Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR VIKUIMIMAR Sjónvarpið ■ Stöð tvö FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ VI qq IIC ►Við Marilyn (Marilyn l»l" “.Uil and Me) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1991 um leikkon- una og þokkagyðjuna Marilyn Monroe á árunum áður en hún varð fræg. LAUGARDAGUR 8. JULI Kl.21.15 to Freedom: The Und- erground Railroad) Kanadísk sjón- varpsmynd frá 1993. Myndin gerist um miðja síðustu öld og segir frá háskalegum flótta fjögurra svartra þræla frá bómullarekrunum í Suður- ríkjunum til fyrirheitna landsins í Kanada. VI QO CC ►Kraftaverk (Miracle) 1*1- LLmvU Bresk bíómynd frá 1991. Ungur maður fellur flatur fyrir leyndardómsfullri konu sem kemur í smábæ nokkurn, en hann veit ekki hvað er í vændum. SUIMIMUDAGUR 9. JULI VI 99 1 C ►Himnasending lll. LL. lu (Caidos del cielo) Spænsk/perúsk bíómynd frá 1990. Þetta er gráglettnisleg harmsaga sem gerist í Líma á 9. áratugnum og seg- ir frá lífi fólks af þremur kynslóðum og af ólíkri þjóðfélagsstétt. FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ VI 91 1C ►Óskabarnið (And 1*1. £ I • I il Then There Was One) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1993. Ung hjón hafa um árabil reynt að eign- ast bam. Þegar bamið loks fæðist kemur f'ljós að það er með eyðni og að foreldramir voru smitberarnir. STÖÐ tvö FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ VI 91 10 ►Fótafimi (Footloose) III. £ I. III Fyrsta þemamynd mánaðarins er Fótafími með Kevin Bacon í aðalhlutverki. Það er ekki laust við að það fari skjáifti um smábæinn Bomont þegar Ren Mac- Cormack flytur þangað frá Chicago ásamt móður sinni. Myndin var til- nefnd til tvennra Óskarsverðlauna fyr- ir bestu lög ársins 1984. VI 99 « ► Frilla konungs (The III. LL.UU Kings Whore) Magn- þrangin örlaga- og ástarsaga sem gerist seint á sautjándu öld í litlu kon- ungsríki á Ítalíu. 'Þangað kemur Je- anne, fögur greifynja af frönskum ættum, ásamt greifanum sem hún hefur nýverið gifst, og þau setjast að við hirð konungs. Bönnuð börnum. VI II qn ►Öngstræti ástar- m. U.ðU lifsins (Are You Lo- nesome Tonight) Adrienne Welles er gift efnuðum kaupsýslumanni en hjónabandið fer í rúst þegar hún upp- götvar að hann er heltekinn af síma- vændisstúlkunni Lauru. Kvöld eitt, þegar hún kemur heim, uppgötvar hún að eiginmaðurinn er horfinn sporlaust en á símsvaranum er síðasta samtal hans við Lauru. Bönnuð börnum. LAUG ARDAGU R 8. JÚLÍ f t í p 1 fM 1 t n I ríswtefcw í VI 91 9n ►Nýlifti ársins III. 4 l.£U (Rookje of the Year) Stórskemmtileg mynd um guttann Henry Rowengartner sem verður fyrir því óláni að handleggsbrotna en það er þó ekki með öllu illt því þegar sár- ið grær hefur hann öðlast ótrúlegan kraft sem kemur sér vel í hafnaboltan- um. Köstin hjá stráksa era þvílík að það er litið fram hjá því að hann er aðeins tólf ára þegar hann er ráðinn kastari fyrir Chicago Cubs. W9Q nn ►Nlorð f Malibu • £u.UU (Murder in Malibu) Þekktur ástarsagnarithöfundur, Ter- esa Goern, hefur verið myrtur og rann- sóknarlögregluþjónninn Columbo er viss um hver framdi glæpinn. Nú er það bara spurning hvort honum tekst að fá morðingjann til að játa. VI n CC ►Fjöiskylduerjur (To Hl. U.UU Sleep with Anger) Áhrifamikil og dramatísk kvikmynd um svarta íjölskyldu sem býr í Los Angeles. Bönnuð börnum. SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ Kl. 20.50 ástarinnar Love Kills) Fyrri hluti sannsögulegrar, bandar- ískrar framhaldsmyndar um vörabíl- stjóra og fyrrverandi stríðshetju sem auglýsti í tímaritinu „Soldier of Fort- une“ í þeirra von að það myndi færa honum og syni hans einhvern smá aukapening. Hann óraði ekki fyrir því hvaða eftirmála og áhrif á líf hans þessi auglýsing átti eftir að hafa. Sjá nánari umflöllun annars staðar í blað- inu. VI 99 111 ►Varnarlaus (De- III. £0. IU fenseless) T.K. er ung og glæsileg kona. Hún er lögfræðing- ur og heldur við Steven Seldes, skjól- stæðing sinn. Þegar hann er myrtur á dularfullan hátt kemur ýmislegt óvænt upp á yfirborðið. Stranglega bönnuð börnum. MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ VI 91 CC ►Vald ástarinnar III. £ I .tlll (When Love Kills) Nú verður sýndur seinni hluti þessarar sannsögulegu bandarísku framhalds- myndar um vörabílstjórann og fyrrver- andi stríðshetjuna sem var svo blinduð af ást að hann myrti fólk til að þókn- ast ástkonu sinni. VI ^q q» ►Barnfóstran (The Hl. £u.uU Hand that Rocks the Cradle) Peyton Flanders ræður sig sem húshjálp hjá Claire og Michael Bartel og verður strax trúnaðarvinur allra á heimilinu. Stranglega bönnuð börnum. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ V| 99 9fl ►lr°ns'de snýr aftur m. £ú.£U (The Retum of Ir- onside) Lögregluforinginn Robert T. Ironside ætlar að setjast í helgan stein eftir farsælt starf í San Francisco en er kallaður aftur til starfa þegar lög- reglustjórinn í Denver er myrtur á hrottalegan hátt. Bönnuð börnum. MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ VI 99 AC ►Boomerang Eddie Hl. £u.Ull Murphy leikur Marc- us Graham, óforbetranlegan kvenna- bósa sem hittir oijarl sinn í þessari skemmtilegu gamanmynd. Hann verð- ur yfir sig ástfanginn af konu sem tekur vinnuna fram yfir rómantíkina og kemur fram við Marcus eins og hann hefur komið fram við konur fram að þessu. FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ «99 y|C ►Konur í kröppum . £u.4(l dansi (Lady Against the Odds) Dol Bonner og Sylvia Raffray era einkaspæjarár í banda- rískri stórborg á upplausnartímum í síðari heimsstyijöldinni. Fj'árgæslu- maður Sylviu, P.L. Storrs, kemur á kontórinn til einkaspæjaranna og fer þess á leit við Dol að hún grennslist fyrir um Thomas nokkum King. BÍÓIIM í BORGINIMI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BfÓBORGIIM „D/e Hard 3“ ir + ir HÖRKUGÓÐUR hasartryllir sem seg- ir í þriðja sinn af Brace Willis í gegnd- arlausum eltingarleik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuð- óþokkinn. Fínasta sumarbíó. Ungur í anda + + Gamanmynd sem tekur sig alltof al- varlega um brokkgenga sambúð aldr- aðs manns og sonarsonar hans. Peter Falk leikur öldunginn af sannfæring- arkrafti en D.B. Sweeney er slakur. Ed Wood + + + Ed Wood var lélegasti kvikmyndaleik- stjóri aldarinnar og einn af aðdáendum hans, Tim Burton, hefur reist honum skemmtilegan minnisvarða með svart/hvítri kómedíu um geggjaða veröld B-myndanna. Martin Landau er einfaldlega stórkostlegur sem Bela Lugosi. Strákar til vara + + Þrjár vinkonur hafa hver sinn djöful að draga en Hollywood fer offari enn eina ferðina í tilfinningamálunum. Leikkonurnar bjarga nokkru í mis- jafnri mynd. BfÓHÖLLIIM „Die Hard 3“ (sjá Bíóborgina) Fylgsnið * + Spennumynd byggð á sögu eftir Dean Koontz. Lengst af prýðileg skemmtun en íj'ölskylduvæmnin í lokin er fullmik- ið af því góða. Hinir aðkomnu ++Zz Skemmtileg og spennandi geiminnrás- armynd sem líður nokkuð fyrir auka- endi. Blanda af Innrásinni frá Mars og Innrás líkamsþjófanna með Donaid Sutherland í toppformi. / bráðri hættu + + + Flaustursleg en hröð og fagmannlega gerð spennumynd um bráðdrepandi vítisveira og baráttuna við að stöðva útbreiðslu hennar. Þyrnirós + +'A Falleg Disneyteiknimynd frá 1959 sem byggir á ævintýrinu um Þyrnirós. Fyrri hlutinn hægur en lokaátökin hin skemmtilegustu. Fjör í Flórída + + Nokkrar framhjáhaldssögur eru aðal- inntakið í þessari rómantísku gaman- mynd sem minnir svolítið á Woody Allen. Hressileg samtöl en frekar óspennandi efni. HÁSKÓLABÍÓ Brúðkaup Muriel + + + Oft sprenghlægileg áströlsk gaman- mynd um stelpu sem vill giftast og telur lykilinn að lífsgátunni felast í Abbasöngvum. Góða skemmtun. Exotica + Ómerkilegur strippbúllublús sem reyn- ir án árangurs að vera eitthvað annað og meira en leiðindin. Vélin + Gerard Depardieu leikur geðlækni, kvennamorðingja og 12 ára strák í franskri B-mynd og verður á endanum hlægilegur. Rob Roy ++Vi Sverðaglamur, ættardeilur og ástamál á skosku hálöndunum á 18. öld. Mynd- in lítur vel út og fagmannlega en hand- ritið misjafnt og lengdin óhófleg. Star Trek: Kynslóðir ++'A Sjöunda myndin í Trekkabálknum markar kaflaskil því nú tekur nýr kapteinn við stjóm. Sami gamli góði hasarinn í útgeimi. Skógardýrið Húgó + + Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. LAUGARÁSBÍÓ Eftirförin +'A Christopher Lambert er á hröðum flótta í Japan undan leigumorðingjan- um og samúræjanum John Lone. Ekta mynd fyrir Chuck Norris. Dauðinn og stúlkan + +'/? Roman Polanski gerir leikriti Ariel Dorfmans ágæt skil og nær góðum leik úr þremenningunum í aðalhlut- verkunum. Heimskur heimskari + + + Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. REGIMBOGINIM Jónsmessunótt + + + Óvenju vei skrifuð og ieikin mynd sem tekst furðu vel að lýsa því hversu gaman það er að vera ungur og ást- fanginn. Eitt sinn stríðsmenn * + +'A Raunsæ og vægðarlaus lýsing á fjöl- skyldulífí í fátækrahverfi á Nýja-Sjá- iandi. Ofbeldi, óregla og aðrir lestir era ekki teknir neinum vettlingatök- um, björtu hliðamar gleymast heldur ekki. Kúlnahríð á Broadway + + +'A Frábærlega gamansamur farsi frá Woody Allen sem kominn er aftur í sitt gamla form. Fyndið handrit, skop- leg persónusköpun og unaðslegur leik- hópur gera Kúlnahríðina að bestu gamanmynd í bænum. Ekki missa af þessari. SAGABÍÓ Kynlifsklúbbur í Paradís O Kanar að kljást við kynlífskómedíu og útkoman steingeld og náttúrulaus þrátt fyrir að Dana Delaney sé kona íturvaxin og hæfileikarík. Húsbóndinn á heimilinu + Nauðaómerkileg amerísk fjölskyldu- saga sem löðrar af væmni. Bradyfjölskyldan O Allt lagt upp úr hallærisbragnum og það sýnir sig. Óþolandi í leiðinni. STJÖRNUBÍÓ / grunnri gröf + +'h Breskur tryllir í anda Tarantinos tekst nokkuð sæmilega að halda áhorfand- anum við efnið. Gráglettin og skondn- ar persónurnar vel leiknar. Exotica + Ómerkilegur strippbúllublús sem reyn- ir án árangurs að vera annað og meira en leiðindin. Litlar konur + + +/, Einstaklega vel gerð, falslaus og falleg mynd um flölskyldulíf á Nýja-Eng- landi á öldinni sem leið. Winona Ryder fer fremst í flokki afburðaleikara. Ódauðleg ást + + + Svipmikil mynd um snillinginn Beet- hoven fer hægt í gang en sækir í sig veðrið. Tónlistin stórkostleg og útlitið óaðfinnanlegt. Vindar fortíðar +ir + Skemmtilegt og glæsilega kvikmynd- að fjölskyldudrama. Verður ekki sú sögulega stórmynd sem að er stefnt en virkar frábærlega sem Bonanza fyrir þá sem eru lengra komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.