Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 12
 •fj v Eyjólfur til Beiiín Lárus Orri Sigurðsson áfram hjá Stoke City Lárus Orri Sigurðsson knatt- spymumaður framlengdi um helgina samning sinn við 1. deildar- liðið Stoke City og verður því samn- ingsbundinn félaginu til vorsins 1998. „Ég var með samning við félagið til næsta vors, en eftir síðasta tíma- bil talaði framkvæmdastjórinn, Lou Macari, við mig og sagðist vilja ræða við mig um framlengingu. Við gegnum síðan í það þegar ég kom til baka úr sumarfríi og þetta varð ofan á,“ sagði Lárus Orri í samtali við Morgunblaðið. „Það er ýmislegt gott í þessum samningi og betra í þeim fyrri. Með honum tryggi ég mig í enska fót- boltanum næstu þrjú árin og hef þann tíma til að skapa mér nafn í boltanum hér auk þess sem hann veitir mér öryggi og er hagstæður fyrir báða aðila. Þeir voru ánægðir með mig síðastliðinn vetur og því voru þeir tilbúnir að gera þennan samning." Eyjólfur Sverrisson er á leið á nýjan leik til Þýskalands, þar sem hann mun leika með Hertha Berlín, sem leikur í 2. deild. Eins og kunnugt er hefur Eyjólfur orðið þýskur meistari — með Stuttgart 1992. Samningur uppá rúmar 15,8 milljónir króna liggur fyrir. Steward og Dean Martin í bann AGANEFNA KSÍ kom saman samkvæmt venju í gær og úrskurðaði um leikbönn. Einn leikmaður í fyrstu deild, Stewart Beards úr Val, fékk eins leiks bann fyrir 4 áminningar og í 2. deild fékk Dean E. Martin leikmaður KA eins leiks bann vegna fjögurra áminninga og Kristján Guðmundsson þjálfari ÍR eins leiks bann vegna brottvísunar félagið verður að auki 10.000 kr. í sekt vegna atviksins. Guðjón aftur til Keflavíkur Guðjón Skúlason, landsiiðsmaður í körfuknattleik, hefur ákveði að snúa heim á ný og leika með Keflvíkingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta vetur. Ekki er búið að ganga frá félagaskiptunum en Guðjón sagði í samtali við Morg- unblaðið að 'nann væri búinn að ákveða að leika með Keflavík næsta vetur. „Ég er búinn að ákveða mig, en það er ekki búið aðganga frá félaga- skiptunum ennþá. Eg er ekki að fara frá Grindavík vegna þess að mér hafi ekki líkað þar, mér líkaði mjög vel að leika með liðinu, áhorfendur og aðrir tóku mér mjög vel. Þetta var skemmtilegur vetur og ég vil þakka Grindvíkingum fyrir veturinn. Aðalástæaðan fyrir því áð ég skipti er vinna. Ég vil vinna hér í Keflavík því ef ég væri að vinna í Grindavík þá kæmi maður ekki heim til sína allan daginn og þar sem ég er ný orðinn pabbi vil ég komast heim öðru hvetju," sagði Guðjón. Guðjón lék með Keflvíkingum upp alla yngri flokka, fór síðan til Banda- ríkjanna í nám og lék körfuknattleik þar, snéri heim að loknu námi og lék með Kefiavík en síðasta vetur lék hann með Grindvíkingum. ■ WILSON Kipketer, blökku- maðurinn fótfrái sem fæddur er í Kenýa en keppir fyrir Danmörku, sigraði örugglega í 800 m hlaupi í gær í Gautaborg. Hann fær nýja, glæsilega Mercedez Bens bifreið, eins og aðrir sigurvegarar á HM, en sagði þó ætla að halda áfram að hjóla á æfingar! Kipketer hefur búið í Danmörku í fimm ár, og tvö ár eru síðan hann sótti um ríkis- borgararétt þar í landi, en hefur enn ekki fengið hann. Líklegt má telja að því verði kippt í liðinn fýrir Ólympíuleikana í Atlanta næsta sumar, annars getur hann ekki keppandi frá Búr- úndí, Arthemon Hatungimana, sem varð annar og hlaut því silfur. „Ég bý nú í París og hef ekki séð foreldra mína í Búrúndí í tvö. Ég vona að þau hafí séð mig í sjónvarp- inu,“ sagði hann. ■ BOÐIÐ var uppá frábært 10 þúsund metra hlaup í úrslitunum í gær. Það kom ekki á óvart að Ha- ile Gebrselassie frá Eþíópíu sigr- aði, en hann setti mótsmet — 27.12,95 mín. og fjórir næstu og þrír að auki bættu árangur sinn. Khalid Skah varð annar á 27.14,53 sem er nýtt Marokkómet. Gebrse- lassie var þó langt frá heimsmeti sínu, sem hann setti fyrr á árinu og er 26.43,53. ■ SKAH sagðist mjög ánægður með árangurinn því hann hefði meiðst í janúar og nánast misst af öllum undirbúningi vetrarins fyrir keppnistímabilið. ■ GEBRSELASSIE færBensfyr- ir sigurinn og fýrir á hann einn frá því á HM í Stuttgart 1993. Sá er ekinn 45 kílómetra, „og ég keyrði hann ekki einu sinni sjálfur heldur bróðir minn,“ sagði hann og bætti við að eins færi fyrir þessum. Hann yrði ekki keyrður mikið á næst- unni, og hann sjálfur myndi að minnsta kosti ekki setjast undir stýri fyrr en eftir Ólympíuleikana á HfPtltíI ó»*i ■ GEBRSELASSIE er heims- meistari og heimsmethafi, og sagði að héðan í frá væri aðeins eitt markmið hjá sér — að hlaupa vel á Ólympíuleikum; þeir skiptu mestu máli fyrir heimalandið. ■ ÍBÚAR Bahamaeyja gátu fagn- að innilega með stuttu millibili und- ir lok keppninnar í gær. Fyrst sigr- aði Troy Kemp í hástökki karla með 2,37 m — fyrsti Bahamabúinn til að vinna gull í sögu HM — og skömmu síðar varð Pauline Davis önnur í 400 metra hlaupi á 49,96 sem er nýtt landsmet. ■ DAVIS réði sér ekki fyrir kæti á blaðamannafundi eftir keppnina. Trúði varla að hún hefði unnið silfr- ið, og sagði: „Þetta hefur verið erf- itt. Ég vinn fulla vinna sem mark- aðsstjóri, átta tíma á dag áður en ég fer á æfíngu. Ég vinn hjá rík- inu, en finnst að nú eigi ég skilið að fá að einbeita mér að því að æfa á fullu kaupi. Ég vona að forráða- menn landsins sjái þetta viðtal og von mín rætist.“ Öruggt hjá Perec og Kipketer „Ég er svekktur" - segir Pétur Guðmundsson, kúluvarpari „ÉG fann strax að þetta var vonlaust. Ef ég hefði haldið áfram hefði ég hugsanlega eyðilegat framtíð mína í sportinu. Ég kom með því hugarfari hingað að svona gæti farið,“ sagði Pétur Guð- mundsson, kúluvarpari, en hann keppti ekki í undan- keppni kuluvarpsins í gær. Hendin á Pétri bólgnaði upp strax í upphitunarköst- unum og hann sá að hann átti enga möguleika á að kasta. Hann meiddist á HM innanhúss I vetur og sagði að það væri greinilegt að hann þurfti lengri tíma til að jafna sig. Á HM innanhúss hætti hann keppni eftir tvö köst. „Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að kom hingað út en ákvað að fara því mað- ur er jú alltaf bjartsýnn," sagði Pétur og bætti við „ég er náttúrlega svekktur, það er ekkert gaman að þessu svona.“ Maria-Jose Perec sigraði með glæsibrag í 400 metra hlaupi kvenna í gær. Hún kom lang- fýrst í mark á besta tíma ársins 49,28, önnur varð Pauline Davis frá Bahamaeyjum á 49,96 og fyrrum heimsmeistari Jearl Miles frá Bandaríkjunum kom þriðja í mark tæpum fímm metrum á eftir Perec. Perec gekk ekki heil til skógar fyrir hlaupið og þess vegna hafði hún m.a. hætt við þáttöku í 400 m grindarhlaupi, en undanrásir hófust á svipuðum tíma og úrslitahlaupið í 400 m fór fram. Hún lét engan bilbug á sér fínna og hljóp hringinn léttilega og áreynslulítið. Það var einnig létt hjá Wilson Kipketer frá Danmörku að sigra í 800 m hlaupi karla sem fór fram skömmu síðar. Hann hefur hlaupið hraðast allra á þessari vegalengd í sumar og þrátt fyrir að hann væri nokkuð frá sínum besta tíma í sig- urhlaupinu þá stóð honum eng- inn á sporði. hann kom í mark á 1:45,08 mínútum og slakaði nokkuð á sprettinum á síðsutu metrun- um. Annar varð Athemon Hat- ungimana frá Búrundi á 1:45,64 mínútum. Reuter Kom, sá og sigraði TROY Kemp frá Bahama kom sá og slgraAi í hástökkskeppni heimsmeistaramótsins í Gautaborg í gær. Hann hafði betur í hörkueinvígi við heimsmethafann Javier So- tomayor frá Kúbu, báðir stukku 2,37 m, en Kemp notaðl færrl tilraunlr í allri keppn- inni. Þar með tryggði hann Bahama fyrstu gullverðlaun sem landið hlýtur á HM í KORFUKNATTLEIKUR FRJALSIÞROTTIR / HM I GAUTABORG KNATTSPYRNA 1ÉÉsmmimiáám. 2 1 1 2 2 X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.