Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 B 5 Meira af hnúfubak o g hrefnu en áður MEIRA virðist vera um Talning- hvala tókst vel þrátt fyrir erfið skilyrði h;g"n8; samkvæmt lauslegu mati vísindamanna á gögnum sem safnað var í hvala- talningarleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar í sumar. Það kom vísinda- mönnunum mest á óvart hvað mikið var um hnúfubak, einkum við norðan- vert landið, og tengja þeir það útbreiðslu smáloðnu á þessum tima. Þá benda upplýsingar til að hrefnu hafi fjölgað við landið síðastliðin átta ár. Sex vikna hvalatalningarleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og Strák (áður vitaskipið Árvakur) lauk í byijun mánaðarins. Leitað var á svæðinu milli Grænlands og ís- lands, allt suður fyrir 58 gr. N og djúpt og grunnt í kringum landið, allt norður undir ísröndina og Jan Mayen í norðri og suðaustur að mið- línu milli íslands og Færeyja. Liðlega 40 menn voru við störf í skipunum. Þess má geta að með í för voru þrír kanadískir vísindamenn. Hrefnur á grunnslóð allt í kringum landið voru taldar úr flugvél. Hvalatalningin er samstarfsverk- efni íslendinga, Norðmanna, Græn- lendinga og Færeyinga og er skipu- lögð af vísindanefnd Sjávarspendýr- aráðs Norður-Átlantshafsins (NAMMCO). Talningu íslendinga er ætlað að varpa ljósi á útbreiðslu og fjölda einstakra tegunda hvala við strendur landsins, einkum iang- og sandreyðar, og hrefnu, sem stundað- ar voru reglubundnar atvinnuveiðar á allt til ársins 1985. Veður harnlaði starfi Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að leiðangurinn hafi tekist vel. Að vísu hafi veður nokkuð hamlað starfi, bæði slæmt sjólag og frekar lélegt skyggni á stórhvalaslóð vestan lands- ins og á Grænlandshafí, en ís og þokur útí fyrir Norðurlandi og Aust- fjörðum. „Engu að síður virðist hafa verið nokkuð meira um stórhvali en á sambærilegum svæðum árin 1987 og 1989, þó ekki verði úr því skorið hvort um raunverulega aukningu hafi verið að ræða fyrr en nákvæm- ari greiningu gagna er lokið,“ segir Jóhann. „Eins og vænta mátti var langmestrar stórhvalagengdar vart vestan við landið, einkum langreyð- ar, en annars varð vart hvala um allt leitarsvæðið. Mest á óvart kom mikill fjöldi hnúfubaka, einkum við norðanvert landið, sem líklega má tengja útbreiðslu smáloðnu á þessum tíma. Hin mikla hnúfubakagengd í ár er vel í samræmi við niðurstöður rannsókna Hafrannsóknastofnunar- innar, sem sýnt hafa að minnsta kosti 10% aukningu á ári síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Lausleg athugun úr gögnum úr flugtalningu á hrefnu bendir til þess að henni hafi fjölgað við landið sl. átta ár, enda engar veiðar verið leyfðar frá lokum vertíðar árið 1985. Ekki fæst þó endanlega úr þessu skorið fyrr en öll gögn hafa verið skoðuð nánar,“ segir Jóhann. Flækingur að vestan Eins og fram hefur komið urðu leitarmenn varir við íslandssléttbak sem er afar fágætur á Norðaustur- Atlantshafi. Jóhann segir að hér hafi verið um að ræða stakt dýr, hugsanlega flæking að vestan, líkt og staðfest hafí verið um þau dýr sem sáust í fyrri leiðangrum. „Ljóst er að þó þessa tegund sé enn að finna á þessu hafsvæði, þá er hún enn afar fágæt,“ segir Jóhann. „ Stórhættulegt kerfi“ STJÓRN Landssambands smábáta- eigenda sendi frá sér ályktun að lokn- um stjórnarfundi í Stykkishólmi í ágústmánuði síðastliðnum. Þar eru breytingar á fískveiðilöggjöf þeirri sem samþykkt var á Alþingi í júní sl. harðlega gagnrýndar. í ályktuninni segir að löggjöfín um veiðar smábátaflotans hafí enn og aftur valdið því að sátt um veiði- stýringu þeirra sé hvergi í sjónmáli og reglugerð sú sem fylgdi í kjölfar laganna hafi verið sem olía á ófrið- arbál það sem þau tendruðu. Jafnframt segir í ályktuninni að í einum vetfangi hafí verið samin og samþykkt lög frá Alþingi sem ger- breyta og umturna afkomu og verð- mæti eigna þúsunda einstaklinga og heilu byggðarlaganna í landinu. Nú þegar sé ljóst að 680 krókabátar sitji eftir í stórkostlega gölluðu og bein- línis stórhættulegu róðrardagakerfí sem þvingi sókn minnstu bátanna yfír á harðasta vetrartímann. Þeir megi gera sér að góðu að hafa 6.900 tonn til skiptanna. Útgerðarforminu útrýmt með lánum „Hveijum sem er má vera ljóst að sá afli hrekkur engan veginn til og darraðardansinum um fiskveiði- stefnuna er hvergi nærri lokið. Ofan á allt saman eru róðrardagar svo naumt skammtaðir að skilaboðin sem útgerðaraðilar krókabáta fá í gegn- um löggjöfína eru að forgangsverk- efni sé að taka háifan milljarð að láni erlendis í þeim tilgangi einum að útrýma útgerðarforminu hratt og öruggiega án tillits til afleiðinga. Stórútgerðaraðallinn hefur til margra ára átt sér þann draum stærstan að knésetja smábátaflotann og er sú umræða sem skotið hefur upp kollinum þess eðlis að fiskvinnsl- an færist út á haf út af þeim meiði,“ segir í ályktuninni. Slíkri þróun mót- mælir Landssamband smábátaeig- enda harðlega og bendir á að íslensk fiskimið séu fyrir íslendinga en ekki norska banka. Endurskoðunar krafist Stjórn landssambandsins bendir stjórnvöldum á í lok ályktunarinnar að nýsett lög séu meingölluð og ekki verði við þau unað. Öllum megi vera ljóst að ekki verður umflúið að taka þau mál til endurskoðunar strax á haustdögum. Stjórn landssambandsins hvetur smábátaeigendur til að taka virkan og lifandi þátt í réttindabaráttunni sem framundan er. RÆKJUBA TAR Nafn StwrA Afll Flskur Sjðf Löndunarst. DALAHÚSTÁRea 104 1 5 2 Þorlókshöfn \ FREYRÁR 102 185 1 23 1 Þorlákshöfn FRÓDÍ ÁR 33 103 1 4 2 Þorlókshöfn JÓN KLEMENZ ÁR 313 149 1 2 3 Þorlákshöfn JÓN TRAUSTIIS 78 53 t 3 2 Þorlókshöfn ELDHAMAR GK 13 38 10 0 2 Grindavík [ FENGSÆLl. GK262 56 6 0 1 Grindovík VÖRÐUFELL GK 205 30 3 0 2 Grindavík \ ÓLAFUR GK 33 51 7 0 1 Grindavík j DAGFARI GK 70 299 11 0 1 Sandgerði \ GUÐFINNUR K£ 19 30 23 0 5 Sandgerði REYNIR GK 47 71 11 0 2 Sandgerði ÞORSTEINN KE 10 28 ' 9 0 3 Sondaorfti 1 ERLING KE 140 179 21 4 1 Keflavík [ JÓHANNES tVÁR KÉ 8S 105 17 0 1 Keflavík SANDVÍK GK 326 64 5 0 2 Keflavík [ LÖMUR HF 177 295 20 2 i Hafnarfjörður j HAMAR SH 224 235 18 21 2 Rif \ RIFSNESSH M 226 11 7 1 Rif SAXHAMAR SH 50 128 10 8 2 Rif [ GARÐAR II SH 164 143 9 3 1 Ólafsvík FANNEY SH 24 103 16 4 2 Grundarfjörður [ GRUNDFIRÐINGOR SH 12 103 20 3 .2 Grundarfjörður SÓLEYSH 124 144 14 4 1 Grundarfjörður | GRETTIR SH 104 148 12 1 1 Stykkishólmur j HAMRASVANUR SH 201 168 11 3 i Stykkishólmur i KRISTINN FRIDRIKSSON SH 3 104 12 22 1 Stykkishólmur j SVANUR SH 111 138 16 8 2 Stykkishólmur \ ÁRSÆU.SH88 103 9 3 1 StykkishQlmur | ÞÓRSNES II SH 109 146 11 8 1 Stykkishólmur [ EMMAVE219 82 18 0 1 Bolungarvik HAFBERG GK 377 189 20 0 1 Bolungarvik i HEIÐRÚN1$ 4 294 23 0 1 Bolungarvfk HUGINN VE 55 348 21 0 1 Bolungarvík SÚLAN EA 300 391 18 0 1 Bolungarvfk VINUR Is 8 257 13 0 1 Bolungarvík l'vlmOERG GK 1 328 37 0 1 Bolungorvik j BERGUR VE 44 266 11 0 1 ísafjörður [ STURLA GK 12 297 2 0 1 ísafjörður | STYRMIR KE 7 190 20 2 2 ísafjöröur \ SÆFEU.ISR20 162 10 0 1 (safjörður BESSI Js 410 807 27 Ó 1 Súðavík l HAFFARIIS 430 227 23 0 1 Súðavík 'j] KOFRI ts 41 301 17 0 1 Súðavik HAFSÚLAST 11 30 1.., 0 1 Hólmavík SIGURBORG VE 121 220 16 1 1 Hvammstangi [ GUNNVÖR $T 39 20 4 : 0 1 Sauðárkrókur i HAFÖRNSK 17 149 18 0 1 Sauðárkrókur JÖKULL SK 33 68 13 0 1 Sauðárkrókur RÆKJUBA TAR Nafn KROSSANES SU 5 Stærð 137 Afli 9 Flskur 0 SJÓf. 1 Löndunarst. Sauðárkrókur HELGA RE 49 mwj 29 0 1 Siðlufjöröur SIGLUVIK Sl 2 ”450*’ 22 0 1' Siglufjöröur i SIGÞÓRÞH 100 169 liii 0 1 SiglufiiWur SNÆBJÖRG ÓF4 47 9 0 1 Siglufjörður STÁLVlK Sl 1 364 23 0 1 Siglufjörður UNA i GARÐI GK 100 138 18 0 1 Siglufjörður ÞINGANES SF 25 162 23 0 1 Siðlufjörður :: j GUÐMUNDUR ÖLÁFUR ÓF 91 294“ ié“ 0 1 Ölafsfjörður { ARNÞÓREA 16 illll 24 1....°... i " ÖSiÖt ’ ' " j HAFÖRN EA 955 142 “22" 0“ 1 Dalvík í naustavTkea >SI 28 4 0 1 "l)aiv8r ' ] OTUR EA 162 58 12 ”0 “ 1 Dalvík \ STEFÁN RÖGNVALDS. EA 34S 68 19 0 Dalvfk STOKKSNES EA 4 10 451 30 0 1 Daivfk ! SVANUR EA 14 218 19 0 1 Dsivik SÆÞÓREA 1OÍ 150 27 0 1 Dalvik . SÓLRÚN EA 361 w: 19 1 Dalvtk j VlÐIR TRAUSTIEÁ 517 62 13 0 “ 1 Daivík INGIMUNDUR GAMLI HU 66 103 12 0 1 Aki'reyri ÞÓRÐUR JÖNÁSSÖN TA 350 324“ 18 0 r Akureyri , SJÖFNÞH142 199 21 0 1 GreriWfk ALDIYÞHUO BJÖRG JÓNSDÖrtm IIÞH 320 101 273 20 J±\ 0 ... «1 1 1 Húsavík Húsavík BJÖRG JÓNSDÓTTÍR ÞH 321 316 20 0 1 Húsavíic EYBORGEAS9 ' \ 155 ■W .... 9... 1 Húsavik GISSUR HVtn l'ilJ 38 165 11 0 ‘ 1' Húsavík IIRÓNN8A99 104' 16 0 1 Húsavík KRISTBJÖRG ÞH 44^ 187* 24 ö 1 Húsavík SLáTTUNÚPUR ÞH 272 138 13 0 1 Húsavík ö -j ÁTLÁNÚPÚR ÞH 270 214 31 0 2 Raufarhöfn í GESTURSU1S9 138 13 0 1 EskíflÖrður " ~j SÆUÓNSU 104 256 26 0 i Eskifjörður ÞÓRIRSF77 125 i? .....9.. 1 Eskifjöröur |gj SKELFISKBA TAR Nafn Stasrð Afll SJ6f. Löndunarst. | HAUKABERG SH 20 104 47 5 Brjánslækur ; VlSIR BA 343 83 30 5 Brjánslækur S HAFÖRN HU 4 20 4 . 3 Hvammstangi | HUMARBÁTAR Nafn Stoorð Fiskur SJ6f Löndunarst. r JÓN GUNNLAUGS GK 444 105 5 2 Sondgerði ÞÓR PÉTURSSON GK 504 143 ... 1 21 3 ' Sandgerði Morgunblaðið/Gísli Víkingsson HNÚFUBAKUR rennir sér í kaf á hvalaslóð norðan við land eftir að hafa endurnýjað súrefnisbirgðirnar. Nafn hans má væntanlega rekja til hornsins á bakinu. Morgunblaðið/Sverrir D. Halldórsson TALNINGARMAÐUR að störfum um borð í Árna Friðrikssyni. % Morgunblaðið/Sverrir D. Halldórsson HÁHYRNINGAVAÐA á ferðinni vestan við land. YAMAHA DÍSELVÉLAR MEÐ HÆLDRIFI Gerð ME 420, 6 strokka, 240 hö. Frábært verð. Aðeins kr. 1.495 þús. án vsk. Hér er boðin nýjasta kynslóð hældrifsvéla, hlaðin nýjungum þ.ám. vökvatengsli, sem tryggir mýkri og hljóðlátari skiptingu en áður hefur þekkst. Leitið upplýsinga! Skútuvogi 12A, sími 581-2530.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.