Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 B 9 MORGUNBLAÐIÐ HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Á ÍSLENSKUM HESTUM KEPPNIN ítölti og fjórgangi var nánast einstefna heimsmeistar- ans Jolly Schrenk, Þýskalandi, á Ófeigi og er með góðu móti hægt að segja að keppnin í báðum greinum haf i staðið fyrst og fremst um annað sætið. Vignir Jónasson og Gfsli Geir Gylfason stóðu sig með mikilli prýði íþessum greinum, komust báðir í A-úrsiit. En Gísli var hinsvegar dæmdur úr leik að loknum úrslit- um í töltinu, reyndist vera með ólögleg beislismél. Aðspurðir kváðu liðstjórarnir að þessi mél hefðu verið borin undir dómara og þau sögð vera í lagi og því hefði þetta komið mjög flatt upp á þá. Gísli var með nokkra hnökra á sýningunni í forkeppni ijórgangs sem leiddi til þess að hann hafnaði í B-úrslitum sem hann vann reyndar örugglega enda búinn að beija í alla bresti. Hestur hans Kappi frá Álftagerði kom mjög vel út á mótinu og fór frekar vaxandi heldur en hitt. Svipaða sögu var að segja um Vigni og Kolskegg, þeir hinsvegar þurftu að vinna B- úrslit í töltinu til að komast í A- úrslitin. Sveinn Jónsson og Tenór sigldu að heita má lygnan sjó í gegnum töltkeppnina. Voru nokkuð öruggir með sitt annað sæti bæði Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson DANSKA skeiðdrottningin Rlkke Jensen á Baldri frá Sandhólum. - segja liðstjórarnir PéturJökull Hákon- arson og Sigurður Sæmundsson Óvæntur danskur sigur í 250 m skeiði Ekki tókst þeim félögum Hinrik Bragasyni og Eitli frá Akur- eyri að veija titilinn í 250 metra skeiði en öllum að óvörum var það HHMBH danska stúlkan Valdimar Rikke Jensen á Kristinsson Baldri frá Sandhól- um sem tiyggði sér og Danmörku sig- urinn í fyrsta spretti er Baldur fór vegalengdina á 22,1 sek sem er jafnframt danskt met. Baldur lá alla fjóra sprettina sem farnir voru á mótinu og var tímaserían mjög góð hjá þeim, 22,1 sek., 22,5 sek, 22,6 sek og 22,8 sek. Hinrik og Eitill náðu bestum tíma, 22,4 sek, sem nægði þeim í þriðja sætið, tímaserían var 22,9 sek, 22,4 sek, 22,8 sek, en Eitill hljóp upp í þriðja spretti. En það var íslenski Svíinn Magnús Skúlason [sonur Skúla Steinsson- ar á Eyrarbakka] sem keppti á Glóa frá Eyrarbakka og varð ann- ar á 22,2 sek í þriðja spretti, skeið- aði í fyrsta og öðrum spretti á 22,5 sek, en stökk upp í þeim þriðja. Sigurður Matthíasson og Huginn skeiðuðu á 23,8 sek í síð- asta spretti sem tryggðu. þeim 12., en Sigurbjörn og Höfði urðu 11. og Einar Oder Magnússon og Mökkur höfnuðu í 15. sæti á 24,3 sek. Erill frá Felli, hestur Sigurður Marínussonar, heltist áður en keppnin í skeiðinu hófst og kepptu þeir því ekki. Mun hann hafa grip- ið lítillega á sig á æfingu kvöldið áður en keppnin hófst og var kom- in bólga í þetta morguninn eftir. Ágætis árangur miðað við aðstæður Víkingur kosinn ístjórn FEIF VÍKINGUR Gunnarsson, ráðunautur, vai- kosinn rækt- unarfulltrúi í stjórn Alþjóða- sambands eiganda íslenskra hesta, FEIF, á aðalfundi sam- takanna sem haldinn var á mánudag, að loknu heims- meistaramóti. Víkingur hlaut góða kosningu — fékk fjórtán atkvæði af 24 mögulegum. Heidi Schwörer, Þýskalandi, sem Jóhannes Hoyos, Austur- ríki, stakk uppá, fékk fimm atkvæði, Barla Barandum, Sviss, fékk þijú atkvæði og fyrrverandi ræktunarfulltrúi, Aime Marie Quarles, Hol- landi, hlaut tvö atkvæði. Ýmis mál voru rædda á fundinum, en af samþykktum má nefna að hér eftír gilda sömu reglur um beislabúnað í keppni barna og unglinga á vegum FEIF. LIÐSTJÓRAR ísienska liðsins þeir Sigurður Sæmundsson og Pétur Jökull Hákonarson voru að vonum ánægðir með útkom- una hjá íslendingunum þótt ekki hafi náðst sami fjöldi gull- verðlauna og á síðasta móti. Að vísu viðurkenndu þeir í samtali við Morgunblaðið í mótslok að útlitið hafi á tíma- bili ekki verið sem allra best og þeir óttast að þeir yrðu að hlusta á þýska þjóðsönginn allan sunnudaginn en sem bet- ur fer hafi nú raunin orðið önn- 'ur. Að þeirra mati báru að sjálf- sögðu hæst frábærir sigrar Sigurðar Matt. og Hugins sem stóðu sig með miklum ágætum og svo fágætt afrek hjá Sigurbirni að tryggja sér sigur í gæðingaskeiðinu öðru sinni á Höfða. Þeir bentu á að nú í fyrsta sinn hefðu allir þeir knapar og hestar sem þátt tóku í hringvallargreinunum tryggt sér sæti í A- úrslitum. Úrslitin í tölti og fjórgangi töldu þeir mjög ásætt- anleg. Þótt tölthornið hafi ekki unn- ist voru nú þrír íslendingar í A- úrslitum sem líklega hafi aldrei gerst áður. Þegar hlutirnir séu metnir verði einnig að taka með í reikninginn að þrír af hestum ís- lensku sveitarinnar forfölluðust og nú hafi sýnt sig hvaða gildi það hefur að vera með dýralækni í sveit- inni, en Björn Steinbjörnsson hafði umsjón með öllum hestum Islend- inganna meðan á mótinu stóð og vonuðust Sigurður og Pétur til að þessi háttur yrði hafður á í framtíð- inni. Einnig vakti það athygli þeirra og annarra hversu vel hestarnir frá Islandi stóðu sig í þessum mikla hita sem var að heita má frá því þeir komu og þar til yfir lauk, þar sem hitinn var í kringum 30 stig flesta dagana. Þá voru þeir sammála um að Jolly Schrenk, Þýskalandi, og Ofeigur hafi verið vel að sigrinum komin í tölti og fjórgangi. Ofeigur sé yfirburðahestur í tölti, brokki og stökki þótt ekki séu sýningar þeirra alveg gallalausar. En hvað kynbóta- sýningu viðkæmi væri tilfinning- arnar nokkuð blendnar. Svo virtist sem þessi þáttur HM mótanna sé að breytast í einhveija kaup- mennsku eða skrípaleik þar sem menn með bestu hrossin hafi enga tryggingu fyrir því að dæmt sé á faglegum grunni. Töldu þeir að þýski dómarinn hafi haft af Islend- ingum sigur í flokki eldri hryssna með furðulegri einkunnagjöf sem stangaðist meira og minna á við einkunnir meðdómenda. HULDA Gústafsdóttir á Stefni stóðu sig vel f fimm- gangi — náðu öAru sæti. Úrslit / B11 Morgunblaðið/Valdimar Knstinsson Yfirburðarhesturinn Ófeigur og Jolly Schrenk, Þýskalandi, sigruðu örugglega í tölti og fjórgangi. Schrenk og Ófeigur með einstefnu í forkeppni og úrslitum. Áttu greini- lega ekki möguleika gegn Jolly og Ófeigi. Þrátt fyrir að engum bland- aðist hugur um yfirburði Ófeigs er langt í frá að um gallalausar sýn- ingar hafi verið að ræða hjá þeim. Hesturinn hefur afar stífan og háan höfuðburð og sjálfsagt ekki einfalt að sýna hestinn svo vel fari. Ekki þarf að efast um reiðmennskuhæfni Jollyar sem er bæði snjall og geð- þekkur knapi, síbrosandi og glöð. Vissulega væri skemmtilegt að hestur í þessari stöðu færi betur í reið og má þá minnast hesta eins og Skolla og Rauðs. Einnig vakti hestur Unn Kroghen, Hruni frá Snartarstöðum mikla athygli. Er þar á ferðinni afar föngulegur hest- ur en mjög erfiður og sýndi Unn það ótvírætt hversu snjöll hún er í að fást við erfiða skaphunda. í for- keppni þótti hún nokkuð fijálslega dæmd því talsverðir hnökrar voru á sýningunni, sérstaklega í tölti. Aftur á móti þótti mörgum hún vandæmd í úrslitum. Mátti greina allnokkurn gæðingakeppnisbrag á sýningum í forkeppni þar sem dóm- arar virtust horfa framhjá smámis- fellum í sýningum en svo virðist sem tekið hafi verið á þessu fyrir úrslit- in á laugardag og sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.