Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LIF WABGI-konur í Nýju-Guíneu smyrja líkama sína með sóti og svínafitu áður en þær fara á dansleik. Stór rass, lafandi brjóst og froskalegar varir þykja sums staðar mikið augnayndi CC FEGURÐARDROTTNING- ";f AR, kvikmyndastjörnur og 3 tískusýningarstúlkur, - sem %f% dáðar eru fyrir fríðleik og yndisþokka á Vesturlöndum, myndu trúlega ekki baða sig í sömu aðdáun meðal ýmissa ættbálka í Afríku. Þar þættu þær í hæsta máta kynleg fyrirbæri enda ríkja önnur viðhorf yfirleitt til fegurðar og kynþokka en í hinum vestræna heimi. Konur með feiknastóran rass, lafandi brjóst og froskalegar varir þykja sums staðar einstakar þokkagyðjur. Slík ásjóna vekur íosta hjá mörgum afrískum karlin- um, þótt almennt þyki kynbræð- rum þeirra annars staðar í heimin- um útlitseinkennin fremur frá- hrindandi. Nýlega birtist grein í tímaritinu Marie Claire um fegurðarímynd kvenna meðal frumstæðra þjóða. Þar er vestrænum konum með útT lit, sem ekki samræmist fegurðar- stöðlum heimahaganna, bent á að færa sig um set á jarðarkringl- unni, sé þeim mikið í mun að ganga í augun á gagnstæða' kyninu. Einu gildi hvort aukakílóin séu hátt í hundrað eða framtennur vanti í efri góm, einhvers staðar veki slíkt aðdáun karlkynsins. Til dæmis finnist Toposa-körlum í Afríku kona með skögultennur hið mesta augnayndi vegna þess i að hún minnir þá á búpening- ^i inn, sem er þeim hjartfólgnari í en allt annað. Tuareg-hirð- ingjarnir í vesturhluta Sa- Æt hara telja mikla líkams- Æ fitu kvenna tákn um Æ frjósemi og því um- fangsmeiri sem brúður in er þeim mun heppn ari sé brúðguminn. Offita og mittismál Offita er ekki þrándur götu kvenna meðal margra austur-afrí- skra ættbálka og best þykir ef vaxtariagið er slíkt að þær neyðast til að skríða á fjórum eða mjaka sér áfram á maganum. Sums stað- ar í Máritaníu er þjóðfélagsstaða karla vegin og metin eftir mittis- máli eiginkonunnar og vitað er um eitt slysalegt tilfelli þegar karl varð eiginkonu sinni að bana með því að þvinga hana til ofáts. Á norðurhjara þykja feitlagnar konur líka einkar frambærilegar og þar er megrunarþrá- hyggja óþekkt fyrirbrigði. Inúítum finnst konur með kringluleit andlit fríðast- ar kvenna. Burt séð frá fegurðarímyndinni, þykir einnig hagkvæmt að vera í góðum holdum vegna veðurfars. Kynlífsfræðingar segja að brjóst kvenna veki, umfram aðra líkams- hluta, mesta girnd hjá bandarísk- um körlum. Það er gagnstætt því sem tíðkast víða annars staðar, þar sem þau eru einkum dásömuð vegna notagildis, þ.e. brjóstagjaf- ar. Stinn brjóst þykja ekki alls staðar .„.._ ^,. prýði. í í Úkraínu þyk- ir mikill hárvöxtur kvenna, sérstaklega þykkt yffir- varaskegg, til prýoi KONA af Pa- daung-ættbálknum Burma fær fyrsta iátúnshálshringinn þegar hún er tíu ára, síðan bætast fleiri við á þrigffla ara fresti. Senegal eru dæmi um að karlar bindi bandspotta í geirvörtur eigin- kvenna sinna og togi í til þess að brjóstin hangi meira, en víða í Nýju-Gíneu eru brjóst kvenna nudduð með skordýrum og netlum til þess að þau þrútni. Litlir, flatir rassar þykja hvergi snotrir nema á Vesturiöndum. Tal- ið er að til forna hafi kon- ur yfirleitt verið með gríð- arlega myndarlegan sitj- anda eins og Hottentotta- konur, afkomendur frum- bygg)a í Suður-Afríku núna. Breiðar mjaðmir eru víða taldar merki þess að koná sé vel til þess fallin að ala börn. í Yongding-héraði í Kína er ætlast til að stúlkur klæðist níðþröngum bux- um þegar þær hitta vænt- anlega tengdaforeldra sína í fyrsta sinn, til þess að þeir geti metið hvort þær séu vænlegar til að ala son. Hárvöxtur og litadýrð í Úkraínu þykir mikill hárvöxtur kvenna, einkum þykkt yfirvara- skegg, til prýði, en í múhameðstrú- arlöndum eru líkamshár kvenna fjarlægð áður en þær ganga í hjónaband, enda slíkur hárvöxtur ekki talinn bera vott um andlegan og líkamlegan hreinleika. Kvöldið fyrir brúðkaupið velur stúlka af Warirke-ættbálkinum tvo unga menn til þess að nudda líkama sinn næturlangt með ilmandi olíum áður en þeir maka hann djúpbláum lit. Litagleðin ræður víða ríkjum og í regnskógum Amazon lita konur líkama sinn oft eldrauðan og/eða bláan eftir kúnstarinnar reglum. Jafnvel börnin fara ekki varhluta af þessum fegrunaraðgerðum því á líkama þeirra' eru oft máluð ýmis tákn sem eiga að vera til marks um frjósemi. Sem sólarvörn smyrja Tuareg- konur vökva kariteplöntunnar á líkama sinn. Vestrænir snyrtivöru- framleiðendur hafa farið að ráðum þeirra og nota vökvann í auknum mæli í afurðir sínar. Upprunalega notuðu japanskar geisjur þurrkað- an drit næturgalanna tii að draga fram fölva andlitsins. Sú hefð hef- ur nú lotið í lægra haldi fyrir fjölda- framleiddum farða þekktra fram- leiðenda. Frá aldaöðli hafa konur SURMA-kona í Eþíópíu með leirdisk í neðri vör og eyrnasnepli. í SENEGAL þykja lafandi brjóst afar fögur. um allan heim notað kol til að leggja áherslu á augnaumgjörðina, enda hafa stór og áberandi augu víða þótt til mikillar prýði. Enn eru kolin notuð til slíkra fegrunarað- gerða, enda sums staðar óhægt um snyrtivöruaðföng. Konur á Trobriand-eyjaklasan- um, undan strondum Nýju-Guíneu, tyggja betelhnetur til þess að fá rauðar, þrýstnar varir. Þannig finnst körlunum þær barnalegar útlits og því hljóti þær að vera hlýðnar og undirgefnar, en slíka eiginleika telja þeir afar eftirsókn- arverða. I Norður-Kamerún láta konur stinga ýmsum, litlum skrautgripum í varir sínar til þess að verða froskalegar útlits. Þar í landi er froskurinn í hávegum hafður, en það er gömul þjóðtrú að hann hafi verið fyrstur til að fræða mannkynið um leyndardóma getnaðar og fæðingar. Sinnerslður í landi hverju Einkenni sumra þjóðflokka í Afríku og S-Ameríku er geysilega framstæð neðrivör. Slíkt útlit er ekki frá náttúrunnar hendi, því til- sniðnir leirdiskar eru festir við vörina innanverða til að teygja á húðinni. Surma-konurnar í Eþíópíu láta framkvæma aðgerðina í áföngum. Sífellt stærri leirdiskar eru notaðir og þykir sú kona feg- urst sem hefur framstæðustu vör- ina. Mannfræðingar segja fyrir- bærið eiga rætur að rekja til þess TUAREG-konur þykja því fríðari þeim mun umfangs- meiri sem þær eru. tíma er þrælaverslun var í algleym- ingi og aðgerðin ætluð til að gera fólk lítt fýsilegt í augum þræla- sala. Einnig telja þeir að Padaung- konur í Burma hafi fyrst farið að bera marga, níðþunga látúnsháls- hringi til að liðsmenn innrásar- sveita girntust þær síður. Séu hringirnir fjarlægðir án læknis- fræðilegrar þekkingar kafna kon- urnar því hálsinn og barkinn falla saman. Útlitseinkenni hinna ýmsu þjóð- flokka; Ör, skurðir, húðflúr og förð- un líkama og andlits, eiga efalítið rætur að rekja til aldagamalla og flókinna hefða og trúarbragða. Jafnt í fr.umskógum Afríku og vestrænum stórborgum virðast mennirnir hafa þörf fyrir að punta sig og snurfusa. Trúlega aðallega til að ganga í augun á hinu kyn- inu. Siðirnir eru líka ærið misjafn- ir, oft helgast þeir af útlitinu, t.d. er ekki líklegt að mikið sé um kossaflangs þar sem fínast þykir að hafa neðrivörina sem framstæð- asta, Trobriand-eyjaskeggjarnir sýna ástaratlot með því að borða höfuðlýsnar hverjir af öðrum og svo mætti lengi telja. En hverjum finnst sinn fugl fagur eins og vést- rænir mannfræðingar við rann- sóknarstörf á eyjunum komust að raun um þegar íbúarnir sýndu mikla samúð vegna þess að þeim þótti mannfræðingagreyin svo óskaplega ófríðir og ólánlegir. ¦ Þýtt og endursagt/vþj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.