Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 1
r
LÆQSTA-VERÐ
ABYRGÐ
Á BÍLALEIGUBILUM
FLORIDA 7.590
BRETLAND 13.020
KANARÍ 11.690
TÚNIS 29.900
MAROKKÓ 24.700
MALAGA
BAHAMAS
FOSTUDAGUR
25. ÁGÚST 1995
lrmVf»li& v ver» en koskól:
Íslenskum krónum og eru vilcuverfl.Flortdni ótakmarkaflur
akstur og kosko.
B
9.980
21.060
lickkun s|álfíábyraflar.
588 35 35
Oplft mán-föíV-18 \au 10-1-1
BENSINDÆLAN í upprunalegu umhverfi.
Bensíndæla sett
upp á Árbæjarsafni
HANDKNÚIN bensíndæla frá því
skömmu eftir stríð verður afhent Ár-
bæjarsafni á mánudag. Ólíuverslun Is-
lands gefur dæluna og sér um að setja
hana upp. Ofan á henni verður lukt,
eins og var í gamla daga og hringtorg
lagt í kringum hana. Þá er unnið að
því að fá gamlan bensínstöðvarkofa
úr Hrísey. Ráðgert er láta bíl frá sama
tíma standa við dæluna.
Dælan var fyrr í notkun á bensín-
stöð í Biskupsstungunum, sennilega á
Gígjarhólskoti. Hún kom til landsins
um miðjan 5. áratugin. Um tíu árum
síðar voru fyrstu rafmagnsdælurnar
teknar i notkun og þær leystu hand-
knúnar síðan af hólmi.
Helga María^ Bragadóttir markaðs-
fræðingur á Árbæjarsafni segir að
dælan verði vísir að athafnasvæði við
Kornhúsið. „Við viljum leggja meiri
áherslu á atvinnulífið og vonumst til
að fleiri fyrirtæki sjái hag sinn í koma
með hluti úr sögu sinni. Oft halda
menn að slíkir hlutir séu ónýtt drasl
en svo er alls ekki. Þetta er mikilvæg-
ur hluti af sögunni og er til góðs fyrir
safnið, fyrirtækin og skattborgarana
að tengsl Árbæjarsafns við atvinnulífið
verði sterkari. Þetta er einnig hluti af
þeirri stefnu okkar að safnið verði lif-
andi og áhugayerðara fyrir gesti."
Olíuverslun íslands er elsta olíufélag
landsins og Ragnheiður Björk Guð-
mundsdóttir fulltrúi markaðssviðs seg-
ir að það hafi verið til umræðu hvern-
ig mætti varðveita sögu þess. „Þegar
við sáum umfjöllun í Mqrgunblaðinu
um nýjar áherslur á Árbæjarsafni
ákváðum við að þetta væri góð leið til
þess. Við vonumst einnig til að önnur
fyrirtæki feti í fótspor okkar."
Að sögn Ragnheiðar varð umstangið
kringum bensíndæluna til að elsta
bensíndæla landins fannst. Verður hún
gerð upp og gefin á safnið. Hún verð-
ur sett upp á fyrirhuguðu samgöng-
uminjasafni Árbæjarsafns. ¦
Bakpokar eru í
tísku við öll tækifæri
GRUNNSKÓLANEMAR eru
ekki þeir einu sem bera bak-
poka í vetur. Þótt hliðarveski
og töskur haldi enn velli eiga
bakpokar auknum vinsældum
að fagna hjá öllum aldurshóp-
um, að sögn afgreiðslufólks í
tískuverslunum. Þeir fást í
ýmsum stærðum, gerðum og
íitum úr öllum mögulegum
efnum; striga, lakki, leðri, sat-
íni og næloni.
Svava Johansen í tískuversl-
uninni Sautján segir bakpoka
hafa verið í tísku í rúmlega
ár, vinsældir þeirra séu enn
að aukast og konur á öllum
aldri kaupi bakpoka til að bera
við hverskyns tækifæri. í sama
streng tóku afgreiðslustúlkur
í Cosmo og fleiri verslunum.
Víðir Þorgrímsson, eigandi
Tösku- og hanskabúðarinnar,
stærstu sérverslunar landsins
af því tagi, segir bakpoka
vinsæla meðal
yngri kynslóðar-
innar. Þeim
sem hjóli eða
gangi mikið
finnist
þægilegt að
bera slíka
poka þótt
vinsældir
þeirra hér
hafi ekki
verið eins
miklar og i
víða er- &
lendis, lík- "^
lega vegna
þess að ís-
lendingar fari
allra sinna
ferða á bíl-
um. I
4.699 4.690
4532 Fjöldi umsækjenda um námslán
1993-95 Norður- _
lönd 757
618
675
þaraf.
England
þaraf
- Danmörk
Onnur Evrópulönd
445,
Onnur lönd
'93 '94 '95
þaraf
Þýskaland
'93 '94 '95
Tölumar 1995 eru ekki sambærilegar við fyrri tölur þar eð
umsóknir eru enn að berast.
Færri til Bandaríkjanna
og Englands en fleiri til Norðurlanda
•a
1A
TÓLUVERÐ breyting hefur
orðið á umsóknum um námslán
fyrir veturinn 95/96 miðað við
tvö síðustu ár. Samtals hafa
|- i 6.354 nemendur sótt um náms-
5 lán í vetur, þar af 4.532 til
2p náms á íslandi, en í fyrra sótti
.^B 6.541 nemandí um, og fyrir
veturinn 93/94 lágu fyrir 6.647
umsóknir. Samkvæmt upplýsingum
frá Lánasjóði íslenskra námsmanna
á enn eftir að skrá umsóknir og lít-
ur út fyrir að svipaður fjöldi um-
sókna verði í ár. Nemendum í láns-
hæfu námi hefur og fjölgað, en
margt bendir til þess að fleiri bjargi
sér upp á eigin spýtur eftir að lána-
reglur LÍN voru hertar árið 1992.
Tölur um fjölda umsækjenda ber.
að taka með fyrirvara þar sem ekki
allir fá námslán. Sumir hætta námi,
aðrir skila ekki tilætluðum námsár-
angri og enn aðrir eru of tekjuháir.
Töluverð fækkun hefur orðið á
umsóknum um lán í Bandaríkjunum
(úr 649 veturinn 93/94 í 491 vetur-
inn 95/96) og í Englandi (úr 147
veturinn 93/94 í 117 nú). Sam-
kvæmt heimildum frá LÍN er um
eðlilega þróun að ræða þar sem lög-
um um Lánasjóð íslenskra náms-
manna var breytt árið 1992 og regl-
ur hertar um nám í svokölluðum
„skólagjaldalöndum", Bandaríkjun-
um og Englandi en þar eru skóla-
gjöld há. Fólk í sérnámi og BÆ- eða
BS-námi þarf að taka óhagstæðari
lán fyrir skólagjöldum en þeir sem
stunda framhaldsnám.
Umsóknum um lán til náms á
Norðurlöndum hefur fjölgað úr 618
veturinn 93/94 í 757. Þar eru ekki
skólagjöld og liggur straumur náms-
manna í BA-námi aðallega til Dan-
merkur. Nú liggja fyrir 454 umsókn-
ir um nám í Danmörku en voru 341
veturinn 93/94.
Hefðbundið í vall á námslandl
Athyglisvert er hversu fáir sækja
um lán til náms í Japan og Kína,
en umsóknir um lán til náms í Japan
eru aðeins tvær og ein umsókn ligg-
ur fyrir um námslán í Kína. Tvær
eru um Rússland og í Ástralíu hefur
fækkað úr 8 umsóknum um námslán
veturinn 93/94 í eina umsókn fyrir
veturinn í vetur. Svo virðist sem ís-
lenskir námsmenn séu mjög hefð-
bundnir í vali sínu á námslandi. ¦
N-