Morgunblaðið - 06.09.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 06.09.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 B 3 VIÐTAL Janus Norðberg telur pólitískan óstöðugleika helzta vandamálið í færeyskum sjávarútvegi Skammsýni markar alla ákvarðanatöku Færeyingurinn Janus Norðberg er einn fárra fiskverkenda í Færeyjum, sem standa utan samtaka fiskfrystihúsa þar. Hann segir í samtali við Hjört Gíslason, að aukin samvinna við íslendinga sé æskileg, en óstöðugleiki í stjómmálum í Færeyjum útiloki stefnumörkun til langs tíma. Skammsýni marki alla pólitíska ákvarðanatöku. Morgunblaðið/HG Janus Norðberg NORÐBERG Seafood er með físk- vinnslu og útgerð frá bænum Hvalba á Suðurey í Færeyjum. Það er eitt þriggja fyrirtækja í Færeyj- um, sem stunda alla almenna físk- vinnslu, frystingu, söltun og út- flutning á ferskum furðum. Þá sér fyrirtækið um útflutning á afurðum sínum sjálft. Framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins er Janus Norðberg, en Verið ræddi við hann nú í sumar um gang mála í Færeyj- um: Unnlð úr 4.000 tll 5.000 tonnum á árl „Nú er 21 frystihús starfandi í Færeyjum. 19 þeirra eru innan sam- takanna Föroya Fiskavirkning, sem eru samtök færeyskra frystihúsa. Af þessum 19 eru aðeins 8 starf- andi, 11 hefur verið lokað vegna hráefnisskorts og rekstrarerfið- leika. Norðberg Seafood stendur utan þessara samtaka og stærsta frystihúsið í Færeyjum, Kósin í Klakksvík, stendur einnig utan samtakanna. Við vinnum mest úr karfa, grálúðu og blálöngu, en einn- ig úr ufsa og öðrum tegundum. Við vinnum mest af ferskum flökum og sendum engan óunninn fisk frá okkur. Ég tel að lönd eins og Fær- eyjar og Island, sem eru algjörlega háð sjávarútvegi, ættu að leggja áherzlu á að hætta að flytja óunn- inn físk úr landi og vinna hann heldur heima. Við gerum út þijá togara, 50 metra langa, Nils Paula, Steintor og Bresti, og það eru þeir sem sjá okkur fyrir fiski til vinnslu. Við tökum á móti 4.000 og 5.000 tonn- um á ári. Togararnir stunda mest veiðar við Færeyjar, en tveir þeirra hafa svolítinn grálúðu- og karfa- kvóta við Austur-Grænland. Við höfum einnig reynt fyrir okkur á úthafskarfa á Reykjaneshryggnum í ár. Við höfum tekið á móti um 500 tonnum af úthafskarfa á árinu, en togararnir hafa einnig landað hjá Sjólastöðinni í Hafnarfirði, þeg- ar aflinn hefur verið of lítill til að það borgaði sig að sigla með hann heim. Það hefur reynzt útgerðinni erfitt að bera sig við veiðarnar á úthafskarfanum, en vinnslan í landi hefur gengið vel. Við erum eina vinnslan í Færeyjum, sem hefur yfir að ráða Baader 153 flökunar- vél, sem nýtist vel í smáa karfanum .og fyrir vikið gengur vinnslan vel. Fersku flökin hagkvæmust Við erum ekki í neinum afurða- lánaviðskiptum í Færeyjum. Við sjáum um okkar mál sjálfir, en til þess að reksturinn gangi, verðum við að gæta þess vel að framleiða aðeins það, sem hæsta verðið gefur og skjótast er greitt fyrir. Flytjum við flökin fersk utan til Evrópu koma peningarnir fljótast heim. Við erum reyndar neyddir til að leggja mesta áherzluna á fersku flökin. Við höfum verið í þeim í mörg ár og það hefur skilað mestum tekjum og hröðustum greiðslum. Ferski fiskurinn skilar peningunum fyrr til baka en sá frysti og við flytjum allt utan sjálfir, þannig að ekki er um milliliðakostnað að ræða.“ Opinberlr styrkir heyra sögunni tll Hvernig er rekstrarumhverfíð í Færeyjum nú. Fær sjávarútvegur- inn enn opinbera styrki? „Beinn opinber stuðningur við sjávarútveginn \ Færeyjum heyrir nú sögunni til. Útgerðin fékk vaxta- afslátt fyrir þremur árum, sem var til þriggja til fimm ára og nam þremur til fjórum milljörðum króna á ári. Samfara samdrætti í veiðum og vinnslu, hefur atvinnuleysið auk- izt verulega og það kostar færeysku þjóðina nú allt að 5 milljörðum króna á ári og svigrúm til annars því lítið. Loks hefur mikið af skuld- um hjá Föroya Fiskavirkning verið afskrifað. Annars verður hver að sjá um sig. Töluverðar breytingar hafa átt sér stað í Færeyjum undanfarin ár. í fyrsta lagi hefur aflinn fallið úr 130.000 tonnum í 70.000 tonn á ári. í kjölfar þess fór öll útgerð og fiskvinnsla á hausinn og hefur síðan verið endurreist eftir afskriftir skulda og eru sum í eigu sömu aðila á ný, en nýir aðilar hafa kom- ið inn í rekstur annarra. Þá eru flest frystihúsin nú í eigu eins eignar- haldsfélags, áður átti hvert pláss sitt frystihús, sem var undirstaða atvinnulífsins ásamt útgerðinni. Miklar breytlngar Þá hafa orðið framkvæmda- stjóraskipti í stóru samtökunum og á sínum tíma komu nýir menn inn með miklar hugmyndir um stórauk- ið vinnsluvirði afurðanna á skömm- um tima. Þessar frómu óskir hafa hins vegar ekki orðið að veruleika, heldur hefur jafnvel farið á hinn veginn. Þessir menn töluð um að vinnslustigið væri ekki nógu hátt, en þeir gleymdu þeirri staðreynd, að á tveimur áratugum fór aflinn við Færeyjar úr 20.000 tonnum í 130.000 tonn á ári. Á þeim tíma voru menn við stjórnvölinn, sem unnu stórkostlega afrek við að selja þetta aukna magn á viðunandi verði. Hvorki frystihúsin né sölu- samtökin voru fær um að fullvinna þennan aukna afla og selja á hæsta verði og því var farin hagkvæmasta leiðin, en henni fylgdi óhjákvæmi- lega nokkur blokkarvinnsla. Ég held að ekki hafí verið hægt að gera betur. Ég tel að mesta vinnsluvirðið felist í ferskum flökum, tilbúnum fyrir neytandann. Það er fískur, sem hefur fengið beztu meðferð um borð í skipunum, og er unninn hratt og vel í húsunum. Þetta góða ferska flak fer svo beint til neytandans, sem vissulega kann að meta góðan fisk. Flökin frá okkur fara með skipi til Aberdeen í Skotlandi, en ferðin þaðan tekur um 20 klukku- stundir. Síðan fer fiskurinn með bílum á endanlegan áfangastað, aðallega á meginlandi Evrópu, í Þýzkalandi, Frakklandi og Benelux- löndunum. Samvinna við SH í Hamborg Við höfðum á þeim tíma góða samvinnu við Coldwater í Bandaríkj- unum og eru þær afurðir enn fram- leiddar í Færeyjum. Þeirri samvinnu lauk síðan, þar sem forysta Föroya Fiskasölu taldi sér ekki hag að henni lengur, einkum vegna framleiðslu á tvífrystum físki í Færeyjuni. Nú hafa nýir menn tekið þar við stjórn- artaumunum og allar líkur eru á að Fiskasölan og Fiskavirkningin verða sameinaðar. Engin. samvinna er enn milli SH og Fiskasölunnar, mér vit- andi, en Coldwater selur enn fyrir Kósin í Klakksvík og við eigum góða samvinnu við söluskrifstofu SH í Hamborg í Þýzkalandi. SH selur til dæmis allan úthafskarfann fyrir okkur, og einnig töluvert af grálúðu. Hluti af breytingunum, sem hafa gengið yfír í Færeyjum er endur- reisn Fiskasölunnar. Fyrst var nýj- um stoðum rennt undir reksturinn heima fyrir, en síðan átti að huga að rekstri dótturfyrirtækja erlendis. Nokkuð er síðan verksmiðja Fiska- sölunnar í Hirtshals í Danmörku var seld og fyrir skömmu keyptu for- ystumenn í stjóm Fiskasölunnar fiskréttaverksmiðjuna í Grimsby. Þeir seldu svo SH helmings hlut í henni. Ég er fyllilega sáttur við, að íslendingum hafi verið seldur hlutur í verksmiðjunni, fyrst svo þurfti að gera á annað borð. Mér finnst mun skynsamlegra að vinna með íslend- ingum en viðskiptavinum okkar í Bretlandi og á meginlandinu." Of mikið af þorski? Nú hafa stjórnvöld í Danmörku krafizt þess, að fiskveiðum við Færeyjar verði stjórnað með fram- seljanlegum kvótum á hvert skip. Hvernig taka Færeyingar því? „Fiskveiðistjórnun af þessu tagi er okkur Færeyingum nokkur ný- lunda, þó hún hafi verið við lýði í áratug á Islandi og nokkrum fleiri löndum. Málið snýst reyndar meira um það í Færeyjum nú, að sjómenn halda því fram að mun meira sé af þorski á miðunum, en stjómvöld vilja viðurkenna. Fyrir vikið lenda þeir í vandaræðum. Þorskkvóti þeirra er of lítill til að hann dugi fyrir þeim þorski, sem veiðist með ufsa og öðrum fiskitegundum. Skip- in hafa ekki kvóta fyrir þorskinum og geta því ekki stundað ufsaveið- arnar án þess að fá ólöglegan þorsk- afla með. Síðan hefur gangurinn verið sá, að sjómenn hóta að sigla flotanum í land, verði þorskkvótinn ekki aukinn, og stjórnmálamenn láta venjulega undan. Annars óttumst við líka ýmsa fylgifiska kvótakerfisins, svo sem brottkast á smáum og lélegum fiski og hættu á svindli, einkum ef bát- arnir landa erlendis. Þá verða upp- lýsingar um heildarafla rangar og fyrir vikið byggt á röngum grunni, þegar leyfilegur heildarafli er ákveðinn.“ Eitt í dag og annað á morgun Er bjartara framundan í fær- eyskum sjávarútvegi? „Færeyinga skortir nú fyrst og fremst stöðugleika í efnahags- og atvinnumálum, en ekki sízt í stjórn- málum. Atvinnulífið getur ekki stól- j að á stjórnmálamennina, sem segja; eitt í dag og annað á morgun. Einn daginn leggja þeir línuna í ákveðna átt, svo nálgast kosningar eða þrýstihóparnir leggjast á þá, og þá; venda þeir kvæði sínu í kross og; fara allt aðra leið en áður var ákveð-' ið. Eini stöðugleikinn, sem við búum við er sá, að lánin okkar eru til 20 ára og við skulum borga af þeim refjalaust. Stjórnmálamennirnir geta ekki ákveðið hve mikill fískur; skuli vera í sjónum eða stjornaðs skilyrðum þar. Þeir eiga hins vegar að skapa sjávarútveginum ramma til að vinna innan, en um það eru þeir alveg ófærir. Eigi maður að skipuleggjá eitt- hvað fram í tímann, þarf maður að verða spámaður eða „sjáandi“. Eins og staðan er í dag, getur maður aðeins séð nokkra mánuði fram í tímann. Ég væri sáttur við að ramminn væri mótaður til fimm ára, en því er því miður ekki að heilsa. Skammsýni ræður allri ákvarðanatöku í Færeyjum og það gengur ekki upp. Fyrir vikið hafa' margir gefízt upp og við erum að- eins örfáir, sem nennum að betjast áfram við þessar aðstæður og von- andi erum við nógu þijózkir til að halda velli. Ættum að vlnna melra saman Ég tel að Færeyingar og íslend- ingar ættu að vinna meira saman.j Það væri óskandi að íslenzk skip: hættu að sigla fram hjá Færeyjum' með óunninn fisk til sölu í Þýzka-i landi, þar sem þau halda uppi vinnu fyrir mikið af fiskverkafólki og sjá helztu keppinautum okkar fyrir hráefni til vinnslu. Þessi skip geta fengið sambærilegt verð fyrir afla sinn í Færeyjum og Þýzkalandi, sé tekið tillit til kostnaðar við lengri siglingu og tapaða veiðidaga. Svo lengi, sem við sjáum fiskvinnslu í Bremerhaven fyrir fiski til vinnslu,: verða þeir okkui erfiðir keppinaut- ar. Mér finnst óeðlilegt að lönd, sem eru nánast að öllu leyti háð sjávar- útvegi, skuli flytja hráefni utan til vinnslu í þeim löndum, sem við erum; að selja unna vöru tií. Hættum við að sjá þeim fyrir óunnum fiski náum: við mun betri tökum á mörkuðunum og fyrir vikið meiru út úr fiskvinnsl- unni í heild,“ segir Janus Norðberg. w* Nýlega er komin á markað hér á landi ARMORCOAT ÖRYGGISFILMAN sem þró- uð var í Kaliforníu og hefur gert geysilegt gagn þar. Það sem filman gerir fyrir gler er m.a.: Breytir venjulegu gleri í öryggisgler og það verður 300% sterkara. Jafnvel þótt það brotni hangir það saman eins og framrúða í bil. Þetta er kostur við innbrot, fárviðri, jarðskjálfta o.fl. Ef tekin er lituð öryggisfilma útilokar hún einnig 3/4 af sólarhita (sú glæra útilokar 1/4) og báðar stórminnka upplitun (95% af UV-geislum komast ekki í gegn). Armorcoat-öryggisfilman hefur eldvarnarstuðulinn F- 15 og stórminnkar hættu á slysum þegar glerbrot þeytast eins og hnífar um allt. Öryggisfilmuna er auðvelt að setja innan á glerið eða utan á eða jafnvel báðum megin. Laghentur maður get- ur það með leiðbeiningum frá okkur en að sjálfsögöu sjáum Slær margar flugur í einu höggi við um það fyrir þá sem þess óska. Armorcoat-öryggisfilman er ekki dýr, kostar 1440 hver m2 glær en 1660 lituð, án vsk. Armorcoat öryggisfilmunni hefur verið vel tekið og er þegar komin á bankastofnan- ir, stjórnarbyggingar, örygg- isþjónustufyriræki, skóla, sjúkrastofnanir, barnaheimili, verslanir og að sjálfsögðu heimili. í Ijósi frétta af jarðskjálftum, innbrotum og með tilliti til vetrarveðra og sumarhita er þetta ótrúlega hagkvæmur kostur og 10 ára ábyrgð fylg- ir. Söluaðili er Armorcoat- umboðið í Bíldshöfða 8, sama húsnæði og tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Simar 5674709 og 5876777, fax 5674722. Okkur vantar samstarfsaðila um allt land nema á Vest- fjörðum þar sem Þorvaldur Pálsson á Flateyri starfar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.