Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG 8 milljónir á Baleraeyjimar á síðista áii í Boardingsegiv nýlega frá því að alls hafí átta milljónir ferðamanna heimsótt spönsku eyjarnar Majorka, Minorca og Ibiza á árinu 1994 og var það 15,3% aukning miðað við árið á undan. Af gestunum voru 7,2 milljónir útlendingar og Bretar eru flestir einstakra þjóða. Aftur á móti hefur Þjóðveq'um fækkað nokkuð. Fram kemur að búast megi við að fjölgun verði einnig á yfirstand- andi ári þótt hún verði varla í lík- ingu við aukningu liðins árs. ■ Talandi bjórftöskur BJÓRDRYKKJUMENN geta búist við nýstárlegum glaðningi á næstunni. Kanadískt fyrirtæki hefur sótt um einkaleyfi á út- búnaði til að láta bjórflöskur tala. Lítill kubbur í flöskuhálsin- um fer af stað þegar tappinn er tekinn af flöskunni og segir vinningshöfum í keppni bjór- framleiðandans frá því að þeir hafi hlotið verðlaun. Frá þessu segir í tímaritinu New Scientist. Flððfolöld, bangsar og litlir gíraffar heimsótt í Kaupmannahöfn DÝRAGARÐURINN í Kaup- mannahöfn skartar sínu fegursta á sumrin. Kemur þar ekki aðeins til frísklegur gróðurinn sem klæð- ir alla borgina á þessum tíma, heldur einnig yngstu íbúar garðs- ins sem eru flestir orðnir nógu stórir til þess að vera til sýnis og gleðja gesti með ungæðislegum ærslum. Á vorin má oft sjá í danska sjónvarpinu gleðilegar fréttir af nýköstuðum flóðhestum, gíröff- um, pardusdýrum og bjarnarhún- um. Næsta góðviðrisdag er biðröð í_ garðinn af forvitnum gestum. Útlendingar eins og ég, foreldrar með börnin sín, kærustupör á öll- um aldri, hjón, afi og amma, frænkur og frændar, og síðast en ekki síst börn af öllum stærðum og gerðum. Allir á leiðinni að sjá nýja ungviðið. Hjá gryfju birnunn- ar þarf að troða sér í gegnum hópinn til að geta séð móður og böm velta sér makindalega. Birn- an dæsir af hita og horfir út und- an sér með öðru auga á litlu hún- ana sína leika sér, veltandi hverj- um öðrum um koll svo grátt mold- arrykið sest í brúnan feldinn. Nokkur mannabörn hrópa og skrækja við að sjá þessa lifandi bangsa, frummyndir uppáhalds loðdýrins sem þau kúra sig stund- um með upp í rúmi. Sjálfa langar mig mest til þess að hoppa niður ÍSBIRNIRNIR Iétu sig dreyma um dásemdir heimskautsins i góða veðrinu. í gryfjuna og leika mér við bangs- ana og vingast við þá. En biman er ekki frýnileg, a.m.k. 300 kíló og með stóra sterklega hramma. Hvítablrnir nenna ekkl að andvarpa í hitanum Hvítabirnirnir, stóru frændur húnanna úr norðri, lágu í ná- grenninu og virtust ekki hafa orku til þess að andvarpa af hita. Þetta er sólríkur og hlýr dagur og þján- ingarfullur fyrir heimskautabú- ana. Gestir stöldruðu við, kenndu í brjósti um þá og fengu sér hress- ingu í næstu ísbúð. Storkurinn hefur einnig heim- sótt gíraffana. Litill gíraffi geng- ur háfættur um hjá foreldrum sín- um og frændum og horfir forvit- inn á móti fólkinu. Hann er eins og listaverk með fallega brúna flekki, barnalegan svip, tvö lítil horn með brúskum og stór undr- andi augu. Móðir hans sýnir hálsliðleika sinn og teygir hálsinn yfir girðinguna og fær sér bita af nærliggjandi tré. Úlfurinn býr beint á móti gír- öffunum. Hann horfír gulum glyrnum í augun á gestunum og lætur sér fátt um finnast. Fuglinn sem býr í næsta búri er ekki öf- undsverður af nágranna sínum og hlýtur að svelgjast á við dular- fullt augnaráð úlfsins. Fyrlrferðamikla flóðhestafjölskyldan Ein ólánlegasta dýrategundin sem garðurinn hýsir og sem vakti hvað mesta lukku meðal gesta er skammt frá gryfju bjarnarfjöl- skyldunnar. Þaðan berast vatns- hljóð, más og blás, og þegar betur var að gáð kom í ljós flóðhestafjöl- skylda sullandi í stóru keri. Eftir skamma stund trítlaði þriggja mánaða flóðfolaldið upp úr og mamman „hljóp“ á eftir. Auðsjá- Morgunblaðið/ÞHY BLEIKU flamingóarnir eru alltaf jafnfallegir og dálítið ánægðir með sig. anlegt var að hún vildi passa vel upp á ungann sinn. Folaldið var u.þ.b. 100 kíló þó að ungt væri, en á flóðhestamælikvarða telst það fislétt; pabbinn, sem velti sér ennþá um í skítugum pollinum, gapti og prumpaði við mikinn fögnuð áhorfenda, er a.m.k. þriggja tonna þungur. Hann ar dyrnar að flóðhestahúsinu opn- uðust á matartíma. Enn hlógu garðgestir þegar spikfeitur karl- inn reyndi að flýta sér í mat, eins hratt og stuttu fætumir gátu bor- ið hann. Sannarlega er flóðhest- urinn eitt af undrum náttúmnnar. ■ ÞHY Stena hótel orðið grænt STENA hótelið í Friðrikshavn í Danmörku er fyrsta hótelið þar í landi sem uppfyllir kröfur um „græna lykilinn“ eftir að miklar breytingar voru gerðar á því fyrir 60 milljónir DKR. Hótelið tók í fyrra í þátt í orku- sparandi keppni meðal alþjóðlegra hótela og náði viðurkenningu þar. Hótelið er miðsvæðis í bænum og mikil áhersla er lögð á reyklaus herbergi og veitingahús með holl- ustufæði. Gestir fá upplýsingar um fitu- innhald matar og aðrar næringa- fræðilegar upplýsingar. Þetta hót- el hefur verið hvað þekktast fyrir sitt stóra baðland í miðju hótelinu. Vatnið í ævintýrabaðinu er 28 stiga heitt og innihiti er 30 stig. Sérstaklega er því sinnt að börn séu örugg í lauginni. ■ Líbanon ^ BRADT-útgáfufélagjð í Bret- landi á lof skilið fyrir ferðabækur sínar. í fyrsta lagi '>Z eru þær handhægar og ekki of miklar um sig, þær eru ódýr- ar og í þriðja lagi leggur Bradt sig eftir að gefa út bækur um lönd utan alfaraleiða. Fyrir fáa, mundi þá ein- hver segja. En eins og allir vita sem vilja eru ferðahættir manna að breytast víðast hvar um heiminn. Menn sækja í lönd og staði sem hingað til hafa verið lítt sóttir heim af túristum. Áður en borgarastyijöldin braust út í Líbanon 1975, sem stóð með hvíldum til ársins 1981, var Líbanon eftirsótt ferðamannaland. Oft var Beirút kölluð París Miðausturlanda og Líbanon Sviss þessa heimshluta. Síðan hrundi allt meira og minna í langri og grimmilegri styrjöld sem enginn virtist vita af hveiju hefði byijað, um hvað málið snerist og náttúrlega allra síst hvemig ætti að stöðva stríðið. Nú eru senn liðin fimm ár frá því styijöldinni lauk. Uppbygging er hafin einkum í Beirút sem verst varð úti. Ferðamenn eru teknir að koma á ný og nú er öruggt fyrir ferðamenn að fara inn i Beeka-dal og til skoða tilkomumiklar leifar grísku hofanna í Baalbeck. Relsti Kaln fyrsta Baalbeck-hofiA? Goðsagan segir að fyrstur til að reisa hof í Baalbeck hafí verið Kain Adamsson eftir að guð hafði bann- fært hann. Þar sem grafsteinn Abels bróður hans er sagður vera við Abila á leiðinni til Damaskus og ekki fjarri gæti þetta verið hugsanlegt. Önn- ur goðsögn segir að Nimrod konungur, sem ríkti á Hermon-fjalli, hafi byggt Baalbeck og enn ein er á þá leið að Salómon hafi byggt það handa einni eigin- kvenna sinna. Hvað sem sannleika þessa líð- ur er efalaust að ferð til Baalbeck er einn eft- irminnilegasti hluti Lí- banonheimsóknar fyrir ferðamenn. Höfundur bókarinnar er Lynda Keen og af öllu má sjá að hún hefur ferðast um iandið þvert og endilangt og viðað að sér ótrú- lega miklu af upplýsingum og stað- reyndum. Þessu miðlar hún vel og skilmerkilega til lesanda án þess þó að rugla þá í ríminu með of miklum upptalningum. Hún skiptir bókinni í níu kafla og í þeim fyrsta er saga landsins rakin í stuttu máli, landfræðileg lýsing, stjórnarfar, trúarbrögð, efnahagur og þ.h. I þeim næsta er farið í hag- nýt málefni, hvernig eigi að komast þangað og í burtu, bólusetningar, gisting, tungumálið, hvernig eigi að ferðast um og skrifað um mat og drykk. Síðan skiptir hún landinu niður og skrifar t.d. um Beirút sér, þá Chouf-fjöll, svo suðurhlutann o.s.frv. Þar sem Miðausturlöndum er spáð óhemju mikilli aukningu ferðamanna á næstu árum, verði rétt á friðarsamningamálum haldið, er þessi bók um Líbanon tímabær og ákaflega gagnleg. ■ JK Morgfunblaðið/JK BAKKUSARHOFIÐ í Baalbeck.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.