Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Málarastríð á Montmartre VIÐ munum allir snúa aftur á Rue Ravignan," sagði Pablo Picasso er hann var kominn á efri ár og vísaði til götu þeirrar á Montmartre, sem hann bjó Við er hann dró fram lífið sem ungur málari í París. Orðstír Montmartre-hverfisins var þvílíkur að jafnvel Picasso kaus að gleyma þeirri eymd sem hann bjó við þar er hann var ungur og óþekktur málari. Montmartre stóð utan borgarveggja París- ar fram til ársins 1860. Þar bjuggu lítillátir handverksmenn áður en listamenn og kaba- rettar héldu innreið sína. Hverfið var ekki annað en þorp og átti ekki aðra framtíð fyr- ir sér, sagði Renoir, en ástæðan var sú að aðeins voru fimm brunnar á Montmartre. Hann lét þessi orð falla árið 1915 en þá höfðu flestir málararnir flutt sig um set nið- ur á Montparnasse og grá steinhús höfðu risið um hverfið. Enn eimir þó eftir af töfrum Montmartre og íbúar þess tala gjarnan um .þorpið, jafnvel þó að nú beri mest á póst- 'korta- og minjagripaverslunum. Einn þekktasti staður hverfisins er Place du Tertre, þar sem jafnan er þröng málara af öllum stærðum og gerðum sem mála myndir sínar á torginu. Þeim íjölgar ár frá Hart er deilt um list- rænt gildi götumálar- anna í hinu sögufræga Montmartre-hverfi í París ári og nú hefur ný innrás bæst við, rússnesk- ir málarar sem hafa ekki aðeins viðskipti af þeim sem fyrir eru, heldur bjóða verk sín einnig á lægra verði, að því er segir í The International Herald Tribune. Verk eru boðin á 300 franka, tæpar 4.000 kr.og ef ekki er áhugi fyrir hendi, eru menn ekki seinir á sér að lækka verðið niður í 100 og jafnvel 80 franka, rúmar 1.000 kr. ísl. Gönguferð um Montmartre hefur glatað töfrum sínum,“ segir André Roussard, sem rekur gallerí við Tertre-torg. Hann er að skrifa sögu málaranna í hverfinu og er þeirr- ar skoðunar að götumálararnir verðskuldi ekki nafnbótina listamenn. „Hér hafa lista- menn ekki málað utandyra frá því að Van Gogh var og hét,“ segir hann. Til að reyna að tryggja gæði þeirra verka sem boðið er upp á hjá götumálurum í hverf- inu, hefur borgarstjóri hverfisins ákveðið að skipta torginu upp í 140 „hólf“ sem 280 „virtir listamenn“ skiptast á um. Mat á list- rænum hæfileikum þeirra felst í að þeir verða að sýna fæðingarvottorð, vottorð fyrir dvalar- leyfi og kvittanir frá skattayfirvöldum um að þeir hafi talið fram. Að launum fá þeir nafnspjald með númeri þess hólfs sem þeim hefur verið úthlutað. En þeir málarar sem engin leyfi hafa koma sér engu að síður fyrir á götunum sem liggja að torginu, svo að þegar ferðamennirnir kom- ast að endingu þangað er pyngjan tóm. Þess- ir málarar eru afar ósáttir við takmarkanir yfirvalda á Montmartre, segja lögreglu sekta þá eins og þeir væru portkonur að störfum og að yfirvöld séu hreint ekki í stakk búin til að ákveða hvað sé list og hvað ekki. Deilurnar hafa farið harðnandi á síðustu mánuðum, samtök óháðra listamanna á Ter- tre-torgi segja aðgerðir yfirvalda ólöglegar og hefðin fyrir listrænu frelsi í hverfinu eigi að gilda. Aðrir standa fast við það að öllum götusölum sé skylt að vfsa fram leyfi, og því ekki málurum eins og öðrum? VERK „virtra listamanna" eða óbreyttra götusala? Ferðamenn virða fyrir sér varninginn á Place du Tertre. Mynd um ástarsamband Verlaine og Rimbaud Gáski o g grimmd CATHERINE Malfitano í „Antoníusi og Kleópötru“ eftir Samuel Barber. Malfitano er einn þeirra söngvara sem leggja áherslu á að koma fram í nýjum óperum. Eínnota óperur AÐ ER alltaf sama sagan. Ákveðið er að panta nýja óperu og tónskáldið er nokkur ár að semja hana. Sviðið er hannað og sett upp, búningar saum- aðir og listamenn æfa hlutverk sín. Svo er frumsýnt, tónlistargagnrýnd- endur hópast á sýninguna til að ' hlýða á og stjómendur óperuhús- anna geta aðeins vonað það besta. í kjölfarið birtist gagnrýnin og hvort sem hún er góð eða slæm, hverfur óperan í gleymskunnar dá um leið : og sýningum lýkur.“ Svo farast blaðamanni The Inter- . national Herald Tribune orð er hann fór í saumana á því hver ástæðan er fyrir því að nýjar ópemr virðast vera nánast einnota. Óperur sameina mörg listform og þær em geysilega dýrar í uppsetn- ingu. Fá ópemhús hafa efni á að setja það sem þeim dettur í hug á svið. „Áhorfendur geta verið afar hverflyndir þegar nýjar ópemr em annars vegar, verk sem em ekki á topp tíu ópemlistanum," segir Char- les MacKay, yfirmaður St. Louis ópemnnar þar sem ný verk em flutt með reglulegu millibili „Ástæðumar em margar. Fólk segir miðana svo dýra og ekki vilja allir hætta á að borga fyrir miða á ópem sem þeim fellur svo ef til vill ekki.“ Frumflutningur alltaf kostur Hins vegar era kostimir þeir við að setja upp nýja ópem að fmm- flutningur vekur ævinlega athygli. Gagnrýnendur mæta ömgglega, í sem er ekki eins víst þegar verk séu sett aftur upp. Nærvera gagnrýn- enda er nauðsynleg til að detta ekki út af listakortinu. Gagnrýnendur hafa sætt ámæli fyrir að eiga stóran þátt í því að verk séu aðeins sett upp einu sinni með því að láta að- eins sjá sig við fmmflutning en í þessu felst einnig mótsögn, því gagnrýnendur rifu oftar en ekki í Hvers vegna eru nýjar óperur sjaldnast færðar upp oftar en einu sinni? sig ópemr á 19. öld þó að áhorfend- ur hafi sótt þær stíft og geri enn, öfugt við það sem gerist í dag. Gagnrýnendur lofa verk í hástert sem hlýtur þó litla aðsókn. Þá verða óperuhús að taka tillit til fjölda sýninga á ári. í húsi þar sem settar era upp fjórar sýningar á ári, verður að feta hinn gullna milliveg þekktra verka og óþekktra. Slíkt er mun auðveldara t.d. hjá sin- fóníuhljómsveitum sem geta laumað nýjum verkum inn á milli annarra eldri og þekktari á tónleikum. „Nýtt verk hefur göngu sína með látum en síðan ekki söguna meir, hvort sem að það er skelfilegt eða frábært,“ segir tónskáldið Dominick Argento. „Verkið er sett upp einu sinni og þar með hefur það þjónað tilgangi sínum. Við semjum einnota óperur nú á dögurn." Margir halda því fram að lykillinn að vinsældum „gömlu" óperanna sé umfjöllunarefnið, aðalpersónurnar oftar en ekki ofurmenni og sögu- þráðurinn ævintýralegur. Vinsældir margra nýrra ópera, sem taka dæg- urmálefni fyrir, hrekja þessa stað- reynd að einhveiju leyti. Vinsældir óperannar „Dauði Klinghoffers“ er gott dæmi um þetta. Þekktir söngvarar halda sig fjarri Eitt af þeim vandamálum, sem við blasa þegar setja á upp nýtt verk, er flutningurinn. Ein besta leiðin til að fá fólk á óperusýningar er að fá þekkta söngvara til að koma fram í þeim og söngvarar á borð við Luciano Pavarotti og Kathleen Battle koma vart fram í yngri óper- um en þeim sem Rossini samdi. í nýjum verkum koma fyrst og fremst ungir og lítt þekktir söngvarar fram. Það tekur langan tíma að læra ný hlutverk, tíma sem vinsælir söngv- arar kjósa fremur að veija í að flytja verk sem að þeir þekkja. Söngvarar taka þó ekki þátt í flutningi nýrra verka í tómri neyð. „Ég syng ekki í nýjum verkum í von um að geta einhvem tíma endurtek- ið flutninginn," segir sópransöng- konan Catherine Malfitano. „Ástæð- an er sú að ég vil fínna það að ég sé uppi á þessari öld auk þess sem samvinnan með tónskáldinu er ein mesta ánægja sem söngvari getur orðið aðnjótandi." Margir söngvarar sem syngja ekki í nýjum verkum hafa borið fyrir sig vankunnáttu tónskálda á raddsviði söngvaranna. Það er hins vegar gömul saga og ný, Beethoven samdi t.d. miklu fremur fyrir ímynd- aðar raddir en raunverulegar. Sígilt fyrir barnabömin Ekki er öll von úti með nýleg verk. Því oftar sem þau eru flutt, því fleiri heyra þau og auknar líkur eru á því að þau verði sett upp ein- hvers staðar annars staðar. Falli óperugestum það sem þeir heyra, er aðsóknin tryggð, segir forstjóri San Fransiskó-ópemnnar, Lotfí Mansouri, og nefnir sem dæmi verk- ið „Hættuleg kynni“ (Dangerous Liaisons). Yfirmaður Opera America styrktarsjóðsins segist gera sér fylli- lega grein fyrir ábyrgðarhlutverki sínu. „Þegar ég hlusta á nýja óperu spyr ég sjálfan mig; skemmti ég mér vel? Gæti ég hugsað mér að sjá þetta verk aftur og aftur? Ég reyndi að gleyma því ekki að þetta gætu verið verkin sem bamabörnin mín munu hlýða á reglulega." NÚ ÞEGAR verið er að ljúka við kvikmynd um ástar- samband frönsku 19. aldar ljóðskáldanna Pauls Verlaine (1844-1906) og Arthurs Rimbaud (1854-91) segja ýmsir það undar- legt að engum skyldi hafa dottið það í hug fyrr að gera slíka mynd. Það er pólski kvikmyndagerðar- maðurinn Agnieszka Holland sem leikstýrir hinni nýju mynd sem ber enska nafnið Total Ecliþse. í The European Magazine segir að mynd- in muni að öllum líkindum vekja mikla athygli er hún verður frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum nú í ágúst. Miskunnarleysi Verlaine og Rimbaud ortu mörg ástríðufull Ijóð sem kannski endur- spegla að einhvetju leyti líf þeirra sem einkenndist af annars vegar gáska og hins vegar undarlegu miskunnarleysi. Var grimmd Verlaines svo mikil að Holland hef- ur þurft að fella burt ýmis atriði úr ævisögu hans til að kvikmyndin yrði ekki of ofbeldiskennd. í viðtali við The European Magazine segir Holland að meðal þess sem fram- leiðendur kvikmyndarinnar leyfðu ekki að yrði sagt frá var ofbeldi Verlaines gagnvart börnum og konum. „Við máttum t.d. ekki sýna þegar hann kastaði nýfæddu barni sínu í vegg. Það mátti heldur ekki segja frá því að Verlaine hafði ver- ið í tygjum við unga drengi áður en hann kynntist Rimbaud, mönn- um þótti sagan a.m.k. betri ef hvor- ugur hafði fundið til samkyn- hneigðar áður en þeir kynntust." Sagan Árið 1871 bauð Verlaine Rim- baud að heimsækja sig til Parísar en skömmu áður hafði Rimbaud, sem var aðeins sextán ára, sent Verlaine nokkur Ijóða sinna til yfir- lestrar. Verlaine var tíu árum eldri en skáldið unga sem, ásamt Verla- ine og Stéphane Mallarmé, átti eft- ir að verða eitt áhrifamesta ljóð- skáld Frakka þrátt fyrir að hafa hætt að yrkja nítján ára. Verlaine var kvæntur þegar hann tók á móti Rimbaud í París árið 1871 en strax ári síðar hafði hann yfirgefið konu sína með lærisveini sínum. Fóm þeir til London og síðar Bruss- el þar sem sambandi þeirra lauk með því að Verlaine skaut af byssu sinni á Rimbaud og særði. Skotið hljóp af í reiðikasti Verlaines í einni af svallveislum elskhuganna. Eftir tveggja ára fangelsisvist, sem Verlaine hlaut fyrir verknaðinn, leitaði hann iðrunarfullur á náðir trúarinnar og telja sumir að þá hafí hann samið mörg bestu ljóð Arthur Rimbaud sín. Árið 1885 var hann hins vegar aftur kominn á bak við lás og slá fyrir að hafa ráðist á aldraða móð- ur sína. Eftir skotið í Brussel fór Rim- baud aftur til Parísar þar sem hon- um var kennt um að hafa komið hinu mikla skáldi í fangelsi. Hann hélt áfram að yrkja í von um að hann gæti breytt heiminum en komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að ljóðið væri einskis megnugt. Hann flúði því land, ferðaðist um Evrópu og Áfríku í fjölmörg ár en sneri aftur hejm til Frakklands helsjúkur árið 1891 og lést þar 37 ára gamall. Thewlis og di Caprio í mynd Hollands, sem m.a. hefur leikstýrt myndunum Angry Har- vest, Europa, Europa og The Secr- et Garden, verður Rimbaud leikinn af Leonardo di Caprio sem var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Hollywood-myndinni What’s Eating Gilbert Grapé fyrir tveimur árum síðan. Verlaine leikur Bretinn David Thewlis sem var valinn besti leikarinn á kvikmynda- hátíðinni í Cannes árið 1993 fyrir leik sinn í mynd Mikes Leighs, Naked.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.