Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 6
6 B LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Teningakast og keltneskur Schubert TÓNLIST Sígildir diskar MOZART W.A. Mozart: Fágæti og furðuefni. Academy of St Martin in the Fields; Ýmsir einsöngvarar og einleikarar; Blásarasveit Niðurlanda; Útvarpssinfóníuhljómsveit Bæjaralands; Útvarpskórinn og Útvarpssinfóníuhljómsveitin í Leipzig. Stjóraendur: Davis, Marriner, Schreier og Sillito. Philips 422 545-2. Upptaka: ADD/DDD, 1971,1973,1988, 1989-91. Lengd alls (3 diskar): 2.36:07. Verð: 3.399 kr. HIN merka heildarútgáfa Philips á tónverkum Mozarts í tengslum við 200. dánarárið geymir marga gersemi. Líka hvað flutning varðar; nægir í svip að nefna undursamlega túlkun japanska píanistans Mitsuko Uchida á píanósónötunum, sem vart er af þessum heimi. En í heildarút- gáfu hollenzka plötumerkisins er einnig að finna box með ýmsu efni, nefnt „Rarities & Surprises", sem óvíða sést á almennum plötumark- aði, þar á meðal nýfundnar tónsmíð- ar eða endurgerðar úr uppköstum. Meðal heimilda er „Lundúna-skizzubókin", nótnahefti er Wolferl litli 8 ára fyllti í Chelsea, úthverfi Lundúnaborgar, meðan fjölskyldan dvaldi þar árið 1764 og papa Leopold lá í slæmri flensu. Það var þá þegar aðferð undra- barnsins að semja tónlist með því að skrá eingöngu útraddir - laglínu og bassa - eins hratt og hægt var frá byrjun til enda, til að halda frum- hugsuninni, en bæta síðar innrödd- um (2. fiðlu og víólu, ef um strengi var að ræða) við í betra tómi, eða jafnvel innan um vini og kunninga. Lundúnaskizzubókin, sem geymir einkum kontradansa og diverti- menti, ber því glöggt vitni. Tónlist- arfræðingurinn Erik Smith tókst á hendur að bæta þessum innröddum við, þar sem þær vantaði, út frá staðgóðri þekkingu á tónlist sam- tímans og stíleinkennum Mozarts, og virðist það hafa lukkazt dável. Dansar og skemmtimúsík hins 8 ára strákpjakka eru ljúfleg áheymar og samin af nærri því óhugnanlegum þroska og öryggi. Stíllinn getur stundum minnt svolítið á tóntak Johanns Stamitz (d. 1757) í Mann- heim, sem er reyndar ekkí vitað til að Mozartamir hafi kynnzt fyrr en löngu síðar. A diski 2 getur að heyra útsetn- ingar á köflum og aríum úr Don Giovanni og Brottnáminu úr kvennabúrinu fyrir tréblásarasveit. Wolfgang lýsir því í bréfi til Leop- olds eftir fmmflutning Brottnáms- ins 1782, hvernig hafa varð hraðar hendur við að útsetja vinsælustu aríumar úr ópemnni í tréblásara- svítu, áður en óprúttnir einstakling- ar úti í bæ tækju af honum ómakið (og gróðann; höfundarréttur í nú- tímaskilningi var óþekkt hugtak í þá daga). Því miður hafa upphaflegu ópemútsetningar Mozarts af þessu tagi glatazt, en geta má nærri um, hvernig þær kunna að hafa hljómað í prýðilegum útsetningum samtím- annanna Johanns Georgs Triebense- es (Don Giovanni) og Johanns Wendts (Brottnámið úr kvennabúr- inu), ljómandi vel leiknum af Blás- arasveit Niðurlanda. Þriðji diskurinn í boxinu geymir nokkur minni verk og staka þætti sem ýmist hafa nýlega fundizt, end- urfundizt eða til skamms tíma verið véfengd en loks staðfest, eða þá, að hreinlega hefur vantað í, eins og með Rondóið í Es fyrir horn og hljómsveit K 371, þar sem komu svo seint sem 1989 í leitimar 60 taktar fyrri „B“- kaflans - verkið mun í A-B-A-C-A-B-Kadenza-A formi - sem menn höfðu aldrei saknað, með því að fyrstu tveir A-kaflar rondósins falla af tilvilj- un saman sem flís við rass. Þá eru tvær mismun- andi tónsetningar frá Salzburgárunum á Tantum ergo texta Tómasar af Aquino fyr- ir einsöng, kór og hljómsveit, sem þykja nú loks vera rétt feðruð, ágætlega flutt af hljóm- listarmönnunum í Leipzig u. stj. Peters Schreiers, og Scena con rondo, endurunnin af höfundi úr óperu hans Idomeneo fyrir konsert- uppfærslu 1786, hér í góðum höndum Sú- sönnu Mentzers, Bar- böru Hendricks og Bæj- ersku útvarpssinfó- níunnar undir stjóm Colins Davis. Meðal smælkisins á disknum, én þó eftir öllu að dæma hljóðritað hér í fyrsta sinn, má heyra nokkra kontradansa, sem Erik Smith hefur tjöslað saman úr uppkastsbrotum Mozarts; lítinn mars, sem líklega hefur verið skotið inn í Brottnámið strax eftir frum- sýningu (undir skemmtisnekkjusigl- ingu Constönzu og pasha Selims) en síðan dottið úr aftur, og hið ill- flokkanlega „tónverk" Musikalisc- hes Wiirfelspiel (Tónteningsleik) frá 1787, eittvert elzta dæmi tónlistar- sögunnar um beitingu tilviljana, 170 árum fyrir aleatórík Johns Cages. Mozart var mikill spilafíkill í ball- skák (ugglaust einnig í teningsk- asti), en enginn veit enn um tildrög þess að hann setti 166 staka hljóm- borðstakta í 16 dálka, þannig að jafnvel algjör ignoramus í tónlist gæti „samið“ allt að 10.000 mismun- andi 16 takta menúetta.með því einu að fletta upp eftir niðurstöðu ten- ingskasta, takt fýrir takt, og fengið dável hljómandi músík út úr öllu. (Hlýtur leikur þesái að vera upplagð- ur fyrir tölvuútgáfu, svo menn geti heyrt pródúkt sín strax án skriff- innsku). Það er hin skondnasta uppá- koma, þegar þeir Neville Marriner og Erik Smith spjalla óformlega sam- an aftast á diski 3 um leikinn, með- an hvor kastar skröltandi teningum upp á sinn menúett, sem hlustendur fá svo að heyra í heild í lokin. SCHUBERT Franz Schubert: An die Musik. Beriihmte Schubert-Lieder. Bryn Terfel baríton; Malcolm Martineau, píanó. Deutsche Grammophon 445 294-2. Upptaka: „4-D Audio“ DDD, Hamburg-Harburg, 2/1994. Lengd: 69:52. Verð: 1.899 kr. ÞAÐ þarf eiginlega ekki að hafa mörg orð um þennan disk. Hann er vel fylltur, og úrvalið af Scubert-ljóðasöngvum er algjört créme de la créme. Meðal þekktustu laga nægir að nefna Die Forelle, Stándchen, Erlkönig, Wandrers Nachtlied og titillagið. Velski barítoninn Bryn Terfel sigraði í einsöngvarakeppninni í Cardiff fyrir örfáum árum og hefur verið á hraðri uppleið síðan. Það er lítil furða. Þetta er meiriháttar söngvari, með einhveija flottustu barítonrödd sem heyrzt hefur í ára- tugi, svo að aðeins stóriaxar eins og Gérard Souzay koma upp í hug- ann í samanburði. Andreas Schmidt og fleiri mega fara að vara sig! Túlkunin ber vott um eldheitt keltneskt skap bak við líðandi flos- mýkt, þýzkuframburðurinn heyrist ekki skýrari utan Þýzkalands, og píanóleikurinn minnir á Jónas Ingi- mundar í algjöru toppformi, ýmist snarpur eða syngjandi, en ávallt þægur söngvaranum. Upptakan? Hún gerist varla betri. Þeir hjá Deutsche Grammophon kunna greinilega að taka upp Ijóða- söng. Ríkarður Ö. Pálsson Gítarhátið a Aknr- eyri ALÞJÓÐLEGA gítarhátíðin á Ak- ureyri verður haldin dagana 19. til 23. júlf. Sverrir Páll hitti Öm Viðar Erlendsson, framkvæmdastjóra há- tíðarinnar, og kynnti sér hvað gítar- leikarar hafast að hátíðardagana. Þetta er í Ijórða sinn sem efnt er til Gítarhátíðar á Akureyri þar sem mikils virtur tónlistarkennari kemur frá útlöndum til að kenna og leika á tónleikum ásamt ýmsum öðrum framúrskarandi tónlistarmönnum, íslenskum og erlendum. Jafnhliða tónleikahaldinu fimm daga í röð fer fram námskeið fyrir starfandi gítar- leikara, gítarkennara og langt komna gítarnemendur. Hátíðir sem þessar ganga undir nafninu Master Class í öðrum löndum og eru afar eftirsóknarverðar. Framkvæmdastjóri Gítarhátíðar- innar 1995 er Öm Viðar Erlendsson, en að hátíðinni standa meðal annars gítardeild Tónlistarskólans á Akur- eyri, ýmsar stofnanir og einstakling- ar. Snillingar frá Finnlandi og Hollandi Örn Viðar sagði að aðalkennari á Gítarhátíðinni kæmi frá Finnlandi. Þetta er Timo Korhonen, framúr- skarandi listamaður sem hefur ferð- ast um allan heim og leikið á gítar sinn og unnið til fjölmargra verð- Iauna fyrir list sína. Hann var aðeins 17 ára þegar hann vann alþjóðlegu gítarkeppnina í Miinchen, yngsti gít- arleikari sem það hefur afrekað. Korhonen er talinn meðal bestu gít- arleikara heims af yngri kynslóðinni og kennir við Sibeliusar-akademíuna í Helsinki. Timo Korhonen mun kenna á dagnámskeiðum Gítarhátíarinnar í Tónlistarskólanum á Akureyri. í fjórða Auk þessa býðst þátttakendum á Gítarhátíðinni að hlýða á fyrirlestra um flamencotónlist, vera við sýni- kennslu og taka þátt í einkatímum í flamencoleik. Það er hollenski flam- encosnillingurinn Erik Vaarzon Mor- el sem kennir þessa spænsku list. Hann er að sögn Amar Viðars sjálf- menntaður í list sinni, en hefur náð þvílíkum árangri að hann er nefndur „hollenski sígauninn“ og er fastur kennari við virta tónlistarskóla í Hollandi. Óvenjumikill frumflutningur Öm Viðar sagði að á tónleikadag- ''skrá Gítarhátíðar að þessu sinni væri óvenjumikið um að verk væm flutt í fyrsta sinn hér á landi. Meðal annars sagði hann að Timo Korhonen flytti nýtt og mjög skemmtilegt verk eftir ungt finnskt tónskáld, Olli Ko- skelin, en Korhonen frumflutti það á tónleikum í Stokkhólmi fyrir fáum vikum. Einnig yrði frumflutt splunkunýtt verk, Stokkseyri, eftir Hróðmar Sigurbjörnsson á tónleikum Einars Kristjáns Einarssonar og Sverris Guðjónssonar. Tónleikadagskráin er viðamikil og fjölbreytt og víða komið við í tíma og stíl gítartónlistar. Tónleikar í Akureyrarkirkju Fyrstu tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju klukkan 21.00 miðvikudaginn 19. júií. Þar leikur fmnski snillingurinn Timo Korhonen, kennari Gítarhátíðarinnar, forvitnilega dagskrá verka. Fimmtudaginn 20. júlí klukkan 21.00 verða tónleikar í Akureyrarkirkju, en þar koma fram Einar Kristján Einarsson, sá kunni sinn EINAR Kristján Einarsson og Sverrir Guðjónsson Kristinn Árnason Eric Vaarzon Morel gítarleikari sem hefur verið gestaspilari á öllum Gítarhátíðum á Akureyri, og Sverrir Guðjónsson kontratenór. Þeir framflytja sem fyrr segir tónverk Hróðmars Sigurbjömssonar, Stokkseyri, við ljóð ísaks Harðarsonar og meðal annarra verka má nefna að þeir glugga í íslensk þjóðlög, safn séra Bjama Þorsteinssonar. Á þriðju tónleikum Gítarhátíðar í Akureyrarkirkju klukkan 21.00 föstudaginn 21. júlí leikur Kristinn Árnason spánska gítartónlist og verk eftir Bach. Kristinn lék á Gítarhátíð á Akureyri 1991 og vakti þá svo hrifningu áheyrenda að hann var klappaður upp fjóram sinnum. Tónleikar í Deiglunni Laugardaginn 22. júlí klukkan 18.00 verða tónleikar í Deiglunni þar sem nemendur Korhonens á Gítarhátíð koma fram og leika tón- list sem þeir hafa fengist við á nám- skeiðinu. Þarna eru í hópi margir efnilegustu gítarnemendur hérlendis þessi misserin. Sunnudagskvöldið 23. júlí klukkan 21.00 verða lokatónleikar Gítarhá- tíðar á Akureyri 1995 í Deiglunni. Þar mun Hollendingurinn Erik Va- arzon Morel flytja magnaðan flam- encoleik, þar sem hann blandar sam- an ýmsum liststefnum. Meðal ann- ars er hann kunnur fyrir að læða blús í flamencoið og þetta verður eflaust hin forvitnilegasta skemmt- un. Atvinnumenn ekki nógu áhugasamir Um þátttöku í Gítarhátíð segir Örn Viðar að íslenskir atvinnumenn, bæði gítarleikarar og kennarar, þyrftu að sýna hátíðinni miklu meiri athygli en þeir gerðu. Hann segir megintilgang þess að hátíðin sé haldin þann að fá hingað til lands afburðagóða kennara til að halda námskeið, Master Class, fyrir at- vinnumenn, en meirihluti nemenda sé og hafi verið langt komnir gítar- nemendur. Gítarhátíð á Akureyri hafi hins vegar á að skipa kennurum sem fólk fari jafnan landa á milli til að eiga kost á að komast á nám- skeið og hér sé kjörið tækifæri tii að sækja vatnið án þess að fara yfir lækinn. Örn Viðar segir að þátttakendur hafi hingað til lýst mikilli ánægju sinni með þetta framtak, en tíminn og áhugi, einkum starfandi kennara og gítarleikara, skeri úr um það hvort unnt verður að halda þessu starfi áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.