Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐ Stöð tvö FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST Kl. 22.15' .Brostnar vonir (Shattered Dreams) Bandarísk bíómynd sem segir frá stormasömu sambandi hjóna. LAUGARDAGUR 26. AGUST Mn 1 flC y Draumaprinsinn ■ L I.Uu (Mr. Wonderful) Bandarísk bíómynd frá 1994 í léttum dúr um ungan mann sem leitar að mannsefni handa fyrrverandi eigin- konu sinni. VI 00 IC ►Valkyrjur (All the l»l. LLmnv Marbles) Bandarísk bíómynd frá 1981 sem segir frá tveim- ur konum sem leggja hart að sér til að ná árangri í fjölbragðaglímu og þjálfara þeirra sem má muna fífil sinn fegurri. SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST VI 99 1 n árin (Coming of 1*1. fct.lU Age) Bandarísk bíó- mjmd frá 1993. Upp á hvað hefur líf- ið að bjóða þegar aldurinn færist yfir og maki er fallinn frá? FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST Kl. 21.05' y Hafnaboltahetjan (Babe Ruth) Banda- rísk sjónvarpsmynd frá 1991 sem seg- ir sögu þekkts hafnaboltaleikara. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST VI 9I flC ►Bleika eldingin III. L I.Uu (Pink Lightning) Árið 1962 var ár sakleysis og yfírgengilegr- ar bjartsýni í Bandaríkjunum. Lífsstíll unga fólksins var við það að breytast og ævintýrin, sem biðu þess, voru villt- ari en nokkurn hefði órað fyrir. M99 Ifl ►Síðasti tangó í Par- ■ LL.'rU ís (The Last Tango in Paris) Umdeild mynd með Marlon Brando í aðalhlutverki. Sagan hefst á því að Jeanne, sem ér að fara að gifta sig, leitar að góðri íbúð í París og rekst inn á heimili dularfulls Banda- ríkjamanns sem heitir Paul. Er ekki að orðlengja það að hann tekur stúlk- una með valdi og kemur fram vilja sínum. Stranglega bönnuð börnum. K| 91 9fl 1 Itl. L 1.4,11 hattan (Manhattan Murder Mistery) Ótímabært dauðsfall virðulegrar, eldri konu á Manhattan setur nokkra bókhneigða New York búa í spæjarastellingar. Grunur leikur á að þama hafi verið brögð í tafli og hafin er leit að morðingjanum. Fyrir flokknum fer Carol Lipton, fyrrver- andi auglýsingastjóri, sem er gift bókaútgefandanum Larry Lipton. Car- ol fómaði starfsframa sínum fyrir heimilið og hefur talsverðan tíma af- lögu til að pæla í andláti nágrannakon- unnar. M90 1 fl ►Vélabrögð II (Circle • 4u. IU of Deceit II) Dennis Waterman er mættur aftur í hlutverki breska leyniþjónustumannsins Johns Neil sem missti eiginkonu sína og dóttur í sprengjutilræði Irska lýðveld- ishersins. Að þessu sinni rannsakar hann morðið á Robert Turner, majór hjá leyniþjónustu hersins. Stranglega bönnuð bömum. SUNNUDAGUR 27. AGUST W9fl Cfl ►Dakota vegurinn ■ ZU.UU (Dakota Road) Mynd- in gerist á Englandi og ijallar um Jen Cross, unga og ráðvillta dóttur land- búnaðarverkamanns, drauma hennar og vonir. Jen er uppreisnargjörn og þráir að komast burt úr dreifbýlinu. I nágrenninu er bandarísk herstöð og þotur Kananna eru henni óþijótandi uppspretta draumóra og spennu. Jen virðist fyrirlíta sveitunga sína en und- ir grámuskulegu yfirborðinu búa ljót leyndarmál sem kalla fram sektar- kennd í huga stúlkunnar. Kynlífið vek- ur forvitni en fyrstu tilraunir á því sviði valda aðeins vonbrigðum. M9O 1 fl ►! fylgsnum hugans ■ 40. IU (Dying to Remember) Lynn Matthews er farsæll fatahönnuð- ur sem starfar á Manhattan í New York. Hún er sjúklega hrædd við lyft- ur og ákveður að leita sér hjálpar. Lynn er dáleidd en hverfur þá aftur til sjöunda áratugarins og verður vitni að því þegar ung kona í San Franc- isco bíður bana eftir að hafa verið hrint niður lyftustokk af ókunnum árásarmanni. Eftir þessa reynslu getur Lynn ómögulega einbeitt sér að vinn- unni og finnur sig knúna til að grennsl- ast fyrir um örlög konunnar sem hún sá í dáleiðslunni. Stranglega bönnuð börnum. |#| 90 9C ►Mýs og menn (Of l»l. 4u.4u Mice and Men) Þessi sígilda skáldsaga eftir John Steinbeck fjallar um tvo farandverkamenn, George Milton og Lennie Small, vin- áttu þeirra, vonir og drauma. I upp- hafi sögunnar koma þeir saman á Tyler-búgarðinn, blankir og þreyttir. Þar fá þeir vinnu en kjörin eru kröpp og sonur eigandans, Curley, gerir allt til að íþyngja verkamönnunum. Bönn- uð börnum. ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST Kl. 23.20 MST1" fjölskyldu- (Crooked Hearts) Warren-fjölskyldan gengur í gegnum gleði og sorg á degi hveijum, rétt eins og milijónir annarra fjöl- skyldna. En þegar Warren-hjónin verða svo upptekin af lífi barna sinna að börnin hafa ekki möguleika á því að lifa eigin lífl, reynir það svo mikið á fjölskylduna að hún er í hættu að flosna upp. MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST |f| 9Q 9fl ►Meðleigjandi ósk- nl. 4u.4U ast (Single White Fe- male) Mögnuð og vel gerð spennu- mynd með Bridget Fonda og Jennifer Jason Leigh í aðalhlutverkum. Myndin er gerð eftir metsölubók Johns Lutz, SWF Seeks Same. Ung kona auglýsir eftir ungri konu sem meðleigjanda. Eftir skamma viðveru þeirrar síðar- nefndu gerast undarlegir atburðir. Stranglega bönnuð börnum. FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST |f| 91 QC ► Allt fyrir ekkert l»l. 4 I.UU (Dead Heat on a Merry-Go-Round) Gamansöm spennu- mynd um glæpamanninn Eli Kotch. Hann situr í steininum þegar myndin hefst en fær fangelsissáKræðinginn til að mæla með reynslulausn. Og Eli veit hvað hann á að gera við nýfengið frelsi. Hann ætlar sér að ræna banka á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles, þegar háttsettur ráðamaður Sovétríkj- anna kemur í opinbera heimsókn. Bönnuð börnum. |f| 9Q Cfl ►Veðmálið (Dogfight) m. 40.UU Árið er 1963. Nokkrir landgönguliðar fara í ljótan leik sem hefur óvæntar afleiðingar. Strákamir reyna allir að finna sér stelpu og sá sigrar sem kemst á stefnumót með þeirri ljótustu. Þetta er hrífandi saga um einmanaleika og mannleg sam- skipti. Bönnuð börnum. BIOIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Tveir með öllu k k'A Líklega besta svertingjahasarmynd sem komið hefur hingað i langan tíma. Formúluafþreying að sönnu en skemmtigildið er ósvikið. Meðan þú svafst kk Ósköp sæt gamanmynd um óvenjuleg ástarmál piparmeyjar. Einkennist fullmikið af almennu dáðleysi til að komast uppúr meðalmennskunni. BÍÓHÖLLIN Tveir með öllu (sjá Bíóborgina) Skriðdrekaskvísan 'A Vita vonlaus framtíðargamantryllir um unga stúlku og skriðdrekann henn- ar. Konungur Ijónanna k k * Frábærlega gerð Disneyteiknimynd um ljónsunga á hrakningi. Gamal- kunnir Disneytöfrarnir sjá um að skemmta ungum sem öldnum. HÁSKÓLABÍÓ Franskur koss k k'A Kaflaskipt rómantísk gamanmynd þar sem Kevin Kiine heldur hlutunum á floti. Aðrir fá bragðminni texta í þess- , ari nýjustu mynd Lawrence Kasdans, sem örugglega gerir meiri lukku hjá konum en körlum. Jack og Sara k k Bretum gengur ekki hótinu skár en Bandaríkjamönnum að endurskapa sorgir og gleði mannlífsins á raun- sannan hátt. Myndin snertir áhorfand- ann furðu lítið þrátt fyrir hádrama- tískt efnið. Perezfjölskyldan k Misheppnuð rómantísk gamanmynd um kúbverska innflytjendur í Miami árið 1980. Marisa Tomei ofleikur og betri leikaramir tala flestir eins og Gógó Gómez. Útkoman er eftir því. Tommy kallinn k k Tilþrifalítil gamanmynd sem gerir út á heimskupör í anda Veraldar Waynes. Brúðkaup Muriel kk-k Oft sprenghlægileg áströlsk gaman- mynd um stelpu sem vill giftast og telur lykilinn að lífsgátunni felast í Abbasöngvum. Góða skemmtun. Skógardýrið Húgó k k Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest tii angurs og armæðu. LAUGARASBÍÓ Johnny Mnemonic k k Sendlar framtíðarinnar nota á sér heilabúið eins og harðan disk í þess- ari vísindaskáldskaparmynd sem byggð er á góðri hugmynd en er lang- dregin og innantóm. Grafíkin vel unn- in. Don Juan DeMarco k k'A Johnny Depp fer á kostum í hlutverki elskhugans mikla Don Juan í smellinni og grátbroslegri mynd um ástina. Marlon Brandb kryddar myndina en þáttur hans og Faye Dunaway er held- ur til baga. Heimskur heimskari kkk Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. REGNBOGINN Dolores Claiborne kkk Kathy Bates fer á kostum í spennu- mynd byggðri á sögu Stephen Kings um móður sem sökuð er um morð. Leikstjórinn, Taylor Hackford, leggur ekki síst áherslu á feminíska þætti sögunnar af konum í karlrembusamfé- lagi. Veikasti hlekkurinn er Jennifer Jason Leigh í hlutverki dótturinnar. Gleymum París kk'A Skemmtileg rómantísk gamanmynd um raunir hjónalífsins í nútímanum. Ófáir brandarar stytta manni stundir og efnistökin eru alltaf geðþekk. Geggjun Georgs konungs kkk Nigel Hawthome fer á kostum sem Georg III í skemmtilega kaldhæðnis- legri úttekt á erfiðu tímabili bresku konungsfjölskyldunnar fyrr á tímum. Merkilagt hvað lítið hefur í raun breyst í þessum dularfulla konungsgarði. Raunir einstæðra feðra k Þrír fráskildir feður gera upp sín mál í amerískri fjölskylduvellu. Eitt sinn stríðsmenn kkk'A Raunsæ og vægðarlaus lýsing á fjöl- skyldulífi í fátækrahverfi á Nýja-Sjá- landi. Ofbeldi, óregla og aðrir lestir eru ekki teknir neinum vettlingatök- um, björtu hliðarnar gleymast heldur ekki. SAGABÍÓ Að eilífu Batman kkk Dökk en ekki drungaleg og mun hressilegri en forverarnir. Auðgleymd en bráðfjömg á meðan á henni stend- ur. „Die Hard 3“ kkk Hörkugóður hasartryllir sem segir í þriðja sinn af Bruce Willis í gengdar- lausum eltingarleik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuð- óþokkinn. Fínasta sumarbíó. STJÖRNUBÍÓ Einkalíf kk Þráinn Bertelsson gerir unglinga- menningunni, kynslóðabilinu og gam- ansögum af Islendingum skil í brota- kenndri gamanmynd, sem á að höfða mest til unglinga. Fremstur riddara kkk Ævintýrið um konungshjónin í Came- lot fært í glæsilegan Hollywoodbúning þar sem afþreyingargildið er sett ofar öllu. Sean Connery og Julia Ormond frábær í hlutverkum sínum. Lífleg skemmtun. Æðri menntun k'A John Singleton lýsir lífinu í fjölþjóðleg- um háskóla en hefur ekki erindi sem erfiði því myndin er klisjukennd og óspennandi. Litlar konur k k k'A Einstaklega vel gerð, falslaus og falleg mynd um fjölskyldulíf á Nýja-Eng- landi á öldinni sem leið. Winona Ryder fer fremst í flokki afburðaleikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.