Morgunblaðið - 01.08.1995, Side 3

Morgunblaðið - 01.08.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 B 3 ÍÞRÓTTIR LANDSMOTIÐ I GOLFI ÚlfarJónsson, sexfaldur íslands- meistari, um keppni í meistaraflokki Tímamót hjá kvenfólkinu ULFAR Jónsson er sexfaldur íslandsmeistari karla ígolfi, sigraði fyrst árið 1986, síðan 1987 og svo f rá 1989 til 1992. Hann segist eiga von á mikilli og harðri keppni í meistara- flokkunum og telur að lands- mótið á Hellu marki viss tíma- mót í meistaraflokki kvenna. Eg held að nú verði ákveðin tímamót hjá stelpunum. Ég tel að nú sé komið að því að einok- un Karenar [Sævarsdóttur] verði hnekkt,“ segir Úlfar. „Ég er auð- vitað ekki alveg hlutlaus í þessum efnum en ég held að það verði Ólöf María [Jónsdóttir] sem verði íslandsmeistari, en það getur vel verið að það sé dálítil óskhyggja að fá titilinn í Hafnarfjörð," segir Úlfar en hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði — eins og um- rædd Ólöf María. Gott fyrir golfið Nú hafa menn rætt það undan- farin ár að nú sé komið að hinum stelpunum að sigra Karenu, en það hefur ekki tekist. Hvers vegna ætti það að takast frekar núna? „Ég held að fýrst núna sé komin einhver keppni í meistaraflokki kvenna. Karen hefur haft mikla yfirburði en hún hefur verið að leika frekar illa í sumar og hinar stelp- umar vel og svo hafa þær einnig lækkað hjá sér skorið þannig að keppni er nú fyrst til staðar. Þær sjá líka að þær geta unnið og það sem þær þurfa að passa sig á er að stressa sig ekki of mikið, heldur spila eðlilega því ef þær gera það geta þær sigrað," sagði Ulfar og bætti því við að hann teldi það af hinu góða fyrir golfið ef einhver annar hampaði titlinum. „Það er erfitt að segja til um hver sigrar hjá strákunum. Sigur- páll [Geir Sveinsson] á titil að veija og það er alltaf ákveðin pressa sem fylgir því og ég veit hreinlega ekki hvemig hann bregst við slíku. En það er alveg öruggt að hann verð- ur í toppbaráttunni. Birgir Leifur [Hafþórsson] verð- ur einnig örugglega í baráttunni og mér sýnist að hann hafí leikið áberandi best í sumar. Hann leikur mjög áferðarfallegt golf og það kæmi mér ekki á óvart þó hann hampaði titlinum. Björgvin [Sigurbergsson], félagi minn í Keili, hefur orðið í þriðja sæti síðustu þijú árin og hann vill örugglega breyta því. Hann hefur leikið nokkuð vel í sumar og stefnir hærra og við Keilismenn hefðum ekkert á móti því að hann yrði meistari. Það eru fleiri sem koma til greina. Björn Knútsson, Þórður E. Ólafsson, Kristinn G. Bjarnason, Örn Ævar Hjartarson og Þorkell Snorri Sigurðsson. Þorkell Snorri gæti gert mjög góða hluti og ef hann verður ekki í allra efstu sæt- um núna þá verður hann það ör- ugglega á næstu árum. Svo er auðvitað aldrei að vita hvað „gömlu“ mennirnir gera. Björgvin Þorsteinsson, Sveinn Sigurbergs- son, Sigurður Hafsteinsson og Guðmundur Sveinbjörnsson þó svo hann hafi ekki æft mikið í sumar frekar en í fyrrasumar. Úthald, þolinmæði, heppni Til að sigra í landsmóti þarf úthald, þolinmæði og heppni — sérstaklega á Strandarveili. Ég held að sá sem púttar best þessa fjóra daga sigri," sagði Úlfar Jóns- son, sem verður að láta sér nægja að fylgjast með að þessu sinni. Hann er atvinnumaður í íþróttinni og hefur því ekki leyfi til að keppa á landsmótum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Frestað vegna veðurs FRESTA varð leik á fyrsta degi landsmótsins í golfi á Strandarvelli á sunnudaginn. Leikur hófst kl. 8 árdegis í skaplegu veðri en þó nokkrum vindi. Er leið á morgunin hvessti stöðugt og eftir að veðurfræðingar höfðu spáð því að ekkert lygndi fyrr en á mánudagsmorgun var ákveðið að hætta leik á sunnudeginum. Þá var búið að ræsa alla keppendur í 3. flokki karla út og nokkra riðla í 2. flokki karla. Þessir tveir flokkar auk 1. og 2. flokks kvenna, sem átti að hefja leik síðar á sunnudegin- um, munu því aðeins leika þijá hringi í stað fjögurra, 54 holur en ekki 72 eins og venjulega. Vignir Hauksson, sem púttar á myndinni, sagðist hafa verið í miklum vandræðum á nokkrum brautanna, vegna roksins. TENNIS Keuier MONiCE Seles, til hægri, og Martlna Navratllva klappa fyrir áhorfend- um eftlr sýningarlelk þeirra í Atlanta í Bandaríkjunum um helgina. Seles er mætt til leiks á ný „TILFINNIN GIN var ólýs- anleg, henni verður ekki lýst með orðum,“ sagði Monica Seles, tennisdrottn- ing, að loknum fyrsta leik sínum í rúm tvö ár, en á laugardaginn mætti hún Martinu Navratilovu, einni þekktustu tenniskonu heims, í sýningarleik í Atl- anta borg í Bandaríkjunum. „Straumurinn sem berst frá áhorfendum er það sem ég hef saknað mest á árunum tveimur sem liðin eru,“ bætti hún við en 11.000 manns komu til þess að horfa á leikinn semSeles sigraði í, 6-3, 6-2. „Ég vil þakka aðdáendum mínum um allan heim fyrir stuðn- inginn í gegnum erfiðar stundir á erfiðum tímum og ég er ánægð með að vera mætt til leiks að nýju. Von- andi tekst mér að leika bet- ur í framhaldinu," sagði Seles, sem er júgóslavnesk, en hún varð fyrir hnífsst- ungu árás þýsks mann á tennisvellinum i Hamborg í apríl 1993. Fyrsta opinbera mótið sem þessi fyrrum sterkasta tenniskona heims mun taka þátt i er Opna bandaríska meistaramótið í næsta mán- uði. Alþjóða tennissam- bandið hefur samþykkt að Seles verði fyrst um sinn skráð númer eitt á heims- listanum ásamt þýsku stúlk- unni Steffi Graf, en Seles var einmitt í því sæti þegar hún var tilneydd til að draga sig í hlé í kjölfar árásarinnar og hafði haldið því sæti í rúm tvö ár. „Ég var afslöppuð á meðan á leiknum stóð og mér leið vel. Ýmislegt gekk vel og ég vona að mér takist að hafa það með í farteskinu á Opna bandaríska mótinu í næsta mánuði,“ sagði þessi tuttugu og eins árs gamla tenniskona sem á sinum tíma var yngst kvenna til að ná efsta sæti heimslista tennismanna. to&mR FOLK ■ ÞAÐ voru ekki mjög margir mættir er 54. landsmótið í golfi var sett á Strandarvelli á sunnudags- morgun. Klukkan 8 um morgunin hófst keppni í 3. flokki karla en áður hafði Gunnar Bragason, for- maður landsmótsnefndar boðið menn velkomna, séra Sigurður Jónsson sóknarprestur í Odda flutti bæn og Júlíus Jónsson vara- forseti Golfsambandsins setti mót- ið. ■ VENJAN hefur verið að þrír kylfíngar leiki saman í riðli en að jessu sinni leika fjórir saman í . hveijum riðli. Þetta kemur til af tvennu; í fyrsta lagi vegna þess að iátttaka í mótinu er mjög mikil og í annan stað ber völlurinn fjögurra manna riðla ekkert verr en þriggja manna. ■ ÞEGAR leik var hætt var orðið mjög hvasst og moldrok þónokkurt þannig að kylfingar sáu illa og nær ógjörningur var að halda boltanum kjurrum á flötunum. Einn kylfingur var til dæmis búinn að slá inná 17. flötina, en missti flatarmerkið þegar hann ætlaði að merkja hvar boltinn lá. A meðan hann sótti það fauk boltinn útaf þannig að hann varð að slá aftur inná. ■ FRESTUNIN á mótinu á sunnudaginn mæltist misvel fyrir hjá kylfingum og talsverðrar óánægju gætti hjá kylfingum í 3. flokki því keppnin þar var langt komin og nokkrir voru með ágætis árangur. Besta skorið var 91 sem er mjög gott í slíkum vindi sem var á sunnudaginn. Flestir voru þó á því að rétt hafi verið að fresta leik enda snarvitlaust veður. ■ NOKKRIR þekktir kylfingar leika í 1. flokki að þessu sinni og má þar meðal annars nefna Pál Ketilsson og Gylfa Kristinssonúr Keflavík, en þeir hafa lengstum verið í meistaraflokki. Gylfi sagðist ætla að taka þetta í öfugri röð. Hann er fyrrum íslandsmeistari og segist ætla að vinna í 1. flokki í ár og síðar meir í 2. flokki og þriðja. ■ TVEIR keppendur í 2. flokki starfa saman hjá íslenskri getspá, sem rekur Lottóið. Þeir voru saman í riðli fyrsta daginn, á sunnudag- inn, og hafði annar þeirra, Magnús Gunnarsson, slegið upphafshöggið á 1. braut er leik var hætt og kom því inn á einu höggi. Félagi hans hjá Lottóinu, Björn Björnsson, notaði helmingi fleiri högg þann daginn! ■ KEPPENDUR koma víða að og skiptast hinir 350 keppendur á milli 29 golfklúbba en alls eru 47 klúbb- ar í landinu. Flestir keppendur koma úr Golfklúbbi Reykjavíkur, 88 talsins, 56 frá Golfklúbbi Suð- urnesja, 56 úr Keili og 24 frá Akureyri. ■ ÁTTA klúbbar senda aðeins einn keppanda hver, tveir keppend- ur koma frá þremur klúbbum og fjórir klúbbar senda þijá keppendur hver. Góð mæting er sem sagt hjá smærri klúbbum landsins. ■ MENN leggja mismikið á sig til að taka þátt í landsmótinu og eru misvel undir það búnir að keppa. Á sunnudaginn átti Garðar K. Vil- hjálmsson úr Golfklúbbi Suður- nesja að mæta á teig kl. 14.20. Hann kom askvaðandi inn í klúbb- hús tíu mínútum áður og hafði þá ekið í einum spreng frá Reykjavík en komst að því að búið var að fresta mótinu. ■ GARÐAR kom beinustu leið af fæðingardeildinni þar sem kona hans, Kristín Hilmarsdóttir hafði alið bam fyrr um daginn og hann var því ekki vel hvíldur fyrir keppn- ina. Hann gat því ekið til baka í bæinn og mætt í pabbatímann um kvöldið. Þau hjón eignuðust dreng og áttu fyrir einn dreng.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.