Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
Dansað frá Úral-
fjöllum til Atlantshafs
AGINN var strangur og vinnuálag-
ið mikið í ballettskólum Sovétríkj-
anna. Sex daga vikunnar þurftu
börnin að vakna klukkan sjö. Dag-
urinn hófst á því að þau voru látin
skúra gólfið í svefnherbergjunum
og taka til. Klukkan níu byrjaði
kennslan. Auk ballettsins voru nem-
endur látnir læra venjulegar skóla-
greinar og stundum voru einnig
baljettæfingar á kvöldin.
í Sovétríkjunum voru fjórir virtir
ballettskólar ætlaðir hæfileikarík-
um börnum. Nemendur voru valdir
inn í skólann við tíu ára aldur og
á hverju ári voru íugir barna sem
sóttu um hvert sæti. Júlía Gold var
eitt þeirra 46 barna sem komust að
í skólanum í borginni Perm, nálægt
Úralfjöllum. Meðan hún var þar við
nám sá hún ekki foreldra sína nema
í lengri fríum því Perm er langt frá
Moskvu, þar sem þau bjuggu.
Á hverju ári voru einhverjir nem-
endur reknir úr skólanum, þeir sem
ekki þóttu henta nógu vel eða stóðu
sig ekki. Sumir hættu einnig af
öðrum ástæðum. Meðal annars Júl-
ía Gold.
Leikf öngin aö vestan betri
Móðir Júlíu, Jevgenia, var í þekkt-
um þjóðdansaflokki, Berjoska, sem
oft fór til útlanda að sýna. Faðir
hennar er píanóleikarinn Alexander
Makarov sem meðal annars hefur
komið hingað til lands og spilað
með sinfóníuhljómsveitinni og hald-
ið námskeið.
„Foreldrar mínir voru oft í út-
löndum og þegar þau komu aftur
JÚLÍA ellefu ára gömul í ballettskólanum í Perm.
Hún er hægra megin.
gáfu þau mér gjafir. Leikföngin frá
Vesturlöndum voru betri og fallegri
en þau rússnesku. Allir höfðu líka
heyrt sögur af því hversu miklu
betra væri kapítalísku löndunum."
Þegar Júlía var fjórtán ára flutt-
ist fjölskyldan frá Rússlandi í leit
að betra lífi. Júlía fór þar í lista-
skóla og umskiptin voru í byrjun
áfall. „Mér fannst skólinn villtur
miðað við agann í Perm. Auk ball-
ettdansara voru meðal annars í
skólanum leikarar, og þeir hegða
sér allt öruvísi en dansarar. Ég
lærði líka ýmislegt nýtt. í Rúss-
landi var ekki kenndur neinn nú-
tímaballett, öll áherslan var á þann
klassíska."
Tveimur árum eftir komuna til
Hollands fór móðir Júlíu til íslands
til að kenna ballett. Ári seinna
spurði mamma hennar hana hvort
hún vildi koma til landsins. „Fyrstu
viðbrögð mín voru að segja nei. En
mamma sagði að ballettskólinn á
íslandi væri góður og að hér væri
margt að sjá. Að lokum lét égtilleið-
ast."
Þegar Jevgenia fór frá íslandi
skömmu síðar varð Júlía eftir. Fyr-
ir einu ári lauk hún ballettnáminu
hér og nú dansar hún með íslenska
dansflokknum. Hún hefúr meðal
annars tekið þátt í sýningunum
West Side Story, Heitum dönsum
sem sýndir voru í Þjóðleikhúsinu í
JÚLÍA lauk ballettnámi sínu hér á landi og dansar nú með
íslenska dansflokknum.
maí, hún dansaði í óperunni La
Traviata, í Jörvagleði í Borgarleik-
húsinu og á Dansakvöldi í Tjarnar-
bíó. Næst á dagskrá er ferð ís-
lenska dansflokksins til Þýskalands.
Júlía segir að henni líki ágætlega
á íslandi. Hún stefnir samt að því
að fara til útlanda til að víkka sjón-
deildarhringinn. En ekki til Rúss-
lands. „Ég er búinn að komast að
því að Rússland hefur ýmislegt
fram yfir Vesturlönd. Ég fór í heim-
sókn til Moskvu síðasta sumar. Þar
var allt skítugt og efnhagsástandið
er slæmt, en Rússland býr samt
yfir miklum töfrum. Þetta er stórt
land með mikla sögu og menningu.
Mér leið eins og túrista í Moskvu
því ég er orðin vön öðru og ég veit
að ég á meiri möguleika á Vestur-
löndum. En ég verð alltaf rúss-
nesk." ¦
Helgi Þorsteinsson
Sjávarfang fyrir heila og
hjarta gegn krabbameini og sýkingum
£Jg VILTU lýsistyggjó, spurðijap-
¦ anskur vísindamaður franskan
S á fituráðstefnu í Reykjavík.
¦K Þar var komið saman í sumar
vO fólk sem vinnur í ýmsum lönd-
1/% um að rannsóknum á fituefn-
Z um. Þegar hefur aðeins verið
" I sagt frá ráðstefnunni í Dag-
Slegu lífi, en hafsjór fitu úr
pínulitlum lifverum og hlunk-
¦•¦¦J stórum fiskum er enn eftir.
|m Meðal íslenskra verkefna
^P eru rannsóknir á fitusýrum
sem burðarefnum lyfja inn um
húð og athugun sem leiðir í Ijós að
lýsistaka getur lækkað blóðfitu um
40%. Það eru nýjar niðurstöður og
góðar fyrir hjartasjúklinga með of
hátt hlutfall (fitu í blóðinu. Ekki
má svo gleyma að segja frá Japön-
unum sem lauma fitusýrum úr lýsi
í sælgæti, pylsur og mjólk og kalla
heilamat eða „brainfood" á ensku.
Ekki heldur þeim Frökkum sem
binda miklar vonii< við fitusýrur úr
smágerðum lífverum sjávar til
lækningar vágesta eins og krabba-
meins.
Lyf í lýsisferð um húðina
Þorsteinn Loftsson, prófessor í
lyfjafræði, hefur í mörg ár velt fyr-
ir sér áhrifum ýmissa efna á flutn-
ing lyfja gegnum hornlag húðarinn-
ar inn í lifandi hluta hennar. Lyfjun-
um er ýmist ætlað hlutverk í húð-
inni eða ferðalag með blóði þangað
sem þau eiga að virka. Farið er að
nota ýmiskonar lyfjaplástra á húð-
ina og rannsaka af kappi hvernig
auka má virkni þeirra. Dæmi um
plástrana eru estradíól gegn bein-
þynningu í eldri konum, nýtróglýs-
erín gegn hjartaöng og skópólamín
gegn bílveiki og sjóveiki.
A íslandi er lýsi líka vinsælt
rannsóknarefni, ekki síst
út frá því hvað
hægt sé
nýta það
annað en
taka hylki
eða fá sér
slurk. Virkni
þess gegn bakter
íum og veirum hefur ver-
ið könnuð og áhrif á ofnæmissjúk-
dóma. Þorsteinn og félagar ákváðu
að reyna hvort lýsið gæti hjálpað í
flutningi lyfja inn um húð.
Segja má með góðri samvisku
að Þorsteinn hafi heillast af hvítri
froðu sem myndast á sjónum úti
við Granda eftir lýsisþvott hjá Lýsi
hf. Hann komst að því að í henni
eru svokallaðar fríar fitusýrur, sem
reyndust við athuganir gera meira
gagn í lyfjablöndu en útá sjó. Fitu-
sýrunum, sem verða unnar beint
úr lýsinu í framtíðinni, var blandað
í burðarefni með lyfi og blandan
svo borin á hárlausar mýs. Annar
músahópur fékk lyfið lýsislaust.
Munurinn var mikill, lýsismýsnar
tóku margfalt betur við lyfinu en
hinar vegna þess að fitan braut
efnunum leið gegnum húðina.
Lýsið er þá frásogshvati, eins og
vísindamenn segja, sá hluti þess
sem samanstendur af ómettuðum
fitusýrum, þar á meðal ómega-fitu-
sýrum. Mettaðar fitusýrur, 15-20%
iýsisins, yirka hins vegar ekki við
lyfjaflutning um húð.
Áður en hægt er setja fríu ómett-
uðu sýrurnar í lyfjaplástra þarf að
eyða
lýsislyktinni. Það er nú
reynt í bresku fyrirtæki
sem hreinsar lýsið héðan sérstak-
lega vel. Og nemi í lyfjafræði við
Háskólann vinnur í sumar með af-
raksturinn. Þorsteinn segir að síðan
verði efnið sent til háskóla í Tókýó
sem ætli að reyna það á dýrum.
Allt hafi þetta sinn gang eftir efnum
og aðstæðum: Gamla sagan um
peningana gæti hljóðað þannig að
þeir séu ágætir frásogshvatar í
rannsóknum, auki virkni og flýti
fyrir árangri.
Heilamatur úr f iskaugum
Japanar telja víst að fiskur og
sérstaklega svonefndar DHA fitu-
sýrur úr honum bæti minni manna
og hafi almennt góð áhrif á heila-
starf. Trúin efldist fyrir nokkrum
árum við yfirlýsingar ensks sér-
fræðings, Michaels A. Crawford,
um góða vitsmuni japanskra barna
vegna ríkulegrar fiskneyslu og þar
með DHA. Vandinn er bara sá að
fiskátið fer minnkandi, sérstaklega
vill ungt fólk frekar vestrænan mat
eins og samlokur eða hamborgara.
Japönsk stjórnvöld töldu þess
Túnfisks-
augu eru rík af
DHA-fitusýru, sem Japan-
ir setja í ýmsan mat til að
efla vitið.
/egna best að bæta DHA
í mat, drykk og sælgæti og
ákváðu að styrkja tólf fyrir-
tæki til samvinnu að rannsókn-
um á fitusýrunum. Prófessor við
fiskifræðaháskóla í Tókýó, Shun
Wada, sagði hér frá framvind-
unni. Fjögurra ára þróunarstarf
að vinnslu og hreinsun DHA
væri að baki, Japanir gætu
fengið sér skynsemisdrykk í
næsta sjálfsala eða keypt
DHA-bætta matvöru úti í
búð.
Heilamatur er varningur-
inn stundum kallaður, en
hann mætti líka kenna við
hjarta eða augu svo eitthvað
sé nefnt. Tilraunir á dýrum
hafa nefnilega leitt í Ijós að
DHA virkar gegn bólgum,
ofnæmi og sykursýki, bætir
sjón og vinnur gegn ellihrörn-
un. DHA hefur líka verið reynt
. Hákarlalýsi er ríkt af fitu-
sýrum sem magna áhrif
vissra lyfja og gætu unnið
gegn Herpes.
Sveppir, kórallar og bakter-
íur geyma flókin efnasam-
bönd sem miklar vonir eru
bundnar við.
með góðum árangri á Alzheimer-
sjúklingum.
Efnið á svo sameiginlegt með
svonefndum EPA fitusýrum, sem
meira hafa verið rannsakað-
ar, að minnka blóðfitu og
blóðþrýsting, draga úr hættu
á blóðtappa og æxlismyndun.
EPA varð viðurkennt æðasiggs-
lyf í Japan fyrir fimm árum.
íslensk þorskalif ur og
japanskur túnf iskur
Svo litið sé nær hafa dansk-
ar rannsóknir sýnt góð áhrif
EPÁ á æðar Grænlendinga,
sem borða feitan fisk af hjart-
ans lyst. Tíðni hjarta- og æða-
sjúkdóma meðal grænlenskra
eskimóa er aðeins brot af því
sem gerist í hinum vest-
ræna heimi. Og ný íslensk
athugun á áhrifum þorska-
lýsis leiðir í Ijós 40% lækk-
un blóðfitu, þríglýseríða nán-
ar tiltekið, hjá miðaldra mönn-
um með óeðlilega hátt hlutfall
fitu í blóðinu. Þeir tóku 15-30
millilítra af þorskalýsi á dag í
sex vikur, áhrifin reyndust sam-
bærileg við verkan ýmissa lyfja,
en án aukaverkana. Rannsóknin,
sem gerð var af Jórunni V. Val-
garðsdóttur læknanema í samvinnu
t