Morgunblaðið - 05.08.1995, Side 1

Morgunblaðið - 05.08.1995, Side 1
JMrc0tuil>laMfe • Augnablik ljóss/S • Aftur í deiglunni/4 • Poppstjörnur fortíðar/5 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING LISTIR LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 BLAÐ Purcel á 20 ára afmæishátíð sumartónleika í Skálholti Morgunblaðið/Sig. Jóns. LAURENCE Dreyfus, Wendy Gillespie, Jonathan Manson og Markku Luolajan-Mikkola á æfingu fyrir tónleikana um helgina. Mjúkir og sætir tónar gömbunnar ráðandi Selfossi. Morgunblaðið. SÍÐUSTU tónleikarnir sem til- einkaðir eru 20 ára afmælis- hátíð Sumartónleikanna í Skálholti og 300 ára ártíðar Henrys Purcells, fara fram í dag, laugardag og á morgun, sunnudag. Tónleik- arnir eru einstakir fyrir það að þar verður eingöngu leikið á gömbur og rheðal flytjenda eru hljóðfæra- leikarar í fremstu röð sem leika í barokksveitinni Phantasm sem er einn þekktasti hópurinn sem fram hefur komið á Sumartónleikunum. „Gömburnar gefa mjúkan og sætan tón og það er sérstakt að hafa heila sveit eingöngu með gömbur," sagði Arngeir Heiðar Hauksson, framkvæmdastjóri Sum- artónleikanna. Hann sagðist vera mjög ánægður með aðsókn að tón- leikunum. Það hefði verið nánast húsfyllir á hveijum tónleikum og að meðtöldum tónleikunum um helgina væru það um 60 einstakl- ingar sem komið hefðu fram á tón- leikunum. Þeir hefðu allir verið ánægðir með tónleikana og farið glaðir yfir staðnum, dvölinni og móttökunum. Dagskráin á laugardag hefst með því að Anna Magnúsdóttir flytur erindi klukkan 14.00 í minningu 300 ára ártíðar Henrys Purcells. Barokksveitin Phantasm flytur fantasíur eftir Henry Purcell fyrir 3-6 gömbur undir stjórn Laurence Dreyfus gömbuleikara og á síðari hluta tónleikanna klukkan 17,00 syngur Sverrir Guðjönsson kontr- atenór með Phantasm sveitinni lög eftir William Byrd. Þekktir tónlistarmenn koma fram Phantasm sveitin er skipuð höpi tónlistarmanna víðsvegar úr heim- inum. Hún var stofnuð til að leika meistaraverk tónbókmenntanna frá 16-19. öld með hliðsjón af uppruna- legum flutningi tónlistarinnar. Hóp- urinn leikur á upprunaleg hljóðfæri en einskorðar sig þó ekki við þröng- an skilning á upprunalegum flutn- ingi heldur nýtir sér túlkunarleiðir síðustu alda, þar með talinni þeirri tuttugustu, til að glæða tónverkin lífí og láta áheyrandann skynja lífið og gleðina sem í tónlistinni býr. Stjómandi Phantasm er Laurence ‘ Dreyfus, gömbu- og sellóleikari. Hann býr í London og stjómar The Centre for Advanced Performance Studies í Royal Academy of Music og í King’s College í London, auk þess að vera gestakennari við há- skólann í Yale og Stanford og í Chicago. Einn fremsti strokhlj óðfæraleikari Wendy Gillespie leikur með hljómsveitinni. Hún er einn fremsti strokhljóðfæraleikari í dag á hljóð- færi frá miðöldum, endurreisnar- og barokktímanum. Hún hefur leikið með mörgum frægum kammersveitum og er ein stofn- enda gömbusveitarinnar Fretwork. Aðrir í hljómsveitinni eru: Jonat- han Manson er frá Edinborg í Skot- landi og stundar gömbunám í Haag I Hollandi. Hann er starfandi sel- listi við Amsterdam Baroque Orc- hestra. Markku Luolajan-Mikkola kennir við Síbelíusarakademíuna í Finnlandi auk þess að vera virkur í mörgum kammersveitum í Evr- ópu. Cristine Kyprianides býr í Þýskalandi og hefur starfað með mörgum kammersveitum. Með sveitinni leikur einnig Svava Bern- harðsdóttir sem hefur stundað fiðlu- og víólunám í Reykjavík og í Bandaríkjunum. Hún stundaði gömbunám við tónlistarháskólann í Basel í Sviss en starfar nú og kennir í Ljubljiana í Slóveníu þar sem hún er fyrsti víóluleikari Sinfó- níuhljómsveitarinnar. Mjög sérstakt að spila í Skálholti „Gömburnar hljóma á alveg sér- stakan hátt,“ sagði Laurence Dreyfus stjórnandi Phantasm. Hann sagði fantasíur Purcells sér- stakar fyrir það að hann hefði sam- ið þær ungur og þær væru mjög óvenjulegar og þess vegna meðal annars sérstakt að flytja þær í Skálholti, þar sem hljómburður væri góður. Þá sagði hann að flutn- ingur sveitarinnar á verkum Will- iams Byrds væri eins og tíðkaðist á þeim tíma er hann var uppi. Laurence Dreyfus segist hafa tekið ástfóstri við Skálholt eins og svo margir aðrir. Hann kom fyrst 1985 og lék á tónleikum í Skálholti og er hér nú í fjórða sinn. „Það er með mig eins og marga aðra sem koma til Skálholts, að maður talar um það við aðra hvernig og hvenær maður komist aftur þangað. Það er mjög sérstakt að spila í Skál- holti. Það er hægt að einbeita sér betur þar meðal annars vegna þess að ekki er klappað og flutningurinn verður í háum gæðaflokki. Ég hvet fólk til að koma og hlusta, það er mjög þægilegt að hlusta á gömb- urnar og í tónlistinni er sérstök dýpt,“ sagði Dreyfus. Að venju eru sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík á tónleikana og heim aftur. Auk þess er barnapössun í Skálholtsskóla á meðan á tónleikunum stendur EDMUND Kingsley, sonur leikarans Bens Kingsley, fer með hlut- verk Simons í Flugnahöfðingjanum. Flugnahöfðinginn settur á svið HÓPUR skóladrengja hef- ur safnast saman fyrir utan Hið konunglega Shakespeare-leikhús í Strat- ford-upon-Avon þar sem þeir bíða þess að komast á æfingu á sviðsetningu verks nóbels- skáldsins William Goldings, „Flugnahöfðingjanum“ (Lord of the Flies) sem útkom árið 1954. Skömmu fyrir lát sitt sam- þykkti Golding að leikgerð Nig- els Williams yrði sett á svið. Leikstjóri er Elijah Moshinsky og leikararnir eru 33 drengir af öllum stærðum og gerðum sem ekki hafa komið nálægt leiklist áður. Blaðamaður T/ie Observer fékk að fylgjast með æfingum á verkinu, sem frumsýnt verður í lok mánaðarins og sýnt fram í september. Segir hann furðu létt að geta sér til um hvaða drengur fari með hvaða hlut- verk í bókinni. Það sé í fullu samræmi við ætiun Goldings, sem hafi dregið upp myndir af manngerðum sem við könnumst öll við og sýnt hvernig þær bregðast við undir álagi. Williams leitaði til Goldings um góð ráð og sagði rithöfund- urinn Williams hver hugsunin hefði verið að baki aðalpersón- unum; Piggy væri „vísindamað- urinn sem hugsar um hag- kvæmnina", Simon tengdist „hinu andlega og kirkjunni", Ralph táknaði „veikleika og styrk“ og Jack væri „einstak- lega flókin manngerð, í honum birtist vald og sjálfsöryggi." Æfingin í Stratford gengur upp og ofan. Einn drengjanna, fölur og feitlaginn, kvartar yfir því að hann kunni ekki textann sinn. Annar réttir leikstjóranum Elijah Moshinsky. miða þar sem að hann biðst af- sökunar á hegðun sinni skömmu áður, hann hafði komið teikni- bólum fyrir í sandinum á svið- inu. Enn eru vandræði með að útvega flugur í uppsetninguna og drengirnir eiga erfitt með að slaka á. En allt hefst þetta á endanum. Leikgerðin er upphaflega samin fyrir King’s Wimbleton- drengjaskólann, þar sem verkið var sett upp. Golding sá upp- færsluna með Williams ogtaut- aði í sífellu „hræðilegt, hræði- legt", sein litið er á sem hrós- yrði. Golding var hins vegar alla tíð ósáttur við kvikmynd sein gerð var eftir bókinni árið 1963.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.