggum eftir að hafa misst púttið fyrir pari. Björgvin endaði samtals á 211 höggum og Ásgeir tveimur fleira. Ólöf setti vallarmet Ólöf María Jónsdóttir setti vallar- met á Hvaleyrarvellinum á laugar- dag þegar hún lék á 69 höggum, sem er einu höggi yfir pari og höggi undir erfiðleikastuðli vallar- ins af bláum teigum. Fyrra vallar- metið átti Ragnhildur Sigurðar- dóttir GR, 71 högg. Aðeins tveir voru skráðir til leiks í kvennaflokki og átti Ólöf þijú högg á Þórdísi Geirsdóttir eftir fyrri tvo hringina sem hún gerði sig aldrei líklega til að láta af hendi. Ólöf var komin tvö högg undir parið eftir átta holur en lék síðan níundu holuna á fimm höggum, tveimur höggum yfir pari. Það sama henti á tólftu holunni, par fjögur holu sem hún lék á sex höggum. Hún náði fugli á þrettándu holunni og fékk par á fimm síðustu holurn- ar og endaði á 221 höggi samtals. ■ Úrslit / B14 Yfirburðir NewJersey algjörir Lagði Detroit ífjórum leikjum í röð LEIKMENN New Jersey Devils léku við hvern sinn fingur og sigruðu Detroid, 5:2, ífjórða leiknum í röð gegn Dertroit í úrslitakeppninni um Stanley- bikarinn í íshokký. Þar með sigruðu þeir i einvíginu með miklum yfirburðum eða með fjórum vinningum gegn eng- um og hömpuðu bikarnum í fyrsta skipti í sögu félagsins. Neal Broten og Shawn Cham- bers skoruðu í tvígang, hvor um sig og Martin Brodeur gerði eitt mark í öruggum sigri liðsins á laugardaginn í leik þar sem þeir höfðu töglin og haldirnar nær allan leiktímann. „Liðið lék saman sem heild alla úrslitakeppnina og uppskar ríkulega,“ sagði Claude Lemieux, leikmaður New Jerseys, en hann gerði þrettán mörk í úrsli- takeppninnni og var valinn besti maður hennar að leikslokum. „Ég lék vel, en samheijar mínir voru enn betri,“ bætti hann við. Hann hefur einu sinni áður verið í sigurl- iði í keppninni, það var þegar hann lék með Montreal Canadien fyrir níu árum síðan. Neal Broten sem skoraði tvö mörk í leiknum, þar á meðal það fyrsta, var leikmaður í gullliði Bandaríkjana í íshokký á Ölympíuleiknum í Lake Palcid árið 1980. Þetta var í fyrsta skipti sem hann er í sigurliði í NHL deildinni og það sem meira er, hann er ein- ungis annar maðurinn úr því liði sem sigrar í keppninni um Stanley- bikarinn. „Óheppni okkar var sú að lenda á góðu liði þegar það var í topp- formi,“ sagði Scotty Bowman, þjálfari Detroit, að leik loknum. Eftir jafna tvo fyrstu leikina þá áttu hans menn ekkert svar við sterkum sóknarleik New Jersey manna í tveimur hinum síðari við- ureignum þar sem þeir skoruðu tíu mörk og fengu einungis á sig fjögur. Það var ekki liðin nema 1,08 mín. af leiknum á laugardaginn þegar Neal Broten hafði gert fyrsta mark New Jersey. Segei Fedrov jafnaði fyrir Dertoid aðeins 55 sek. síðar eftir sendingu frá Martin Lapointe. Sergei Fedorov átti líka þátt í öðru marki Detroit þegar þeir náðu forystu 1:2 á 13 mín. en þá hóf hann sókn sem endaði á því að Paul Coffey skor- aði. En Adam var ekki lengi í Paradís og Shawn Cahmbers jafn- aði skömmu síðar og eftir það réðu leikmenn New Jersey lögum og lofum og sigruðu örugglega 5:2. Fyrsta titlinum fagnað Reuter SCOTT Stevens, fyrirliAi New Jersey, hampar hér Stanleybík- arnum eftirsótta en félagið vann hann í fyrsta skipti um helgina, eftir fjóra slgurleiki í röð á Detrot Red Wings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.