Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Villt dýr af kattartegund gefa tískuhönnuðum góðar hugmyndir VILLT kattardýr gefa fatahönnuð- um innblástur öðru hveiju og var tígrisdýra- og pardusfatnaður mjög áberandi í kringum 1980. Nú er aftur farið að gæta áhrifa mjálm- andi og hvæsandi dýra hjá Gian- franco Ferré og Christian Dior. Kattardýr hafa löngum þótt vera tákn um glæsileika, sjálfstæði og jafnvel slægð. Á tímum dýra- og náttúruverndar er vissulega ekki við hæfi að flá villt kattardýr og súta skinn þeirra til fatagerðar, heldur eru mynstrin máluð, þrykkt eða ofin í efnin. Gömul hugmynd Christian Dior notaði pardug- dýrahugmyndina fyrst árið 1949. The European segir að þá hafi pardusloppa verið notuð til að aug- lýsa ilmvatnið lífseiga Miss Dior. Löngu seinna, á 9. áratugnum, útfærði Gianfranco Ferré hug- myndir sínar um líf í frumskógun- um og hannaði alls kyns samkvæm- isfatnað úr Viskós, með mynstrum úr kattarfjölskyldunni. Starfssystir Ferrés og landi hans, Popy Mor- eni, er þekkt fyrir glæsilega hönnun og lengi voru fjaðrir og feldir uppá- halds efniviður hennar. The European hefur eftir henni að nú vilji hún ekki að dýrum sé fómað á altari tískunnar og því sé brýnt að hönnuðir fínni nýjar leiðir til að undirstrika glæsileika. „Eg geri eftirlíkingar af því sem við lítum á sem tákn um lúxus; krókódílaskinni, demöntum og skinnum. Það gerir einnig að verk- um að allir geta eignast tákn um lúxus, ólíkt því sem áður var.“ Gervipelsar hafa notið talsverðra vinsælda meðal ungs fólks síðustu REFASKOTT á kraga vöktu reiði margra, en Jean-Paul Gaultier svaraði fullum hálsi. VILLTUR fatnaður, sem Gianfranco Ferré hannaði fyrir tískuhús Dior. ár og á haust- og vetrarsýningum tískuhúsa eru þeir undantekningar- lítið meðal þess fatnaðar sem sýnd- ur er. Pardusmynstur er mjög vin- sælt, en einlitar loðflíkur enn vin- sælli. Voru dauðlr hvort sem er Refaskott á jakka, í haust- og vetrarlínu Jean-Pauls Gaultiers 1995, hefur bæði vakið athygli og umtal. Flíkin fór aðallega fyrir bijóstið á náttúrverndarsinnum, en Gaultier svaraði því til að amma hans hefði átt skottin og þar sem refirnir hefðu verið dauðir árum saman, sæi hann ekkert mæla gegn því að nota þau. Hið sérstæða við vetrartísku Gaultiers er að skinn eru ekki notuð til að undirstrika glæsileika, heldur til að minna á hið frumstæða í manninum. Vetrar- tíska hans minnir einna helst á hellisbúa og líf á steinöld. Honum finnst tvískinnungur einkenna um- ræðu dýraverndarsinna. „Meðan fólk pantar kjúklinga og kálfakjöt á veitingahúsi, er ekkert annað en hræsni að mæla gegn notkun á leðri og skinni.“ ■ BT Meðal-Jón og Jóna eru ekki í góðu líkamlegu ástandi ÞÓTT íslendingar státi af að verða allra manna elstir virð- ast meðal-Jóninn og Jónan ekki vera í sérstaklega góðu líkamlegu ástandi. Þau reykja iðulega, hreyfa sig lítið, borða óholl- an mat, þeim er hætt við að fá hjartasjúkdóma, verða feitari en góðu hófi gegnir og þau hafa afar lítið úthald. Frá því forvarnar- og endurhæf- ingarstöðin Máttur var stofnuð fyrir fímm árum hefur stór þáttur í starf- seminni verið mælingar á þoli, blóð- fítu og blóðþrýstingi einstaklinga, starfsmanna vinnustaða og félaga verkalýðsfélaga. Hilmar Björnsson, íþróttafræðingur og framkvæmda- stjóri stöðvarinnar, segir að nú hafí verið gerðar mælingar á um 5.000 manns og niðurstöður séu alls ekki eins og best verði á kosið. Reykíngar kraumandi heilsuvá „Þol þjóðarinnar minnkar jafnt og þétt. Sem betur fer er slíkt ekki ólæknandi, því með breyttu lífs- mynstri getur hver og einn aukið þol sitt til muna. Kyn- slóðin, sem óx úr grasi, upp úr 1970 þegar sumarvinna unglinga varð fátíð og sjónvarpsgláp og tölvuleikir komu í stað fjölbreyttra leikja, er almennt illa á sig komin. Fyrir þann tíma var yfirleitt einn feiti Tóti eða ein feit Gunna í hveijum bekk, en núna eru þar líka feiti Jói og feita Stína. Fylgni þolleysis og reykinga er augljós. Af rúmlega þúsund manns í verslunar- og skrifstofustörfum reyktu tæp 40% og 70% voru undir meðallagi í þolprófi. Reykingar eru kraumandi heilsuvá, sem margfald- ar hættuna á hjarta- og kransæða- sjúkdómum.“ Máttur er almenningshlutafélag í eigu verkalýðsfélaga; samstarfs- verkefni fyrirtækja, verkalýðsfélaga og einstaklinga. Starfsemin skiptist í sex meginþætti, sem allir miða að því að efla heilsu og hreysti lands- manna og hvetja til heilsusamlegs lífernis. Helstu verkefni eru endur- hæfing og sjúkraþjálfun, móttaka fyrir íþróttafólk með dæmigerð álagsmeiðsl, forvamarstarf, þ.e. fræðslu og námskeiðahald, hefð- bundin líkamsrækt og mælingar. Starfsfólk Máttar losar 50, þ.á m. hjúkrunar-, íþrótta- og næringar- fræðingar, sjúkraþjálfarar, læknar og sálfræðingar. Á grænu, gulu eða rauðu „Auk þess sem starf okkar er innan stöðvarinnar, vinnum við mik- ið í tengslum við stofnanir, fyr- irtæki og félagasamtök út um land, t.d. Borgarspítalann, ÍSÍ, ÍBR, VR, Rafiðnaðarsamband- ið, togaraáhafnir og frystihús. Við höfum smám saman þróað nýjar leiðir til að ná til fólks og sýna því fram á að heilsusam- legt líf stuðlar að betri líðan. Áður héld- um við aðallega fyrirlestra, en höf- um nú í auknum mæli snúið okkur að því að sýna hveijum og einum svart á hvítu, eða réttara sagt á grænu, gulu eða rauðu, líkamiegt atgervi sitt. Nýlega gáfum við út lítinn bækl- Forvarnarstarf bygg- ist ó að lengja líf manna ón ólækn- andi sjúkdóma. T ónlist og trúðar hjá börnum á sjúkrahúsum í framtíðinni „VIÐ viljum að tekið sé tillit til barna á sjúkrahúsum og þau fái þjónustu við hæfí. Börn hafa aðrar þarfir en fullorðnir og æskilegt væri að sjúkrahússvist yrði að menningarviðburði í lífí þeirra," segir Helga Hannesdóttir, læknir og formaður NOBAB, norræna samtaka um velferð sjúkra barna og unglinga. Samtökin hafa gefið út staðla, sem þau vonast til að verði lögfestir hér innan tíðar. Þar er m.a kveðið á um leik og kennslu sem fóstra og kennari með sér- menntun eiga að hafa yfirumsjón með. _ Helga bendir á að á Borgarspítal- anum í Reykjavík liggi böm á full- orðinsdeildum. „Þangað koma um eitt þúsund böm á ári til innlagnar, en í Frakklandi, þar sem vel er hlúð að sjúkum börnum og unglingum, er miðað við að barnadeild sé fyrir hveija 20 þúsund íbúa. Samkvæmt því ættu 4-5 barnadeildir að vera í Reykjavík. Við höfum dregist veru- lega aftur úr í þessum efnum.“ FYanski læknirinn, dr. Sylvie Rosenberg Reiner, hefur um árabil barist fyrir betri aðbúnaði sjúkra barna og unglinga. Hún kom hingað s.i vor, til að kynna nýstárlegar hugmyndir, sem unnið er eftir á nokkrum sjúkrahúsum í Frakk- landi. Setja skurðaðgerð á svið Þar er sjúkahúsdvöl gerð að menningarviðburði, eins og Helga hefur áhuga á að gert verði meðal annars hér. „í Frakklandi eru börn nær undantekningalaust lögð inn á barnadeildir og öllum fínnst það eðlilegt. Áður en þau leggjast inn eru þau undirbúin og til dæmis er sett upp dagskrá með börnum áður en þau fara í skurðaðgerð. Þá fá þau sjálf að leika lækna, hjúkrunar- fólk og sjúkling, og setja á svið leikþátt um skurðaðgerð. Séu þau að fara í eyrnaaðgerð, byija þau á að skoða risastórt og skrautlegt íík- an af eyra, þar sem þetta líffæri er kynnt fyrir þeim á líflegan og auðskiljanlegan hátt. Að aðgerð eða sjúkrahússdvöl lokinni fá öll börn viðurkenningarskjal, sem staðfestir að þau hafí staðið sig vel.“ Dr. Reiner segir að á sumum barnadeildum séu tónlistarmenn og leikarar meðal starfsfólks. Auk þess að skemmta börnum leiðbeini þeir TÓNLISTARFÓLK hvetur veik börn til að prófa ólík hljóðfæri. Ljjósmynd/D.Ruhl læknum og hjúkrunarfólki um já- kvæð samskipti við veik börn. „Óll börn eru undirbúin áður en þau eru svæfð og koma tónlistarmenn þar mikið við sögu. í sjúkraþjálfun með trúði Leikarar koma á spítala í trúða- gervum og það er stórkostlegt að sjá þá koma fársjúkum börnum til að hlæja. Þeir taka einnig þátt í sjúkraþjálfun. Æfingar eru settar upp eins og leikur og í stað þess að barnið þjáist í sársaukafullri sjúkraþjálfun, hefur það gaman af. Þessir trúðar eru þjálfaðir sérstak- lega til að vinna með veikum börn- um. Þeir fá líka upplýsingar um veikindi og ástand hvers sjúklings, svo samskiptin geti orðið persónu- legri.“ Trúðar koma einnig inn á sumar barnageðdeildir í Frakklandi og vinna þar með læknum og hjúkrun- arfólki við umönnun bamanna. „Alls kyns smáatriði geta skipt börn miklu máli, til dæmis að fá hundinn sinn í heimsókn eða hringja heim. Við erum þeirrar skoðunar að koma eigi til móts við þarfir veikra barna og ekki setja of strangar reglur." Dr. Reiner brosir þegar hún er spurð hvort hún haldi í alvöru að á sjúkrahúsum framtíðarinnar verði trúðar og tónlistarfólk fast starfs- fólk. „Það vona ég svo sannarlega, en fyrst þarf að koma til grundvall- arbreyting á viðhorfum og hún er mikilvægust núna. Við verðum að byija á að átta okkur á mikivægi þess að hlúð sé vel að veikum börn- um og komið til móts við þarfir þeirra. Ég hef sjálf séð tónlistarfólk og trúða gjörbreyta sjúkrahússvist barna. Og hingað til hef ég engan séð deyja úr hlátri.“ ■ Brynja Tomer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.