Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 12
SNOKER Jóhannes R. Jóhannesson varð ífimmta sæti í EM áhugamanna Jóhannes R. Jóhannesson varð í 5. sæti á Evrópumeistaramóti áhugamanna í snóker sem lauk í gær á írlandi. Jóhannes tapaði 3:6 í 8-manna úrslitum fyrir Julian Logue frá Norður-Iriandi. „Eg hef aldrei lent í öðru eins og aldrei feng- ið annað eins spil í andlitið," sagði Jóhannes R. í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Hann byijaði með 108 í einu stuði, í næsta ramma fékk hann 96 og svo tvisvar 40 í þeim þriðja og var kominn 3:0 yfir. Ég krækti mér svo í 60 í einu stuði og minnk- aði muninn í 1:3 en hann svaraði með 75 og svo 78 í næsta ramma og staðan orðin 1:5. Ég náði aðeins að rétta minn hlut, fékk 70 í stuði í sjöunda ramma og svo 80 í þeim áttunda og staðan orðin 3:5. En liann kláraði þetta með 58 í einu stuði og ég tapaði 3:6. Hann sagð- ist sjaldan hafa spilað eins vel í einum ieik þannig að hann var ánægður. Ég spilaði mjög vel en átti samt enga möguleika og end- aði í fímmta sæti þar sem ég var með svo gott hlutfall." David Lyle og David Grav 16 ára undrabarn frá Englandi, léku til úrslita í gærkvöldi. Jóhannes R. sagðist sáttur með sína spila- mennsku. „Ég ætlaði að nota þetta sem undirbúning fyrir atvinnu- mannakeppnina í Blackburn, sem hefst í vikunni þó svo ég byrji ekki að spila fyrr en í þar næstu viku,“ sagði Jóhannes í gær. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Jakobína Guðlaugsdóttir ÍPRÓmR GOLF / OPNA HOLLENSKA MEISTARAMOTIÐ Ómar og Öm stóðu sig vel Fimm ungir kylfingar frá ís- landi tóku þátt í opna hol- lenska meistaramótinu fyrir 21 árs og yngri, en mótinu lauk um helgina. Omar Halldórsson úr Golfklúbbi Akureyrar náði mjög góðum árangri, varð í 5. sæti á 303 höggum en keppendur voru 120 talsins og 41 komst áfram eftir tveggja daga keppni. Einnig var keppt í liðakeppni þar sem þrír voru saman og tveir töldu. Ómar og Örn Ævar Hjart- arson úr Golfklúbbi Suðurnesja voru þeir einu sem komust áfram eftir tvo daga og höfnuðu þeir í 4 sæti; en Örn Ævar lék á 311 höggum og varð í 16. sæti. Belg- ar unnu á 590 höggum, þá komu Englendingar á 611, Skotar á 612 og íslendingar á 614. Þeir sem tóku þátt í förninni auk þeirra tveggja sem áður eru nefndir voru Friðbjörn Oddsson úr Keili, Guðmundur Óskarsson úr GR og Birgir Haraldsson úr GA, en þeir eru allir á förum á Evrópumeistaramót unglinga sem haldið verður í Englandi 12. til 17. júlí, en þangað fer einnig Þorkell Snorri Sigurðarson úr GR. Jakobína meistari í 20. sinn Jakobína Guðlaugsdóttir varð um helgina Vestmannaeyjameistari í golfi kvenna í 20. sinn, en fyrsta Eyjatitilinn vann hún árið 1969. Jak- obína lék á 367 höggum og hefur líklega sjaldan haft eins lítið fyrir sigrinum og nú því hún var eini képpandinn í 1. flokki en enginn meistaraflokkur var núna hjá konunum. í meistaraflokki karla sigraði Þorsteinn Hallgrímsson nokkuð ör- ugglega, lék á 298 höggum og var níu höggum á undan Júlíusi bróður sínum. Þetta var annað árið í röð sem Þorsteinn verður Eyjameistari en grunninn lagði hann að titlinum á þriðja degi er hann lék á 70 högg- um. Sigfús Gunnar Guömundsson skrifar HJOLREIÐAR Hvert á ég að fara? Reuter ÞAÐ þarf að beita öllum ráðum tll að tefjast sem minnst þegar menn taka þðtt í hjólreiða- keppnl einsog Frakklandskeppninni sem hófst um helgina. Hér er það meistari síðustu fjög- urra ára, Spánverjinn Miguel Indurain, sem skoðar kort af leiðinni sem hjóiuð var í gær, frá Perros-Guirec til Vltre en það eru 235 kílómetrar. Til að nota tímann sem best heldur hann á kortinu á milll tannanna og skoðar það á meðan. Indurain er rúmri hálfri mínútu á eftir fyrsta manni, Frakkanum Laurent Jaiabert. FRJALSAR Edwards afturyfir 18 metra Jonathan Edwards, þrístökkvarinn frá Bretlandi sem stökk tvisvar sinnum yfir átján metra múrinn í þrístökki á Evrópukeppni landsliða í Frakklandi fyrir rúmri viku endurtók leikinn um helgina. Á móti í Bret- landi stökk hann 18,03 m, en eins og í Frakklandi þá var meðvindur of mikill eða 2,9 m/sek en má mest vera tveir metrar. Öll eru stökkin mun lengri, heimsmetinu, 17,97 m. TENNIS Sektaður um 976 þús. BANDARÍSKI tennisleikarinn Jeff Tarango hætti í miðjum ieik gegn Alexander Mronz á laugardaginn og það með tals- verðum látum. Gerði hann hróp að dómara leiksins, Frakkan- um, Bruno Rebeuh og sakaði hann um að vera spilltann. Kona Tarango gerði illt verra á blaðamannafundi skömmu síðar er hún sló dómarann. í gær var Tarango síðan sektað- ur um 976.000 krónur og þetta hæsta fjársekt í sögu Wimbie- don, en árið 1991 var hinn þekkti skapmaður John Mc Enroe sektaður um 630.000 krónur. Þegar upp úpp úr sauð hjá Tarango hafði hann tapað fyrsta setti 7-6 og var undir 3-1 i öðru setti. Hvorugt þeirra hjóna sagðist sjá eftir því sem þau gerðu. KNATTSPYRNA Kæra Stjörnunn- ar afgreidd í dag Knattspyrnudeild Stjörnunnar lagði í gær inn kæru til aga- nefndar KSÍ vegna þess að þeir telja að Ágústi Haukssyni, þjálfara Þrótt- ar, hafi verið óheiinilt að stjórna liði sínu gegn Stjörnunni í 2. deild karla á sunnudagskvöldið. Ágúst var í banni í leiknum sem leikmaður vegna fjögurra gulra spjalda er hann hefur fengið í Islandsmótinu vor og í sum- ar. Að sögn Páls Grétarssonar, fram- kvæmdastjóra knattspyrnudeildar Stjörnunnar, þá telja þeir að Ágúst hafí ekki mátt stjórna liðinu frá hlið- arlínunni í leiknum og það stangist á við reglugerð KSÍ um löglega skip- uð lið. Róbert B. Agnarsson, formað- ur Aganefndar KSÍ sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að kæra Stjörnunnar verða tekinn fyrir á fundi nefndarinnar klukkan hálf fimm í dag og úrskurður liggi fyrir þá í kjölfarið. Aldrei lent í öðru eins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.