Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 B 7 FERÐALOG SEXÆRINGUR liggur í fjöru og frágengin net bíða næstu sjóferðar. A VERBUÐARLOFTINU var dvalarstaður sjómanna. Geir sýnir hluti sem tengdust daglegu lífi íbúanna. ingarkrafti að Bolvíkingar hafi verið þeir fyrstu sem sóttu lengra á haf út en tíðkaðist fyrr á öldum og að þeir hafi snemma sótt sjóinn á vetr- arvertíð þegar aðrir sóttu aðeins út á sumrin. Frá Ósvör er gott að sjá til miða og spá í veðrið, kostur sem margir áttu líf sitt að launa. Þuríður sundafyllir fyrsti „útgeröarmaöurlnn" „Elstu heimildir um veiðistöð á íslandi eru í Landnámu, en þar er seiðkonunnar Þuríðar sundafyllis getið og sonar hennar Völu-Steins. Þau voru fyrstu Bolvíkingarnir og námu land á Bolungarvík. Þuríður var fljót að læra að nýta sér gjöful miðin og tók vertoll af hverjum þeim sem sótti út frá Bolungarvík. Sjóferðirnar voru pft hættuspil að vetri til og er talið að allt að þrír af hverjum fjórum nýjum sjó- mönnum hafi farist á vetrarvertíð sem byrjuðu að hausti til og voru ekki úr héraðinu. Þeir sem lifðu af fyrsta veturinn voru taldir hólpnir og færir í flestan sjó. Þeir þekktu þá aðstæður og hverra veðra var von," segir Geir Guðmundsson. Sjóminjasafnið stendur í alfara- leið við veginn frá ísafirði til Bol- ungarvíkur. Erlendir fjölmiðlamenn hafa verið áhugasamir um safnið og segir Geir að greinar um það hafi birst í nokkrum erlendum tíma- ritum. Sérstakur andblær liðins tíma þykir ríkja á safninu og er það vel sótt yfir sumarmánuðina og hefur gestafjöldi farið yfir 300 manns á dag. ¦ Þórdís Hadda Yngvadóttir Viðurkenning til Kowata MIKIL aukning japanskra ferða- manna til íslands hefur vakið at- hygli og ferðamálasérfræðingar þakka það ekki síst starfi landkynn- ingarskrifstofu Flugleiða og ferða- málaráðs í Tókíó í Japan en yfir: maður hennar er Alex Kowata. I nýjasta hefti Flugleiðafrétta er sagt frá því að Flugleiðir hafi veitt Kow- ata viðurkenningu fyrir ötult og árangursríkt starf. Fram kom í grein hér í blaðinu á dögunum að flestum þyki jap- anskir gestir hér manna kurteisast- ir og ánægjulegir í viðmóti. Mikil samkeppni ríkir um hylli japanskra ferðamanna um allan heim því þeir hafa úr meiri peningum að spila en margar aðrar þjóðir og kaupa mik- ið á ferðalögum af minjagripum o.þ.h. ¦ SÍMON Pálsson, sölusljóri Flugleiða var í Japan og afhenti þá Kow- ata viðurkenningarskjal. Með þeim á myndinni eru Takao Seki, sölustjóri og Hisako Fujiouma sem vinnur á skrifstofunni í Tókíó með Kowata. Glllf Air á góðu róli GULF AIR flutti um 2,4 milljónir farþega frá janúar til og með júní- mánuði og er það 4% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Stefna flugfé- lagsins er að bæta við áfangastöðum og auka þjónustu við farþegana að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Segir þar að sl. þrjú ár hafi meðal annars bæst við New York, Al Ain í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum og Durban í Suður Afríku og alls flýgur Gulf Air til 55 staða. Þegar flugfélag Dubai Emirates var stofnað fyrir að því er margir hugðu til höfuðs Gulf Air sem er í eigu Furstadæmanna ásamt Oman og Bahrein, varð mikill samdráttur hjá félaginu. Sýnilegt er að sl. 2-3 hefur Gulf Air hafi bætt þjónustu sína og þar með orðstír þótt það þyki ekki komast í hálfkvisti við Emirates. nokkrum árum, Hvað eru margir læsir þafl ¦¦¦¦ Sviss 100% Þýskaland 100% Nýja Sjáland 99,8% Bandaríkin' 95,5% Kanada 99% Rússland 99% ítalía 97,4% Mongólía 95% Thailand 93,8% Taiwan 93,2% Singapore 92,6% Mexico 90,3% ur tókst að ná í vinsamlegt fólk í „tapað-fundið" deildinni sem talaði við Lufthansafólkið á Charles de Gaulle og pantaði hótel sem tók drjúga stund af því mikið var um að vera í París og öll hótel full. Sprengja í f arangrinum? Upp klukkan sjö morguninn eftir og yfir á flugvöll. Við fundum fljót- lega út hvaða deild við ættum að hrella með vandræðasðgu okkar en fólkið þar sneri okkur fljótlega af sér og sagði að við yrðum að tala við Lufthansa á Charles de Gaulle og gaf okkur miða þangað. Ferðin þangað tók klukkutíma og annan klukkutíma að fá hótelið endurgreitt og finna aðra leið til íslands, með KLM til Amsterdam og þaðan með Flugleiðaþotu kl. 13.50. Engin KLM vél var sjáanleg á stæðinu og þegar nálgaðist brottf- aratíma spurði ég hvort vélinni hefði seinkað. Já, því miður tilkynnt um 40 mínútna seinkun! Það var ná- kvæmlega biðtíminn í Amsterdam og eina björgun okkar var hugsanleg seinkun á Flugleiðavélinni. Astæða seinkunar hjá KLM? Mikil umferð við París! Samt eru þar tveir flugvell- ir. Þegar KLM Airbus þotunni var ekið að flugstöðvarbyggingunni í Amsterdam sáum við hvar þotu Flugleiða var ýtt frá rananum og ljóst að við færum ekki þar um borð. Hver var líka að tala um seinkun hjá Flugleiðum? Seinkun eða ekki seinkun? Enn var miðum breytt og nú kom það í hlut KLM. Þið getið farið til London klukkan fímm, náð Flugleiðavél þaðan rétt fyrir níu - komnir heim kl. 11 í kvöld. Það leit ekki illa út og nafni^ minn frá DV tók þann kostinn. Ég gafst hins vegar upp á þessum eltingaleik við flugvélar og ákvað að halda bara áfram slórinu og kom ættingjum í Amsterdam í opna skjöldu með óvæntri heimsókn. En svona er þetta stundum í flug- inu. Oftast gengur allt upp eins og áætlað er og við leiðum ekki hugann að því. En svo koma bilanir og seink- anir og þá er fátt annað að gera en halla sér að reyfaranum og rifja upp eitt af lögmálum Murphys: Ef eitt- hvað getur farið úrskeiðis þá fer það úrskeiðis. Jafnvel miði á Saga-Class breytir engu! En hvernig var flugið? Mjög þægilegt, gðð þjónusta, þolan- legur matur og gaman að geta heim- sótt Palla og Sigurvin frammí. Með öðrum orðum, það var ekkert að fluginu. Það var biðin sem reyndi á þolrifin. ¦ Jóhannes Tómasson Jökull á Fimmvörðuhálsi? FIMMVÖRÐUHALS var hulinn jökli fram yfir aldamót e.n hann hopaði á hlýindaskeiði á fyrri hluta þessarar aldar, allt fram á sjötta áratuginn. Síðan hefur jökullinn aftur verið að sækja í sig veðrið og ef fram heldur serri horfir má búast við að gangan yfir Fimmvörðuháls, ein vinsælasta gönguleið lands- manna, liggi að hluta yfir jökulís. Frá þessu segir Helgi Björnsson í tímaritinu Jökli. Snælína er að meðaltali í um 1100 mefra hæð á sunnanverðu landinu. Fimmvörðuháls er rétt á mörkum hennar og báðum megin við hann eru jöklar, Eyjafjallajökull vestan megin og Mýrdalsjökull aust- an við. í riti frá 18. öld er lýst mjó- um jökulfláka, sem tengdi saman stóru jöklana tvo og nefndist Lág- jökull. Hann hvarf í byrjun 20. ald- ar. Á síðustu árum hefur samfellt sísnævi verið milli jöklanna og ef kuldaskeið heldur áfram gæti það breyst í jökul. Helgi telur þó að göngumenn þurfi ekki að hafa sérstakar áhyggj- ur af þessari þró- un. Jökullinn þarf að ná ákveðinni þykkt til að í honum myndist sprang- ur, og enn er langt í það. Menn létu ekki Lágjökul hindra sig á fyrri öldum. Eyfellingar ráku meðal annars yfir hann afrétt- arfé í sumarhaga á Goðalandi. ¦ Víetnam 88,6% Indónesía 84,4% Laos 84% Brasilía 82,1% Tyrkland 81,9% Búrma 81,5% Suður Afríka 80% Kína 80% Kenya 70,5% Saudi Arabia 64,1% íran 56% Indland 52% Nfgerfa 52% Egyptaland 50% Kambódía 37,8% Bangladesh 36,6% Pakistan 35% Nepal 27% 90% Bangladesha geta I engio gott vatn í TÍMARITINU Far Eastern Ec- onomic Review var nýlega birtur listi yfir prósentuhlutfall íbúa í sjö löndum Suður-Asíu sem hafa að- gang að hreinu og ómenguðu vatni. Niðurstöðurnar komu nokkuð á óvart en þar segir að 90% íbúa Bangladesh geti nálgast hreint vatn og_80% Pakistana. í Indlandi er hlutfallið ríflega 70%, 43% í Nepal og á Sri Lanka og 20% í Búrma. Ástandið var verst í Afganistan, þar hafa innan við 5% íbúa aðgang að góðu drykkjar- vatni. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.