Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 B 3 VIÐTAL Starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á Akureyri hefst að áliðnu sumri Styrkir starfsemi fyrirtækisins „Við teljum að með þessu séum við að víkka starfsemi SH út og auka þjón- ustu við félagsmenn okkar,“ segir Gylfi Þór Magnússon, framkvæmda- stjóri hjá SH, í samtali við Hjört Gísla- son. „Þessir flutningar munu tvímæla- laust styrkja samstarf okkar við fram- leiðendur,“ segir Gylfi Þór. Morgunblaðið/Rúnar Þór FRAMKVÆMDUM við Linduhúsið miðar vel áfram og er áætlað að starf- semi SH hefjist þar síðla sumars. þessi fyrirtæki hafa náð miklu frumkvæði, sem hefur skilað sér heim. Erlendis starfa 15 ís- lendingar í fimm dóttur- fyrirtækjum er nær allir sinna sölu- og markaðs- störfum auk heima- manna í hverju landi og enn fleiri, þegar starf- semi verksmiðjanna í Bandaríkjunum og Bret- landi er meðtalin. Þessi hraða uppbygging og efl- ing verksmiðja og dóttur- fyrirtækja, hafa tekið mikinn tíma hjá forystu fyrirtækisins. Nú var svo kominn rétti tíminn til að taka á starfseminni hér heima. Öflug starfsemi erlendis gerir okkur einnig kleift að víkka út þjónustuna við framleiðendur hér heima og gefa þeim fleiri kosti í framleiðslu og út- flutningi en áður. Starf- semin er og hefur stöð- ugt verið í endurskoðun. kapphlaupið um ÚA tryggir enn betur að menn haldi vöku sinni og vinni vel fyrir framleið- endur. Flutningar SH norður stórauka mögu- leikana á því. Óbreytt skipulag yfirstjórnar STARFSEMI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefst á Akureyri síðla sumars undir stjórn Gylfa Þórs Magnús- sonar, eins af framkvæmdastjórum SH. Fyrst í stað flytur 21 starfsmað- ur norður og fylgja þeim 24 makar og börn. Jafnframt flytur Umbúðam- iðstöðin hluta starfsemi sinnar norð- ur og Plastprent hefur stofnað þar fyrirtæki með AKO-plasti PÓB. Stefnt er að þvf að í tengslum við starfsemi SH á Akureyri skapist um 80 störf þar og verði þeim áfanga náð á næsta ári. Gylfi Þór Magnús- son segir flutninginn norður styrkja starfsemi félagsins og bæta þjónustu við framleiðendur innan vébanda SH. Verið ræddi við Gylfa Þór um flutn- inga. norður, aðdraganda, undirbún- ing og fleiri viðkomandi þætti. „Við segjum gjarnan að þriðjung- ur starfsemi Sölumiðstöðvarinnar flytjist norður. Þá eigum við við það, að af 80 manna starfsliði SH í dag, verður starfsmannafjöldi fé- lagsins á Akureyri 31. Hins vegar munu mismargir fara úr hverri deild, þótt allar deildir fyrirtækisins verði með starfsemi í einhveijum mæli fyrir norðan. Nú hefur lögum SH verið breytt þannig að lögheim- ili félagsins verður bæði á Akureyri og í Reykjavík. Tugur nýrra starfsmanna Við höfum lagt áherzlu á að kanna hug starfsfólks SH í Reykja- vík til flutninga norður og gáfum þeim sem vildu flytja kost á því af flytja norður. Niðurstaðan er sú, að af 31 starfi fyrir norðan, verða aðeins 10 nýráðningar. Það þýðir að starfsfólki fjölgar tímabundið, sem er eðlilegt meðan flutningar af þessu tagi standa yfir. Um 100 íbúar að baki starfsemi SH á Akureyri Það flytur sem sagt 21 starfs- maður norður og með þeim koma makar og börn, alls 45. Þegar allt verður orðið fullskipað verða um hundrað íbúar á Akureyri að baki 31 starfsmanni SH. Þá hefur verið gert samkomulag um aukna at- vinnu við ýmislegt annað, sem SH gat stuðlað að. Starfsemi Umbúða- miðstöðvarinnar fer í gang strax og húsnæðið, fyrsta og önnur hæð- in í Linduhúsinu, verður tilbúið. Þá var farið í athugun á samvinnu Plastprents í Reykjavík og AKO- plast POB á Akureyri, en SH á 35% eignarhlut í Plastprénti. Þessi fyrir- tæki hafa verið í svipaðri fram- leiðslu auk þess sem fyrirtækin fyr- ir norðan hafa keypt mikið af hrá- efni af Plastprenti. Menn sáu fyrir að með ákveðinni breytingu hjá Plastprenti í Reykjavík mætti auka framleiðsluna verulega með sam- vinnu á Akureyri. Þeim samningum er lokið og þessi tvö fyrirtæki hafa stofnað nýtt fyrirtæki, sem yfirtek- ur starfsemina í plastiðnaðinum á Akureyri. Flutt inn í „Linduhúsið“ SH og Umbúðamiðstöðin verða á sama stað í Linduhúsinu við Hvannavelli. Við skoðuðum mikið af húsnæði á Akureyri og markmið- ið var að hafa starfsemina sem mest á sama stað. Þess vegna var ákveðið að leigja Linduhúsið af Metro hf. Þetta er sögulegt hús í bænum, sem fær upplyftingu og nýtt hlutverk og það hentar eftir breytingar mjög vel fyrir starfsemi SH, það er efsta hæðin. Umbúða- miðstöðin verður svo á hinum hæð- unum tveimur. Það voru hins vegar nokkur vonbrigði að hvergi var í næsta nágrenni nægilega stórt rými fyrir umbúðalagerinn. Hann þarf mikla lofthæð og pappinn er rúmf- rek vara. Þá þarf mjög gott hús- næði fyrir lager af þessu tagi, bæði rykþétt og rakastillt með stöðugu hitastigi. Hugsanleg niðurstaða er sú að við náum samkomulagi við Eimskip um að breyta geymslu- skemmum sínum niðri á Eyri, þann- ig að við getum fengið þar inni. Það væri ágætis lausn, því við flytj- um þessar umbúðir að miklu leyti með skipum félagsins. Þetta kostar allt mikið fé, enda töluvert umstang að skipta upp stóru fyrirtæki og flytja í annan landshluta. Hins vegar erum við með ágæta samninga við eiganda hússins. Við leigjum það til 10 ára, en eigandinn tekur að sér á móti að undirbúa húsið fyrir starfsemi okkar. Við fáum húsið alveg tilbúið til að flytja inn skrifborð og tengja síma og tölvur, en starfsemin á að vera komin í eðlilegan gang í lok ágúst. Við teljum að með þessu séum við að víkka starfsemi SH og auka þjónustu við félagsmenn okk- ar. Þessir flutningar munu tvímæla- laust styrkja samstarf okkar við framleiðendur til dæmis á Norður- og Austurlandi. Þó hluti starfsem- innar flytjist norður til Akureyrar, munu menn ekki verða þeirrar breytingar varir í starfsemi félags- ins, nema til hins betra,“ segir Gylfi Þór. Starfsfólkið jákvætt Hvernig hefur starfsfólkinu gengið að afla sér húsnæðis. „Það er ágætisframboð á hús- næði á Akureyri og yfirleitt er það gott húsnæði. Þrátt fyrir það lentu sumir starfsmenn í ákveðnum erfið- leikum. Þeir voru albúnir til þess að flytja búferlum norður, en til þess þurftu þeir að selja húsnæði sitt í Reykjavík til að geta keypt á Akureyri. Þá var vandamálið að fasteignamarkaðurinn í Reykjavík er í lægð. Þegar fólk var búið að vera með íbúðirnar sínar á sölu í tvo til þrjá mánuði og aðeins tveir eða þrír komið að skoða en ekkert tilboð komið, fór nokkur órói að gera vart við sig. Svona óvissa hef- ur reynt töluvert á fólkið, bæði starfsfólk og fjölskyldur þess. Þá var farið að kanna möguleika á leigu meðan eignirnar væru í sölu í Reykjavík. Það hefur smám saman gengið upp. Annaðhvort hefur fólk fundið framtíðarhúsnæði eða leigu til eins árs meðan það er að koma sér fyrir. Ég dáist að starfsmönnum og fjölskyldum þeirra fyrir það hve jákvætt þeir hafa tekið á þessum hlutum, því búferlaflutningar af þessu tagi_ hafa mikla röskun í för með sér. Ég held að það sýni hug þess bæði til Akureyrar og fyrir- tækisins. Styrkir starfsemina í mínum huga er enginn efi á því að flutningurinn mun styrkja starfsemi fyrirtækisins. Það er hvetju fyrirtæki afskaplega hollt að huga að gangi mála og taka sjálft sig til endurskoðunar. Svona róttæk aðgerð, að skipta fyrirtæk- inu í tvennt, kallar á umræður um ýmsa hluti í starfseminni og leiðir til ákveðinnar endurskipulagning- ar. Áherzlufletir verða skerptir og verkaskiptingu breytt. Sumpart er um að ræða hluti, sem umræða hefur þegar verið um að breyta í starfseminni og þarna gefst gott tækifæri til að stokka upp spilin og endurskoða þjónustuna við framleiðendur og sölufyrirtæki okkar erlendis.“ Flýtt fyrlr uppstokkun Hefðu þessir flutningar komið til greina, hefði ekki átt sér stað mik- il samkeppni milli ÍS og SH um sölu afurða ÚA? „Sjálfsagt má orða svar við því á margan hátt. En ég held að þetta svokallaða kapphlaup hafi aðeins flýtt fyrir ákveðinni uppstokkun í starfi Sölumiðstöðvarinnar, sem annars hefði orðið. Við Verðum að horfa á þetta allt i sögulegu sam- hengi. Við erum nú að koma út úr mjög róttæku tímabili, þar sem markaðsmálin hafa verið gjö- rendurskipulögð. Framleiðslan hef- ur aukizt og erlendir framleiðendur orðnir mikilvægur þáttur í starfinu. Við höfum náð góðum árangri erlendis og erum nú með tvö öflug dótturfyrirtæki, sem starfrækja fiskréttaverksmiðjur, sem reknar eru með hagnaði og eru leiðandi á markaðssvæðum sínum. Þar fyrir utan eru þijú dótturfyrirtæki, sem starfa sem hreinar söluskrifstofur á okkar mikilvægustu mörkuðum. Ég verð forstöðumaður skrifstof- unnar á Akureyri, sem þýðir að ég leiði allt daglegt starf þar, en að öðru leyti hefur skipulag yfirstjórn- ar ekki breytzt. Það verða áfram þrír framkvæmdastjórar, sem starfa undir stjórn forstjórans, Frið- riks Pálssonar. Bjarni Lúðvíksson er framkvæmdastjóri fjármála, Sturlaugur Daðason er fram- kvæmdastjóri gæða og þjónustu og ég framkvæmdastjóri markaðs- mála. Mitt starf, sem markaðs- stjóri, snýr að því að samræma framleiðsluna og sölustarfið. Verð ég þannig áfram ábyrgur fyrir markaðsmálunum og þeim hluta markaðsdeildarinnar sem eftir verð- ur fyrir sunnan. Á sama hátt eru starfsbræður mínir ábyrgir fyrir sínum deildum á báðum stöðunum. Ég er þó staðgengill þeirra allra og forstjórans á Akureyri. Margt hefur breytzt Það er margt sem hefur breytzt síðan ég hóf störf hjá SH. Þá voru markaðarnir nánast bara tveir, Sovétríkin og Bandaríkin og Bret- landsmarkaðurinn í endurskipu- lagningu með byggingu fiskrétta- verksmiðjunnar í Grimsby. Sum árin fóru um 70% veltunnar til þessara tveggja ríkja, en auk þeirra var Bretland mjög mikilvægt. Inn á meginland Evrópu fóru svo mest blokkir og síld. Nú hefur þetta gjör- beytzt og við tölum gjarnan um markaðssvæðin fimm, þar sem hvert markaðassvæði er með um það bil fimmtung, þó mestu verð- mætin fari reyndar til Bandaríkj- anna og Asíu. Þetta eru ólíkir markaðir frá því sem var og kröfur þeirra og venjur neytenda mis- mundandi. Þetta hefur kallað á mikla breytingu í framleiðslu og pökkun hér heima. Þróunarstarfi hefur alltaf verið mjög vel sinnt hjá SH, en þáttur þess fer þó stöð- ugt vaxandi. Fjöldi nýrra pakkn- inga hefur margfaldazt og verð- máetisaukinn í framleiðslunni kein- ur víða fram. Nú erum við að sinna þróunarstarfi fyrir fleiri og smærri viðskiptavini en áður og því er framvindan mun flóknari en áður. Þá hafa flutningamál mikið breytzt. Áður fór allur fiskurinn utan með stórum flutningaskipum, sem sigldu umhverfis landið og fylltu sig áður en haldið var utan. Ytra voru þetta svo fáir og stórir kaupendur, sem keyptu nánast upp úr skipunum. Með gámavæðing- unni opnuðust nýir möguleikar auk þess sem viðskiptavinir okkar er- lendis fóru að kaupa meira beint frá framleiðendum en frá heildsöl- um i eigin landi. Við erum að flytja fiskinn út í gámum, jafnvel heim á hlað hjá kaupandanum. Pantanir eru fleiri en smærri og því hefur öll vinna aukizt verulega. Þá hefur þátttaka erlendra framleiðenda, einkum frystiskipa, breytt miklu og styrkt sölukerfið mikið.“ Hjá SH í 15 ár Gylfi hóf störf hjá SH 1981, en áður hafði hann starfað í nokkur ár hjá Sölustofnun lagmetis, tvö síðustu árin sem framkvæmda- stjóri. „Þegar forráðamenn SH höfðu samband við mig og buðu rhér það verkefni að setja upp sölu- skrifstofu í Hamborg, fannst mér það spennandi og sló til. Við fórum hægt af stað, ég var einn á skrif- stofunni með stúlku í 60% starfi. og markaðssvæðið var eingöngu þýzku ríkin tvö til að byija með. Síðan var markaðssvæðið aukið og Hamborgarskrifstofan sá um hinn þýzkumælandi hluta Evrópu, auk Þýzkalands voru það Austurríki, Sviss og Holland, auk Póllands, Tékkaslóvakíu og Danmerkur. Ég kom svo heim í lok 1987 og síðan þá hefur starfsemin þar enn aukizt og nú heyra, auk fyrrnefndra landa, öll Norðurlöndin og Eystra- saltslöndin undir skrifstofuna svo og Ítalía. Ég var úti í 6 ár en kom síðan heim og var þá titlaður sölustjóri. Á þeim tíma var tiltölulega stór hluti sölunnar unninn frá Islandi, það sem fór til Sovétríkjanna og Asíu. Verkefni mín næstu tvö árin voru því aðallega tengd Austur- Evrópu og Asíu. Síðan var skipu- lagi innan fyrirtækisins breytt og framleiðslu- og söludeildirnar runnu saman í eina markaðsdeild, enda söludeildin að verða óþörf. Söluskrifstofa hafði verið opnuð í Tókýó og viðskipti við Sovétríkin heyrðu sögunni til. Verkefnin eru svo orðin meira að samræma fram- leiðslu og sölu, gefa upplýsingar um markaðsverð, framleiðslu- kostnað og ráðleggingar um heppi- legustu framleiðsluna hverju sinni. Upplýsa sölumenn okkar erlendis um hveijar helztu áherzlur fram- leiðenda séu og upplýsa framleið- endur um það sem helzt er að ger- ast ytra,“ segir Gylfi Þór. Gylfi er fæddur í Vestmannaeyj- um 1942 og rak faðir hans þar lít- ið frystihús, Fiskur og ís hf., er var aðili að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Það var síðan keypt af þáverandi eigendum Vinnslustöðv- arinnar og varð frystihúsið upphaf- ið að frystingu Vinnslustöðvarinn- ar. Til Reykjavíkur flutti fjölskyld- an 1947. Atvikin höguðu því þann- ig að eiginkonu sinni, Sigríði Dóru Jóhannsdóttur, kynntist Gylfi Þór á Akureyri. Að loknu prófi í við- skiptafræði frá Háskóla íslands, bauðst Gylfa fljótlega starf sem fjármálastjóri í Húsgagnaverk- smiðjunni Valbjörk hf. á Akureyri og lætur hann vel af dvöl sinni nyrðra. Á þessum árum voru mjög öflug iðnfyrirtæki á Akureyri. Hús- gagnaiðnaðurinn var í vexti og eig- endur Valbjarkar frumkvöðlar í húsgagnaiðnaði, hvað varðaði nýj- ar hugmyndir um form húsgagna og vinnslutækni. Gylfi Þór og fjölskylda hans eru þannig að vissu leyti hagvön á Akureyri og þau hlakka til að flytja þangað og hitta fyrir vini og ætt- ingja og góða samstarfsmenn hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.