Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 1
mita MEISTARI Á SÍNU SVIÐI Ljósritunarvélar og faxtæki Jlbtgmiftlii^i^ 1995 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST BLAÐ B mitá Styrktaraöili HM í frljálsum íþróttum. (sjhggiH Guttormsson-Fjölval hf. Möfkin l • 128 Reykjavik • Bfimfl 581 2788 og 568 8650 - Bréfsimi: 553 5821 M&ÉMWm KNATTSPYRNA Hörður hættur með Val Kristinn Björnsson tekinn afturviðstjórninni STJÓRN knattspyrnudeiidar Vals ákvað í gær- kvöldi að segja upp samningi deildarinnar við Hðrð HMmarsson, bjálfara liðsins í suraar, og ráða aftur Krislinn Björnsson en hann hafðí ver- ið með liðið undanfarin tvö ár. Hann tók við æfingum strax í gærkvöhli. í fréttatilkynningu deildarinnar segir meðal annars að ástæða uppsagnar innar sé að liðið hafi verið komtð í sjálfheldu í leik og leikaðfcrðum, sem leiddt til þess að árangur hefur ekki verið sá sem vænst var eftir. Þvi-hafi verið gripið til róttækra aðgerða meðþví að skipta um þjálfara. „Menn voru sammála um Krislinn og er samniug- urinn við hann út keppnistímabilið," sagði Theód- órS. Halldórssonformaður deildarinnar. „Það var rætt um hann þar sem málin þréuðust öðru- visi en lagt var af stað með og þaraf leiðandi voru ýmis mál stöðugt í endurskoðun," Kristinn þjálfar nú k vetmala ndsliðin í knatt- spyrnu og mun gera það áfram en tveir landsieik- ir eru framundan í september og einn í oktðber, „Þetta er bara afraarkað verkefni hjá Val til að reyna að foreyta atburðarrásinni og í haust verð- ur að stokka upp spilin,*¦ sagði Kristinn i gær- i< völdi. „Ég vil meina að þjálfaraskipti breyti ekki öllii, stundumgengur það og stundum ekki en finna þarf nýja uppstnlingu, baeta varnarleik, fá kraft i sóknarleikinn og láta leikmenn finna það besta hjá sér. Nýr maður blæs öðruvísi í lúðr- ana og nú þarf aðvinda ofan af ðgæfunni," sagði Kristínn en hann hefur hefur séð flesta heima- leiki liðsins og nokkra utileiki. „Ég veit uokkurn veginn hvað klukkan slær, hef gengið í gegnum þennan f eril áður og þekki bæði innviði liðsins og einnig mðtherja." GUÐRÚN Arnardóttir í 400 m grindahlaupi í HM í Gautaborg - að keppa í annari umferö. Mynd/Göran Hgeri^ord ¦ hún tryggði sér rétt til Heppnin ekki með íslensku liðunum DREGIÐ var í Evr- ópukeppninni í handknattleik í gær og fer fyrri leikur- inn fram 7. eða 8. október næstkom- andi en sá síðari 14. eða 15. sama mán- aðar. Ljóst er flest íslensku liðin eiga erfiða ferð fyrir höndum. Af karlaliðunum fékk Valur fyrst heimaleik gegn CSKAMoskvaí meistarakeppninni og Afturelding fer til Makedóníu og leikur við Povard- aria Negotino í borgarkeppni Evr- ópu. I keppni bikar- hafa fer KA frá Akureyri hins vegar til Noregs og leikur gegn Víking frá Stafa ngri en Vík- ingar fá Gumany Zubri frá Tékklandi í heimsókn í Evr- ópusambands- keppninni. Kvenna- lið Sljöriuumar fær Anaganesi Artas frá Grikklandi í meist- arakeppninni og í bikarkeppninni fær Fram, D.H.C Me- arwen frá Hvíta- Rússlandi í heim- sókn. Jón Arnar meiddist og hætti Guðrún komst áfram. Meiðsli Péturs tóku sig upp í upphitun og hann tók ekki þátt í kúluvarpskeppninni Jón Arnar Magnússon meiddist í tugþrautarkeppni heimsmeist- aramótsins á mánudaginn og hætti. Hann hafði verið dæmdur úr leik í 400 m hlaupinu daginn áður, fyrir að stíga á línuna sem skilur að brautirnar; á vinstri línu í beygju, sem er harðbannað. Seinni daginn meiddist hann svo í stangarstökkinu og hætti keppni. Hann sagðist hafa verið vel upplagður, taldi sig vera á svipuðu róli eftir fyrri daginn og í Götzis í Austurríki í vor þegar hann Skapti Hallgrimsson skrífar frá Gautaborg setti íslandsmet. En meiðslanna vegna varð hann að hætta nú og fór heim til íslands í gær. Birgir Guðjónsson, einn yfirdóm- ara mótsins, ráðlagði íslendingunum að kæra ekki úrskurð brautardómara í tilviku Jóns Arnars. Hann skoðaði myndband af atvikinu og sagði enga von um að ákvörðun brautardómara yrði breytt. „Það var ekki gaman að þurfa að gera þetta, en ég er hérna sem hlutlaus starfsmaður en ekki sem íslendingur. Ég þurfti að skýra þetta svona út í þremur tilvikum, og sagði mönnum bara að þeir myndu örugglega tapa sínum 100 dollur- um," sagði Birgir við Morgunblaðið. Þá upphæð þarf að greiða þegar kært er. „Það var ekki nokkur leið að sjá annað en hann stigi á línuna — að sjá atvikið í sjónvarpinu var st'aðfesting á því að ákvörðun braut- ardómarans væri rétt og ekki nokkur leið að afsanna hana," sagði Birgir. Athygli vakti að bandaríski hlaup- arinn Darnell Hall var dæmdur úr leik í undanúrslitum 400 metra hlaupsins, Bandaríkjamenn kærðu og kæran var tekin til greina. Hann verður því með í úrslitahlaupinu í dag. Greinilega sést á sjónvarpsmynd að Hall stígur á vinstri línu, í beygju, ekki bara einu sinni heldur fjórum sinnum, og því vaknar sú spurning hvort ekki sé sama Jón eða séra Jón, því Hall er heimsmeistari innan- húss. „Ég get ekki útskýrt þetta. Þetta var ekki rætt á fundi okkar i dag og ég hef ekki séð atvikið. Ég verð að kynna mér það áður en get sagt eitthvað um það," sagði Birgir. Guðrún Arnardóttir keppti í 400 metra grindahlaupi í gær og komst áfram í undanúrslit. Pétur Guð- mundsson var hins vegar ekki með í kúluvarpskeppninni. Hann hefur verið meiddur á hendi, og sagði áður en hann hélt á völlinn, að hann myndi ekki taka neina áhættu. Meiðslin tóku sig hins vegar upp strax í upp- hituninni, þannig að hann gat ekki verið með. Guðrún Arnardóttir hleypur aftur í dag og Vésteinn Hafsteinsson tekur þátt í riðlakeppni kringlukastsins. ¦ Allt um HM Gauta- borg / B4,B5,B6, B7,B10,B11,B12 HESTAR: SIGURÐUR OG HUGINN HÖFDU TVÖ GULL Á HÖRKUNNI / B89B99B11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.