Morgunblaðið - 05.08.1995, Page 8

Morgunblaðið - 05.08.1995, Page 8
pp 8 B LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ EDVARD Munch, Noregi. Stúlkurnar á brúnni, olía á léreft 136 x 125, sirka 1901. Ríkislistasafnið Osló. PEKKA Halonen, Finnlandi. Þvotturinn skolaður í vök, olía 125 x 180, 1900. Atheneum, Helsingfors. „Ljósið úr norðri“ AUGUST Strindberg, Svíþjóð. Borgin, olía á lér- eft, 95 x 53, 1903. Ríkislistasafnið Stokkhólmi. NORRÆN myndlist hefur á undangengnum árum átt velgengni að fagna úti í hinum stóra heimi, og uppgangurinn hófst mikið til með hinni miklu framkvæmd „Scandinavia Today“ í Bandaríkj- unum. Síðan hafa ýmsar sýningar verið í gangi og þá einkum á eldri list sem þó undarlegt sé virtist að mestu vera búið að afskrifa á Norð- urlöndunum sjálfum. Að undan- skildum örfáum nöfnum, og þá að- allega þeim sem höfðu unnið sér hljómgrunn erlendis. . Fyrir réttu ári síðan var skrifari staddur í Álaborg og hugðist skoða staðarsafnið, sem fyrrum var í hólf og gólf prýtt eldri og nýrri danskri og norrænni list. En þegar á safnið kom virtist vera búið að úthýsa henni. i staðinn voru í gangi nokkr- ar staðlaðar núlistarsýningar, sem sjá má í hveiju krummaskuði að segja má. Hvorki mér né listsagn- fræðingnum við hlið mér leið svo tiltakanlega vel þegar gæslukona stormaði brosandi til okkar í einum salnum, og vildi fara að kenna okk- ur „fáfróðum“ að sjá og upplifa þessa nýju tegund listar! Vissulega var þar margt sem hreif okkur, en satt að segja varð ég svo yfir mig hissa, að ég gleymdi að spyija hvað menn hefðu gert við gamla safnið sem virtist horfið. En að öllu samanlögðu tel ég þetta Ijós- asta dæmi þess hvernig sumir sýn- ingarstjórar valta yfir eldri gildi. Núlistamenn meginlandsins, sem hafa sótt norðrið heim hafa vel að merkja einmitt hrifist mest af stað- bundinni norrænni list, allt frá Pic- asso og Henri Moore til Anselms Kiefers. Hinir fyrstnefndu voru nefnilega að rækta og umforma söguna alla sína tíð og Kiefer er á fullu í dag. Slíkir bera yfírleitt djúpa virðingu fyrir allri gildri list fyrri alda, og hvar sæi hennar nú stað ef þessi nýju viðhorf hefðu fengið að ráða og ,jarðýtur“ látnar jafna niður hof og hörg? Athygli listfróðra beggja vegna Atlandsála beindist nú að ýmsum norrænum myndlistarmönnum sem voru nær óþekktir, og til voru þeir heimskunnir listsögufræðingar, sem veltu því fyrir sér í skrifum sínum, hvernig þeim hefði tekist að sjást yfír einstaka þeirra. Eink- um beindist athyglin að meðferð málaranna á ljósinu og ljósbrigðun- um, því fram kom að sumir voru langt á undan tímanum um ný og fersk viðhorf. Að þau einangruðust ekki við Edvard Munch, heldur væri jafnvel hægt að benda á Strindberg sem upphafsmann óformlegra vinnubragða (Art Informel). í ' kjölfar Scandinavia Today kom svo sýningin „Draumurinn um sumarnóttina" sem gekk á milli þriggja borga í Evrópu; London, Dússeldorf og París, og vakti óskipta athygli. Einnig má nefna fræga sýningu á Gullaldarmálur- unum dönsku á Metrópolitan- safninu í New York á sl ári, sem ég missti hárfínt af, er ég var þar á ferð í tilefni sýningar á verk- um niðurlenska málarans Petrus Christus (1420- 1472/73), ásama stað. Þrátt fyrir að norræn menning teljist meir en þijátiu þúsund ára gömul, og rekja megi hana samfellt tíu þús- und ár aftur í tímann, hefur norrænum til skamms tíma verið furðulega ósýnt um að rækta hana sem skyldi. Forf- eður okkar voru þó ekki haldnir þeirri minnimáttarkennd gagnvart umheiminum sem virðist höfuðein- kenni og meinsemd nútímans. Víkingamir hefðu ekki komist langt með slíkum hugsunarhætti, né konungar sem réðust með her á margfalt fjölmennari ríki. Skáldin og höfundar íslendingasagna hefðu ei riðið feitum hesti frá pataldri við orðsins list. Fmmleg og sjálfstæð hugsun hrífur alltaf framfarasinnað fólk hvar sem er á byggðu bóli, og nú á tímum tæknialdar þarf heimurinn meira á fijórri jarðtengdri sköpun að halda en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma og fjöltæknin er að út- jafna allt og gera heiminn að einu risastóru markaðssvæði, jafnvel einnig á menningarsviðinu, stig- magnast þörfin á því sem er ekta og upprunalegt. Fjöltæknin hefur meira að segja markaðsett frum- leikann og snúið merkingunni við, því að nú er það kikkið að vera ems og allir himr. Enginn er frum- legur nema hann sé jafn ófrumlegur og múgurinn, í besta falli er hann klikkaður og út úr myndinni. Það sem áður þótti einkenna þröng og menningarsnauð samfélög, er skyndilega orðið að útópíu dagsins vegna þess að það þjónar markaðs- setningunni. Það er á þessum tímum firringar- innar sem norræn list þrengir sér í vaxandi mæli í sviðsljósið, nú síð- ast í tveimur helstu borgum Spán- ar, Madrid og Barcelona. Um var að ræða umfangsmestu kynningu norrænnar menningar frá upphafi. Þarlendir hafa dregið dám af fyrri framkvæmdum og valið að kynna myndlistarmenn aldamótaáranna sérstaklega, auk þess að þeir höfðu hönd í bagga um val á núlistamönn- um dagsins. Nú veit ég að sýningin fékk dijúga aðsókn og góða dóma í Madrid, og má gera ráð fyrir að svo hafí einnig verið í Barcelona, þótt sýningin þar hafi goldið nokk- urrar grisjunar og ekki jafn mikið VILHELM Hammershoi, Danmörku. Myntsafnarinn, olía á léreft 89 x 69,5, 1904. Ríkislistasafnið Osló. verið borið í framkvæmdirnar. Okkur kemur þetta við, vegna þess að íslenskir aldamótamálarar voru hér ekki afskiptir og fulltrúi yngri kynslóða var Magnús Kjart- ansson, sem gerði garðinn frægan í Madrid. Sýningin í Barcelona sem nú mun nýlokið kemur okkur enn meira við, þvi fyrir einhveija ljúfa skikkan skaparans er sýningin á leið á út- skerið og mun opna í Listasafni íslands hinn 12. ágúst. Þótt skiljan- lega verði enn nokkur grisjun á henni, verður þetta tvímælalaust mesta og skilvirkasta kynning norr- ænnar myndlistar til þessa hér á landi. Munu vafalítið líða ár og ára- tugir þar til slíkar perlur rekur á fjörur okkar í formi frumgerðanna. Allt eru þetta úrvalsverk, og sum þeirra má telja meðal lykilverka listamannanna og verðmæti þeirra eftir því. Kynningu á norrænni list mun hafa verið þannig háttað í skólum lands, og eru myndlistarskólar ekki undanskildir, að farsælast er að hafa um það fæst orð. Fátt hefur verið um meiri háttar norrænar sýningar, en þær sem hafa ratað hingað hafa yfírleitt verið vel sótt- ar, undantekningar eru að vísu til og þá helst hvað niðurlagðar listir snertir. Því fer fjarri, að skrifari sé að vegsama fortíðina á kostnað nútíð- arinnar, heldur er hann talsmaður þess, að fólk hafi skilvirkan aðgang að list liðinna kynslóða og þá ekki síður samtímans, sem greinir alla framsækna list frá styijaldarlokum. Við lifum á nýjum og brotasömum tímum, sem gerir skilin á milli hins hlutlæga, óhlutbundna ogjafnframt hugmyndafræðilega harla óljós. í raun rennur þetta allt saman og eftir verður einungis það sem ber í sér kviku lífs, og það telst gild list án tillits til aidurs. Ferska list er ekki hægt að einangra við nokk- urn aldurshóp, en með afskiptaleysi er mögulegt að kæfa bæði nýtt og gamalt sem ber í sér safa og vaxtar- magn. Vakning hefur átt sér stað um mikilvægi staðbundinnar listar á Norðurlöndum sjálfum, og þannig rekur hver stórsýningin aðra á myndlist fyrri tíma, sem var næst- um skólabókardæmi um úrelta list er mín kynslóð var að taka út list- rænan þroska. Aldrei i sögunni hef- ur verið mikilvægara að Norðurlönd snúi bökum saman um arfleifð sína og menningu, og þessi mikilsverða sýning, er eins og framrétt hönd yfir hafið. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.