Morgunblaðið - 24.08.1995, Síða 5

Morgunblaðið - 24.08.1995, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 C 5 LAUGARDAGUR 26/8 IVIYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson SVAMLAÐí SYIMDAFENI DRAMA Postulínsmáni (China Moon) k k Leikstjóri og handritshöfund- ur John Bailey. Aðalleikendur Ed Harris, Madeleine Stowe, Benicio Del Toro, Charles Dance, Pruitt Taylor Vince. Bandarísk. 1994. Skífan 1995.96 mín. Ald- urstakmark 12 ára. Heiðarlegur lögreglumaður (Ed Harris) flækist í svikavef fagurr- ar konu (Madel- eine Stowe) sem býr í óhamingju- sömu hjónabandi með vellauðug- um bankastjóra sem hún vill feig- an. Ástin kemur til sögunnar og atburðarásin tekur allt aðra stefnu en ætlað var. Snyrtilega gerð film no/rþar sem gæðaleikarinn Harris hjálpar uppá götótt handrit með styrkum og trú- verðugum leik og Stowe er mikið augnayndi. Úkoman er í meðallagi. Myndin var gerð ’91, rykféll um árabil uns hún var frumsýnd á myndbandi og varð ein af banabit- um Orion kvikmyndaversins sem leið undir lok fyrir nokkru síðan. DAUÐSFÖLL í FJÖL- SKYLDUNNI DRAMA Litla Odessa (Little Odessa) ■k •kVi Leikstjóri og handritshöfund- ur James Gray. Aðalleikendur Tim Roth, Vanessa Redgrave, Edward Furlong, Moira Kelly, Maximillian Schell. Bandarísk. New Line Cinema 1995. Mynd- form 1995.90 mín. Aldurstak- mark 16 ára. Josh Saphiro (Tim Roth), brottrækur son- ur rússneskra innflytjenda í Litlu Odessa í Brooklyn, er kominn aftur á heimaslóðir. Hann er leigu- , morðingi og skotmarkið er demantakaupmaður í gamla hverfinu. Josh verður að fara með gát, útskúfaður af föður sínum (Maxi- millian Schell) og gömlum óvinum sem vilja hann feigan. Móðirin (Vanessa Redgrave) liggur fyrir dauðanum en í uppgjörinu við óvild- armennina og demantakaupmann- inn verður hann að tefla á tvær hættur og hætta lífi þeirra sem honum þykir vænst um - ungan bróðir sinn (Edward Furlong) og kærustuna (Moira Kelly). Myndin hlaut ekki brautargengi á tjaldinu hérlendis þrátt fyrir at- hyglisvert efni og áhugaverðan leik- hóp. Sjálfsagt er hún full þungbúin og sorgleg til að hægt sé að reikna með miklu brautargengi. Fram- vinda flýtur líka í lausu lofti, Josh í fortíð og nútíð er óskýr persóna líkt og framvindan á löngum köfl- um. Roth er réttur maður í morð- ingjahlutverkinu, ískaldur á yfir- borðinu en grunnt á hlýrri tilfinn- ingum í garð móður hans, bróður og vinkonu. Furlong kemst vel frá sínu í lykilhlutverki, þá er gaman að sjá til hins sjaldséða Schells, þótt hlutverkið sé ekki burðugt. Átakanleg, „öðruvísi" mynd en for- vitnileg og á sín augnablik í bland við vonleysi, depurð og ljótleika jaskaðs mannlífs. SAFARÍK STÓRMYND DRAMA Arabíu Lawrence (Lawrence of Arabia) kkkrk Leiksljóri David Lean. Handrits- höfundur Robert Bolt. Kvik- myndatökusljóri Frederick A. Young. Tónlist Maurice Jarre.Aðalleikendur Peter O’ Toole, Omar Sharif, Arthur Kennedy, Jack Hawkins, Donald Wolfit, Claude Rains, Anthony Quayle, Alec Guinness, Anthony Quinn. Bandarísk. Columbia 1962. Skífan 1995.217 mín. Ald- urstakmark 12 ára. Stórmynd er eina orðið yfir Arab- íu Lawrence, og myndin er líka eitt af afrekum leikstjórans Davids Lean sem var manna snjallastur í gerð slíkra mynda. Útgáfan sem hér er á boðstólum inniheldur atriði sem klippt voru úr frumútgáfunni, önnur minni háttar hafa hinsvegar verið látin flakka. Arabíu Lawrence var bresk- ur herforingi sem leiddi Araba til sigurs á Tyrkjum í Palestínu á tím- um fyrri heimsstyijaldarinnar. Myndin segir skilmerkilega frá þessum atburðum og varpar ljósi á hinn leyndardómsfulla og flókna persónuleika sem Peter 0’ Toole leikur eftirminnilega vel. Eyðimörk- in og maðurinn eru eitt. Handrit Bolts er nákvæmt og safaríkt, leik- ur allur í hæsta gæðaflokki, kvik- myndatakan og leikstjórnin skipa myndinni í hóp sígildra verka. Hlaut sjö Óskarsverðlaun, m.a. sem besta mynd ársins, leikstjórn, kvikmynda- töku (Freddie Young) og tónlist (Maurice Jarre). BÍÓMYIMDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson Enginn er fullkominn (Nobod- y’s Fooi)kkVi Sully (Paul Newman), sextugur verkamaður, er litríkasta per- sónan í annars talsvert skraut- legri mannlífs- fióru smábæjar í New York ríki. Af öðrum ein- staklingum má nefna kennslu- konuna hans gömlu og núver- andi leigusala (Jessica Tandy), blómarósina sem gefur honum ós- part undir fótinn (Melanie Griffith), þótt hún sé í sambúð með vinnuveit- anda Sullys (Bruce Willis). Hand- ritshöfundurinn og leikstjórinn Ro- bert Benton fer með okkur á lítt troðnar slóðir, smáborgararnir heldur óvenjulegar persónur og umfjöllunarefnið frískleg tilbreyt- ing frá því umhverfi sem við eigum- að venjast í bandarískum stórmynd- um. Það geislar af Jessicu Tandy, hér fór þessi töfrandi leikkona með sitt síðasta hlutverk, og aðrir auka- leikarar standa fyrir sínu. Það flökrar þó að manni að Holly- wood hafi verið að gefa uppáhald- stöffaranum sínum enn eitt tæki- færi til að viðra kunnuglegan, kald- hæðinn harðjaxlinn, kvennagullið sem kvikmyndahúsgestir hafa dáð í tæp 40 ár (Somebody Up There Likes Me ’56). Megi þessi ótrúlega bláu augu skína sem lengst! Með Philip Bosco, Gene Saks, Dylan Walsh. 99 mín. Öllum leyfð. Lélegur lygari — að eigin sögn ALAN Bates var ein skærasta stjama í breskri kvikmyndagerð á 7. áratuginum og máttarstólpi í myndum á borð við „A Kind of Loving", „The Go-Beetween“ og „Women in Love“. Hann leikur aðalhlutverkið í nýjum breskum sakamálamyndaflokki, Ferðum Olivers, sem hóf göngu sína í Sjón- varpinu seinasta þriðjudag, auk þess sem tilþrifa kappans er að vænta í spennumyndinni „The Grotesque“ sem nýlokið er við, og hefur einnig popparann Sting inn- anborðs. „Það er ómögulegt að spá um velgengni og því hefur maður ekki efni á að hræðast mistök og verður að fylgja eigin hyggjuviti. En maður verður að vera fullkomlega búinn undir að eitthvað fari úrskeiðið, að það fái ekki viðurkenningu og hrós. Og maður verður að jafna sig tii fulls,“ segir Alan Bates í nýlegu viðtali þar sem hann var krafinn sagna um per- sónuleg málefni, m.a. hvort hann sé hræddur um að sér mistakist í starfi. Erfði þijósku föðurins Bates segist hafa viljað vera leikari frá unga aldri, eða frá því að hann var um 11 ára gamall. Hann hafi verið afar feiminn í skóla og haldið sig til hlés þegar leikrit voru sett á svið eða efnt var til samkeppni meðal nemenda. . Hlédrægnin hafi hins vegar skyndilega bráð af honum og hann stillti sér upp í fremstu röð leik- hópsins. „Mér tókst vel að sleppa út úr sjálfum mér,“ segir hann. Fyrir utan fáein sumarstörf meðan á námi stóð hefur Bates eingöngu fengist við leiklist um ævina og kveðst ekki sýta fortíð sína og feril mjög. Hann telji sig ekki lifa í sjálfsblekkingu og grípi sjaldan til ósannsögli. Hann haldi þó að fólk ljúgi á stundum til að komast á þægilegri hátt í gegnum lífið. „Ég er lélegur lygari og lýg þvi ekki mjög rnikið," segir Bates. Hann segist hafa erft þrjósku fóður síns og mikla ást á görðum og garðyrkju, þótt hann rækti sjálfur ekki garð- inn sinn. Frá móður sinni hafi hann hins vegar fengið það við- horf að njóta eigi lífsins af fremsta megni, auk þess sem hann telur að tónlistaráhugi þeirra hafi beint sér inn á leiklistarbraut- ina. Hann segist hafa áhuga á að glíma við nokkur sígild hlutverk leikbókmenntanna sem henti leik- ara á hans aldri, en annars sé hann sáttur við sitt. „Ég hef verið heppinn og mér hafa verið boðin hlutverk sem mér fannst skemmti- legt að leika og ég vonast eftir meira af svo góðu, áður en við hverfum öll . . .“ Hef ekki efni á að hræðast mistök UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Sigrún Óskarsdóttir flytur. Snemma á laugardags- morgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 8.55 Fréttir á ensku. 9.03 Út um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur annað kvöld kl. 21.00). 10.03 Veðurfregnir. 10.15 „Já, einmitt". Óskalög og æskuminningar. Umsjón: Anna Pálína Árnadóttir. (Endurflutt nk. föstudag kl. 19.40). 11.00 I vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 14.00 Stef. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 14.30 Innan seilingar. Útvarps- menn skreppa í laugardagsbíltúr í Garðabæ. Umsjón: Ævar Kjartansson. 16.05 Sagnaskemmtan. Fjallað um sögu og einkenni munnlegs sagnaflutnings og fluttar sögur með (slenskum sagnaþulum. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. (Áður á dagskrá 14. ág- úst). 16.30 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins Sinfóniuhljómsveit ís- lands flytur þrjú hljómsveitar- verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son: Filigree, Hljómsveitartröll og Díafónía. Stjórnandi er Anth- ony Hose. Umsjón: Dr. Guð- mundur Emilsson. 17.10 Tilbrigði. Svífur að haustið Haustijóð og haustþankar og tónlist tengd haustinu. Umsjón: Trausti Olafsson. (Endurflutt nk. þriðjudagskvöld kl. 23.00). 18.00 Heimur harmóníkunnar Umsjón: Reynir Jónasson. (End- urflutt nk. föstudagskvöld kl. 21.15). 18.48 Ðánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperuspjall. — Rætt við Garðar Cortes um Otello eftir Giuseppe Verdi og leikin atriði úr óperunni. Um- sjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. 21.00 „Gatan mín“. Hafnarstræti á Flateyri Jökull Jakobsson gengur það með Hirti Iljálmars- syni. (Áður á dagskrá 1971). 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Eirný Ásgeirsdóttir flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Gluggað í gamlar bækur og annað góss. Umsjón: Jón Hallur Stefánsson. 23.00 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. Verk eftir Franz Schubert. — Sónata ( A-dúr ópus 120 fyrir píanó. Alfred Brendel leikur. — Hirðirinn á hamrinum Felicity Lott sópran syngur, Ian Brown leikur á píanó og Michael Collins á klarinett. — Lög við ljóð eftir Heinrich Heine. Hermann Prey bariton syngur; Philippe Bianconi leikur á píanó. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá Frétfir ó RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Með bros á vör, í för. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdótt- ir. 13.00 Helgarútvarp Rásar 2. 14.30 Georg og félagar. Umsjón: Georg Magnússon og Hjálmar Hjálmarsson. 16.05 Létt músik á síðdegi. Ásgeir Tómasson. 17.00 Með grátt í vöngum. Umsjón: Gest- ur Einar Jónasson. 19.30 Veður- fréttir. 19.40 Vinsældalisti götunn- ar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnars- son. 20.30 Á hljómleikum með Bryan Ferry. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá kl. 1. NÆTIIRÚTVARPIB 1.05 Næturvakt Rásar 2. 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk. 3.00 Næturtón- ar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Nætur- tónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Wilson Pickett. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stef- ánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. ADALSTÖDIN 90,9/ 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Halli Gísla. 16.00 Gylfi Þór. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðalstöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eirikur Jóns- son. 12.10 Jón Axei Ólafsson og Valdís Gunnarsdóttir. 16.05 Erla Friðgeirsdóttir. 19.00 GuUmolar. 20.00 Laugardagskvöld. 3.00 Næt- urvaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Stminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 3.00 Ókynntir tónar. 13.00-17.00 Léttur laugardagur. 20.00 Upphit- un á laugardagskvöldi. 23.00 Næt- urvaktin. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Þór, Ragnar Már, Axel og Valgeir. 16.00 Helga Sig- rún. 19.00 Björn Markús. 21.00 Mixið. 23.00 Pétur Rúnar Guðna- son. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Kvik- myndatónlist. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sígildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á danss- kónum. 24.00 Næturtónar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sitt að aftan. 14.00 X-Dómínóslistinn. l7.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.