Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 B Afturí deiglunni Arthur Miller, eitt þekktasta leikskáld aldar- innar telur að saga leikritunar fyrir stóru sviðin í Bretlandi og Bandaríkjunum sé senn á enda. Sveinn Haraldsson ásamt fleirum átti þess kost að hlýða á og ræða við skáldið í Oxford í sumar. Bandaríkjamaðurinn Arthur Miller, sem verður átt- ræður á þessu ári, er með þekktustu leikritahöfund- um aldarinnar. Meðal leikrita sem sett hafa verið upp eftir hann hér á landi eru Allir synir mínir (All my sons 1947; L.R. 1958), Sölu- maður deyr (The Death of a Sales- man 1949; Þjlh. 1951), í Deiglunni (The Crucible 1953; Þjlh. 1955), Horft af brúnni (A View from a Bridge 1955; Þjlh. 1957), Eftir syndafallið (After the Fall 1964; Þjlh. 1965) og Gjaldið (The Price 1968; Þjlh. 1970). Meðal annarra verka er handritið að kvikmyndinni The Misfits (1961), sem hann skrif- aði fyrir Marilyn Monroe, sem hann var þá kvæntur, og ensk þýðing á Þjóðníðingnum (An Enemy of the People 1951) eftir Ibsen, sem talið er að Miller hafi tekið sér mjög til fyrirmyndar. Síðasta verk eftir Miller sem var sett á svið hér á landi var Allir synir mínir í Þjóðleikhúsinu á þar- síðasta leikári. Á næsta leikári er ráðgert að sýna Glerbrot (Broken Glass) eftir hann þar. Prófessor í samtímaleiklist Arthur Miller er nú prófessor í samtímaleiklist í háskólanum í Ox- ford. Þessari háskólastöðu var kom- ið á fót fyrir nokkrum árum af söngleikjagúrúnum Cameron Mackintosh, sem hefur m.a. staðið að baki uppsetningum á Cats, Song and Dance, Óperudraugnum (The Phantom of the Opera), Miss Saig- on og Vesalingunum (Les Miséra- bles) víða um heim. Greinarhöfundi gafst tækifæri til að hlýða á Arthur Miller einn eftirmiðdag fyrr í sumar og spyrja hann spurninga ásamt öðrum nemendum háskólans. Miller er í nýtísku skóm, góðleg- ur sólbrenndur roskinn maður með gleraugu. „Spyrjið mig um það sem ykkur þóknast!" er fyrsta yfirlýs- ingin frá honum. En nemendurnir taka hlutverk sitt alvarlega og allar spurningar eru af alvarlegu tagi. Engum dettur t.d. í hug -að minn- ast á Marilyn Monroe. Endalok stóru leikhúsanna Miller verður tíðrætt um stöðu leikhúsanna í Bandaríkjunum og Bretlandi í dag og hvernig breyttar aðstæður hafa áhrif á leikritun. Hann bendir á að saga leikritunar fyrir stóru sviðin í þessum tveimur löndum sé senn á enda. Það hafi verið sögulegar forsendur fyrir því að hin risastóru leikhús á Broadway í New York og í West End í Lond- on voru byggð á síðustu öld og fyrri hluta þessarar. Ástæðan var sú að í stórborgum Vesturlanda upp úr miðri síðustu öld var orðin til stétt manna sem háfði frítíma og fé til að eyða tómstundum sínum í leikhúsum. Þessi tími er nú liðinn og efnahagslegar forsendur fyrir rekstri leikhúsa af þessari stærð sem sýna leikrit eru brostnar. „Á síðasta ári var aðeins eitt venjulegt leikrit á fjölunum í Broad- way. Jafnvel uppfærslan á Englum í Ameríku sem fékk mjög góða dóma þar í landi og fjallaði um kynlíf og trúmál — sem draga alltaf að áhorfendur - náði ekki inn fyrir kostnaði áður en hætta varð sýn- ingum. Hefðbundin leikrit geta að- eins lifað áfram í minni húsum og stóru húsin reyna flest að setja á svið söngleiki, sem hægt er að krefj- ast hærra miðaverðs fyrir og draga að fleiri áhorfendur. Eg dreg mjög í efa að / deiglunni yrði sett upp nú á tímum ef það yrði boðið ein- hverju leikhúsanna við Broadway sem nýtt leikrit. Það er of mann- margt.“ Breyttar forsendur á minni sviðum í þessum litlu leikhúsum eru áhorfendur mun nær leiksviðinu en í stærra leikrými sem kallar aftur á raunsæislegri leik. Leikritin geta verið mun flóknari að uppbyggingu þar sem efnið skilar sér betur til áhorfenda, en þau verða að hafa færri persónur. Auðvitað hefur þetta áhrif á hvemig leikrit eru skrifuð. Þegar mannmörgu leikritin eru horfin get- ur verið mun erfiðara að sýna leik- rit sem fjalla um mikilvæg félagsleg umræðuefni. Áður vom leikrit reynd úti í smáborgunum í Nýja-Englandi og víðar áður en þau voru færð á stóru sviðin í Broadway. Þá gafst leikskáldinu tækifæri til að breyta og bæta og umskrifa leikritið þann- ig að það næði sem mesturn áhrif- um. Nú er þetta liðin tíð; leikhúsin eru í svo miklum vanda.“ - Hvaða áhrif hefði það ef leik- húsið liði undir lok? „Það mun ekki deyja, en atvinnu- leikhúsin eru öll að draga saman seglin hvað uppsetningu á leikritum varðar. Minna sýningarrými, fleiri ódýrari uppsetningar. í staðinn öðl- umst við meiri nálægð við áhorfend- ur. Auðvitað þýðir þetta að stórleik- urum eins og Laurence Olivier mun fækka í stéttinni. Þetta mun gerast í leikhúsum af öllum stærðum og gerðum. En stóru leikhúsin eiga enga framtíð fyrir sér hvað upp- setningar á leikritum varðar. Við verðum að vona að ríkisstyrktu leik- húsin í Bretlandi starfi af fullum krafti hér eftir sem hingað til.“ Enginn veldi að verða leikskáld nú - Myndir þú velja að verða leik- skáld ef þú værir að hefja ferilinn núna? „Enginn nútímarithöfundur með vit í kollinum ætlar sér að starfa eingöngu að leikritun. Þegar ég hóf að skrifa voru margir atvinnuhöf- undar sem skrifuðu bara fyrir leik- hús. Ef ég væri að hefja ferilinn núna mýndi ég kannski frekar skrifa kvikmyndahandrit. Ég myndi aldrei skrifa fyrir sjónvarp. Sjón- varpið er skör lægra og þeir sem þar ráða kæra sig kollótta um list- ræn sjónarmið." Miller er því næst spurður hvort hann ímyndi sér persónur og að- stæður eins og þær séu í raunveru- leikanum eða á sviði. þegar hann semur leikrit. „Ég lít á það sem skáldskap sem þú ímyndar þér að eigi sér stað í raun og veru. Stund- um ímynda ég mér atriðin á sviði. En svo dæmi sé tekið af Sölumaður deyr þá varð ég að hugsa mér að atburðirnir ættu sér stað í raun- verulegu húsi vegna þess hve flókið er að setja það á svið. Ég varð hissa á þeim lausnum sem hönnuður sviðsmyndarinnar fann þegar leik- ritið var fyrst sett upp. Eg hefði ekki getað leyst vandamálin við sviðsetninguna sjálfur." - Hvenær gerist leikritið, hvaða ár? „Nú á dögum. En þar sem synirn- ir tveir hafa tekið þátt í stríði þá verður leikritið að gerast eftir að því er lokið. Hvaða stríði verður' leikstjórinn að ákveða.“ Fyrirmæli leikskáldsins - Þú skrifar mjög nákvæmar sviðslýsingar í leikritum þínum. Ætlast þú til að leikstjórar og hönn- uðir fari nákvæmlega eftir þessum fyrirmælum? „Nei ég ætlast til að þeir velji úr það sem kemur þeim að notum. Tíska og viðhorf breytast með árun- um, það er ekki hægt að ætlast til að leikritin verði alltaf sett eins upp.“ - Nú er nýlokið sýningum á Horft af brúnni í London. Hafði leikstjór- inn, Alan Ayckbourn, samráð við þig við uppsetningu leikritsins? „Nei, ekki sérstaklega. Ég var mjög ánægður með uppfærsluna og leikstjórn hans var frábær. Frænka hans fór með hann á sýn- ingu á þessu leikriti þegar hann var fimmtán ára og hann ákvað þá að helga líf sitt leikhúsinu." - Þú fagnar mismunandi túlkun á verkum þínum. Að hve miklu leyti skrifar þú fyrir sjálfan þig og að hve miklu leyti fyrir áhorfendur? „Leikritin eru um eitthvað. sem ég vil koma til skila. Tjáskipti eru mér mjög mikilvæg. Ég veit ekki um neinn sem skrifar bara fyrir sjálfan sig - a.m.k. ekki leikrit. Leikrit eru munnleg tjáskipti manna í millum. Án þeirra er það ekki eiginlegt Ieikrit.“ Kvikmyndun frægasta leikritsins - Þú ert nú að vinna að kvik- myndahandriti að / deiglunni. Getur þú sagt okkur eitthvað frá henni? Hvenær býstu t.d. við að myndin verði frumsýnd? „Eftir tæpt ár. Tökur hefjast 8. október og þeim lýkur fyrir lok nóvember. Það er auðvelt að snúa / deiglunni úr leikriti í kvikmynda- handrit vegna þess að sagan er mjög viðburðarík. Við höfum líka fengið góða leikara til að leika aðal- hlutverkin. Daniel Day Lewis leikur John Proctor, Emma Thompson konu hans og Wynona Rider stúlk- una Abigail. Það er mjög gaman að kljást aftur við þetta efni. Ég varð mjög upprifínn af því enn á ný vegna þess að þeim gæti tekist að gera frábæra mynd. Það er ver- ið að byggja heilt þorp sem upp- tökuver. Kvikmyndunin gefur mér mögu- leika á að nota alla aukaleikarana sem kór í grískum harmleik. Sem dæmi má nefna atriðið þar sem æðið rennur á Abigail og stallsystur hennar. Það eina sem þær gátu Morgunblaðið/Cherie Tong. MILLER í nýtísku skóm, góðlegur sólbrenndur roskinn maður með gleraugu. „Spyrjið mig um það sem ykkur þóknast!" er fyrsta yfirlýsingin frá honum. „ENGINN nútxmarithöfundur með vit í kollinum ætlar sér að starfa eingöngu að leikritun. Þegar ég hóf að skrifa voru margir atvinnu- höfundar sem skrifuðu bara fyrir leikhús.“ Sú kynslóð sem er að kom- ast til vits og ára núna er fyrsta kynslóð- in í langan tíma sem er fátæk- ari en kynslóð foreldra þeirra. Draumurinn um húsið í úthverf- unum, sund- laug í garðin- um, helgará golfvellinum mun ekki rætast.“ gert á sviði var að engjast og æða um og hræða alla upp úr skónum. í kvikmyndinni hlaupa þær út úr húsinu og inn í fólksfjöldann fyrir utan og hrífa hann með sér. Það er mun áhrifameira og segir meira um galdrafárið og hvernig það breiddist út.“ - I leikritinu I deiglunni er ástar- þríhyrningurinn milli John Proctors, konu hans og Abigail mjög mikil- vægur og sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að segja að leikrit- ið snúist um hann en ekki galdra- réttarhöldin. Hver er þín skoðun á þessu? Einkamál og pólitík „Um hvað fjallar leikritið? spyr ég. Auðvitað er þetta einn flöturinn á málinu. Ég breytti aldri Abigail úr 13 árum í 15 til að komið gæti til greina að hún og Proctor löðuð- ust að hvort öðru. Á sautjándu öld hefði hún sennilega þótt nær full- orðin 13 ára, en nútímaáhorfendum hefði þótt erfitt að kyngja þessu.“ - Er lögð meiri áhersla á þetta samband þeirra í myndinni en í leik- ritinu? i - Að hve miklu leyti skrifarðu nýjustu leikrit þín af pólitískum ástæðum? „Þau fyalla öðrum þræði bæði um geðræn vandamál og meðferð á þeim. Glerbrot (Broken Glass) er um skilningsleysi á slíkum vanda- málum á þeim tíma sem það gerist (rétt fyrir seinna stríð). Það er eins með Lé konung á heiðinni í leikriti Shakespeares. Núna yrðu hans vandamál greind og viðeigandi meðferð ákveðin - þá var hann bara vitstola. En auðvitað verður alltaf að þjappa saman atburðarás- inni á sviði þannig að kannski yrði þetta ekki sýnt eins og það væri í rauninni. Skrif eru eins og upp- spretta. Þau eru ekki röklegur fer- ill. Efnið streymir fram úr minning- um, hljóðum o.s.frv. Það er ekki auðveldlega hægt að greina það sundur í frumeiningar sínar. The Last Yankee fjallar um þá hugmynd að það sé heimskulegt að vinna fyrir sér. í því rekast á draumur konunnar um mikil efnis- leg gæði - sem enginn möguleiki er raunverulega á að rætist - og hugmyndir mannsins sem vill njóta lífsins lífsins vegna. Sviðsverk eiga að endurspegla hvað fólk þarf helst að takast á við í lífi sínu á hverjum tíma. Mörg leikrit fjalla um drauma sem rætast ekki og þetta á betur við nú en oft áður. Sú kynslóð sem er að komast til vits og ára núna er fyrsta kynslóð- in í langan tíma sem er fátækari en kynslóð foreldra þeirra. Draum- urinn um húsið i úthverfunum, sundlaug í garðinum, helgar á golf- vellinum o.s.frv. mun ekki rætast. Pólitíski þátturinn í leikritinu snýst þannig um tálsýn sem var einu sinni raunveruleiki. Það er um hvernig persónulegar sálarflækjur koma utanaðkomandi fyrir sjónir. Öll stórvirki bókmenntanna fjalla um vald, jafnt grískir harmleikir sem Shakespeare og samtíðarmenn hans. Tíðarandinn brýtur manninn annaðhvort niður eða byggir upp. Ef valdið er ekki umfjöllunarefni þitt, geturðu skrifað um geðflækjur - sem er ekki mikið yrkisefni í sjálfu sér. „Nei, þetta er allt á svipuðum nótum.“ - Er gerð kvikmyndar eftir / deiglunni ekki sérstaklega tímabær núna þegar öfgafullir hægrisinnar eru að sækja í sig veðrið? „Ég held að það sé ekki hægt að bera saman aðstæður nú og McCarthy-tímabilið. Það er regin- munur þar á. Við eigum ekki í höggi við dularfulla útlenda útsendara, raunverulega eða ímyndaða. Eng- inn leggur trúnað á slíkt lengur. Hægrisinnarnir verða nú að spinna upp sögur um Sameinuðu þjóðirn- ar, gyðinga eða frímúrara." Nýjustu leikritin Poppstjörnur fortíðar Geldingar nutu gríðarlegra vinsælda 1 Evrópu fyrr á öldum og heilla menn enn þann dag í dag, ekki síst kvikmyndagerðarmenn, rithöfunda og tónlistarmenn STEFANO Dionisi í lilutverki Farinellis í samnefndri kvikmynd. HÁ OG ójarðnesk rödd geld- ingsins heillaði óperugesti á 18. öld og virðist enn þann dag í dag höfða á einhvern dularfullan hátt til rithöf- unda, kvikmyndagerðarmanna og tón- skálda. Nýlega komu út á ensku tvær skáldsögur um geldinga, „Intimacy" eftir Julian Rathbone og „Domino“ eftir Ross King og í haust, verður frumsýnd kvikmyndin „Farinelli", sem heitir eftir aðalsöguhetj- unni, geldingi sem var uppi á 18. öld. Þegar hefur verið gefinn út geisla- diskur með tónlist- inni úr myndinni og hefur hann unnið til fjölda verð- launa, m.a. hinna bandarísku Gold- en Globe. Söngstjórar í Sixtusarkapell- unni í Róm létu vana unga drengi til að þeir héldu hárri söngrödd sinni þar sem kirkj- unnar menn vildu ekki að konur syngju í kirkjum. Að því er segir í The Independ- ent var það ekki fyrr en árið 1870 sem þessari iðju var hætt. Kirkjan var í orði kveðnu andvíg því að drengir væru vanaðir en hafði þó ekkert á móti því að ráða söngvara sem orðið höfðu fyrir „slysi“ í bamæsku. Er geldingar voru uppi á sitt besta, frá árunum 1650 - 1790, voru geld- ingar stórstjörnur óperunnar og áttu stóran þátt í þróun þessa listforms. Rétt eins og tenórarnir þrír, nutu þrír geldingar gríðarlegra vinsælda undir lok 18. aldar; þeir Rubinelli, Pachie- rotti og Marchesi, sem voru einna þekktustu tónlistarmenn í Lundúnum. Síðasti geldingurinn sem eitthvað kvað að, Alessandro Moeschi, lést árið 1922, flestum gleymdur. Söngur hans var tekinn upp á vaxrúllu árið 1904 (er nú fáanlegur á geisladiski) og er það eina upptakan sem vitað er um með söng geldings. Röddin minnir helst á ungan dreng en er þó marg- falt kraftmeiri og greinilega býr mik- il lífsreynsla að baki. Blaðamaður The Independent segir ekki laust við að menn fái hroll þegar þeir heyri geld- ingasöng en að hann sé engu að síður ægifagur. Nú á dögum syngja konur jafnan þau hlutverk sem geldingum voru áður ætluð, svo sem hlutverk Júlíusar Sesars í samnefndri óperu Hándels. Menn verða hins vegar að láta ímyndunaraflið nægja, vilji þeir vita hvernig hlutverkið hljómaði í upp- runalegri uppfærslu. Lengú lifi hnífurinn í kvikmyndinni um Farinelli syngur geldingurinn eins háa tóna og honum er mögulegt og konurnar á meðal áhorfenda falla í yfírlið, segjast hafa upplifíð tónlistarlega fullnægingu. Frægir geldingar voru eltir á röndum af æstum aðdáendum sem hrópuðu „Eviva il coltello" (Lengi lifí hnífurinn). Marg- ar konur löðuðust að geldingum, þeir voru nokkurs konar poppstjöm- ur þessa tíma. Bee Gees-söng- flokkurinn og Michael Jackson eru „geldingar“ nú- tímans, sá síðar- nefndi, barnastjama, söngvari með sér- kennilega háa rödd, blanda úr bami og full- orðnum manni, karli og konu. Hann er vel- lauðugt „fyrirbæri“ sem vekur jafnt aðdáun sem andúð og fyrirlitningu. Kynferðisleg-ur útlagi Útskúfun og getuleysi geldinganna hafa heillað tvö samkynhneigð tón- skáld, þá Gerald Barry og Nick Blo- omfield. Þrátt fyrir að sumir geldingar hafi átt í kynferðislegu sambandi við konur og jafnvel gifst, lítur Bloom- fíeld svo á að geldingin sé tákn fyrir hinn „kynferðislega útlaga“. Barry hefur einnig heillast af geldingum og er ópera hans „The Intelligent Park“ (Gáfugarðurinn) sem frumflutt var síðasta áratug, byggð á ævi geldings- ins Tenduccis. Þá er ópera Bloomfields og Neil Bartletts, „Sarrasine", byggð á sögu eftir Balzac um franskan myndhöggvara sem varð ástfanginn af geldingi, sannfærður um að hann væri kona. Sjálfur Casanova hreifst mjög af geldingi en komst svo að því að „hann“ reyndist vera „hún“. Það veltir upp spurningunni um það hversu margir geldingar vom ekki það sem þeir sýnd- ust, hvort einhveijar konur hafí leynst þar á meðal. Rithöfundurinn Anne Rice heillaðist af sorgarsögu geldingsins Farinellis og skrifaði um hann bókina „Cry to Heaven". Þá kemur geldingur fyrir í bók Kingsley Amis, „The Alteration", sem kom út árið 1976. 4.000 vanaðir á ári Sagt var að því fyrr sem drengir væru vanaðir, því hærri yrði röddin og því fóru flestir undir hnífinn um 10 ára aldurinn. Charles Burney ferð- aðist um Ítalíu á seinni hluta 18. ald- ar til að kynna sér málið en leynd hvíldi yfír því, enda tæpast um löglega iðju að ræða. Hann komst að því að í Napólí vom rakarastofur sem buðu upp á slíka aðgerð. Talið er að um 4.000 drengir hafi verið geltir ár hvert á 18. öld. Flestir voru frá fátækum heimilum sem von- uðust til að verða sér úti um fé með þessu móti. Fæstir bjuggu hins vegar yfír raunverulegum sönghæfileikum og þó að mikið hafí verið fjallað um stórkostlega söngvara úr hópi geld- inganná, umlykur þögnin þá sem ekki áttu aðra framtíð fyrir sér en að vinna á ökmnum eða við aðra erfiðisvinnu. Þeir drengir sem bjuggu yfír mikl- um sönghæfíleikum, vom settir í langt og strangt söngnám og hófu söngferil- inn að jafnaði 18 ára. Þeir bestu gátu gert sér vonir um að verða ríkir menn og umgangast aðalinn. Dæmi um það er Farinelli, sem var innundir hjá spænsku hirðinni, en áhrifum hans á hirðina hefur verið líkt við Raspútín hjá rússnesku keisarafjölskyldunni. Dreiigiriiir enn betri Ekki hafa allir tónlistarmenn trú á því að raddir geldinganna hafi verið eins góðar og af er látið. Einn þeirra er Martin Neary, kórstjórinn í West- minister, en hann telur að þær hafí aldrei getað orðið eins góðar og tær- ustu drengjaraddir áður en þeir fara í mútur. Telur Neary að geldingarnir hafí búið yfir kraftinum en ekki miklu raddsviði. Með nútímaþjálfun sé drengjarödd miklu betra hljóðfæri en á tímum geldinganna. SAMTÍMAMYND af geldingnum Farinelli sem uppi var á 18. öld. Málverk er flötur alsettur litum MUNIÐ að málverk - þ.e. áður en það tekur á sig mynd hests, nakinnar konu eða stuttrar frásagnar - er í eðli sínu flötur alsettur litum með tiltek- inni skipan.“ Þannig hljómar skil- greining franska listmálarans og grafíklistamannsins, Denis Maurice (1870-1943), á málverki en nýlega var oþnuð sýning á málverkum hans í Van Gogh-safninu í Amsterdam. Maurice var einn af stofnendum listamannasamtakanna Nabis árið 1888 og skrifaði stefnuskrá þeirra. í gegnum samtökin kynntist hann fljótlega frönsku symbolistunum, s.s. Verlaine, Mallarmé, Gide og Debussy en verk þeirra mynd- skreytti hann. Hann var virkur rit- höfundur einnig og var einn af frammámönnum leikhúslistarinnar sem kennd hefur verið við framúr- stefnu. Denis Maurice stuðlaði að endur- vakningu í trúarlegri skreytilist á fyrri hluta tuttugustu aldar með list- sköpun sinni. Sýningin í Van Gogh-safninu stendur til 17. september næstkom- andi. Tvær systiir eftir Denis Maurice frá 1891.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.