Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríska skáldið Kenneth Koch sem nýverið hlaut Bollingen verðlaunin, segir m.a. í sam- tali við Einar Fal Ingólfsson „Skáld eru sögð ung eða óþekkt, viðurkennd eða frábær, og hver veit hvað það þýðir allt saman! Það eina sem máli skiptir er hvort skáld eru góð eða ekki.“ „Ast og ferðalög gera hversdagsleik- ann að ævintýri“ Kenneth Koch Morgunblaðið/Einar Falur KENNETH Koch er ljóðskáld í New York. Um árabil hefur hann staðið í framvarðarsveit bandarí- skra skálda og á dögunum voru honum veitt hin virtu Bollingen- verðlaun, en meðal annarra skálda sem þau hafa hlotið eru Wallace Stevens, E.E. Cummings og Ro- bert Penn Warren. Verðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti, einu eða fleiru bandarískum ljóðskáldum, annaðhvort fyrir framúrskarandi skáldferil eða besta nýja ljóðasafn- ið. í umsögn dómnefndar að þessu sinni, segir að ljóðabók Kochs, „One Train“ sem kom út á síðasta ári, uppfylli bæði þessi skilyrði. Ljóðum Kochs er þar lýst sem lif- andi og ærslafengnum og að hann hafi skapað „flæðandi ljóðstíl sem er óneitanlega hans eigin og ein- kennist af óvæntum uppákomum, ólgandi ástríðum og viðkvæmni." Koch hefur víða komið við á rit- ferlinum, því auk fjölda ijóðabóka hefur hann skrifað leikrit, skáld- og smásögur, ritgerðir og bækur sem ætlað er að kenna bömum að yrkja. Þá hefur hann unnið verk í samvinnu við myndlistarmenn á borð við Red Grooms, Roy Lichten- stein og Fairfíeld Porter og var afrakstur þeirrar vinnu sýndur í galleríi í New York í vetur sem leið. Hann er prófessor í ensku og samanburðarbókmenntum við Col- umbía háskólann. Kenneth Koch tekur brosandi á móti mér í bjartri íbúð sinni ofar- lega á Manhattan. Hann er fús að ræða skáldskap sinn, en vill þó fyrst fræðast svolítið um íslenska ljóðlist. Þekkir lítið til hennar annað en að hann las ásamt Marshall Brement þýðingar á ljóðum Matthí- asar Johannessens á Norrænu ijóðahátíðinni í _ New York fyrir tveimur árum. „Ég hef lesið á fjölda slíkra hátíða, mín ljóð og annarra," segir hann, „en þetta var án efa skemmtilegasta ljóðahátíð sem ég hef verið á. Þau voru svo einstak- lega viðræðugóð þessi norrænu skáld.“ Konur elska skáld! Koch leiðir mig um íbúðina og bendir á verk sem hann hefur unn- ið með kunnum myndlistarmönn- um. Við endum á skrifstofu þar sem veggir eru þaktir bókum, skálum í sódavatni, og ég spyr hvort það breyti einhveiju fyrir hann, sjötugt skáldið, viðurkennt og lífsreynt, að hljóta Bollingen-verðlaunin. Það er undarlegt þetta orð „við- urkennt,“ „segir Koch og veltir því fyrir sér. „Skáld eru sögð ung eða óþekkt, viðurkennd eða frábær, og hver veit hvað það þýðir allt sam- an! Það eina sem máli skiptir er hvort skáld eru góð eða ekki. Kannski eru bara til góð ljóð, þó að ég hafí trú á því að sum skáld skrifí nægilega mörg góð ljóð til að vera sögð góð skáld. En hvað þessum verðlaunum viðkemur, þá hafði ég aldrei áður fengið viður- kenningu sem þessa og gladdist því óneitanlega. Hins vegar held ég að þetta breyti engu fyrir skáldskapinh, ég hef verið að skrifa það lengi. Byij- aði að yrkja fyrir alvöru þegar ég var 17 ára - sem þýðir að í 53 ár hef ég verið að þessu undarlega föndri.“ Og brosandi rifjar Koch upp fyrstu tilraunir sínar í ljóða- gerð: „Ég var fímm ára þegar ég skrifaði fyrsta ljóðið. Það er eitt- hvað undarlegt við þá minningu. Ég man eftir að hafa skrifað það, en held að ég hafí ekki kunnað að skrifa á þeim aldri! En hvað sem því líður, þá sýndi ég móður minni kvæðið og las það fyrir hana. Hún faðmaði mig og kyssti, sagðist elska mig og það fékk mig til að hugsa að líklega væri gott að vera skáld. Konur myndu elska mig!“ Prakkaralegt glott lýsir upp andlit skáldsins. „En ég fór ekki að skrifa neitt sem mark er á takandi fyrr en ég var 17 ára og uppgötvaði nútíma- ljóðlist. Ég varð þá fyrir miklum áhrifum frá William Carlos Will- iams og skáldskap frönsku súrreal- istanna. í gegnum tíðina hef ég orðið fyrir áhrifum frá fjölda skálda. Mér finnst gott að láta hafa áhrif á mig. Það er svo margt sem hægt er að segja og gera í ljóðum og sérhvert nýtt form eða stílbragð gerir mér kleift að segja fleira.“ Koch hefur því ætíð verið óragur við að fara nýjar leiðir í skrifum sínum, ljóð hans flæða oft áfram og ólíklegustu hlutir stinga upp kollinum; vísanir, hugsanir, minn- ingar og óvenjulegar tengingar. „Jú, vissulega hefur skáldskapur minn breyst gegnum árin. Ákveðn- ir þættir hafa horfið en ég vona að annað hafí komið í staðinn. Ég veit ekki hvort þetta verður betra eða hvort þróunin sé rökrétt, það er annarra að dæma. Ef maður vissi fyrir víst hversu gott eða vont það er sem maður gerir, þá væri líklega best að hætta þessu alveg!“ segir hann og skellir upp úr. „En ég er aldrei alveg ánægður og það dregur mig líklega áfram.“ Sér fólk aldrei lesa ljóðin Af og til leggur Koch ljóðin til hliðar og skrifar leikrit, sem mörg hver hafa verið sett upp hér og þar í Bandaríkjunum. Hann segist alla tíð hafa haft gaman af leikrit- un, alveg frá því hann var strákur að alast upp í Cincinatti, Ohio, og skrifaði stutta gamanleiki um frændur sína. „Fyrstu leikritin skrifaði ég svo þegar ég var við nám í Harvard. Kennari í ljóðlist stakk upp á að ég ritaði leikrit í bundnu máli. Ég skrifaðj tvö og hafði mjög gaman af. í leikriti geta verið nokkrar persónur, hver með ólíkar tilfinningar, ólík sjónar- horn og hægt er að blanda því öllum saman. Það er mjög skemmtilegt. Vitaskuld hef ég, eins og svo margir, verið mikill aðdáandi Shakespeares. Það er yndislegt hvernig hversdagslegri staðhæfingu getur verið breytt í tónlist með bundnu máli. Og per- sónur geta verið fyndnar og göfug- ar á sama tíma. Nokkur evrópsk leikskáld hafa haft mikil áhrif á mig, eins og Jarry. Og villtari leikriti Strind- bergs las ég mikið þegar ég var ungur. Auðvitað las ég Ibsen líka en kunni betur að meta Strindberg. En heyrðu! Ég las líka nokkrar ís- lendingasögur þegar ég var ungur. Njálssaga var ein þeirra. Ég las þær vegna þess að Auden var svo hrifin af þeim. Hann var alltaf að segja fólki að lesa sögumar. I einum kúrsinum í Harvard skrifaði ég glósurnar í bundnu máli. Bara til að æfa mig. En ég held að ég hafi lært mikið af að lesa þær yfir,“ segir hann og hlær. „Hinsvegar er það yfirleitt þannig að ég byija ekki að skrifa leikrit fyrr en einhver biður mig um að gera það fyrir sig. Og þá taka þau allan minn tíma. Ég fer á æfing- ar, og ég hef áhyggjur af hinu og þessu og heiti því svo að koma aldrei aftur nálægt leikhúsi. En síðan sé ég verkin mín á sviði og það er svo skemmtilegt að ég fæst til að skrifa annað. Og þá hefst sami hringurinn." Koch bætir við að gaman sé að vinna með öðru fólki í leikhúsinu, það sé ólíkt því að skrifa ljóð þar sem menn vinna einir. „Svo er gaman að vera ein- hversstaðar og sjá fólk hlusta á það sem þú hefur skrifað. Ég er allvel þekkt skáld, en í öll þau ár sem ég hef þvælst um með lang- ferðabílum, lestum og flugvélum hef ég aldrei, ekki í eitt einasta skipti, séð fólk lesa bækur eftir mig! Þannig er líka gaman að vinna með myndlistarmönnum og fara svo á sýningarnar og sjá fólk skoða verkin á veggjunum.“ Kenneth Koch hefur skrifað nokkrar bækur um það hvernig hægt sé að kenna börnum að yrkja og hafa þær vakið allnokkra at- hygli og verið þýddar á önnur mál. Þá hefur hann einnig unnið með bömum í Frakklandi og á ítal- íu og skrifaði um það bækur á þeim tungum, með kvæðum eftir börnin. „Fyrir nokkrum árum kenndi ég líka í Kína. Ég tala ekki kínversku en hafði gott skáld með mér og hann þýddi allt jafnóðum. Það var ákaflega skemmtilegt. Og ég sneri aftur heim í Ameríku með 1100 ljóð sem ég gat ekki lesið. Það er gaman að kenna í öðrum löndum því þannig kemmst maður í raunverulega snertingu við mann- lífið á hveijum stað.“ Það er greinilegt að hann nýtur þess að vinna með börnunum og er sannfærður um gildi þess að kenna þeim að yrkja. „Það gefur þeim aukið sjálfstraust og skiling á því hvað þeim finnst, hveijar til- finningar þeirra eru. Það fyllir börnin stolti að sjá að þau geta leikið sér með tungumálið. Þá koma þau með sitt raunverulega líf í skól- ann, leyndar hugsanir og annað slíkt. Skáldskapurinn hvetur þau líka til að lesa meira. Það er ákaf- lega örvandi fyrir börn að læra að skrifa ljóð.“ Nýtt listform Kenneth Koch barðist í heims- styijöldinni síðari, var í Kyrrahafs- deild hersins, fór eftir stríðið í Hafvard og árið 1950 fékk hann svo styrk til að vera í Frakklandi í eitt ár. Sá tími hafði mikil og varanleg áhrif á hið unga skáld og ég las franska ljóðlist," segir Koch dreymandi á svipinn. „Þegar ég uppgötvaði franska ljóðlist fannst mér að ég hefði uppgötvað nýtt listform. Sem unglingur hugs- aði ég oft um það að ég þekkti til myndlistar, ljóðlistar, skáldsagna- gerðar, tónlistar og allt þetta sem viðurkennt er, en það hlyti að vera stórkostlegt að uppgötva nýja list. Og þegar ég uppgötvaði frönsk ljóðskáld fannst mér sá draumur vera orðinn að veruleika! Þau voru að tjá hluti sem ég hafði hvergi séð annars staðar. Fyrst uppgöt- vaði ég Appolinaire og svo höfðu til dæmis Paul Eluard og Max Jacob mikil áhrif á mig. Jacob er yndislega ljóðrænn en mjög fynd- inn um leið.“ Heimkominn frá Frakklandi fór Koch þá leið sem algeng er meðal bandarískra skálda; hann fékk kennslu við háskóla. í Kaliforníu fyrst í stað en svo fékk hann stundakennslu í Columbia og var orðinn prófessor fyrir 1960. „Það var undarlegt að vera orð- inn prófessor,“ segir Koch og hrist- ir höfuðið. „Ég var skáld! Ég bjó í Greenwich Village, allir vinir mín- ir voru skáld eða myndlistarmenn og þetta var skrýtin tilfínning. En ég fann aðferð sem gerði mér kleift að kenna það sem ég raunverulega kunni. Ég vissi sitthvað sem aðrir prófessorar í ensku vissu ekki, ein- faldlega af því að ég var sjálfur að skrifa. í staðinn fyrir að reyna að vera prófessor var ég bara ég sjálfur. Þetta er þægilegt líf. Ég kenni tvo eftirmiðdaga í viku, átta mán- uði á ári. Launin eru ekki há en ég þrauka, hef þessa ágætu íbúð sem skólinn borgar fyrir að hluta, ég er alltaf að hitta greint fólk og hef góðan tíma til að lesa. Og ég hef nægan tíma til skrifta, sem er yndislegt. Þetta er stórt land en hér verður enginn ríkur af því að yrkja ljóð. Fólk fer ekki í sparifötin áður en það kaupir sér ljóð, það er enginn glamúr í kringum þetta.“ Þegar ég spyr hvers vegna hann sé þá að yrkja ljóð, segist hann ekki vita svarið, þetta sé orðinn vani og honum finnist það skemmtilegt. „En það er hægt að velta þessu fyrir sér. Ef við ger- umst spekingslegir, þá fæðist mað- ur án þess að vita hvað ljóð er, af foreldrum sem maður valdi sér ekki, inn í heim sem maður veit ekkert um og enginn ræður við. Svo hefur maður þennan líkama og þar er ekkert val, svo verður maður kynþroska, eignast börn, MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 B 5 Á Skansinum Ég fór á opinberan dansleik utandyra í Stokkhólmi. Það var yndislegt sumarkvöld, sumar eins og það gat aðeins orðið í Svíþjóð á 6. áratugnum. Þú varðst að vera ungur til að fara þangað. Eða kannski gaztu verið gamall. En ég sá aldrei gamalt fólk á þeim tíma. Mannkyninu var skipt í karla og konur, bandaríkjamenn og aðra, stúdenta og aðra o.s.frv. Það einasta sem ég gat sagt á sænsku var „Yog talar endast svenska" sem merkir ég tala aðeins sænsku, en ég hélt það þýddi ég tala EKKI sænsku. Svo að ungu konumar voru himinlifandi og töluðu hratt við mig en ég brosti og skildi ekkert, en endurtók þó stundum Yog talar endast svenska. Kvöldinu lauk fyrir mér þegar þeir hófu að dansa þjóðdansa. Ég vissi ekki einu sinni hvernig ætti að horfa á þá, þótt ég reyndi um stund. Það var ennþá bjart þótt klukkan væri farin að ganga tólf. Ég náði í einhverskonar strætisvagn sem stanzaði loks nálægt hótelinu mínu. Fagurfræði um manninn Maður verður að vera sólskinsbjartur til að vera karlinn í tunglinu. Fagurfræði skógarferðar fjölskyldunnar Taktu körfu með mat og drykk og farðu ásamt eiginmanninum, málaranum, með tvö börn (fímm og þriggja ára) að sjónum, eins nálægt og þú kemst. Fagurfræði minningargreinarinnar Þú skalt deyja í gleymsku til að forðast tugguna í minningargreinum. Gott rúm í björtu herbergi og hjá þér einhver sem dáir þig og gleðst yfir þögninni. Fagurfræði hörkunnar við hest Maður skyldi aldrei vera strangur við hest. Hestur gerir ávallt sitt bezta. Annars er hann hálfgerð trunta og harka gerir ekkert gagn. Þessi ljóð eru úr síðustu bók Kenneths Kochs, One Train, 1994, í þýð. M.J. verður gamall og deyr. En ef þú yrkir þá hefurðu tækifæri til að hafa eitthvað um þetta að segja, þótt það sé ekki nema í eitt augnablik. Við fæðumst inn í þessa undarlegu veröld bíla og steypuhúsa og varalita og heimsstyijalda og tónlistar, og mér finnst skrýtið ef fólk hefur ekk- ert til málanna að leggja.“ Ekki margt gott skrifað Koch vill lítið tjá sig um stöðu sam- tímaljóðlistar í Bandaríkjunum, segist ekki fylgjast eins vel með og hann gerði á árum áður. „Þegar ég var ungur nemi í Harvard, á kafi í yrkingum, þá tók ég einn kúrs í skapandi skrift og við vorum þar 30 saman. Eitt sinn spurði kennar- inn: Hver ykkar vilja verða frábærir höf- undar. Allir réttu upp höndina. Þá sagði hann: Eins og þið vitið, þá er sá tími þegar fleiri en 3 eða 4 frábærir höfund- ar eru uppi kallaður endurreisn!“ Og hann hlær að minningunni. „En enginn lét höndina síga. Það eina sem ég veit um bandaríska ljóðlist í dag er, að það er ekki margt gott skrifað. Það er erf- itt! Ég gæti sagt meira um það sem var að gerast fyrir 40 árum, þegar við John Ashbery og Frank O’Hara vorum að 'fínna okkar rödd og bytja að gefa út. En ég læt það eiga sig. Það eru margar ástæður fyrir því að ég tjái mig ekki um það sem er að gerast í dag. Þegar ég var á þrítugsaldri las ég allt sem ég komst yfir, fannst ég vera að keppa við öll önnur skáld og vildi geta allt sem aðrir gerðu. Ég man eftir safnbók sem kom út á þeim tíma og mér fannst allt gott í henni! Þessi ljóð voru fyrir mér það sem stelpur eru strák- um. Ég var eins og einhver sem kemur frá eyðieyju, hefur aldrei séð bíla og verksmiðjur og heillast af þeim. En ætli ég hafi svo ekki farið að þroska upp smekk. Auðvitað hef ég haldið áfram að lesa, _en ekki eins mikið og er vandlát- ari. Ég les bókmenntatímarit og verk ungra skálda, en það er gríðarlega mikið skrifað í Ameríku. Og ég held að aðal markhópurinn séu þeir sem fara á ljóða- lestra. Ég vil miklu heldur vera einn með ljóðum og lesa þau sjálfur." Við förum aftur að tala um ljóð hans sjálfs og ég minnist á að áberandi þætt- ir sem birtast aftur og aftur eru ferðalög og ást. „Já,“ segir Koch og brosir, „Frank Kermode sagði um mig: Umfram allt er hann ástarskáld, og þess vegna raun- verulegt skáld! Þetta er ágæt staðhæf- ing. En það er nú svo að í ensku eru öll þessi hversdagslegu orð og setningar eins og: þarna eru dyrnar, viltu vatns- glas, hvernig hefurðu það. Þau bíða eft- ir því að öðlast aðra merkingu, vera gædd lífí, og ástin er svo sannarlega fullfær um það. Ást er sterk tilfinning og hvað mig varðar þá virðist hún fæða af sér kvæði. Því miður - þetta á við um flest skáld - er það nú svo að hinn rólegi millikafli ástarsambanda skapar færri kvæði en ólgandi upphafið og endirinn,“ segir hann og hlær. „Þetta á einnig við um mig, en annars er ég nýbúinn að gifta mig og það í annað sinn. Það var mjög bjartsýn- isleg ákvörðun fyrir mann á mínum aldri. En ást og ferðalög gera venjulega hluti undursamlega. Þegar maður er ást- fanginn verður hversdagsleikinn ævintýri og það sama gerist á ferðalögum, lífið verður óþekkjanlegt." Ingveldur Yr Jónsdóttir hefur gert árs samning við óperuna í Lyon Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran, flutti búferlum til íslands eftir 10 ára útiveru fyrir um ári, Nú leggur hún land undir fót á nýjan leik til að starfa við óperu- húsið í Lyon í Frakklandi. Anna G. Ólafsdóttir grennsl- aðist fyrir um óperuna og margt fleira í samtali við Ingveldi. Ingveldur kveður íslendinga í bili með tónleik- um í Listasafni Siguijóns þriðjudaginn 18. júlí. Féll kylliflöt fyrir Frakklandi INGVELDUR Ýr hóf söngnám undir leiðsögn Guðmundu Elías- dóttur í Söngskólanum og stund- aði framhaldsnám i Vínarborg og New York. „Frá því að ég lauk námi hef ég unnið að þvi hörðum höndum að koma mér á framfæri og var einmitt, svona mér til gamans, að taka saman að ég hef sungið fyrir 50 sinnum allt í allt. Þó segja megi að ég sé að fá fyrsta stóra tækifærið núna hlutu auðvitað að koma verkefni út úr einhveiju prufun- um. Ég hef t.a.m. sungið á nokkr- um tónlistarhátíðum í Austurríki og haldið fjölmarga ljóðatónleika í Austurríki og Þýskalandi. Ég var svo boðin hingað heim til að syngja í Evgeni Onegin í íslensku óperunni um jólin 1993. Síðan hefur hvert verkefnið rekið ann- að, t.d að syngja í öllum grunn- skólum í Reykjavík á vegum Skólaskrifstofu Reykjavíkur, þátttaka í Niflungahringnum á Listahátíð 1994 og hlutverk Preziosillu í uppfærslu Þjóðleik- hússins á óperunni Á valdi örlag- anna síðastliðinn vetur.“ Örlaganornirnar að verki Ingveldur tekur fram að lista- menn ættu aldrei gera lítið úr smærri uppfærslum enda geti þær orðið lykillinn að öðrum og meiri eins og gerðist þegar hún fékk árs samning við óperuna í Lyon frá og með haustinu. „ Að- dragandinn var sá að ég söng titilhlutverkið í eins manns óper- unni „Miss Donnithorne’s Mag- got“ eftir Peter Maxwell Davis með litlum leikhóp í Vínarborg árið 1992. Óperan fjallar um brúði og óendanlega bið hennar í brúðarkjólnum eftir að brúð- guminn láti sjá sig og vakti upp- færslan mikla lukku í Vínarborg. Viðtökurnar urðu til þess að stjórnendur í Lyon sýndu óper- unni áhuga og buðu mér að syngja hana á einni sýningu í Lyon í vor. Á meðan á æfingum stóð frétti ég svo af almennri prufu fyrir óperusljórann. Hann var mjög ánægður og eftir óperusýninguna var hann svo frá sér numinn að hann sagðist vi(ja fá mig til starfa við fyrsta tæki- færi. Mér datt hins vegar ekki í hug að úr neinu yrði fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári því stutt var í næsta leikár og leikárin venjulega skipulögð með löngum fyrirvara. Auk þess var ég sjálf á leiðinni til Bandaríkjanna til að taka þátt í óperustúdíóinu við Juilliard-skólann í New York,“ segir hún. En óperusljórinn lét ekki sitja við orðin tóm og þegar Ingveldur kom aftur til íslands beið hennar tilboð um árssamn- e ing við óperuna. „Þarna voru því svo sannarlega örlaganornirnar sjálfar að verki,“ eins og Ingveld- ur orðar það. Ingveldur syngur í fimm óper- um í vetur. „Ég syng m.a. Dora- bellu í Cosi fan Tutte eftir Moz- art með hljómsveitarstjórinn Neville Mariner sem velþekktur í tónlistarheiminum. Af öðrum hlutverkum má nefna Prins Orlovsky í Leðurblökunni og Mercedez í Carmen. Auk þess að vera til vara fyrir Carmen. Eins og nærri má geta er ég mjög ánægð með samninginn enda er hann stórkostlegt tækifæri fyrir mig.“ Operan í Lyon kemur næst á eftir óperuhúsunum í París í virðingarstiganum og er eitt af stóru húsunum í Evrópu. „Óperu- húsið er sérstakt og umgjörðin ævagömul. Óperan var hins veg- ar gerð upp fyrir nokkrum árum og hefur því yfir að ráða full- komnustu nútimatækni. Salurinn rúmar um 1.200 áhorfendur og hýsir fjölbreytta listaviðburði, t.d. ballettsýningar, tónleika, og alltaf eru nokkrar óperur settar upp í konsertformi á hveiju ári.“ Ingveldur hafði ekki áður komið til Frakklands og segist hafa fallið kylliflöt fyrir því. „Mér líkar mjög vel við land og þjóð og er ánægð með að fá tæki- færi til að víkka sjóndeildar- hringinn og læra nýtt tungumál. Ég bjó í Vínarborg í 8 ár og finnst ágætt að taka mér frí frá þýskum hefðum og hugsunarhætti,“ segir Ingveldur um leið og hún tekur fram að hún sé afar þakklát fyr- ir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í fjölda verkefna á ís- landi. „Eftir 10 ára dvöl erlendis hefur mér um leið fundist furðu- legt að horfa upp á launalegu hliðina í menningarmálunum hérna. Allir vilja njóta fyrsta flokks listamanna en eru ekki tilbúnir til að borga þeim sem slíkum. En ástandið er mikið okkur sjálfum að kenna því við höfum látið bjóða okkur þetta alltof lengi.“ íslensk sönglög í Sigurjónssafni Fyrir Frakklandsförina heldur Ingveldur Ýr tónleika I Lista- safni Sigurjóns þriðjudaginn 18. júlí kl. 20.30. „Mér var úthlutað listamannalaunum og segja má að efnisskráin sé m.á. afrakstur af því sem ég hef verið að gera á þeim tíma. Á henni eru lög eftir núlifandi íslenska höfunda, m.a. Jón Ásgeirsson, Jón Þórar- insson, Jórunni Viðar, Hjálmar H. Ragnarsson, Tryggva Bald- vinsson, Oliver Kentish og Atla Heimi. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. Tónleikamir verða fjölbreyttir, ný lög og gamlar perlur. Það verður gam- an að kveðja landið í bili með þessum hætti."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.