Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Morgunblaðið/Golli MAGNÚS Bergsson, formaður íslenska fjallahjólaklúbbsins, stendur hér við fjalla- hjól með öllum búnaði til langferða. Magn- ús og fleiri þaulvanir hjólreiðamenn svara spurningum sem lúta að fjallahjólaferðum í símanúmeri klúbbsins. Yfir f jöll og firnindi á tijóli Búnaður til langferöa á fiallahjálum FJALLAHJÓL með öllum útbúnaði til langferða kostar hátt í tvö hundruð þúsund, en hægt er að komast af með miklu minna. Þeir sem sætta sig við óþægindi og bleytu sem fylgir því að vera með síðri búnað þurfa ekki annað en hjólið sjálft, hlý föt og að sjálfsögðu hjálm. Til ferða sem taka meira en einn dag og ná út fyrir malbik- aða vegi er þó betra að fjárfesta í sérhæfðum búnaði. Farangur Farangur er best að geyma í töskum sem festar eru á böggla- bera. Hægt er að fá bögglabera bæði framan og aftan á hjólið til að dreifa þunganum. Ef of miklu er hlaðið á aftari hlutann verður erfiðara að hafa stjórn á hjólinu í lausamöl og þyngra að fara upp brekkur. Það er mikilvægt að farangur sé léttur. Tjald fyrir einn mann á ekki að þurfa að vera þyngra en 2-3 kíló. Dúnsvefnpokar eru léttir og þeir sem gerðir eru fyrir 5 gráðu frost ættu að duga hjól- reiðamönnum allt árið. Gallabuxur bannaðar Hægt er að fá alls kyns hjól- reiðafatnað úr efnum með fram- andi nöfnum eins og lycra, polar- system og gore-tex. Þessi föt duga vel en eru oft dýr. Aðalatriðið er að fatnaðurinn sé fljótur að þoma og andi vel. Föt úr bómull eru slæm því þau eru lengi að þorna og geta því valdið ofkælingu. Gallabuxur eru með því alversta sem hægt er að klæðast við hjól- reiðar. Gott er að hafa með sér vettlinga og einnig húfu, en hún verður að passa undir hjálminn. Hægt er að kaupa sérstaka hjól- reiðaskó, en venjulegir gönguskór duga einnig vel. Viðgerðlr Hjól eru betri en bílar að því leyti að yfirleitt er auðveldara að gera við það sem bilar. í langferð- um er gott að hafa með sér einfald- an búnað til viðgerða. Nauðsynleg- ustu verkfæri eru pumpa, skrúf- járn, dekkjaspennur, keðjulykill, 8 og 10 mm lykill, sexkantar á allar skrúfur og teinalykill. Af varahlut- um er gott að hafa bætur, slöngu, gíra- bremsuvír, keðjuhlekki, bremsupúða til vara og teina. Reiðhjólaverslanir veita upplýs- ingar um búnað og viðhald í lang- ferðum. Þær eru flestar í Reykja- vík en einnig eru verslanir sem þjónusta reiðhjólamenn á Akur- eyri, Egilsstöðum, ísafirði, Kefla- vík og Selfossi. Islenski fjallahjólaklúbburinn veitir upplýsingar fyrir hjólreiða- menn og stendur auk þess fyrir styttri og lengri ferðum og ýmsum samkomum. Meðal þess sem klúbburinn stendur fyrir í sumar er fjallahjólamót í Skorradal í lok júlí. Fjallahjólaklúbburinn er öllum opinn og öll starfsemi hans er sjálfboðaliðastarf. Því er kostnað- ur af ferðum í lágmarki. ■ Helgi Þorsteinsson Morgunblaðið/Anna G. Óiafsdóttir HÓLAR í Hjaltadal eru á miðjum Tröllaskaganum, girtir háum fjöll- um. Mjög skjólsælt er milli fjallanna enda er veðursæld annáluð á Hólastað. Fyrr á öldum var staðurinn í þjóðbraut því greiðar göngu- leiðir eru yfir fjöllin til Eyjafjarðar. Heim að Hólum EINS OG hið aldagamla orðtak „Heim að Hólum“ ber með sér hefur hið forna biskupssetur á Hólum í Hjaltadal ávallt verið vinsæll áning- arstaður. Hóladómkirkja frá 1763 hefur verið helsta aðdráttarafl ferða- manna og byggð hefur verið upp fjöl- breytt ferðamannaþjónusta á Hóla- stað undanfarin ár. Ferðamönnum standa til boða fjölbreyttir gisti- möguleikar og afþreying á borð við hestaleigu, veiði, sund, merktar gönguleiðir og ýmsa menningarvið- burði. Tjaldstæðið tekur 200 manns og er í góðu skjóli. Rennandi vatn, snyrt- ing og grillstæði eru nálægt hveiju stæði. ínnheimtar eru 350 kr. fyrir hvern tjaldbúa eina nótt. Velja má milli tveggja gerða af litlum parhús- um, 26 fm og 30 fm, og eru þau búin öllum nauðsynlegum heimilis- tækjum. Orlofshúsin eru stærri, 60 fm, og hægt er að fá leigðar dýnur ef einhveijir vilja Iiggja á gólfinu. Húsin eru leigð gegn vægu verði og þeim á að skila hreinum. Bændaskólinn tekur 30 manns í gistingu og hægt er að velja á milli tveggja manna herbergja, eins manns herbergja, svenpokagistingar í rúmi og á dýnu. Afþreylng Af afþreyingu má nefna Ieiðsögn um Hóladómkirkju en í kirkjunni er fjöldi dýrgripa og ber þar hæst altar- isbrík sem gerð var í Þýskalandi um 1500. Sundlaug er á Hólum, heitur pottur, og sauna og minigolf er við sumarhús og á tjaldstæði. Hægt er að skipuleggja hestaferðir af ýmsum toga í gegnum hestaleiguna og veiða má bleikju og urriða í Hólatjörn. Merkt gönguleið, s.k. Söguslóð, tek- ur yfir sögu staðarins og fyöldi annrra góðra gönguleiða við allra hæfi er í landi Hóla. Ferðamannaverslun er rekin á staðnum og hægt er að kaupa stakar máltíðir í mötuneytinu. Hóp- um stendur til boða að panta sér- staka hátíðarmálsverði og er m.a. boðið upp á nýslátraða Hólableikju og sumarslátrað Hólalamb. ■ AGO Bakkelsi og listaverk í Ársölum Fagradal. Morgunblaðið Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FRÁ Ársölum. IARSOLUM í Vík í Mýrdal reka hjónin Símon Þ. Waagfjörð og Kol- brún Hjörleifsdóttir gisti- og kaffi- hús í gamla sýslumannshúsinu og einnig eru þau með markað í stórum bílskúr við húsið. Þar koma hand- verksmenn úr Mýrdal með muni sínatil að selja. Þijú ár eru síðan þau hófu rekst- ur gisti og kaffihússins og segir Kolbrún að hann hafi staðið undir sér þessi ár en hún lítur svo á að starfssemin fyrstu árin sé þróunar- vinna sem muni skila arði þegar til lengri tíma er litið. I kaffihúsinu stendur nú yfir myndlistarsýning á verkum Ingi- bjargar Jónsdóttur frá Dynjanda í Arnarfirði, en hún er sjálfmenntað- ur alþýðulistamaður á 82. aldursári og hefur ekki fyrr haldið sýningu á verkum sínum. Hún sækir fyrir- myndir til náttúrunnar og eru myndirnar unnar með vatnslitum, olíutaulitum, taulitum og þurrkuð- um laufum. Sýningin stendur fram á haust. ■ DJÚPMANNABÚÐ er lítill veit- ingastaður við þjóðveginn í Mjóa- firði við Ísaíjarðardjúp og er mitt á milli Hólmavíkur og ísafjarðar. Þar er boðið upp á tjaldstæði með hreinlætisaðstöðu og einn gistibú- stað. Staðurinn sérhæfir sig í hei- malöguðum veitingum, s.s. grillaðar Djúpmannalokur. Einnig er boðið þar upp á kaffihlaðborð um helgar. Fyrirhugað er að halda fjöl- skylduhátíð í Djúpinu þann 22. júlí nk. með barnaskemmtunum og dansleik um kvöldið í Ögri. Mjói- fjörður státar af náttúrufegurð, fal- legri fjöru og gróðursæld. Álfhildur Jónsdóttir rekstrarstjóri Djúp- mannabúðar segir að ferðamanna- straumur sé alltaf töluverður um þetta svæði á sumrin. Einnig er boðið upp á veiði í ám og vötnum í firðinum. Sautjándi júní var haldinn hátíð- legur í Djúpmannabúð og stóð Kvenfélagið fyrir skemmtun fyrir ÍDA Krístín Ásmundardóttir, Álfhildur Jónsdóttir og Bergljót Jónsdóttir í þjóðhátíðarskapi á 17. júní í Djúpmannabúð. börn á túninu fyrir framan veitinga- staðinn. Að sögn Álfhildar voru hátíðarhöldin vel sótt þrátt fyrir rok og rigningu. Um sjötíu manns litu inn og gæddu sér á kaffihlaðborði sem var á boðstólum og börnin fengu kók og kökur í boði Djúp- mannabúðar. ■ Sumar í Djúpmannabúð FERÐIR UM HELGINA 1 Útlvlst Á sunnudag ætlar Útivist að ganga á Kvígindisfell. Þetta er móbergsfell 786 m. y. s. suður af Uxahryggjum. Fellið er mikið um sig, óreglulegt í lögun, nokkuð gróið en mjög grafið giljum. Af því er mjög víðsýnt og gönguleiðin skemmtileg. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Helgarferðir 30. júní - 2. júní eru tvær. Sú fyrri íBása í Þórsmörk. Fjölbreyttar gönguferðir um Goða- land og mörkina. Gist í tjaldi eða skála. Hin er unglingadeildarferð á Fimmvörðuháls 1. og 2. júlí. Gengið upp á Fimmvörðuháls á laugardegin- um. Gist þar í skála og á sunnudag er gengið niður í Þórsmörk. Rútan tekin í bæinn. Upplýsingar á skrif- stofu Útivistar. Fí Föstud. 30. júní verður fjölskylduhelgi í Þórsmörk. Brottför kl. 20. föstu- dagskvöld. Ferðin er sem sagt einkum fyrir fjölskyldufólk og verður margt til dægrastyttingar, s.s. leikir og söngur, auk styttri og lengri göngu- ferða um Mörkina. Laugard. 1. júlí kl. 9 f.h. er Jöklanámskeið Isalp í Kerlingarfjöllum. Gist í tjöldum. Far- arstjóri er Haraldur Ólafsson. Dagsferðir eru síðan 1. júlí kl. 9 f.h. Linuvegurinn-Mosaskarð- Hagavatn ef færð leyfir. Sunnudag 2. júlí er Fagraskógarfjall í Hnappadal kl. 8 f.h. en austan í fjall- inu er Grettisbýli. Kl. 8 f.h. er eyði- býli í Kolbeinsstaðahreppi. og kl. 13 er Marardalur-Nesjavallavegur. Marardalur er sporöskjulöguð sigdæld í hálsi vestur af Hengli og undir Skeggja. Botn dalsins er grasi gróinn en umlukinn hamraveggjum og skrið- um. Marardalur var meðal síðustu stöðva hreindýra í Reykjanesfjall- garði. Miðvikud. 5. júlí er kvöldganga að Draugatjömum sem eru sunnan Húsmúla. Brottför í dagsferðirnar er frá Umferðarmiðstöðinni og Mörkinni 6. Rússar bjóða vildarkjör Flugfétagið Transaero Airlines í Moskvu býður nú fyrst rússneskra flugfélaga upp á sérstök vildarkjör fyrir þá sem tíðast fljúga með félag- inu. Farþegar fá punkta fyrir hveija flugferð og þegar punktafjöldinn er orðinn nægilegur býðst þeim ókeypis flugfar með félaginu. Þessi vildarkjör rússneska félagsins eru þau sömu og vestræn flugfélög hafa lengi boðið viðskiptavinum sín- um. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.