Morgunblaðið - 27.06.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 27.06.1995, Síða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FOLK ■ BLÖÐ í Englandi hafa sagt frá því að Manchester United hafi áhuga að fá Roberto Baggio til liðs við sig og einnig hefur nafn Búlgarans Hristo Stoichkov verið nefnt. United seldi tvo leikmenn í sl. viku — Paul Ince til Inter Mílanó og síðan Mark Hughes til Chelsea á 1,5 millj. punda. ■ BAGGIO, sem hefur ekki náð áframhaldandi samningum við Juventus, hefur einnig verið orðaður við AC Milan, Inter, Barcelona, Real Madrid og Yom- iuri Verdy í Japan. ■ SPORTING Lissabon hefur keypt innhetjann Jose Dominguez frá Birmingham. Dominguez, sem er 21 árs, skrifaði undir fjög- urra ára samning. Birmingham keypti hann frá Benfica fyrir ári. ■ FAUSTINO Asprilla, lands- liðsmiðherji Kólumbíu, hefur til- kynnt að hann ætli ekki að leika með Parma næsta keppnistímabil. Asprilla, sem er 25 ára, hefur átt í útistöðum við þjálfarann Nevio Scala. Hann var sektaður um 1,7 millj. kr. á dögunum, fyrir að segja sitt álit á þjálfaranum í blaðavið- tali. Borussia Dortmund er til- búið að kaupa kappann. ■ RÚSSINN Dmitry Rad- chenko, miðheiji Racing Sant- ander, hefur gengið til liðs við Deportivo La Coruna — gert fjögurra ára samning. Radc- henko, sem er 24 ára kostaði 247 millj. kr. ísl. ■ BARRY Venison, vamarleik- maður hjá Newcastle, er nú í Tyrklandi til að ræða við forráða- menn Galatasaray, liðsins sem Graeme Souness var ráðinn til á dögunum, sem þjálfari. Forráða- mennimir vonast til að Venison og Mike Marsh, miðheiji Coventry, gangi til liðs við liðið. ■ LAZÍÓ hefur tilkynnt Inter Mílanó að Króatinn Alen Boksic sé ekki til sölu, en Mílanóliðið falað- ist eftir honum. „Það er enginn leik- maður liðsins til sölu.“ ■ ORÐRÓMUR hefur verið að flórir af bestu leikmönnum Lazíó væra á föram frá liðinu — Boksic, Giuseppe Signori, Pierluigi Cas- iraghi og Aron Winter. ■ DANSKI landsliðsmaðurinn Jes Högh hefur gengið til liðs við tyrk- neska liðið Fenerbahce. Högh, sem lék með Álaborg, er 26 ára. Skagamenn halda sínu slriki Sigurður Jónsson og Ólafur Þórðarson voru eins og kóngará miðjunni í Grindavík Frímann Ólafsson skrífar frá Grindavik SKAGAVÉLIN skilaði sínum þremur stigum í hús í Grinda- vík með sigri á Grindvíkingum. Fyrri hálfleikur var leikinn á innsoginu en íseinni hálfleik fór hún að malla og skilaði því sem þurfti. Heimamenn hleyptu þó smá spennu íleik- inn í lokin en sigur Skaga- manna var sanngjarn. Lúkas Luka Kostic þjálfari Grindvík- inga sagði við Morgunblaðið eftir leikinn að liðið minnti hann á iiðið sem lék sumarið 1993 og var nánast ósigrandi. Ahorfendur vora rétt að setjast í sætin þegar Kári Steinn Reynisson átti skot yfir þverslá Grindavíkurmarks- ins. Það vakti tölu- verða athygli að Grindvíkingar vora með Albert Sæv- arsson í markinu í stað Hauks Bragasonar sem sat á varamannabekknum en hann hef- ur ekki fundið sig í sumar. Albert lék af öryggi í leiknum og sýndi að Grindvíkingar era ekki á flæði- skeri staddir með markmenn. Har- aldur Ingólfsson átti síðan fyrir- gjöf á 11. mínútu sem stefndi í markið og Albert gerði vel að slá knöttinn yfir. Ólafur Adolfsson hinn sterki vamarmaður Skagamanna varð fyrir höfuðhöggi á 12. mínútu eft- ir að hafa lent í samstuði við Milan Jankovic og nokkur töf varð á leiknum meðan gert var að sári sem hann hlaut á höfuðið. Hann harkað þó af sér en þurfti skömmu seinna að fara útaf til að fá frek- ari aðhlynningu. Við þetta varð vöm Skagamanna óöraggari og Grindvíkingar áttu snarpari sókn- ir. Zoran Ljubicic lék í gegnum vömina á 31. mínútu en varnar- mönnum Skagamanna tókst að bjarga á síðustu stundu. Þetta var nánast eina færi heimamanna í 1*^\Vítaspyrna var ■ %rdæmd eftir að knött- urinn barst í hönd Þorsteins Guðjónssonar á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Haraldur Ing- ólfsson sendi Albert Sævarsson markvörð Grindavíkur í vinstra homið og skoraði með öruggu skoti í hægra markhomið 2B ^%Ólafur Þórðarson ■ %rfékk boltann á víta- teigshomi vinstra megin, sneri sér skemmtilega til hægri og sendi boltann með snúningi yfír markmann og í markið á 60. mínútu. 2m Þorsteinn Guðjóns- ■ I son vann knöttinn á eigin vallarhelmíngi á 87. mín- útu og sendi fram á Grétar Ein- arsson sem lék inn að vítateigi Akumesinga og gaf síðan á Ólaf Ingólfsson sem var stadd- ur inni í vítateig vinstra megin og skaut framhjá Þórði Þórðar- syni markverði Akurnesinga í hægra markhorn. fyrri hálfleiknum. Sigursteinn Gíslason komst hinsvegar einna næst því að ná forystunni fyrir Skagamenn þegar hann átti gott skot að marki Grindvíkinga og af varnarmanni barst knötturinn í þverslá og yfír. Skagamenn fengu síðan víta- spyrnu úr fyrstu sókn sinni eftir aðeins 28 sekúndur í seinni hálf- leik. Eftir markið fengu Grindvík- ingar tvær homspyrnur sem voru hættulausar. Þá var komið að Skagavélinni sem hrökk í gang og þeir nánast léku eins og eitt lið væri á vellinum. Sigurður Jóns- son og Ólafur Þórðarson vora eins og kóngar á miðjunni vel studdir af sterkri vörn og sprækum kant- mönnum. Sóknarþungi þeirra jókst hægt og bítandi. Vörn Grind- víkinga með þá Þorstein Guðjóns- son og Milan Jankovic í miðjunni var þó föst fyrir en eitthvað varð að láta undan og seinna markið sló heimamenn út af laginu. Þeir náðu þó að komast inn í leikinn í lokin en höfðu aðeins 1 mark úr krafsinu sem var aðeins annað markið sem Skagamenn fá á sig. Skagamenn áttu ekki endilega sinn besta leik í sumar en það var virkilega gaman að sjá til þeirra þegar þeir komust í gang. Þá unnu vömin, miðjan og fremstu menn vel saman. í þannig liði er alltaf erfitt að benda á hver er fremstur meðal jafningja. Ólafur Þórðarson og Sigurður Jónsson léku þó vel á miðjunni með Harald stórhættu- legan á kantinum. Ólafur Adolfs- son skilaði sínu í vörninni en meiðslin sem hann varð fyrir snemma í leiknum háðu honum. Þorsteinn Guðjónsson og Milan Jankovic vora bestir heimamanna ásamt Alberti í markinu. „Við vissum að þetta yrði erfið- ur leikur og við gerðum hann full- erfiðan fyrir okkur í lokin sem var alveg ástæðulaust. Við voram seinir í gang en eftir að vera bún- ir að skora strax í seinni hálfleik fannst mér við vera með töluverða yfirburði þangað til í lokin og sýndi að það má aldrei slaka á,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Skaga- manna. Kenny Dalglish hækkar í tign KENNY Dalglish, sem stýrði Blackburn Rovers til Eng- landsmeistaratignar í knatt- spyrnu í vor, er hættur sem þjálfari liðsins. Að eigin ósk hefur hann verið hækkaður í tign hjá félaginu — hættir daglegum afskiptum af liðinu sjálfu og kallast héðan í frá yfirmaður knattspyrnumála. Ray Harford, aðstoðar- maður Dalglish síðustu ár, tekur við þjálfarastarfinu og verður titlaður framkvæmda- stjóri liðsins, eins og tíðkast í Englandi. Harford — sem áður var stjóri Wimbledon — var í sumar orðaður við fram- kvæmdastjórastarf hjá Sheffield Wednesday, Ars- enal og Manchester City. Vit- að var að hann hafði mikinn áhuga á að fá slíkt starf aft- ur, og nú hefur draumur hans ræst. „Kenny [Dalglishj vildi hægja svolítið á og Ray [Har- ford] er æstur í að fara að stjórna aftur,“ sagði talsmað- ur Blackburn í gær, og bætti við að allir ættu því að vera ánægðir. Dalglish var framkvæmda- stjóri Liverpool en hætti í febrúar 1991 og kenndi um of miklu álagi. Talið er víst að honum hafi þótt álagið orðið of mikið nú aftur og því viljað draga sig í hlé frá daglegum störfum við þjálf- unina. Þrumuveður „flautaði" bikarúrslitaleik af ÞRUMUVEÐUR kom í veg fyrir að hægt að ljúka bikarúrslitaleik Deportivo La Corana og Valencia, sem var flautaður af eftir 79 mín. 100 þús. áhorfendur voru á leiknum, sem fór fram Bernabeu, heima- velli Real Madrid. Staðan var 1:1 þegar flautað var af ogþurfa liðin að leika á ný í kvöld, þær ellefu mín. sem eftir era og framlengingu ef með þarf. Javier Manjarin skoraði fyrir La Coruna á 35. mín., en Pedrag Mijatovic jafnaði fyrir Valencia á 70. mín. Bikarinnntil „Gladbach" BORUSSIA Mönchengladbach fagnaði sín- um fyrsta titli í sextán ár, þegar leikmenn liðsins lögðu 2. deilædarliðið Wolfsburg að velli, 3:0,1 úrslitaleik bikarkeppninnar þýsku á Ólympíuleikvanginum í Berlín á laugardaginn. Það voru Svínn Martin Dahlin, Stefan Effenberg og Heiko Herrlich sem skoruðu mörk „Gladbach" á 14., 61. og 86. mín. Liðið fagnaði síðast 1979, þegar það varð sigurvegari I UEFA- keppninni. Með þessum sigri tryggði „Gladbach" sér rétt til að leika í Evrópu- keppni bikarhafa, þannig að Bayern Miinchen fær rétt til að leika í UEFA- keppninni. Mönchengladbach hefur tvisvar áður bikarmeistari — 1960 og 1973, en fyrir þremur árum tapaði liðið úrslitaleik í Berl- ín, fyrir 2. deildarliðinu Hannover í víta- spyrnukeppni. „Þetta hefur verið gott keppnistimabil þjá okkur og enda það á þennan hátt, er stórkostlegt," sagði Stefan Effenberg, sem sést hér á myndinni til hliðar, lyfta bikarnum og fagna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.