Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslendingar þátttakendur í tveimur nýjum rannsóknarverkefnum Evreka-áætlunarinnar F YRIRTÆKI og rannsóknarstofn- anir í Evrópu hafa allt frá árinu 1985 starfað saman að rannsóknar- verkefnum undir merkjum Evreka- áætlunarinnnar eða Eureka eins og hún er nefnd erlendis. Aðildarríkin eru orðin 25 talsins því ríki Austur-Evrópu hafa verið að bætast í hópinn. Innan Evreka er beitt þeirri aðferðafræði að fyrirtækin eða stofnanimar sjálfar bera ábyrgð á skilgreiningu og framkvæmd verk- efna, en njóta fjárhagslegs stuðnings heima fyrir. Evreka er síðan ætlað að skapa ákveðna umgjörð um verkefnin og gæðaí- mynd auk þess sem þau eru undir pólitískum verndarvæng ríkisstjóma í Evrópu. Mark- 'miðið er að efla samvinnu rannsóknarstofn- ana og fyrirtækja um nýsköpun til að styrkja atvinnulíf aðildarþjóðanna. íslendingar eru þátttakendur í fimm rann- sóknarverkefnum innan Evreka-áætlunar- innar en nokkrum verkefnum er lokið, eins og samstarfi Vaka hf. við skorskt fískeldis- fyrirtæki um þróun á fiskiteljurum. Einnig er Halios-verkefninu um nýja tækni í sjávar- útvegi að ljúka um þessar mundir. Verkefnið Infomar er aftur á móti á byrjunarskeiði en innan þess er verið að byggja upp upplýsingakerfi fyrir sjávarútveg sem nær yfir allt ferlið frá því fiskur er veidd- ur og þar til hann lendir á borði neytenda. íslenski þátttakandinn í verkefninu er Marst- ar hf. Rafhönnun í tveimur verkefnum Þrjú ný verkefni hafa bæst við í ár og í fyrra. Á ráðherrafundi Evreka í Lillehammer í Noregi á síðastliðnu sumri var samþykkt verkefni með aðild Verkfræðistofunnar Raf- hönnunar hf. Það felur í sér þróun á hermi fyrir orkuver t samstarfi við sænska fyrir- tækið Eurosim A/S sem er dótturfyrirtæki Vattenfall. Ætlunin er að slíkur hermir komi að gagni við hönnun, stýringu og þjálfun starfsmanna í raforkukerfum. Fyrirtæki í Slóvenru er þátttakandi í verkefninu en þar gæti jafnframt verið markaður fyrir tækin. Á ráðherrafundi Evreka í Interlaken í lok júní var samþykkt verkefni sem lýtur að nýtingu jarðhita í borginni Oradea í Rúmen- íu. Þar eru Verkfræðistofan Rafhönnun, Verkfræðistofa Árna Gunnarsson- __________ ar ásamt danska fyrirtækinu Houe & Olsen í samstarfí við háskólann í borginni. Hugmyndin er sú að byggja upp hitaveitu á háskóla- svæðinu en útvíkka hana síðan í ——— borginni. Um leið verður byggð upp tækni- þekking og kennsluaðstaða á háskólasvæð- inu. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs, segir frekari mögu- leika á svæðinu því fjöldi hola hafi verið boraðar vegna leitar að olíu- og gasi en þær • hafi fyrst og fremst skilað heitu vatni. í tengslum við þessa hafa tveir Rúmenar frá Háskólanum í Rúmeníu dvalið hér á landi Rannsóknir undir pólitískum vemdarvæng Mikil áhersla á ramma- áætlun ESB Iðnaðarráðherra, hefur hug á því að setja á lagg- imar sérstaka verkefnis- stjóm til að kanna til hlítar þátttöku íslendinga í Evr- eka og rammaáætlunum ESB, eins og Kristinn Bríem komst að raun um. við nám í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna undanfarið. Hitt verkefnið sem hlaut samþykki snýst um að þróa aðferðir til að endurnýta vatn og varma í lokuðu fiskeldiskerfi. Þar er Máki hf. á Sauárkróki, sem gert hefur til- raunir með eldi á barra, í samstarfi við norska fyrirtækið Aquaoptima „Það er áhugavert fyrir íslendinga að ná tökum á þessari tækni,“ segir hann. En hvaða árangri skyldi Evreka hafa skil- að til íslendinga eftir 10 ára þátttöku? Vil- hjálmur er ekki í neinum vafa um að þar sé um töluverðan ávinning að ræða. „Evreka- ramminn hjálpaði Vaka hf. mjög mikið því fyrirtækið var í samstarfi við skorskt fyrir- tæki, Marin Harvest, sem var selt til banda- rískra aðila meðan á verkefninu stóð. Þessir --------- nýju eigendur skáru niður rann- sóknar- og þróunarstarf að undan- skyldu Evreka-verkefninu því þar var um að ræða evrópskt sam- _________ starfsverkefni undir ákveðnum pólitískum verndarvæng. Þegar upp var staðið voru þeir ánægðir með sam- starfið því fyrirtækið hefur keypt tæki af Vaka sem hefur gert þeim kleift að vaxa. í Rúmeníu hefur verkefni Rafhönnunar fengið mjög sterkan pólitískan stuðning vegna þessa formlega samstarfs í Evrópu.“ Dæmi er þó um að samstarf innan Evreka hafi ekki gengið sem skyldi og á það m.a. við um Halios-verkefnið þar sem íslending- ar, Frakkar og Spánvetjar hugðust vinna saman að þróun á nýrri tækni í sjávarút- vegi. „Hins vegar hafði verkefnið mikil áhrif á samvinnuna hér á landi og samstarf iðnað- ar og sjávarútvegs á rætur sínar að rekja til Halios.“ Meiri áhersla á samstarf innan Evrópusambandsins Rannsóknarráð hefur á hinn bóginn lagt mun meiri áherslu á þátttöku íslenskra fyrir- tækja í rammaáætlunum Evrópusambands- ins. Með aðildinni að EES fengu íslendingar aðgang að rammaáætlununum ESB og styrkjakerfi þess. „Þar hefur tekist mjög vel til og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Vilhjálmur. „Ég held að útkoman úr því verði mjög góð. Við höfum verið að vinna að því að koma á fót verkefnum --------- fýrir smáfyrirtækjum m.a. með Halios gekk hinum Norðurlöndunum. Sum ekki sem þeirra verkefna gætu einnig átt skyldi heima innan Evreka þegar þau fara að nálgast það að skila mark- aðshæfri vöru. Ég sé í framtíðinni að Evreka og rammaáætlun ESB muni spila saman. Norrænu samstarfsaðilarnir hafa ákveðið að halda fund í haust til að ákveða hvernig hægt verði að ná þessu fram og Norræni iðnaðarsjóðurinn mun þar koma við sögu. íslendingar eru orðnir þátttakendur í 13 verkefnum í rammaáætlun Evrópusam- bandsins en fyrir liggja um 60-70 umsóknir frá íslandi. Spáir Vilhjálmur því að styrkirn- ir frá ESB til íslensku þátttakendanna gætu numið allt að 150 milljónum á næstu fjórum árum. Hann segir allmargar umsóknanna þegar hafa staðist gæðapróf og verið taldar áhugaverðar. Þar á meðal sé verkefni Ný- heija, Háskóla íslands og Pósts og síma um að þróa þjónustu á sviði fjölmiðlunar. Þá er í gangi verkefni um að fylgjast með göngu fiska í sjó og búfjárverkefni. Einnig eru all- mörg verkefni á sviði hugbúnaðar í farvatn- inu. „Styrkleiki íslensku vísindamannanna snýst að miklu leyti um það hvernig hægt er að beita þekkingunni. Þá hefur verið tek- ið fullt tillit til sjónarmiða okkar innan Evr- ópusambandsins eins og t.d vegna áherslna okkar á hafið og smáfyrirtækin.“ Iðnaðarráðuneytið kannar áhrif EES Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra, hefur hug á því að setja á laggirnar verkefnis- stjórn til að kanna þátttöku íslendinga í Evreka og rammaáætlunum ESB. „Komi það í ljós að við eigum mikla möguleika innan Evreka þarf að setja ijármagn í þessi verk- efni. Sé hins vegar lítill fjárhagslegur ávinn- ingur af þessum verkefnum þá þurfum við að draga úr ferðum og öðru slíku. Kannski hentar fjórða rammaáætlun Evrópusam- bandsins okkur mun betur.“ Iðnaðarráðherra hefur jafnframt í undir- búningi að setja á laggirnar starfshóp í sam- vinnu við Samtök iðnaðarins til að fara ofan í saumana á því hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki geta nýtt sér EES-samninginn. „Það er mikið af litlum fyrirtækjum og ein- staklingum sem ekkert vita um hvernig hægt sé að nýta sér samninginn. Ég hef falið Andrési Magnússyni, lögfræðingi í Brussel, að safna þessum upplýsingum og gefa þær út. Evrópusambandið skilgreinir lítil og meðalstór fyrirtæki þannig að þau séu með 500 starfsmenn eða færri. Við get- um hins vegar skilgreint þau allt öðruvísi og upplýsingamar nýtast eftir sem áður. Ég hef hugsað mér að kanna hvað þarf að gera til að lítil og meðalstór fyrirtæki hafí rekstr- argrundvöll. Niðurstöður eiga að liggja fyrir af þessu starfi um næstu áramót og að þá verður búið að móta atvinnustefnu fyrir lítil- og meðalstór fyrirtæki á íslandi.“ Á fundinum í Interlaken í Sviss voru 147 ný verkefni samþykkt og eru verkefnin innan samstarfsins 720 talsins. Jafnframt var sam- ___ þykkt að veita Tékklandi og Pól- landi aðild að samstarfinu þannig þátttökuríkin era nú orðin 25 talsins. að Nýju verkefnin era smærri í sniðum og standa skemur yfir en fyrir verkefni auk þess sem hlutur lítilla og meðalstórra fýrirtækja fer vaxandi. Evreka barst óvæntur stuðningur á fundinum þegar lögð fram stuðningsyfírlýsing banka í mörgum löndum þar sem þeir lýsa sig reiðubúna að aðstoða fýrirtæki til þátttöku í Evreka enda sé það hagkvæmt. Tónlistin ábata- sömust í skemmti- iðnaðinum Innanhússátök hjá Warner Music farin að hafa áhrif á markaðsstöðuna TIRMENN hjá Time-Warn- er, stærsta og jafnframt skuldugasta framleiðanda skemmtiefnis í heiminum, hafa ákveðið að grípa í taumana og ráða sjálfir stefnunni hjá tónlistardeild- inni. Þar hafa forstjórarnir fokið hver á fætur öðram, en Wamer Music er hvað sem því líður arð- samasta upptöku- og útgáfufyrir- tæki í heimi og arðsamara en kvik- mynda-, útgáfu- og sjónvarpsrekst- ur samsteypunnar. Gerald Levin, hinn umdeildi yfirmaður Time- Wamers, er staðráðinn í að láta þar til sín taka. Ólgan hjá Wamer Music hófst á síðasta ári þegar tveir „skap- andi“ framkvæmdastjórar, Mo Ostin og Bob Krasnow, voru rekn- ir í kjölfar valdabaráttu við yfir- mann deildarinnar, Robert Morg- ano, en hálfu ári síðar var Morg- ano sjálfum sagt að taka pokann sinn. Það var Doug Morris, annar forstjóri Atlantic-útgáfunnar inn- an Wamer Music, sem steypti honum, en í stað þess að vera umbunað með stöðuhækkun eins og hann bjóst við hefur honum nú sjálfum verið sagt upp. Aukið samstarf Nýi forstjórinn, sem Levin réð í stað Morris, er Michael Fuchs, yfirmaður hins ábatasama áskriftarsjónvarps, Home Box Office. Meginverkefni Fuchs verð- ur að herða fjármálalegt eftirlit og auka samstarf á milli hinna þriggja mjög svo sjálfstæðu deilda innan Warner Music, Atlantic, Elektra og Warner Bros. Saman era þau með 21,9% tónlistarmark- aðarins í Bandaríkjunum. Gróðavegur Þessi átök öll skiptu litlu máli ef tónlistarútgáfan væri ekki jafn gróðavænleg og raun ber vitni. Til að framleiða og kynna meðal- kvikmynd þarf um 60 milljónir dollara en kostnaðurinn við að koma á markað albúmi með kunnri hljómsveit fer ekki yfir tvær milljónir dollara. Samt geta vinsælar hljómsveitir haft 100 milljónir dollara upp úr einni út- gáfu en því marki ná ekki nema fáar kvikmyndir. Fram að þessu hefur Madonna selt 180 milljónir hljómsnældna en það þýðir 1,5 milljarðar dollara í sölutekjdr fýr- ir Warner Bros. Búist er við, að tekjur Sony af síðasta tvöfalda albúmi Michaels Jacksons, „HISTORY“, verði um 500 millj. dollara. Áætlað er, að á þessu ári verði hagnaður Warner Music fyrir skatt um 800 millj. dollara af 4,1 milljarðs dollara sölu og munar um minna í fjárhirslur Time- Warners, sem skuldar um 15 millj- arða dollara. Innanhússátökin eru hins vegar farin að bitna á stöðu fyrirtækisins á markaðnum eins og sést á því, að Polygram, sem er að 75% í eigu Philips og flagg- ar vinsælum merkjum eins og Is- land Records, A&M og Motown, hefur stöðugt verið að sækja á. Er það með 14,2% og er orðið stærra en Sony, sem hefur hrapað niður í 13,1%. EMI er feitasta bráðin Annar keppinautur á þessum markaði er MCA Music, sem var áður í eigu japanska fyrirtækisins Matsushita en er nú eign kanad- íska áfengisframleiðandans Sea- grams. Á síðasta ári stóð MCA Music undir 45% af hagnaði MCA fyrir skatt og hefði gert betur hefði það fengið að kaupa Virgin Music, sem fór til Thorn-EMI fyrir einn milljarð dollara. Það veldur því aftur, að nú er EMI bitinn, sem skemmtiefnissam- steypurnar líta hýrustu auga til. Talið er, að það gæti farið á yfir fimm milljarða dollara með öllu og eru ýmsir nefndir til sögunn- ar, meðal annars Rupert Murdoch, Sumner Redstone og Pearson-samsteypan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.