Morgunblaðið - 27.06.1995, Síða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ALDURSFLOKKAMÓT ÍSLANDS í SUNDI
Getum ekki annað en verið ánægð
- sagði Jón Már Héðinsson, formaður Óðins
„ÞETTA mót er það lang-
stærsta sem við höfum tekið
að okkur. Aldursflokkamótið
var síðast haldið á Akureyri
fyrir tfu árum síðan en þetta
er stærsta mótið frá upp-
hafi. Við getum ekki annað
en verið ánægð með móts-
haldið. Við höfum fengið gott
veður og keppendur hafa
verið mjög jákvæðir," sagði
Jón Már Héðinsson, formað-
ur sunddeildar Óðins.
Jón Már sagði að fjöldinn hefði
verið heldur meiri en reiknað
hafí verið með í upphafi. „Okkur
var sagt að það væri gott að fá
200 - 250 keppendur en reyndin
varð sú að keppendur voru á bilinu
350 - 360 talsins. Mót sem þetta
er mikil lyftistöng fyrir okkar fé-
laga. Við eigum efnilegt sundfólk
bæði í A og B-landsiið, Þorgerði
Benediktsdóttur og Ómar Þorstein
Árnason í landsliðsflokki sem
bæði kepptu á smáþjóðaleikunum,
og af ekki stærra sundfélagi skil-
um við góðum árangri á þessu
móti En fyrst og fremst er þetta
feykilega gama. Stemmingin hef-
ur kannski ekki verið alveg sú
sama hjá okkar krökkum. Hin fé-
lögin eru öll saman í gagnfræða-
skólanum og umhverfið er mjög
þægilegt, það er allt á sama bletti
og aðeins tveggja mínútna gangur
í sundlaugina.
Aðstæður koma til með að
batria mikið hjá félaginu næsta
sumar en þá rís 25 metra laug
sunnan við laugina sem nú er.
„Almenningur hefur verið mjög
þolinmóður gagnvart okkur hing-
að til og við höfum fengið að nota
hluta laugarinnar undir æfíngar.
Það á eftir að breytast mikið með
tilkomu nýju laugarinnar, árekstr-
ar verða færri á milli keppnisfólks-
ins og þeirra sem synda einungis
sér til heilsubótar," sagði formað-
urinn.
Þröngt á þingi
í upphitun
ÞAÐ var oft þröngt ð þlngi (
Sundlaug Akureyrar þegar
keppendur á Aldursflokka-
móti íslands hltuðu slg upp
fyrlr keppnlsgrelnarnar.
Keppendurvoru um 360
talsins og hafa ekki verlð
fleiri á AMÍ frá upphafi.
Morgunblaðið/Frosti
Langar að bæta met
Eydísar og Ragnheiðar
Morgunblaðið/Frosti
KOLBRÚN Ýr ásamt þjálfara sínum Slgrurlínu Þorgeirsdóttur.
KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir
hjá ÍA gerði sér lítið fyrir og
setti tvö meyjamet á Aldurs-
flokkamóti Islands. Kolbrún
setti metin í 50 og 100 metra
baksundi og hreppti fjögur
gullverðlaun íeinstaklings-
greinum á mótinu.
Eg er ákveðin að halda áfram
að æfa sund af fullum krafti
og vonast til þess að mér takist
að bæta metin sem Ragnheiður
[Runólfsdóttir] og Eydís [Konr-
áðsdóttir] eiga í baksundunum,“
Þjálfari Kolbrúnar hjá ÍA er
Sigurlín Þorbergsdóttir og hún
sagði að árangur nemenda síns
hefði ekki komið sér á óvart. „Mér
fannst það einungis vera tíma-
spursmál hvenær hún mundi bæta
metin. Hún á meira inni og það
kæmi mér ekki á óvart að hún
setti fleiri met áður en hún gengur
upp úr meyjaflokknum um ára-
mótin.“
Kolbrún æfír allar sundtegundir
eins og flestir krakkar á hennar
aldri, enda segir Sigurlín að
áherslan í unglingaþjálfuninni
miðist við að kenna unglingunum
rétta tækni í öllum sundgreinum
og hjálpa þeim að byggja sig upp,
þau sérhæfa sig ekki í einstökum
greinum fyrr en síðar.
100 metra baksundið er besta
grein Kolbrúnar að hennar sögn
en mótið um helgina var hennar
síðasta mót í bili, við tekur sum-
arfrí, í mánuð. Hún bjóst þó við
að skreppa í sund öðru hvoru.
„Það eru mjög margir sem halda
að sund snúist bara um að fara
fram og til baka en það liggur
miklu meira að baki. Það þarf að
hafa gott skap og þrek og svo er
félagskapurinn í kringum sundið
mjög góður.
Knattspyrnufjölskylda
Kolbrún er frá fótboltabænum
og afí hennar er enginn annar en
Ríkharður Jónsson, knattspymu-
kappi á árum áður og frændur
hennar eru Sigurður Jónsson og
Ríkharður Daðason. En hvarflaði
ekki að henni að feta í fótspor
þeirra og fara að æfa knattspymu?
„Nei, aldrei.“
Um áttatíu börn og unglingar
æfa sund hjá ÍA og sagði Sigurlín
að áhuginn mætti vera meiri hjá
strákum. Það kann að vera að það
breytist á næstu árum.
FYRIRLIÐAR Ægls, þau Sva-
var Slgurmundsson og Elín
Sveinbjörnsdóttir
Ægir hlaut stiga-
bikarinn
Áttum von
ámeiri
keppni um
stigin
gir varð stigameistari félaga
á Aldursflokkamótinu sjö-
unda árið í röð. Liðið fékk rúm 60
þúsund stig en Ármann varð í öðru
sæti með rúm 45 þúsund stig.
„Við áttum von á harðari keppni
um stigin sögðu þau Svavar Sigur-
mundsson og Elín Sveinbjörnsdótt-
ir, fyrirliðar Ægis í mótinu en þau
hafa bæði mikla reynslu af ungl-
ingamótum. Svavar sem er á sínu
síðasta ári í unglingaflokki sagðist
reyndar ekki hafa tölu á því hve
oft hann hefði keppt á AMÍ en Elín
taldi að mótið á Akureyri væri
hennar tíunda í röðinni.
„Það er miklu meiri fjöldi en
verið hefur undanfarin ár og meira
um yngri krakka. Mér finnst mót
eins og þetta hafa mikið að segja,
krakkamir hittast og kynnast hvort
öðru og það hlýtur að vera af hinu
góða,“ sagði Svavar.
■ Úrslit / B14
Ánægðar med
mótið
BIRNA Hallgrímsdóttir og
Anna Bergljót Thorarens-
en eru þrettán ára gamlar
og æfa sund með Breiða-
blik og keppa undir
merkjum UMSK. Þær
sögðust vera hæsta-
ánægðar með mótið.
„Okkur hefur gengið
ágætlega og það er gam-
an að koma hingað til að
keppa. Við búum í Gagn-
fræðaskólanum og þurf-
um yfirleitt að vera
komnar í háttinn um hál-
fellefu því við þurfum að
vakna klukkan hálfátta á
morgnana.“ Birna og
Anna hafa hug á því að
keppa á Unglingalands-
mótinu sem fram fer í
næsta mánuði en keppt
verður í sundi á Hvamms-
tanga.