Morgunblaðið - 27.06.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 27.06.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 B 11 ALDURSFLOKKAMÓT ÍSLANDS í SUNDI Morgunblaðið/Frosti Vinkonur og keppinautar JÓHANNA Ýr Jóhannsdóttir og Vilborg Magnúsdóttir eru vinkonur en jafnframt miklir keppinautar. Báðar eru þær í stúlknaflokki, æfa með Ungmennafélaginu Selfossi og þeirra sterkasta grein er bak- sundið. Rúmri sekúndu munaði á þeim í 100 m baksundi og það var Jóhanna, á myndinni fyrir ofan, sem hafði betur. „Við höfum báðar verið að bæta okkur mikið og það er mikil keppni á milli okkar. Segja má að við vinnum til skiptis, Ég held að ég sé aðeins betri en Vilborg í 200 metrunum en hún hefur mig í fimmtíu metra sundi,“ sagði Jóhanna. „Það er stundum sagt að áhugi og árangur fari sam- an og það er örugglega eitthvað til í því. Að minnsta kosti finnst okkur báðum skemmtilegast í baksundinu," sagði Vilborg, mynd til hliðar. Vinkonurnar sagði að aðstæður til æfinga væru ekki góðar á Selfossi þar sem sundlaugin væri í lélegu ásigkomulagi. SIGIIRSVEIT Keflavíkur í 4X100 m fjórsundl. Frá vlnstrhRúnar Már Sigurvinsson, Sævar Sigurjónsson, Steinar Örn Stelnars- son og Eyjólfur Alexanderson. Ætla að gera enn betur á næsta móti DRENGJASVEIT Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og sigraði í 4 X100 m fjórsundi þar sem sveitin var fjórum sekúndum frá metinu í þeirri grein. Sveitin var skipuð þeim Rúnari Má Sigurvinssyni, Sævari Sigutjónssyni, Steinari Erni Steinarssyni og og Eyjólfi Alex- anderssyni. „Mesta keppnin við Ægi og SH en við höfðum betur á lokasprettin- um,“ sagði Eyjólfur. „Þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum mót fjórir saman en við erum ákveðnir í að keppa saman á Sundmeistara- mótinu eftir hálfan mánuð og ætl- um þá að gera enn betur,“ sagði Rúnar Már. Þrír drengjanna voru einnig í sigursveitinni í 4 X 100 metra skriðsundi en í því sundi synti Halldór Halldórsson í stað Sævars. Eyjólfur er elstur af þeim félög- um en hinir verða enn löglegir í drengjaflokki á næsta ári. „Ég gæti trúað að sveitin verði mjög sigursæl á næsta ári, það kemur bara annar góður í minn stað,“ sagði Eyjólfur. Steinar kom við á rakarastofu fyrir mótið og lét fjarlæga allt hár af höfðinu nema hvað hann skyldi eftir K til að undirstrika að hann synti fyrir Keflavík. „Ég ákvað að gera þetta til að breyta til, í stað þess að raka okkur alveg ákváðu ég og Eyjólfur að hafa merki fé- lagsins á höfðinu.“ Om með fimm gull Orn Arnarson frá Sundfélagi Hafnarfjarðar setti drengja- met í 400 metra skriðsundi á fyrsta keppnisdaginn á aldurs- flokkamótinu. Hann synti á 1:06,76 og bætti fyrra met um rúmar tvær sekúndur. „Þetta var fyrsta tilraunin við metið í þessu sundi og ég var orð- inn býsna þreyttur eftir fyrri 200 metrana. Ég mundi segja að 200 metra baksund væri mín besta keppnis- grein en á þessu móti gekk mér vel og mun betur en ég þorði að vona fyrirfram,“ sagði Orn sem hlaut gullverðlaun í fimm einstakl- ingsgreinum. Hann sagðist vera ákveðinn í að halda áfram á sömu braut og stefna að því að ná sem bestum árangri í sundinu. SH fékk flestu gull- peningana SUNDFÉLAG Hafnarfjarðar hreppti flest guUverðlaun á Aldursflokkamótinu á Akur- eyri. Félagar í SH unnu til tíu gullverðlauna og munaði mest um árangur þeirra Arnar Arn- arsonar og Omars Snævars Friðrikssonar sem voru mjög sigursælir á mótinu. ÍA fékk átta guUverðlaun og UMFN og Ægir sex hvort. Ungmennafé- lag Njarðvlkur gat hins vegar státað af flestum verðlaunum, 22 taisins. Verðlaun af- hent í skól- anum FLESTIR keppendur bjuggu í Gagnfræðaskóla Akureyrar sem er rétt hjá sundlauginni. Á kvöldin fóru fram kvöldvök- ur og að henni lokinni voru verðlaun veitt fyrir greinar dagsins. Frumsamið lag KEPPENDUR og þjálfarar gerðu sér ýmislegt til skemmt- unar á kvöldvökunum og með- al annars var flutt frumsamið lag. Höfundar lagsins voru þeir Auðunn Eiríksson sund- þjálfari þjá Óðni og Karl Frí- mannsson. Lagið mæltist ágæt- lega fyrir en margir áttu erfitt með að skiþ'a textann sem var á torkennilegu máli að sögn sumra sem á hann hlýddu. Af öðrum skemmtiatriðum má nefna látbragðsleik þjálfara sem naut mikilla vinsælda. Gjöldin fóru til SSÍ SUNDFÉLAGIÐ Óðinn sem hélt mótið fékk ekki skráning- argjöld keppenda í sinn hlut heldur Sundsambandið og reyndar þurfti Óðinn að greiða sambandinu 150 þúsund krón- ur til þess að fá að halda mót- ið. Óðinn fékk hins vegar ágóða af veitingasölu í sinn hlut. Keppendur greiddu fimm þúsund krónur fyrir gistingu og fæði frá fhnmtudagskvöldi til mánudagsmorguns og þótti það vel sloppið. Bolur með nöfnum keppenda SÉRSTAKUR mótsbolur var útbúinn og var haun með um 360 nöfnum, fomöfnum allra keppenda á mótinu. Bolurinn seldist mjög vel og aðeins örfá- ir bolir voru eftir í stórri stærð slðasta daginn. Önnur stigagjöf STIGAGJÖF vai' með öðrum hætti en tíðkast hefur á Ald- ursflokkamótum fyrri ára. Yf- irleitt hafa stig aðeins verið veitt fyrir átta efstu sæti í hverju sundi en nú fengu allir sundmenn stig. Stigagjöfin gerði það að verkum að fjöl- mennarí félögin áttu óneitan- lega betri möguleika. Sumir sögðu að heimamenn hefðu átt að sena nokkra bekki úr Gagn- fræðaskólanum til leiks og það hefði fleytt þeim langt til að vinna mótið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.