Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 B 5 DAGLEGT LIF Hann var með útgerð og verkar nú vestfirskan harðfisk VESTFIRSKUR harðfiskur þykir af mörgum lostæti og eru dæmi um að höfuðborgarbúar og aðrir landsmenn panti sér físk um langan veg til þess geta bitið í ekta vestfirskan harðfisk. Finnbogi Jónsson er eini harð- fiskverkandinn á ísafirði og þurrkar ýsu, steinbít og þorsk, en einnig verkar Óskar Friðbjarn- arson harðfisk og hákarl á Hnífs- dal. Verkaðurmeð gamla laginu . Finnbogi hefur nú verkað harðfisk í 13-14 ár en var með útgerð áður. Hann segir sérstöðu vestfirska harðfisksins liggja í því að fiskurinn sé verkaður með gamla laginu. Hann sé þurrkaður í hjöllum í köldu og þurru lofts- lagi og er byrjað snemma á ve- turna að þurrka fískinn og haldið áfram á meðan veður leyfir þar til snemma á vorin. „Víða annars staðar er fiskurinn þurrkaður inni og mörgum finnst hann ekki jafn góður fyrir vikið. Þurrt loftslagið á Vestfjörðum hentar einkar vel til þess að þurrka fisk." Mlkilvægt að rétt veðurskilyrðl séu fyrstu vlkur þurrkunar „Hjallarnir eru hafðir á vinda- sömum og frostsælum stöðum og þá verkast fískurinn best. Mikilvægt er að rétt veðurskilyrði séu fyrstu vikurnar þegar fiskur- inn er hengdur upp til þurrkunar svo að hið rétta vestfirska bragð komi fram. Fiskurinn þornar á u.þ.b. fimm vikum og svo þarf hann um tvo mánuði að ryðja sig. Þá er hann tekinn og barinn, settur í umbúðir og seldur. Harðfiskur geymist betur óbarinn, en þægilegra er að borða hann sé hann barinn. Þó finnst sumum hann bragðbetri ef hann er óbarinn og gott að bíta í hann þannig. Fiskurinn rýrnar töluvert við þurrkun. Eftir þurrkun vegur fiskurinn 7-9% af þyngdinni þeg- ar hann var dreginn úr sjó og það er helsta skýringin á því ¦X. Morgunblaðið/ÞHY FINNBOGI Jónsson verkar harðfisk á ísafirði. hvers vegna harðfiskur er yfir- leitt dýr. í eitt kíló af harðfiski fer u.þ.b. 11-14 kíló af nýveidd- um fiski. Fólk ætti alltaf að geyma harðfisk í frosti til þess að halda hohum ferskum. Annars er hann fljótari að eyðileggjast. Það er útbreiddur misskilningur að hann megi geyma við stofuhita," segir Finnbogi. Finnbogi segir að mesta salan á harðfiski sé í byrjun desem- ber, kringum jólin og á Þorran- um. Á sumrin tekur svo harð- fisksalan aftur kipp og virðist vera algengt að taka harðfisk með í nesti í sumarfríið. Einnig er vinsælt að senda vinum og vandamönnum erlendis harð- fiskpakka. Finnbogi segir að lúða hafi verið einstaka sinnum þurrkuð og er hún stundum kölluð sýslu- mannskonfekt og þyki herra- mannsmatur. ¦ Guðsorð að ryðja sér til rúms á alnetinu GUÐ er ekki kominn með tölvupóst en engu að síður er orð Guðs farið að ryðja sér rúms á alnetinu. Hægt er að kalla upp ýmsar helgimyndir á tölvuskjáinn til að komast í sam- band við sinn raunverulega söfnuð. Prestar í Bandaríkjunum segja ár- angurinn vera góð andleg heilsa og vellíðan safnaðarbarnanna. Grein um þetta birtist í bandaríska blaðinu Longevity fyrir nokkru. Þar kemur fram að jafnvel hinar íhalds- sömustu kirkjur eru komnar á alnet- ið vestra. Kaþólska erkibiskupsdæm- ið í New York er með tölvu-„spjall" á þriðjudagsmorgnum í gegnum Prodigy sem er eitt margra fyrir- tækja sem koma áskrifendum í sam- band og bjóða ýmsa upplýsingaþjón- ustu gegn mánaðarlegu gjaldi. Viðbrögð áskrifanda eru góð og fólk ber ýmist upp spurningar, er með vangaveltur um trú sína eða þarf hreinlega einhvern til að tala við og fá hjá ráðgjöf. Fólk að leita eftir stuðningi og ráðgjðf Annað fyrirtæki sem söfnuðir hafa samvinnu við er CompuServe. Ýmsar kirkjur í Bandaríkjunum eru tengdar í gegnum þá, m.a. rétttrúnaðarkirkj- an þar í landi. Sr. Gregory C. Havril- ak er upplýsingafulltrúi rétttrúnað- arkirkjunnar í Bandaríkjunum. Hann segir að með þessum hætti geti fólk fengið upplýsingar af ýmsum toga s.s. um hvernig á að annast gamalt fólk, hvernig á að biðja fyrir sjúkum, kenna barni bænir eða fólk getur rætt við starfsfólk kirkjunnar með þessum hætti ef því líður illa. Séra Havrilak segir að ef tölvur geti hjálp- að fólki að vera í sambandi við kirkj- una sína sem er nauðsynlegt blóm- legu safnaðarstarfi þá muni kirkjan halda áfram^að starfa á alnetinu. Hann bendir á að ef þetta veiti fólki tilfínningalegan stuðning þá verði líkamleg og andleg heilsa þessa fólks líka betri en ella. Hjðnabandsráðgjöf á alnetl Marlene Maheu, sem er doktor í sálarfræði, samsinnir þessu og segir að andleg heilsa blómstri í menningu -þar sem fjölskyldur haldi vel saman og samband sé náið. Og þó að alnet- ið komi aldrei í staðinn fyrir náin fjölskyldubönd þá sé þessi þjónusta af sama toga þar sem fólk er að leita eftir stuðningi. Dr. Maheu er yfir- maður nýrrar línu á alnetinu sem heitir Sjálfshjálp. Notendur biðja um upplýsingar um hjónabandið, frama, kynlíf, uppeldi, vináttu og svo fram- vegis og fá þá ráðgjöf um það efni sem beðið er um. Enginn viðmælanda í umræddri grein hélt að Guðs orð á alnetinu kæmi í veg fyrir blómlegt .safnaðar- líf í kirkjum landsins þótt milljónir manna geti nú leitað Guðs á alnetinu. ¦ grg Sex ára sigling frá Síberíu til íslands REKAVIÐUR hefur löngum reynst íslendingum vel í trjálausu landinu. Hann berst okkur frá barrskógabeltinu í Rússlandi eftir áralangt volk í norðlægum höfum. í nýjasta hefti tímaritsins Jökull segir Ólafur Eggertsson jarðfræð- ingur frá rannsóknum sínum á árhringjum í rekaviði sem miða að því að finna uppruna hans og rekleiðir. Meginhluti rekaviðar sem finnst við strendur íslands er fura, greni og lerki. Tvær fyrrnefndu trjátegundirnar eru yfir- leitt ættaðar úr timbur- flotum skógarhöggs- manna sem látnir eru fljóta niður ár í ' vest- urhluta Rússland. Á fur- una og grenið vantar yfirleitt ræt- urnar og á þeim sjást greinileg sagarför. Lerkið losnar hins vegar 'af náttúrlegum orsökum þegar Rannsóknir sýna ao greni- tré holdost á ffloti í mesto logiíum 17 mánuói árnar grafa undan því við bakkana og það heldur því rótum sínum. Lerkið er algengasta trjátegundin austan við ána Lenu í Síberíu og talið er að þau tré sem rekur á land hér séu ættuð þaðan. Meðhafístllíslands Timbur helst ekki á floti í sjónum nema takmarkaðan tíma. Smám saman sogar það í sig vatnið og sekkur að lokum. Rannsóknir sýna að grenitré haldast á floti í mesta lagi í um 17 mánuði og aðrar tegundir enn skemur. Trén eru mun lengur að berast til íslands, eða að minnsta kosti sex ár, og oftast lengur. Talið er að hafís beri þau mestan hluta leiðarinnar. Ólafur Eggertsson tekur sem dæmi tré sem berast með ám í Hvítahaf. Þau fljóta þaðan með REKAVIÐARDRUMBAR á Vestfjörðum. straumum í Barentshaf þar sem þau lenda í hafís og frjósa föst. Isinn berst með straumi og vindum að Svalbarða, norður og vestur fyrir hann og síðan með Austur- Grænlandsstraumnum í suður að norðurströnd íslands. Þar bráðnar ísinn og rekaviðurinn berst á land. Rannsóknir Ólafs benda til þess að hafís hér við land sé upprunn- inn úr Barentshafí og strönd Sí- beríu. Þær gefa einnig til kynna að mengunarslys í Barentshafi gæti haft áhrif á sjóinn við ísland. Þessar upplýsingar eru íhugunar- efni nú þegar áætlanir eru uppi um olíuvinnslu þar. ¦ HÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.