Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 7
6 B MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 B 7 HM I FRJALSIÞROTTUM HM I FRJALSIÞROTTUM Jón Arnar Magnússon mjög góður 100 m hlaupi og 110 m grindahlaupi en dæmdur úr leik í 400 m hlaupi, slasaðist í stangarstökkskeppninni og neyddist til að hætta keppni JÓN ARNAR Magnússon í langstökki í tugrautarkeppninnl á heimsmeistaramótinu í Gautaborg. Reuter Martha langt frá sínu besta í 10 kílómetra hlaupinu og segir æfingaáætlun sína líklega þurfa endurskoðunarvið Ég gefst ekki upp! MÖRTHU Ernstsdóttur gekk illa í 10.000 metra hlaupi á heims- meistaramótinu. Hún var langt frá sínum besta árangri, hljóp á 34 mín., 29,55 sekúndum, í riðlakeppninni á sunnudagsmorgun og komst vitaskuld ekki áfram í úrslitin. Ekki hafði reyndar verið búist við því en gælt hafði verið við að henn tækist að bæta eigið íslandsmet, sem er 32.47,40, sett í fyrra. Hún átti best 33.57,32 í ár og það munaði miklu að henni tækist að bæta metið. Martha var ósátt við sjálfa sig að hlaupi loknu. Sagði að eitthvað hlyti að vera að æfingaáætlun sinni og hana yrði að endurskoða. Hún kvaðst hafa búist við betri tíma - annars hefði hún ekki mætt. Skapti Hallgrímsson skrífar frá Gautaborg Martha virtist byrja ágætlega, allir hlaupararnir voru í hnapp fyrstu hringina en Martha var fyrst eftir fjórða hring og aft- ur eftir þann fimmta - af þeim 25 sem hlaupnir eru - en síðan fór fljót- lega að draga af henni. Bilið breikkaði, þær fyrstu voru rúmlega heilum hring á und- an henni í markið og hún varð næst síðust í riðlinum. „Þetta var ekki gott. Það hlýtur eitthvað að vera vitlaust í æfinga- prógraminu hjá mér - það þarf að skoða. Mér finnst ég vera slöpp; ég er ekkert veik, en það er samt eitthvað skrýtið. Ég hélt ég v eri að koma upp eftir að hafa hlaupið þrjú þúsund metra ágætlega um daginn en það er eitthvað sem vantar,“ sagði Martha við Morg- unblaðið eftir hlaupið. „Geðveikar æfingar“ Þjálfari Mörthu er Norðmaður sem hóf að starfa með henni í fyrra. „Hann er frægur fyrir að láta fólk æfa mikið. Ég æfi miklu meira meira en ég gerði áður, um 40%. Við höfum farið í gegnum geðveikar æfingar og ég er sann- færð um að þær muni skila sér, en það tekur lengri tíma en ég vonaðist til. Æfingarnar ganga vel og ég á að geta hlaupið miklu betur, en það er eins og líkaminn geti það ekki í keppni. Það tekur greinilega lengri tíma fyrir líkam- ann að bregðast við þjálfuninni. Ég er samt ekki ofþjálfuð, öll „test“ sína það. Én eitthvað er ekki í lagi.“ Martha býr og æfir í Noregi, þar sem hún er i skóla. Árangur hennar hér í Gautaborg gæti gert það að verkum að hún yrði að flytj- ast heim á ný, en „vonandi þarf ég ekki að gera það,“ sagði hún. „Eg hefði þurft að hlaupa á 33,20 til að halda ólympíustyrknum, “ sagði hún og vísaði til styrksins sem hún er fær frá ajþjóðlegu Ólympíusamhjálpinni. „Ég hljóp að vísu undir lágmarki í fimm þúsund metrunum, en ég veit ekki hvað þeir segja við því. En ef ég missi styrkinn verð ég að fara heim. Ég fæ ekki námslán vegna námsins sem ég er í,“ sagði hlaupakonan, sem er að læra hómópatíu. Martha hljóp 10 kílómetra á 33,44 í Osló fyrir skömmu, án þess að fá neina keppni, að eigin sögn, þannig að hún ætti að geta mun betur. „Ég næ ekki að keyra mig út - finnst ég vera hálf dauð; það vantar eitthvert líf í mig. Mér finnst þetta hreinlega ekki vera ég sjálf sem er að hlaupa - þekki mig ekki miðað við það hvernig ég var. Og það er fúlt að hlaupa ekki betur þegar ég veit að ég get það.“ Martha sagði þau þjálf- arann hafa fundið fyrir nokkru að ekki væri allt með felldu og því breytt æfingunum fyrir um mánuði, „en það hefur ekki geng- ið upp. En ég gefst ekki upp í tíu þúsund metrunum strax - það er alveg á hreinu. Ég skal komast yfir þetta!“ Hún segist ætla að taka það frekar létt það sem eftir er sumars, en stefna á að taka þátt í heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni í haust og keppa einnig í maraþoni. „Ég er að gæla við að keppa í maraþoni á Ólympíuleikunum á næsta ári, ef tímasetningin á því verður ekki óeðlileg. Mér finnst bilun að hafa tíu þúsund metra hlaupið hér í hádeginu. Það þyrfti að vera að kvöldi eins og var á HM í Tókíó. Það er slæmt að hafa sólina með- an- maður er að hlaupa." Líður ekki vel en bít á jaxlinn Stór hluti styrksins er frá Afreks- mannasjóði TALSVERÐUR hluti þeirra peninga, sem Jón Arnar Magnússon fær í styrk vegna undirbúnings vegna Ólympíu- leikanna í Atlanta á næsta ári, kemur frá Afreksmannasjóði ÍSÍ. Sjóðurinn hafði þegar eyrnamerkt Jóni Arnari 600 þúsund krónur á þessu ári og gert er ráð fyrir að hann fái um 1.200 þúsund kr. á næsta ári. Hann fær því um 1,8 milljónir frá Afreksmanna- sjóði af þeim 6,7 miHjónum sem styrk- urinn verður og greint var frá í síð- ustu viku. Á blaðamannafundi í síðustu viku var tilkynnt að Sauðárkróksbær, nokkur fyrirtæki í bænum, ÍSÍ og Ólympíunefnd hefðu sameinast um að styrkja Jón Arnar og þjálfara hans, Gísla Sigurðsson, svo undirbúningur fyrir leikana gæti orðið eins góður og kostur væri, en ekki var greint frá því að styrkur hans frá Afreksmanna- sjóði væri hluti þessarar upphæðar. Mun það hafa valdið nokkrum mis- skilningi og sumir, jafnvel forystu- menn í íþróttahreyfinguni, haldið að umræddar 6,7 milijónir króna væru fyrir utan styrk Afreksmannasjóðs- ins. Rétt er því að undirstrika að svo er ekki. Einhverjir héldu líka, segir Jón Arnar, að hann liefði orðið miiyóna- mæringur á einni nóttu; að 6,7 miHj- ónirnar rynnu í hans vasa til ráðstöf- unar að vild. Svo er ekki því þeir verða notaðir í ýmsan kostnað vegna æfinga fyrir Ólympíuleikana. Það voru Jóni Arnari Magnússyni gífurleg vonbrigði að vera dæmdur úr leik, fyrir að hafa stigið á línu í fyrstu beygju 400 metra hlaupsins, síðustu grein fyrri keppn- isdagsins í tugþraut á heimsmeist- aramótinu. En þrátt fyrir að þá væri ljóst að samanlagður árangur yrði ekki góður, þar sem engin ein- kunn var gefinn fyrir 400 m hlaup- ið, ákvað Jón að halda áfram. „Eg verð _að athuga hvort ég geti ekki sett íslandsmet í einhveiju öðru - til dæmis ef ég næði þokkalegu grindahlaupi," sagði hann að kvöldi sunnudags, og stóð við það morgun- inn eftir. Hann er methafinn, átti 14,19 sek. í 110 m grindahlaupi en fór nú á 14,14 sekúndum. Síðan kom reyndar í ljós að meðvindur var of mikill, 3,5 metrar á sekúndu, þannig að metið verður ekki staðfest. „Já, ég hélt ég hefði náð metinu en frétti svo af vindinum. Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði hann. Reiðarslag Þá var komið að stangarstökkinu og hafi drengurinn orðið fyrir von- brigðum eftir 400 m hlaupið daginn áður var það sem nú gerðist einsog reiðarslag. Hann hafði farið yfir 4,40 m í annari tilraun, sleppti 4,50 og í fyrstu tilraun við 4,60 slasaðist hann. Náði ekki að sveigja stöngina nógu kröftuglega, fór þar af leiðandi ekki nógu hátt, og hitti ekki dýnuna þegar hann kom niður. Jón Arnar náði ekki að „klára mig í gegnum stöngina," einsog hann orðaði það og síðan ekki að snúa sér frá stokkn- um, lenti ofan í honum, skall með hægri sköflunginn í járnbrúnina og fann strax fyrir miklum sársauka. „Þetta getur alltaf komið fyrir. Það ér ekki alltaf hægt að ná fullkomn- um stökkum,“ sagði hann eftir atvik- ið. Læknar á vellinum skoðuðu Jón strax, hann var borinn í burtu og fór í myndatöku og fékk síðan hækj- ur til að styðjast við. Sagðist aðeins rétt geta tyllt I fótinn og fór ekki aftur niður á völl. Fylgdist með keppinautunum í sjónvarpi á hótel- herbergi sínu. „Mér líður svo sem ekkert allt of vel,“ sagði hann er Morgunblaðið spjallaði við hann - „en maður verður bara að bíta á jaxlinn. Þetta getur alltaf komið fyrir.“ Þar með var þátttöku Jóns Árnars á heimsmeistaramótinu lok- ið. Ágæt byrjun Fyrri dagurinn var að mörgu leyti góður hjá Jóni Arnari. Eftir að hafa hlaupið 100 metrana mjög vel, náð þokkalegu langstökki og viðunandi árangri í kúluvarpi brást Jón Arnar í hástökkinu, þrátt fyrir að vera greinilega vel stemmdur, en náði sér aftur vel á strik í 400 m hlaupinu - setti persónulegt met, eða svo hélt hann fyrst í stað, með því að hlaupa á 47,49 sek.; átti áður best 47,82. Síðan bárust slæmu fréttirnar: Jón Arnar var í viðtali við Morgunblaðið eftir 400 metra hlaupið er Tékkinn Tomas Dvorak, einn keppinauta hans, koma aðvífandi og mælti þessi óskemmtilegu orð: „Þú varst dæmd- ur úr leik.“ Þar með var draumurinn úti. Þessi kraftmikli strákur, sem ætlaði sér stóra hluti í Gautaborg, varð að sætta sig við að árangurinn að þessu sinni yrði ekki sá sem búist var við. Og tíminn í 400 m hlaupinu stendur vitaskuld ekki. Birgir Guðjónsson, einn yfirdóm- ara alþjóða fijálsíþróttasambandsins á heimsmeistaramótinu, kom á vett- vang skömmu síðar og staðfesti fréttina sem Tékkinn hafði flutt. Menn svíður stundum undan sann- leikanum og það hlýtur að hafa ver- ið svo í tilfelli Jóns Arnars, en hann hélt ró sinni. „Lífið er ekki búið. Það Jón AmarMagnússon var í góðri stöðu eft- ir síðustu grein fyrri keppnisdagsins í tug- þraut er sú slæma frétt barst að hann hefði verið dæmdur úr leik í 400 m hlaupinu. Skapti Hallgrímsson fylgdist með í Gauta- borg, sá Jón halda áfram keppni þrátt fyrir áfallið — byija seinni daginn á að hlaupa undir íslandsmeti í 110 m grindahlaupi en slasast í stangarstökkinu og hætta. en hann hafði gert áður í ár. Fékk tímann 10,72 sekúndur en hljóp á 10,77 er hann sett fslandsmetið glæsilega í maí í Austurríki. Best á hann 10,59 sek. en best 10,62 í lög- legum vindi, í Tallinn fyrr á árinu. Hann hóf hlaupið ekki sérlega vel, náði þriðja besta startinu, en hljóp kröftuglega síðari hlutann og stakk mótheijana af. „Það var mikill mót- vindur meðan við hlupum þannig að aðstæður voru ekki góðar,“ sagði hann. Eftir þessa fyrstu grein var Jón Arnar í fimmta sæti þrautarinnar, fékk 924 stig. Vindurinn setti einnig strik í reikninginn í langstökkinu og áttu ýmsir keppendanna í töluverðum vandræðum. Frakkinn Alain Blond- el, fyrrum Evrópumeistari í tug- þraut, gerði til dæmis öll þtjú stökk- in ógild. Jón Arnar á best 8 metra en stökk 7,45 í metþraut sinni í Götzis. Nú fór hann hins vegar 7,29 metra. „Vindurinn var með, á móti og þversum á brautina - þannig að það var erfitt að reikna hann út,“ Sagði Jón Arnar. Hann fékk 883 stig fyrir langstökkið, hafði því sam- tals 1807 eftir tvær greinar og var enn í fimmta sæti. Jón Arnar varpaði kúlunni svo 14,64 m. Á best 15,37, í Götzis fyrr á árinu, en kvaðst sáttur við kastið hér. Fyrir kastið fékk hann 768 stig, hafði samtals 2575 og féll niður í áttunda sæti. Lélegt hástökk í hástökkinu brást Jóni Arnari hins vegar bogalistin. Á best 2,06 en stökk 2,02 í metþraut sinni um daginn. Hann fór yfir 1,89 í annarri tilraun en felldi síðan 1,95 þrisvar. Það sást reyndar vel úr blaðamanna- stúkunni að hann var hátt yfir ránni I tvö seinni skiptin en felldi á niður- leið. Klaufalegt og svekkjandi því hann sagðist hafa fundið sig mjög vel. „Þetta var lélegt hjá mér. Ég hef samt aldrei upplifað sjálfan mig svona sprækan í hástökki en einhver tímasetning var röng. Ég felldi rána í bæði skiptin með kálfunum á leið- inni niður. En ég hefði greinilega getað farið hærra - ég fann það á mér.“ Fyrir stökkið fékk Jón Arnar aðeins 705 stig og datt niður í 14. sæti. Og svo var það fimmta greinin - 400 metra hlaupið, sem lýst var í upphafi. Jón hljóp glæsilega og sigr- aði í sínum riðli á 47,49 sek. Per- sónulegt met sem varð þó ekki lang- líft því hann ku hafa stigið á línu sem fyrr segir og var því dæmdur úr leik og fékk ekkert stig fyrir þessa grein. Sannarlega óheppni og hefði allt verið með felldu, og árang- urinn í hlaupinu talið, hefði Jón Arnar líklega verið í áttunda eða níunda sæti eftir fyrri dag. Reuter DAN O’Brien fagnaði heims- meistaratitlinum í tugþraut þriðja skiptið í röð. kemur mót eftir þetta mót,“ sagði hann eftir að fréttirnar höfðu verið staðfestar - og reyndi að brosa út í annað. Hvers vegna? En hvers vegna var hann dæmdur úr leik? Brautardómari tilkynnti að Jón Arnar hefði stigið á línuna sem skilur að brautirnar, strax í fyrstu beygju, og reglurnar eru þannig að úrskurður hans stendur nema hægt sé að afsanna hann með sjónvarps- mynd. Eftir á skoðuðu Gísli Sigurðs- son þjálfari Jóns Arnars og Birgir Guðjónsson atvikið á myndbandi, ákváðu þeir að kæra ekki. „Það er ákaflega pínlegt að detta út svona. Þetta var alls ekki glöggt í sjónvarp- inu en það er ekki hægt að afsanna að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér. þetta var eftir 60 til 70 metra, hann missti aðeins jafnvægið, og hefur líklega stigið á línuna í einu skrefi - farið svona einn til tvo sentimetra inn á línuna. Þetta skiptir auðvitað engu máli, en svona eru reglurnar,“ sagði Gísli við Morgunblaðið að kvöldi sunnudagsins. „En hann held- ur áfram. Við erum hér til að vinna að ákveðnu verkefni og því er ekki lokið. Hann heldur áfram þó svo við vitum að úrslitin verði ekki góð.“ „Þeir eru helv... strangir á þessu — ég þyrfti eiginlega að hitta þenn- an dómara á morgun og ræða við hann!“ sagði Jón Arnar að kvöldi sunnudagsins. Góö byrjun Jón Arnar hljóp 100 metrana, fyrstu grein tugþrautarinnar, hraðar Urslit / B11 Öruggt hjá O’Brien HEIMSMETHAFINN eimsmet- hafinn Dan O’Brien sigraði ör- ugglega í tugþrautiuni, eins og við var búist. Hann fékk 8.695 stig og var talsvert frá heims- meti sínu, sem er 8.891. Allir voru kappamir reyndar nokk- uð frá sínu besta. Eduard Ham- alainen frá Hvíta Rússlandi varð annar með 8.489 stig og þriðji Kanadamaðurinn Mike Smith með 8.419; Þess má til gamans geta að íslandsmet Jóns Amars Magnússonar frá því fyrr í sumar er 8.237 stig, sem dugað hefði til fímmta sætis á heimsmeistaramótinu. Tékkinn Thomas Dvorak varð fímmti með 8.236 stig. Bailey fer vikulega í prófanir DONOVAN Bailey heimsmeist- ari í 100 metra hlaupi er ættað- ur frá Jamaíka eins og landi hans og heimsmeistari frá 1987, Ben Johnson. Allir þekkja hans sorgarsögu, en að keppni lokinni á sunnudaginn sagði Bailey við blaðamenn. „Það eina jákvæða við sorgar- sögu Johnsons er það að nú er ég tekinn vikulega í prófan- ir og fylgst með hvort ég sé á lyfjum eða ekki.“ Hvorugur fæddur í Kanada HVORKI Donovan Bailey og Bmni Surin sem hafnaði í öðm sæti í 100 m hlaupinu em fædd- ir í Kanada. Bailey er frá Jama- íka og Surin frá Haiti. Foreldr- ar beggja fiuttu hins vegar til Kanada þegar þeir vora ungir drengir og því fengu þeir þar- lent ríkisfang. Lewis keppir ekki á HM TÓLFFALDUR heims- og . Ólympíumeistari í fijálsíþrótt- um keppir ekki á HM, þessu hefur hann nú lýst yfir. Lewis var skráður til keppni í lang- stökki, en meiddist fyrir skömmu á ökkla á stigamóti alþjóða fijálslþróttasambans- ins. Hann gerði sér vonir um að ná sér fyrir HM og geta keppt, en nú er fyrriséð að svo verður ekki. Kappinn sagðist þó ótrauðir stefna á Ólympíu- leikana í Atlanta á næsta ári, þrátt fyrir að verða þá orðinn 35 ára gamall. Onnur banda- rísk stjarna sem gekk ilia á mótinu, Jackie Joyner Kersee stefnir líka á Atlanta þrátt fyr- ir aldurinn sé nokkuð farinn að segja til sín. Perec hættir við FRANSKA hlaupakonan og Ólýmpíumeistarinn í 400 m hlaupi kvenna Marie-Jose Perec hefur gefið upp á bátinn að taka þátt í 400 m grind- arhlaupi. Hún lét nægja að taka þátt í 400 m hlaupinu. Ástæðan fyrir þessu er sú að hún á við meiðsli að stríða í hásin. Að „fleyta kerl- ingar" og vera langbesti þrí- stökkvari sög- unnar Hver er besti þrístökkvari allra tíma? Rétt svar er auðvitað Jonathan Edwards frá Bretlandi, er spurningin er eiginlega ekki sanngjörn svona. Spyija verður: Hver er sá langt besti? Maðurinn er ótrúlegur. Er einhvern veginn allt öðru vísi en hinir. Það er ekki bara að hann skuli vera hvít- UM ur. Léttur og fínlegur en samt sterklegur. Og það gustar ekki Jft af honum — ekki í hefðbundn- Ml um skilningi. gí Jonathan Edwards virkar ■JJ ákaflega hlédrægur en hann lætur verkin tala og það voru ín engin smá öskur sem hann rak upp með þeim hætti á. Ullevi- O"* leikvanginum hér í Gautaborg í eftirmiðdaginn á mánudag. CQ Þessi 28 ára prestssonur, sem er mjög trúaður og keppti ekki á sunnudögum af þeirri C? ástæðu fyrr en 1993, hefur mJ farið á kostum í þrístökki á gárinu. Edwards missti af heimsmeistaramótinu í Tókíó 1991, vegna þess að þrístökk- ið fór fram á sunnudegi en eftir það endurskoðaði hann afstöðu sína. Var sannfærður um það af vinum sínum að hæfileikar hans í þrístökkinu væru Guðsgjöf, sem hann yrði að nýta. Edwards vann bronsverðlaun á HM í Stuttgart fyrir tveimur árum, en nú er hann sá langbesti. Guðsgjöfina nýtti hann aldeilis eftirminnilega á mánudag- inn og var ekkert að bíða með það. Strax í fyrstu umferð skaust hann eins og eldflaug eftir atrennubraut- inni og stökk; 1, 2, 3... „Þetta hlýt- ur að vera heimsmet!,, öskraði gam- all breskur sjónvarpsmaður sem sat við hliðina á mér í blaðamannastúk- unni og réði sér ekki fyrir kæti. „Sástu tilhlaupið hjá honum? Hann stekkur ekki eins og hinir, fer ekki eins hátt, heldur er einsog hann fleyti kerlingar eftir brautinni.“ Mikið rétt, stíll Edwards er örlítið annar og helsti munurinn er líklega sá hve atrennan er hröð. Hann kem- ur að plankanum eins og hundrað metra hlaupari, dregur ekki úr hraðanum og eyðir ekki of miklum krafti í að lyfta sér upp úr stökkun- um. Fleytir kerlingar, einsog mað- urinn sagði. Mælingamenn gáfu sér góðan tíma til að komast að niðurstöð- unni. Þegar óvenju iangt er stokkið er eins gott að hafa allt á hreinu. Og heimsmet var það: 18,16 metra. Frábært. Edwards hefur stokkið lengst’ 18,43 metra á þessu ár en þá var vindur allt of mikill þannig að árangurinn er ekki skráður, en allir vita að ótrúlega mikið býr í þessum strák. Menn voru að velta því fyrir sér í kringum mig hvort hann drægi sig ekki bara í hlé. Hvort hann færi nokkuð að stökkva meira í dag. Það myndi hvort sem er eng- inn ná honum. Og þó. Svarið kom fljótlega. Þegar kom að Edwards í röðinni fór hann úr æfingagallan- um, þaut af stað og... „Já!“ hrópaði sessunautur minn. „Ég þori að veðja að þetta er lengra en áðan.“ Og hann hafði rétt fyrir sér. Sei, sei, já: 18,29 metrar. Þar með var því lokið. Edwards stökk ekki aftur fyrr en undir lok keppninnar, en var ekki nálægt sínu besta. Skipti svo sem engu - hann var maður dagsins, og ég er illa svikinn ef hann verður ekki maður þessa móts. Mikið má gerast ef svo verður ekki því árangur hans - heimsmetin tvö með nokkurra mínútna millibili - er eitt glæsilegasta afrek fijáls- íþróttasögunnar. Eitt augnablik virtist Brian Well- man frá Bermúda hafa náð risa- stökki í síðustu umferðinni, en það reyndist ólöglegt. Steig allt of langt áður en hann stökk. Sýndi samt að hann er til alls líklegur og greini- legt að nýtt skeið er gengið í garð í þrístökkinu og svo virðist sem allt í einu séu komnir nokkrir sem geti stokkið vel yfir 18 metra. Edwards sigraði þó með einum mesta mun í þrístökkskeppni í háa herrans tíð en kannski verður hann ekki langb- estur lengi. Bara bestur. Skapti Hallgrímsson. Reuter JONATHAN Edwards heldur á gullpeningi sfnum, eftir að hafa sett tvö heimsmet í langstökki — 18.16 m og 18.29 m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.