Morgunblaðið - 11.08.1995, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.08.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 B 5 an silung á ve- turna.“ Mörg borgarbörn hrædd við dýr Helgi og Björg finna sig vel í þessari starfsemi og njóta þess að spjalla við gest- ina, sinna út- lendingunum sem koma heimsókn, fræða þá um ylræktina og koma börnunum í tengsl við dýrin. „Við höfum fundið áþreifan- lega fyrir því í sumar að mörg borgarbörn eru í fyrstu hrædd við dýrin. Sum hver þora jafnvel ekki inn og við höfum þá reynt að hjálpa þeim að yfirvinna hræðsl- una, gefið þeim tíma og látið þau halda á hvolpi eða kettlingi. En þau hafa gaman af nálægðinni þegar þau á annað borð þora og þá geta þau dvalið langtímum saman hjá dýrunum." Yfirgáfu malbiklð og gerðust garðyrkjubændur Þegar haustar snúa þau Björg og Helgi sér að störfum sínum sem garðyrkjubændur. Þau eru bæði úr Reykjavik en fyrir ellefu árum tóku þau ákvörðun um að yfirgefa malbikið og flytja í sumarbústað- inn sinn sem.stendur í landi Iðu við Hvítá. „Þar bjuggum við fyrstu árin, sóttum um lóð í Laugarási og byrjuðum uppbyggingu í yl- rækt. Það hafa eflaust margir haldið að við værum orðin vitlaus, höfðum aldrei komið nálægt yl- rækt nema verið með lítið gróður- hús við sumarbústaðinn okkar.“ Þau rækta agúrkur og tómata, og eru með steinselju til skrauts, eins og þau orða það. Þegar gestir yfirgefa dýragarðinn geta þeir fjárfest í græn- meti, fengið annað hjónanna til að tína agúrk- ur eða tómata. Auk grænmetis- sölu hafa þau verið að selja fyrir aðra bænd- ur á þessum slóðum íslensk jarðarber, kryd- dolíur og edik. Björg og Helgi nota líf- rænar varnir í ylræktinni. „Garðyrkju- menn hérlendis nota í auknum mæli þessa að- ferð sem þýðir að engin eitur- efni eru notuð.“ Minjagrlpir og gjafavara í vetur þegar dýragarðurinn lok- ar snúa þau sér aftur að ylrækt- inni, hreinsa gróðurhúsin, sá, um- potta og þau vonast líka til að geta sinnt því að búa til handunna gjafa- vöru úr leir og frumlega minja- gripi. „I fyrra fórum við reglulega í Kolaportið um helgar til að selja. Við viljum samt reyna að koma því þannig fyrir að við getum selt okk- ar muni hér heima.“ Auk leirmun- anna hafa þau verið að fikra sig áfram með gerð minjagripa. „Okk- ur fannst vanta eigulega muni fyr- ir útlendinga. Við fórum að safna hraunmolum úr Heklu og búa til kertastjaka og erum að prófa okkur áfram með ýmislegt annað eins og t.d. að húða laufblöð í haustlitunum. „Möguleikamir eru óteljandi og okkur skortir síst hugmyndir. Und- anfarna mánuði hafa hlutimir þró- ast mjög hratt hjá okkur. Við þurf- um að setjast niður í haust og at- huga hvaða hugmyndir eigi að hafa forgang. Sumarið hefur þó sannfært okk- ur um að við emm á réttri leið.“ ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir HANI og hæna spígspora um garðinn og heilsa upp á gestina í CHITWANÞJÓÐGARÐ- INUM í Nepal. að í Nepal og hitt á Indlandi. Einn- ig hefur hann kannað aðstæður fyrir sambærilega starfsemi í Rúss- landi en ástandið þar reyndist ekki hagstætt. Mikill hluti starfsins felst í ferðum í Suðaustur-Asíu og við- skiptum í London. Kristján býst því við að koma sjaldnar til íslands í framtíðinni. En einhvetjir íslendingar eiga eflaust eftir að heimsækja hann í Nepal. Kristján segir að dvöl þar í landi geti verið mjög ódýr eða rándýr allt eftir áherslum ferðamannsins. Nokkrir íslendingar hafa fengið að starfa á Tiger Tops-hótelinu, aðal- lega við að hafa ofan af fyrir gest- um, „socialize“. Von er á fimmta íslendingnum í það starf í haust. Móðir Kristjáns býr hér á landi og systir hans Anna Tara einnig. Tengslin við ísland munu því aldrei rofna. ■ Helgi Þorsteinsson Kvikmyndir geymdar á Suðurskautinu KVIKMYNDIR eru mjög erfiðar í geymslu og þær eyðileggjast með tímanum séu þær ekki hafðar í kulda. Filmur af gamalli gerð eru sérlega viðkvæmar og jafnframt getur stafað af þeim eldhættu. Forráðamenn kvikmyndasafns- ins í Canberra íhuga nú að flytja nokkrar af gersemum ástralskrar kvikmyndasögu til Suðurskautsins FER Mel Gibson í frysti á Suðurskautinu? til varðveislu. Það getur verið mjög dýrt að halda kvikmyndum í kæli og þurrki í sérstökum geymslum en í rannsóknastöðvum Ástrala á Suðurskautinu væri hægt að geyma þær án sérstaks tilkostnað- ar. Forstöðumaður kvikmynda- safnsins í Canberra viðurkennir að hugmyndin virðist bijálæðisleg en bætir við að „stundum leiða undarlegar hugmyndir til spenn- andi lausna á erfiðum vandamál- um“. ■ DAGLEGT LÍF MARKMIÐIÐ er að kenna nemendum að lifa með sjúkdómnum, taka ábyrgð á sér og á þann hátt lifa eðlilegu lífi Astmaskóli fyrir börn Með tilkomu skólans varð helmingsfækkun á innlögnum barna og ungmenna og veikindadögum hefur fækkað Morgunblaðið/Árni Sæberg BETTY Ostergaard hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður astmaskólans í Óðinsvéum. TALIÐ er að um 16% þriggja ára barna hér á landi þjáist af astma. Eftir það fellur tíðnin og að meðal- tali er álitið að um 5% íslendinga séu með astma. Um árabil hefur fullorðnum ver- ið boðið upp á astmafræðslu hér á landi, en sú fræðsla hefur farið fram á spítölum. Börn hafa á hinn bóginn ekki fengið skipulega fræðslu um sjúkdóminn. Betty Ustergaard er danskur hjúkrunarfræðingur sem kynntist hugmyndinni að astmaskóla fyrir börn í gegnum Svía. Hún er nú í forsvari fyrir slíkan skóla sem hún stofnaði í Óðinsvéum og hefur gef- ið góða raun. Betty var stödd hér á landi fyrir skömmu og fræddi fólk í heilbrigðisstéttum um árang- ur skólans. Hún hélt erindið á Vífíl- staðaspítala fyrir tilstuðlan starfs- fólks göngudeildarinnar þar sem er fyrir astmasjúklinga og þá sem eiga við ofnæmi að stríða. Þúsund börn hafa verið í skólanum „Unglingar eiga oft erfitt með að sjá nauðsyn þess að taka lyfín sín og mörg börn sem þjást af astma eða ofnæmi fá enga fræðslu. Lítið barn hleypur kannski með félögum sínum en finnur vanmátt sinn þegar það mæðist fljótt og finnst það geti bara andað í gegn- um lítið rör. Þetta barn verður mjög hrætt við einkennin ef það þekkir ekki sjúkdóminn sinn.“ Betty segir að börn í Danmörku hafi verið illa upplýst um astma og ofnæmi og þegar skólinn byij- aði kom í ljós að aðeins eitt af hveijum þrjátíu astmaveikum börn- um gat sagt frá því um hvað sjúk- dómur þess snýst. Hinsvegar er öllum astmasjúklingum nauðsyn- legt að þekkja hvað amar að þeim til að vita hvernig bregðast á við einkennum og lifa með sjúkdómn- um. íslenskur astmaskóll væntanlegur? Mikill áhugi er nú fyrir stofnun astmaskóla hér á landi og er verið að ræða við ýmsa aðila þar að lút- andi. „Ég held að meðaltal astma-, og ofnæmisveikra barna á íslandi sé hærra en talið er og mörg börn sé því ekki enn búið að greina.“ Betty segir að það séu ýmis ein- kenni sem hægt er að vera vak- andi fyrir og láta athuga. Ef barn tekur ekki þátt í íþróttum eða snið- gengur að hreyfa sig mikið þá er ástæða til að láta fylgjast með því. Ef barn mæðist fljótt eða hóst- ar mikið þá borgar sig að finna orsökina. Dragi barn sig í hlé í leikfimi segir Betty að kennarinn ætti að vísa barninu til hjúkrunar- fræðings skólans sem myndi síðan finna út ástæðuna. Þegar Betty ákvað að reyna hrinda þessari hugmynd sinni i framkvæmd með astmaskóla í Óð- insvéum vildi hún ekki hafa skólann innan veggja spítala heldur bjóða börnunum í hlýlegt umhverfi úti í bæ. Hún bar þessa hugmynd undir borgaryfirvöld á Fjóni og eftir að hafa útfært betur starfsemina hlaut hún sem samsvarar rúmlega fimm milljóna króna styrk til að hrinda henni í framkvæmd. Nú, tæpum íjórum árum síðar hefur komið í ljós hversu þörfin var brýn og hversu góða raun astma- skólinn hefur gefið. Þúsund börn hafa þegar sótt námskelA Astmatilfellum fer fjölgandi á Norðurlöndum og á Fjóni eru um 70.000 astmasjúklingar, þar af um 10.000 börn. A hveiju ári bætast við um 500 ný tilfelli. Um þúsund börn og unglingar hafa nú gengið í astmaskólann og eru margir á biðlista. Fræðslan er veitt ókeypis og hvert námskeið stendur í íjórar vikur. Mætt er einu sinni í viku í tvo tíma o g tveim- ur mánuðum eftir námskeiðið koma þátttakendur einn laugardag og bera saman bækur sín- ar, elda og borða saman hollan mat. Nýlega fékk skólinn ijárveit- ingu til að koma á laggirnar samsvar- andi fræðslu fyrir fullorðna einstakl- inga með astma. Börnum kennt aö bera ábyrgA á sínu lífi í astmaskólan- um fá börnin upp- lýsingar um þarfir sínar, einkenni sjúkdómsins og hvernig bregðast á við þeim. „Markm- iðið er í hnotskurn að kenna börnun- um að lifa með sjúkdómnum, taka ábyrgð á sér og á þann hátt lifa heilbrigðu lífi.“ Betty segir að mörg börn sem eru með astma finni sig ekki í hópi jafnaldra sinna, þeim finnst þeir vera öðruvísi. Þegar fræðslan fer síðan fram í astmaskólanum hittast jafnaldrar, því námskeiðunum er skipt niður eftir aldri. Þá uppgötva börnin að margir eru á sama báti og þegar þau hittast geta þau bor- ið saman bækur sínar og skipst á skoðunum. Læknisheimsóknum fækkaA um 60% Betty segir helmingi minna hafa verið um innlagnir á sjúkrahús hjá nemendum hennar en fyrir nám- skeiðið í skólanum og ennfremur hafí bráðaheimsóknum til læknis fækkað um 60%. Veikindadögum í skóla hefur fækkað um 10%. „Við erum mjög ánægð með þessar niðurstöður því þetta gefur okkur tækifæri til að halda áfram og útvíkka starfsemina. Þarna er líka markmiðinu náð að nemendur okkar geti sjálfir tekið ábyrgð á lífi sínu og náð því að lifa eðlilegu lífi með sjúkdómnum." ■ Guðbjörg R. Gúðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.