Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 6
6 ' D ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM í FRJÁLSÍÞRÓTTUM Jackson Sviss: 13,16 COLIN Jackson, heimsmet- hafi í 110 m grindahlaupi, lenti í deilum við breska frjáls- íþróttasambandið og var ekki með á HM. Hann tók hins veg- ar þátt á litlu móti í Baden í Sviss á Iaugardag, sama dag og úrslit réðust í greininni i Gautaborg — þar sem Allen Johnson sigraði á 13,00 sek. Jackson sigraði í Baden á 13,16 sek. en átti best 13,18 í ár. Hann verður örugglega með á stigamóti í Ziirich á morgun. Langstökk eina von Drechslers HEIKE Drechsler, þýski ólympíumeistarinn í langstökki, sagði á sunnudag að ólíklegt væri að hún yrði með í sjöþraut á Ólympíu- leikunum í Atlanta. Drechsler hefur verið í fremstu röð síðan hún sigraði í langstökki í Heimsmeistarakeppninni í Helsingi 1983, en þá var hún 18 ára og yngsti gullverðlaunahafinn á leikunum. Hún á sex sigra að baki í langstökki, 100 metra hlaupi og 4x100 metra hlaupi á HM en henni hefur aldrei gengið eins illa í keppni og á HM í Gautaborg þar sem hún varð í níunda sæti í langstökki og varð að hætta í sjöþraut eftir þrjár greinar vegna meiðsla á ökla. „Sennilega kem ég aðeins til með að einbeita mér að langstökk- inu í Atlanta vegna þess að dagskráin er þannig að ekki er hægt að vera í fremstu röð í langstökki og sjöþraut og auk þess verð ég ekki yngri,“ sagði Drechsler sem er 30 ára. Hún meiddist í hástökki sjöþrautarinnar í liðinni viku og gat ekki byrjað að æfa aftur fyrr en í fyrradag en fyrir vikið verður hún ekki með á stigamótinu í Ziirich á morgun. Hleypur berfætt Reuter ANA Quirot frá Kúbu, heimsmeistari í 800 m hlaupi, hleypur berfætt með fána Kúbu og blómvönd, er hún fagnaði sigri. Eg er eiginlega orðlaus „Yndislegasti sigur minn“ Ana Quirotfrá Kúbu heimsmeistari í 800 m hlaupi tveimur og hálfu ári eftir að slasast lífshættulega í bruna ANA Fidelia Quirot frá Kúbu fékk uppreisn æru er hún sigraði glæsilega í mjög góðu 800 metra hlaupi kvenna á sunnudag. Þessi frábæra hlaupakona, sem brenndist lífshættulega fyrir tveimur og hálfu ári, hljópá 1.56,11 íúrslitahlaupinu íGautaborg og var gráti næst af fögnuði þegar hún kom í mark. Eftir slysið liðu tíu mánuðir þartil Quirot keppti aftur, á Mið-Ameríkuleikunum í nóv- ember 1993, en hún var ekkert með f fyrra og snéri ekki á hlaupa- brautina á ný af alvöru fyrr en í sumar. Mótheijar Quirot höfðu ekki roð við henni á endasprettinum á sunnudaginn. Hún var þriðja þeg- ar komið var í síð- Skapti ustu beygjuna, and- Hallgrímsson lit hinna báru merki skrifarfrá þreytu og erfiðleika Gautaborg en Qu;rot virtist ekki blása úr nös. Var afslöppuð og ákveðin og þaut fram úr bresku stúlkunni Kelly Holmes, sem var fyrst, þegar um 80 metrar voru eft- ir og stakk af. Letitia Vriesde frá Surinam varð önnur á 1.56,68, sem er suður-amerískt met og Holmes þriðja á 1.56,95, sem er breskt met. Þess má geta að Patricia Djate’ varð fjórða á 1.57,04 sem er franskt •met. Ana Quirot á þriðja besta tíma sögunnar í 800 m; 1.54,44 frá því 1989. Hún varð þriðja á Ólympíu- leikunum í Barcelona 1992 og lenti síðan í hræðilegu slysi heima á Kúbu nokkru síðar, í janúar 1993. Brenndist lífshættulega; hlaut þriðja stigs bruna á 38% líkamans og ber þess enn í dag greinileg merki. Quirot var með barni er slysið varð og fæddi stúlku, löngu fyrir tímann, meðan hún barðist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsinu, en barnið lést aðeins viku gamalt. Áfallið var því mikið, bæði andlegt og líkamlegt. „Þegar verst lét átti ég alls ekki vona á því að ég ætti afturkvæmt svona sterk. En það tókst og þetta er yndisleg- asti sigur minn á ferlinum," sagði hún. „Andstæðingar mínir voru bet- ur æfðir því ég hef ekki æft af krafti nema í sjö mánuði.“ Gullpeningurinn sem Quirot fékk í Gautaborg er sá fyrsti sem hún nælir í á stórmóti, þ.e. HM eða Ólympíuleikum og stundin því stór fyrir hana. Alberto Juantorena, sem varð Ólympíumeistari í 400 og 800 m hlaupi í Montreal 1976 og nú er formaður kúbverska fijálsíþrótta- sambandsins og í stjórn alþjóða sam- bandsins, var í þann mund að fara að afhenda verðlaun í 1.500 m hlaupi karla þegar Quirot kom sigur- hring sinn. Hann stökk út á hlaupa- brautina, faðmaði stúlkuna að sér, lyfti henni upp og snéri í hring. Náði síðan í kúbverska fánann, sem áhorfandi í grenndinni var með, og rétti Quirot. Þannig útbúin hélt hún sigurhringnum áfram. ALLEN Johnson var fyrstur yfir grindurnar — fyrir aftan hann eru Tony Jarret og Roger Kingdom. með að þjófstörtin hefðu áhrif á launum. Síðan snéri hann sér að Jarrett, en svo var ekki og hann Kingdom dreymir um þriðja ÓL-gullið ROGER Kingdom á tvö ólymp- íugull í sarpi sínum, er fyrrum heimsmethafi en varð að sætta sig við þriðja sætið í 110 m grindahlaupinu í Gautaborg. Þessi 32 ára Bandaríkjamað- ur, sem hefur átt erfitt upp- dráttar síðustu ár vegna meiðsla, sigraði fyrst óvænt á Ólympíuleikunum í Los Ange- les 1984 og varði titilinn I Seoul 1988 eftir að hafa náð sér eftir slæm meiðsli. Hann setti heimsmet 1989 og var efstur á heimslistanum 1990, þriðja árið í röð, en árið eftir meiddist hann aftur illa á hné. Nú er hann enn á uppleið og dreymir um að ljúka ferlinum með þriðja ólympíugullinu á heimavelli í Atlanta á næsta ári. Hann er frá Georgíu-ríki og segir stórkostegt ef hann nær að Ijúka ferlinum með sigri fyrir framan fólkið sem hefur stutt hann alla tíð — fjöl- skyldu og vini — á heimavelli næsta sumar. ALLEN Johnson frá Bandaríkj- unum setti persónulegt met er hann sigraði í 110 m grinda- hlaupinu í Gautaborg á laugar- dag. Átti best 13,16 sek. en hljóp á 13,00 í sigurhlaupinu. Hann er nú heimsmeistari í greininni innan- og utanhúss og það var hann sem stöðvaði sigurgöngu Bretans Colins Jacksons, heimsmethafa, fyrrá árinu. Jackson hafði sigrað í 44 hlaupum í röð er Johnson hafði betur 8. febrúar síðastlið- inn á HM innanhúss í Madrid. Johnson, sem er 22 ára, var auð- vitað yfir sig ánægður með gullið. „Það er stórkostlegt að vera heimsmeistari __ bæði Skapti inni og úti. Ég er Hallgrímsson eiginlega orðlaus," skrifar frá sagði hann. Gautaborg Johnson urðu á mistök deginum áður, er hann rakst á grind og var nærri dottinn, en hann segir það hafa hjálpað sér þegar á hólminn var komið. Gert sig enn ákveðnari en ella og skerpt einbeitinguna, því það hefði verið skortur á henni sem olli óhappinu. „Nú einbeitti ég mér vel allt hlaup- ið.“ Bretinn Tony Jarrett hlaut silfur, hljóp á 13,04 sek. en á best 13 sek. sléttar. Hann þjófstartaði tvisv- ar en í þriðju tilraun var allt lög- legt. Johnson sagðist hafa reiknað veitti sigurvegaranum harða keppni. „Ég er vonsvikinn vegna þess að ég er í mjög góðri æfingu, hljóp nálægt mínum besta tíma cg tapaði ekki fyrr en á endalínunni.“ Roger Kingdom frá Bandaríkjun- um, sem er orðinn 32 ára, varð þriðji. Segja má að hann hafi stolið senunni á blaðamannafundi eftir sigur Johnsons. „Ég fæ að sitja í hjá ykkur í Bensanum, er það ekki?“ sagði hann við Curtis Fry, þjálfara Johnsons, en allir sigurvegarar á HM fá Mercedez Bens bifreið að sigurvegaranum og sagði: „Hefð- irðu bara rekið nefið fram aðeins fyrr hefðirðu komist í klúbbinn.*1 Hvaða klúbb? Jú, í hóp þeirra sem farið hafa vegalengdina undir 13 sekúndum. Enda sagði Johnson, spurður hvernig sér fyndist að vera bestur: „Ég er ekki bestur. Ég er einn þeirra þriggja bestu,“ og leit á félaga sína. Og svo virtist sem bæði Johnson og Jarrett væru afar stoltir af því að vera í félagsskap Kingdoms. Hann er einn þriggja sem hlaup- ið hafa undir 13 sek.; heimsmet Colins Jacksons er 12,91, Kingdom á best 12,92 og landi hans Renoldo Nehemiah á 12,93 frá 1981. King- dom hrósaði Jarrett, sem er 27 ára, og Johnson, en minnti á að hann væri ekki búinn að vera. „Nú sný ég mér að Ólympíuleikunum Atlanta. Þar verða allir þeir bestu með — það verður „heitt“ hlaup.“ Colin Jackson var fjarri nú en verð- ur örugglega á sínum stað í Atl- anta. Kravets gerð að lautinant HEIMSMETHAFINN í þrístökki kvenna, Úkraínubúinn Inessa Kravets, fékk óvænta upphefð eftir afrekið því hún var gerð að lautinant í landamæravörslu úkraínska hersins. Kravets gegndi áður stöðu íþróttaleiðbeinanda í gæslunni og segja þarlendar fréttastofur stöðuhækkunin ekki samkvæmt venjum hersins. Kravets sló heimsmetið þegar hún stökk 15,50 metra en fyrra metið átti rússneska stúlkan Anna Biryukova, 15,09.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.