Morgunblaðið - 22.08.1995, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.08.1995, Qupperneq 16
16 C ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg HORFT YFIR Elliðavatn. Á undanförnum árum hefur æ fleiri húsum við vatnið verið breytt í íbúðarhús til þess að búa í þeim allt árið. Nýtt hverfi fyrir fjörutíu ný íbúð- arhús hefur jafnframt verið skipulagt og þar eru húsin tekin að rísa hvert af öðru. Mörg þessara húsa eru stór og glæsileg og byggð á stórum lóðum. Vid Elliðavatn ráða kyrrðin og náttúran ríkjum Talsverð uppbygging á sér nú stað við Elliða- vatn og íbúum þar fer fjölgandi. Hér fjallar Magnús Sigurðsson um byggðina þar i viðtali við Magnús Hjaltested, bónda á Vatn- senda, en í landi hans er að rísa nýtt hverfí. MAGNÚS Hjaltested, óðalsbóndi á Vatnsenda, er þar fæddur og uppalinn. Jörðin er eignarland og hefur gengið í erfðir mann fram af manni í þrjá ættliði. BYGGINGARSVÆÐIÐ í hinu nýja hverfi, Hvarfahverfi, liggur norðvestan við Elliðvatnsstifluna. Landið er allt stúkað niður i leigulóðir, en þarna verða byggð um 40 ný hús. Inni á þessu hverfi eru 10-15 hús, sem standa munu áfram, þannig að hverfið sýnist að nokkru leyti gamalt og gróið. ÓVÍÐA eru aðstæður til hestamennsku betri en við Elliðavatn. Hægra megin á myndinni við hliðina á myndarlegu ibúðarhúsi við Melahvarf er 70 ferm. hesthús með hlöðu, kaffiaðstöðu og gerði fyrir utan fyrir hestana. OVÍÐA hefur íbúðarbyggð yfir sér fijálslegra yfir- bragð en við Elliðavatn. Húsin eru af öllum hugsanlegum gerðum og flest upphaflega byggð sem sumarbústaðir. Á undanfömum ámm hefur æ fleiri húsum á þessu svæði verið breytt í íbúðarhús til þess að búa í þeim allt árið og þau stækkuð og endurbætt um leið, þannig að þau era nú flest orðin vel úr garði gerð sem heilsárshús. Byggðin er hluti af Kópavogi en er að langmestu leyti í landi jarðar- innar Vatnsenda vestan megin við Elliðavatn og neðan Heiðmerkur. Hinum megin við vatnið er ekki gert ráð fyrir frekari byggð. Nýtt hverfi fyrir um íjörutíu íbúðarhús hefur nú verið skipulagt í Vatns- endalandi og þar era húsin tekin að rísa hvert af öðru. Mörg þessara húsa era stór og glæsileg og byggð á stóram lóðum. Þeim fjölgar því stöðugt, sem eiga sitt hús og heim- ili við Elliðavatn og nú búa þar um 200 manns. Vatnsendi er eignarland og jörðin hefur gengið í erfðir mann fram af manni. Óðalsbóndi þar nú er Magn- ús Hjaltested. Á Vatnsenda hefur verið stundaður hefðbundinn bú- skapur, en nú hefur jörðinni verið breytt í svokallaða skógræktaijörð og hafa skógræktarsvæði þegar verið afmörkuð. Á næstu árum er því gert ráð fyrir, að hafin verði mikil skógrækt á jörðinni, aðallega vestan og sunnan megin við Elliða- vatn. Sérbýlið setur svip sinn á byggð- ina við Elliðavatn, en fjölbýlishús eru engin. Verð á húsum þar er auðvitað mjög mismunandi enda húsin misstór og ólík að allri gerð og afar misjafnt, hvað í þau er bor- ið. Oft seljast þau á ívið lægra verði en sambærileg hús annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er samt síður en svo einhlít regla. Góðar húseignir á stórum lóðum við Elliða- vatn eru jafnvel dýrari en sambæri- legar eignir annars staðar. Friður og kyrrð Elliðavatn liggur í dalverpi, sem hraunstraumur hefur lokað. I vatnið renna áin Bugða, sem er í rauninni framhald eða hluti af Hólmsá og Suðurá, sem kemur úr Silungapolli. — Við vatnið ríkir friður og kyrrð, segir Magnús Hjaltested. — Þeir era margir, sem sækjast eftir að kom- ast hingað í kyrrðina. Á góðviðris- kvöldum má hér oft sjá fólk á gangi meðfram vatninu, enda góður göngustígur í kringum vatnið. Sjálfur er ég fæddur og uppalinn á Vatnsenda og þekki því umhverf- ið hér mjög vel. Sumarfegurðin við vatnið er einstök og fuglalíf þar mikið. Vatnið og umhverfi þess er líka tilkomumikið á að líta, þegar náttúran er í vetrardróma. Þá er vatnið ísilagt og yfirleitt snævi þak- ið. Göngufólk fer þangað á skíðum og aðrir stunda þar dorgveiði, en í vatninu veiðist bæði urriði og bleikja. Á sumrin era ódýr veiðileyfi seld bæði á Vatnsenda og hjá borg- inni, sem á jörðina Elliðavatn. — Atvinnurekstur er nær enginn við Elliðavatn, heldur Magnús áfram. — Sjálfur er ég með lítils háttar hrossarækt og geri út vinnnuvélar, auk þess sem ég rek Sundakaffi við Klettagarða með bömum mínum. Hér er þó eitt stórt hænsnabú, sem Þorsteinn Sig- mundsson, bóndi í Elliðahvammi og mikill atorkumaður, hefur rekið af miklum dugnaði í áratugi. í Elliða- hvammi er elzta íbúðarhúsið við vatnið í uppranalegri mynd og það nýtur húsfriðunar. Það var um skeið orlofsheimili Pósts og síma og síðan fyrsta upptökuheimili ríkisins. Þor- steinn keypti svo Elliðahvamm af ríkisspitölunum og þar er nú lögbýli. Fyrsta sumarhúsið, sem hér var byggt, stendur líka enn. Það er mikið og glæsilegt rautt hús og stendur nærri vatninu. Þetta sum- arhús byggði Sveinn M. Sveinsson, stöfnandi og forstjóri Völundar og nú á húsið Sveinn Kjartan Sveins- son, sonur hans, sem var einnig forstjóri Völundar. Þar fyrir utan eru allar lóðir hér leigulóðir og skýrt tekið fram í leigu- samningum, að ekki sé leyfður á þeim atvinnurekstur í nokkurri mynd. Þær eru eingöngu ætlaðar til útivistar og íbúðar, en húsdýra- hald bannað. Þetta er samt fyrst og fremst vamagli og ekki fylgt stranglega eftir. Hestamennska er t. d. höfð hér í hávegum og margir eru með hunda. Hitaveita og holræsi Lengi vel var engin hitaveita og engin skólpveita á öllu íbúðarsvæð- inu við Elliðavatn, þannig að notast varð við rafmagnshitun og rotþrær. í fyrra réðst Kópavogsbær í mikla holræsagerð á þessu svæði og jafn- framt lét hitaveitan leggja mikla stofnæð meðfram Breiðholtsbraut- inni. Með því sköpuðust möguleikar á þvi að leggja hitaveitu inn i Vatns- endaland og innleiða heitt vatn þar, sem byggðin er þéttust, þar á með- al í nýja Hvarfahverfið. Með tilkomu hitaveitunnar urðu þáttaskil, því að áður hafði fólk þurft að notast við rafmagn til upp- hitunnar, sem er mun dýrara en heita vatnið. Rotþrærnar eru líka víðast hvar úr sögunni, þannig að nú er þessum hlutum miklu betur fyrir komið en áður var. Samgöngur hafa lika farið batn- andi á þessu svæði á undanfömum árum. Vatnsendavegur hefur verið malbikaður langleiðina í átt að Vífil- staðavatni og Garðabæ og eftir að Breiðholtsbrautin var tengd Suður- landsvegi, hefur Vatnsendalandið opnast mun betur fyrir alla aðkomu og byggingaframkvæmdir um leið. Heimvegir eru hins vegar malar- bornir og sums staðar þröngir og sú spurning kemur strax upp, hvort ekki sé oft ógreiðfært heim að hús- um við Elliðavatn á veturna vegna snjóþyngsla? — Snjóraðningur er hér til fyrirmyndar, segir Magnús Hjaltested. — Snjóblásarar og snjó- heflar frá Vegagerðinni fara hér margar ferðir á dag eftir Vatn- sendaveginum og Kópavogsbær lætur hreinsa alla heimvegi og því er yfirleitt lokið kl. hálf átta á morgnana. Þetta verk er svo vel af hendi leyst, að við liggur, að það sé sópað af útitröppunum hjá fólki. Allir komast því í vinnu eða skóla. Auðvitað getur hér orðið ófært í snarvitlausum veðrum á veturna, en þá er það yfirleitt ekki nema örstutta stund, áður en úr því er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.