Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 B 3
DAGLEGT LIF
Myndir
á tíkall, og
lesið úr Þórbergi
j*} NÝLEGA fengu nokkrir íbú-
¦SJ ar í vesturbænum boðskort á
¦ listsýningu sem haldin var
Zmeð óhefðbundnum hætti í
*^" garðstofu í raðhúsi yið Afla-
52í?randíi- Nína Hjördís Þor-
W»
kelsdóttir er einn aðstand-
i anda sýningarinnar en hún
¦," er sex ára og mjög efnileg
myndlistarkona.
„Ég stakk upp á_því við vinkon-
ur mínar Bergdísi Yr, Guðrúnu og
Siggu Gyðu að það gæti verið gam-
an að hafa listsýningu og bjóða
nokkrum úr hverfinu. Þeim leist
vel á það svo við bjuggum til boðs-
kort og fórum með í næstu hús,"
segir Nína en hún varð læs fjög-
urra ára og fer því létt með að búa
til boðskort.
„Við höfðum síðan upplestur úr
verkum Þórbergs Þórðarsonar og
fórum í leiki." Nína er ekki byrjuð
í skóla og það er erfitt að ímynda
sér að sex ára barn geti stautað
sig almennilega framúr Þórbergi.
Þegar hún er beðin um að lesa
fyrir forvitinn blaðamanninn er
hún ekkert að tvínóna við hlutina
og segist gjarnan vilja lesa úr kafla
um það þegar hún Lilla Hegga
týndist. Hófst svo lesturinn. Þessi
sex ára hnáta las hátt og skýrt
með réttum áherslum og mikilli
tilfinningu. Hún sagði að þær vin-
konurnar skiptust á að lesa sögur
fyrir gesti sem kæmu á sýningu
til þeirra.
Sýningin var haldin í garðstof-
unni heima hjá Nínu og reyndar
hafa þær haldið uppteknum hætti
NINA Hjördís Þorkelsdóttir er sex ára og fór
létt með að lesafyrir gestina.
vinkonurnar og verið með nokkrar
sýningar þar síðan sú fyrsta var
haldin. „Stundum förum við í leiki
eða sýnum ballet. Þetta er mis-
jafnt."
í boðskortinu var tekið fram að
veitingar væru í boði. „Við bjóðum
upp á kex ef það er til og síðan
vatn. Það er ótrúlegt hvað fólk
drekkur af vatni", segir Nína.
Listaverk stelpnanna eru til sölu
og Nína segir að þær selji vatns-
litamyndir á tuttugu krónur en
taki bara tíu krónur fyrir þær
myndir sem séu litaðar með trélit-
um. Ef gestir sem koma á sýningu
til þeirra eru áfjáðir í að eyða pen-
ingum stendur þeim líka til boða
að kaupa annað eins og fallega
steina eða kuðunga á um krónu
stykkið. ¦
BERGDÍS og Nína Hjördís. Á myndinni er líka
gesturinn Sæunn Ýr Hörpudóttir.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
BERGDÍS Ýr Sigurðardóttir við eitt listaverkið.
Oruggari
myndatökur
ÞVÍ er haldið fram að geislun
vegna tannmyndatöku sé skað-
laus. Hins vegar er gott að losna
við alla óþarfa geislun. Ný tækni
gerir, nú tannlæknum kleift að
nota tölvutækni við myndatökuna
svo geislunin verður -tíu sinnum
minni en ella. Frá þessu er sagt í
bandaríska tímaritinu Longevity
fyrir skömmu. Litlu tæki er komið
fyrir í munni viðkomandi og það
sendir síðan skilaboð á tölvuskjá-
inn þannig að sjúklingur og tann-
læknir geta skoðað saman mynd-
ina á skjánum.
Þetta kerfi er hannað af fyrir-
tækinu Schick Technologies sem
er í New York og sérfræðingar
spá því að eftir nokkur ár verði
þetta komið í framleiðslu hjá
mörgum fyrirtækjum og orðið
nauðsynlegt tæki á stofu tann-
lækna. Einnig er að því getum
leitt að siðar kunni að vera hægt
að beita svipaðri tækni við brjósta-
myndatökur, lungnamyndatökur
og svo framvegis. ¦
ÞORSKALYSI getur lækkað blóðfitu um 40% samkvæmt nýrri
íslenskri athugun.
við þrjá sérfræðinga, staðfesti líka
að blóðflögur þeirra sem taka lýsi
loða síður saman, sem er jákvætt
fyrir hjarta- og kransæðasjúklinga.
En í Japan vekur DHA mesta
forvitni af fituefnum núna og mikið
kapp er lagt á vinnslu þess. Aðal-
lega úr túnfiskhausum, ^^^
þar sem fitusýrurnar
fást úr augntóftunum. I
mönnum er DHA-fita í
heila, sjónhimnu 'og
hjarta og móðurmjólk
er rík af DHA, sem enda
er talið afar mikilvægt
fyrir þroska ungbarna.
Hérlendis getur fólk
fengið DHA úr þorska-
lýsishylkjum (10-12% af
'efninu) og Ómega-hylkj-
um (15-16%). Ogauðvit-
að úr fiski, feitum og
vænum, fyrir heila
barna og gamalmenna
og hjarta hinna.
SJaldgæf efnl sem
auka áhrlf
mlkllvægra lyfja wmm
Franskur lyfjafræðiprófessor í
París, Francois Le Goffic, hefur
rannsakað sjaldgæf fituefni úr sjáv-
arlífverum og bindur miklar vonir
Hitt dæmið er
Bryostatin-
sameindin
sem f æst í ör-
litlu magni úr
mörgum smá-
verum í sjó.
Hún veitir vörn
gegn krabba-
meini meö því
aðhindra
óeðlilega
frumufjölgun
og þar með
æxlismyndun.
við áhrif þeirra á alvarleg heilsu-
farsvandamál. Hann segir ýmsa
kóralla, sveppi og bakteríur hafa
örlítið af flóknum en áhrifaríkum
efnasamböndum, líklega til að verj-
ast árásum eða til veiða, eins og
einn sveppur sem gefur frá sér lam-
^^_ andi efni og sogar svo
næringu til sín. Sum
efnasambandanna eða
einfaldari efni byggð á
þeim muni í framtíðinni
hjálpa til að verjast
krabbameini og æxlis-
myndun, ýmsum veiru-
sýkingum og bólgum.
Rannsóknirnar koma
þannig læknisfræði og
lyfjafræði til góða að
sögn Goffics og geta
h'ka nýst í lífefnafræði.
Til dæmis til skilnings á
hvernig taugaboð ber-
ast. „Vonandi er ekki
langt í að læknavísindjn
geti nýtt rannsóknirn-
ar," segir Goffic,
„bandarískir vísinda-
^mm menn hafa stundað
svipaðar athuganir og eru líka vel
á veg komnir."
Goffic nefnir tvö dæmi um lækn-
isfræðilegan tilgang tilrauna sinna.
Fyrst bólgueyðandi sameind, Scal-
aridal, sem unnin er úr sveppi.
Hann segir áhrif hennar undraverð
og vonast til að liðagigtarsjúklingar
njóti góðs af á næstu árum. Skort-
ur á efninu sé vandamál, en reynt
hafi verið að líkja eftir því á rann-
sóknastofu.
Hitt dæmið er Bryostatin-sam-
eindin sem fæst í örlitlu magni úr
mörgum smáverum í sjó. Hún veit-
ir vörn gegn krabbameini með því
að hindra óeðlilega frumufjölgun
og þar með æxlismyndun. Jafn-
framt mun sameindin draga úr eit-
uráhrifum krabbameinslyfsins Int-
erleukin 2 takist að blanda henni
við það. Goffic segir það brýnt verk-
efni og telur víst að aukin athygli
beinist að því á næstunni.
Hvað leynlst í köldum sjó?
Rannsóknir Goffics og félaga
hans eru dýrar og erfíðar, lífverurn-
ar teknar af miklu dýpi, bakteríur
til dæmis á 1.000 metrum, og
vinnslan á eftir er flókin. Ná þarf
efnasamböndunum út, greina þau
og kanna hugsanleg eituráhrif.
Hægt er rækta sumar bakteríurn-
ar, en annars er skortur á efni
helsta hindrun þessara athugana.
Hundrað kíló af bakteríum, svepp-
um og kóröllum" gefa aðeins 2-10
milligrömm af lífrænu sameindun-
um. Hingað til hefur verið leitað í
hlýjan sjó, en Goffic fmnst mjög
forvitnilegt hvað leynist á kaldari
slóðum.
Efni úr fiskifitu, sérstaklega há-
karlalýsi, hafa líka verið hugðarefni
Goffícs. Hann segir byggingu þeirra
ekki eins flókna og smáefnanna og
líkurnar góðar á virkni gegn bakter-
íu- og sveppasýkingum, einkum
með því að magna áhrif lyfja. Sam-
eindum úr hákarlalýsi hafi verið
blandað í sveppalyfið Amphotheric-
ine B og virkni þess þannig aukin
hundraðfalt.
Þessar sameindir ættu einnig að
geta unnið gegn Herpes-veirunni,
að sögn Goffics, en þær eru ókomn-
ar á markað í lyfjaformi. ¦
Þórunn Þórsdóttir
Konur, áfengi
og tíðahringurinn
ÞÓTT áhrif
áfengis séu mis-
munandi eftir
einstaklingum
virðast þau öllu
óútreiknanlegri
hjá konum en
körlum. Holl-
ensk rannsókn
bendir til að skýr-
ingin sé af líf-
fræðilegum toga
og hormónar
kvenna valdi mis-
munandi áhrifum
áfengis á konur
eftir því hvenær í
mánuðinum þær
neyta veiganna.
Fjórum dögum
fyrir tíðir eru
konur sagðar vanhæfari en ella
til að fara með áfengi og um
miðbik tíðahringsins þurfi þær
meira magn alkóhóls til að finna
á sér.
Einn liður í könnun hollenskra
rannsóknarmanna á hegðun
fíkla bar yfirskriftinaí „Konur
og áfengi". Rannsókn leiddi í ljós
að á fjórða degi fyrir tíðir jókst
áfengismagnið í blóðinu og náði
hámarki um það leyti sem blæð-
ingar hófust. Smám saman
minnkaði magnið og varð minnst
á tólfta til fimmta degi fyrir
næstu blæðingar, en þá höfðu
konur líka tilhneigingu til að
drekka meira.
Þessar niðurstöður um þátt
tíðahringsins á áhrifum áfengis
á líkamann ættu ekki að koma
mjög á óvart því þegar hefur
verið sýnt fram á að á meðgöngu
minnkar hæfni líkamans til að
losa sig við lyf þ.á.m. alkóhól.
Vitað er að tíðahringurinn veldur
því að áhrif ýmissa læknislyfja
eru með öðrum hætti hjá konum
en körlum. Til dæmis virðast
vímuefni eins og valíum skiljast
seinna út úr líkömum þeirra og
skammtur, sem alla jafna ætti
ekki að valda vímu orsakar siíkt
ástand hjá sumum konum þegar
þær hafa blæðingar.
Ýmislegt rennir stoðum undir
að niðurstöður rannsóknarinnar
eigi við rök að styðjast.Talið er
næsta víst að mikil áfengis-
neysla hafi áhrif á tíðahringinn
og vitað er að áfengissjúkar kon-
ur eru oft ófrjóar. ¦
Heimild/The Independent.