Morgunblaðið - 22.08.1995, Side 1

Morgunblaðið - 22.08.1995, Side 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • F R • oripiinMaMti Garðar og lóð- ir í Firðinum Fallegir garðar og lóðir eru ekki aðeins augnayndi, heldur eiga sinn þátt í að auka verð- gildi fasteignanna. Fyrir skömmu veitti fegrunarnefnd Hafnarfjarðar árlegar viður- kenningar sínar fyrir fallega garða og fegrun./ 22 ► Húsin og skólasagan Fyrr á þessari öld fór barna- kennsla í Reykjavík oft fram í einkahúsum. I þættinum Smiðjan rekur Bjarni Ólafsson þá sögu og sögu nokkurra húsa, sem kennt var í. Þessi saga má ekki týnast./ 27 ► Ú T T E K T Ný byggð við Elliðavatn yggðin við Elliðavatn hefur á sér sérstakt yf- irbragð. Sérbýlið er þar alls ráðandi en fjölbýlishús engin. Verð á húsum þar er auðvitað mjög mismunandi, enda húsin misstór og ólík að allri gerð og afar misjafnt, hvað í þau er borið. Oft selj- ast þau á ívið lægra verði en sambærileg hús annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er samt síður en svo einhlít regla. Góðar húseignir á stór- um lóðum við EUiðavatn eru jafnvel dýrari en sambærileg- ar eignir annars staðar. Byggðin er hluti af Kópavogi en er að langmestu leyti í landi jarðarinnar Vatnsenda vestan megin við Elliðavatn og neðan Heiðmerkur. Nú hefur nýtt hverfi fyrir um fjörutíu íbúðar- hús verið skipulagt í Vatns- endalandi og þar eni húsin tek- 'it'iU, , r. _ | | í I..HB in að rísa hvert af öðru. Mörg þessara húsa eru stór og glæsi- leg og byggð á stórum lóðum. f viðtali við Magnús Hjalte- sted, bónda á Vatnsenda, er fjallað um byggðina við Elliða- vatn og hið nýja hverfi, sem hlotið hefur heitið Hvarfa- hverfi. Lóðir eru þar gjaman mjög stórar. Minnsta lóðin er 1.250 ferm. og sú stærsta 2.800 ferm. Skipulagsskilmálar eru mjög frjálsir, þannig að hægt er nánast að byggja þarna eins og hver vill innan venjulegra skynsemismarka. Þó er miðað við, að hámarkshæð húsa verði tvær hæðir. Engin skilyrði eru sett varðandi útlit húsa og fólki í sjálfsvald sett, hvaða bygging- arefni er notað. Á stærstu lóð- unum verður hægt að hafa hesthús./ 16 ► Minni húsbréfa- útgáfa en í fyrra HÚSBRÉFAÚTGÁFAN er mik- il vísbending um hrevfinguna á fasteignamarkaðnum. A fyrstu sjö mánuðum þessa árs hefur hús- bréfaútgáfan verið mun minni en þó jafnari en á sama tímabili í fyiTa, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér. Mest var hús- bréfaútgáfan í júní og júlí sl., enda eru sumarmánuðirnir aðalfram- kvæmdatíminn og það kemur fram í meiri húsbréfaútgáfu vegna ný- bygginga. Á síðasta ári var húsbréfaútgáf- an mjög mikil og mun meiri en árið á undan. f janúar í fyrra var hún þó miklu minni en í sama mánuði árin á undan og má eflaust rekja það til breytinga, sem þá urðu á húsbréfakerfinu. Húsbréfaútgáf- an jókst svo aftur á ný og varð mun meiri en gert var ráð fyrir með þeim afleiðingum, að ný húsbréf þraut og gefa varð út nýjan hús- bréfaflokk. Biðin eftir þessum húsbréfum olli því, að mikil töf varð á af- greiðslu þeirra í október. Að sama skapi jókst svo húsbréfaútgáfan aftur í nóvember og varð þá meiri en í nokkrum mánuði öðrum í fyrra. í desember var hún einnig mikil. Þetta sýnir, að töluverð hreyfing var á fasteignamarkaðin- um sl. haust. Enda þótt húsbréfaútgáfan hafi dregizt saman í ár, er þó ekki hægt að líta á það alfarið sem merki um samdrátt á fasteignamarkaðnum. Þeim húsum og íbúðum fer stöðugt fjölgandi, sem búið er að taka hús- bréfalán út á og þegar svo er, þarf ekki að gefa út ný húsbréf, þegar þessar eignir eru seldar á ný nema kannski að litlu leyti, því að kaup- andinn yfirtekur þau húsbréfalán, sem þegar hvíla á eigninni. EnBtt er að gera sér grein fyrir því, hve stór þáttur yfirtaka á eldri húsbréfalánum er orðin, en víst er, að hún er orðin umtalsverð. 1,8milljarðar. kr. Afgreidd húsbréf 1994-95 Á reiknuðu meðalverði hvers mánaðar 1994, allt árið 14,9 milljarðar. kr. 1994, jan.-júlí 9,5 1995, jan.-júlí 6,7 HVÍB EITT FJÖLMENNASTA ALMENNINGSHLUTAFÉLAGIÐ Á INNLENDUM HLUTABRÉFAMARKAÐI FERÐ TIL í tilefni af því að Hlutabréfavísitala VÍB hefur nú náð hæsta gildi Trá upphafi býður VIB tveimur heppnum hluta- bréfakaupendum til New York. Nöfn þeirra sem kaupa hlutabréf hjá VÍB á tímabilinu 28. júli - 31. desember 1995 fara í pott. Dregin verða út tvö nöfn, en vinningurinn er ferð til New York. Þeir sem keyptu hlutabréf í HVÍB árið 1994 fá nú tfjidujcgtg-iðjsht-■M-ikAtfinum eða lækkun á tekjuskatti. Greiðsian nemur um 84.000 kr. fyrir hjón sem nýttu sér fulla heimild til hlutabréfakaupa vegna skattafrádráttar. f júlí sl. fengu hluthafar auk þess greiddan 5% arð af nafnverði bréfanna. Á þessu ári er heimilt að nýta að hámarki um 260.000 kr. kaup á hlutabréfum til lækkunar á tekjuskatti íyrir hjón. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR lSLANDSBANKA HF. • Aðili ad Verðbréfaþíngi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 360-8900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.