Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PREPJTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 BLAÐ B EFIUI Viðtal 3 Janus Norðberg, fiskverkandi í Færeyjum Aflabrögð £L Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Markaðsmál £ Verulegir ónýttir möguleikar í veiðum og vinnslu á búrfiski Greinar 7 Birgir Albertsson Á Stöðvarf irði VÍKINGUR MEÐ VÆNANFISK • ENN veíðist vænn þorskur á Breiðafirði. Víkingur Hermann J ónsson helður hér á stórþorski sem trillan Anna frá Hafnarfirði fékk á dögunum og landaði á Morgunbiaðið/GuðiaugurÁlbertsson Grundarfirði. Anna hefur verið gerð út á iinu og er með beitn- ingavél um borð, en slíkt er ný-" lunda á svo litlum bátum og hafa veiðarnar gengið vel. Um 1,000 krónur fyrir kíló af beztu skreiðinni FISKMIÐLUN Norðurlands er nú að senda utan fyrstu skreiðargámana á þessu hausti. Einn gámur fer til Ástralíu og annar til ítalíu, en um 20 tonn eru í hverjum gám. Verð á skreið um þess- ar mundir er talið nokkuð gott, eða um 1.000 krónur fyrir beztu skreiðina og um 630 fyrir þá lökustu. Þá er mikil eftirsþurn eftir hertum hausum og segir Ásgeir Arngrímsson, framkvæmdastjóri, fiskmiðlunarinnar, að helzt þyrftu að vera tveir hausar á hverjum fiski, til að hægt væri að anna eftirspurn. Fiskmiðlun Norðurlands að senda skreið til Italíu og Ástralíu Mikið af skreið er jafnan verkað norðanlands, en þar eru talin beztu skilyrðin hérlendis tii slíkrar verkunar. Á Norðurlandi voru í vor hengd upp um 1.000 tonn, en það skilar um 220 tonnum af fullverkaðri skreið.Markað- ur fyrir skreið er aðallega á ítalíu um þessar mundir, en Nígería var áður stærsti markaðurinn. Þangað fara nú nær eingöngu hertir hausar og er mik- il eftirspurn eftir þeim. Bjart f ramundan „Það er bjart framundan í sölu á bæði skreið og hausum," segir Ásgeir. „Mikil eftirspurn er eftir hausunum, en þeir eru hertir með klumbubeini. Helzt þyrfti hver fiskur að vera með tvo hausa, svo mikil er eftirspurnin og salan hefur sjaldan gengið jafn vel. Hausarnir fara utan um leið og þeir eru tilbúnir til útflutnings. Öll f ramleiðslan fer utan Nú er fyrsti gámurinn að fara til Italíu. Það er eins konar prufusending, sem ítalirnir munu bleyta upp og meta síðan. Verði þeir ánægðir höfum við vilyrði fyrir sölu á öllum því magni, sem okkur hefur verið falið að flytja út. Við erum þarna í töluverðri sam- keppni við Norðmenn, sem að vanda hengdu mikið upp í vor, líklega of mikið. Sú samkeppni er fyrst og fremst í verði, en við erum þess fullvissir að geta selt allt okkar magn á viðunandi verði fyrir framleiðendur. Eftlrspurn víða um helm Eftirspurn er einnig eftir skreið víða um heim, einkum í ítölskum samfélög- um eins og í Bandaríkjunum pg lítils háttar markaður er einnig í Ástralíu. Italir eru að auka neyzluna og einnig farnir að taka svokallaða Nígeríuskreið og borga þá heldur betur fyrir hana en Nígeríumenn," segir Ásgeir. Yfirleitt er mest verkað af skreið norðanlands vegna góðra skilyrða þar, en nokkur verkun er eínnig á suðvest- ur horni landsins. Nýting við skreiðar- verkun er um 18% miðað við hvert kíló af hráefni, þannig að 1.000 krónur á kíló svara nokkurn veginn til um 200 króna á hvert hráefniskíló og Iakasta skreiðin skilar þá rúmlega 120 krónum á kíló af hráefni. Fréttir SH í París í nýtt húsnæði • ICELANDIC France S.A., dótturfyrirtæki SH í París opnar á morgun nýja sölu- skrifstofu í Evry, sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá miðborg Párísar. SH hefur frá árinu 1988 rekið sölu- skrifstofu í Frakklandi og hefur hún lengst af verið starfrækt í Massy, sem er rétt utan miðborgar Parísar. Á starfstíma skrifstofunnar hefur sala á markaðssvæði henanr aukizt mikið og nán- ast tvöfaldazt./2 Stórhveli við landið • MEIRA virðist vera um stórhvali við landið nú en á sambærilegum svæðum við hvalatalningar 1987 og 1988, samkvæmt lauslegu mati vís- indamanna á gögnum sem safnað var í hvalatalningar- leiðangri Hafrannsókna- stofnunarinnar í sumar. Það kom vísindamönnunum mest á óvart hvað mikið var um hnúfubak, einkum við norð- anvert landið, og tengja þeir það útbreiðslu smáloðnu á þessum tíma. /5 Þurrkklefar fyrir saltfisk • KOMIN er á markað ný tegund þurrkklefa. Klefarn- ir, sem framleiddir eru af Southwind Manufacturing Ltd. í Kanada, eru búnir varmadælu og f ullkomnum tölvustýringum með eftirlits- kerfi. Saltfiskverkendur á Islandi hafa sýnt þessum nýju klefum áhuga, en þurrkun í þeim tekur styttri tíma en áður og auðvelt er að ákveða rakainnihald fisk- ins með mikilli nákvæmni./7 Navtex um borð í skipin • LÖG UM fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa voru sett í fyrra. í þeim felst m.a. að öll fiskiskip lengri en 24 metrar skuli búin svo- kölluðum Navtex-öryggisvið- tækjum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Loftskeytastöð- inni í Reykjavík er hér ekki beint um neyðarþjónustu að ræða, heldur tilkynningar um neyðarkall á öðrum tíðn- um og upplýsingar varðandi leit og björgun, siglinga- og veðuraðvaranir, auk þess sem þar koma fram veður- spár./8 Markaðir Minna veiðist af alaskaufsa • AFLI af alaskaufsa í heiminum hefur sveiflazt mikið undanfarin ár. Mis- mikið hefur verið sótt í þessa fiskitegund heims, eina þá mest veiddu og hef- ur ofveiði undanfarin ár gengið á stofnana, sem eru um norðanvert Kyrrahafið, einkum í Beringshafi og Okotskhafi. Helztu veiði- þjóðirnar eru Bandaríkin og Rússar, en Japan, Kórea. Pólland og Kína eru meðal annarra, sem þar koma við sögu. Heimsafli af Alaska- ufsa 1980-93 7milljónir tonna 6 1 - '80 '82 '84 '86 '88 '90 '92 Eftirspurn eftir surimi eykzt Heimsframleiðsla og neysla á surimi 1991-94 Neysla -, 600------——....."'¦-......¦/-..... 500 ~" 400 300— 200—------- 100 þús. tonn - Framleiðsla- 0-t- '91 -t- -+- ¦i- 1992 1993 1994 • NEYZLA á surimi hefur farið vaxandi á ný eftir nokkra lægt árið 1992. Su- rimi er bragðlaus fiskmassi, meðal annars unninn úr ala- skaufsa og öðrum uppsjáv- artegundum. Fiskmassinn er síðan bragðbættur og mótaður í ýmsar eftirlíking- ar fiskafurða, svo sem hum- arhala, krabbakjöt og fleira. meðal annars er massinn notaður til að búa til „kjöt". Verð á Surimi hefur verið óstöðugt, en það getur ráðið töluverðu um framboð á flökum úr alaskaufsa. Það framboð hefur síðan áhrif á verð á öðrum flökum og blokkum, svo sem af þorski./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.