Morgunblaðið - 08.09.1995, Page 7

Morgunblaðið - 08.09.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 B 7 níu ára mann er ekki hægt að staldra lengi við hverja mynd. Mað- ur verður að láta sér nægja að líta fljótlega yfir dýrðina. Næsti áfangastaður var neðar í hæðinni: vettvangur Olympíuleik- anna í 1992. Þar skoðuðum við aðalfþróttaleikvanginn og sund- laugina. Verið var að gera leikvang- inn kláran fyrir tónleika með hljóm- sveitinni Bon Jovi. Loks enduðum við í öðrum skemmtigarði, Poble Espanyol. Þar hafa verið reistar eftirlíkingar af húsum, kirkjum og höllum með'torgum og gosbrunnum sem eru einkennandi fyrir hin ýmsu héruð Spánar. Þama koma fram skemmtikraftar og hægt að kaupa ýmis konar handiðnað. Þessi dagur endaði á Spænska torginu fyrir framan Þjóðarhöllina en þar er eitt besta safn miðaldarlistar í heimin- um. Fyrir framan höllina eru til- komumiklir gosbrunnar. Þeir eru lýstir upp á kvöldin og „dansa“ við tónlist, eins og minn maður orðaði það, en aðeins á laugardags- og sunnudagskvöldum. Strandbæir skoðaðir Fjórða daginn tókum við okkur bílaleigubíl og ókum eftir ströndinni Costa Dorada og skoðunum strandbæina en því miður rigndi. Veðrið var skrítið miðað við árs- tíma, dumbungur og hálf kalt. Við sem erum vön því að þurfa að hafa með okkur bæði stuttbuxur og vetr- argalla þegar við förum í sumarfrí hér á landi kipptum okkur svo sem ekkert upp við það. Við ókum til Figueres sem er fæðingarbær Salvadors Dalí. Þetta er víðfrægt safn og alveg einstakt. Hafði strák- urinn ekki síður gaman af uppá- tækjum meistarans en við sem eldri erum. Loks ókum við inn í landið og hátt upp í fjöllin þar sem er klaustr- ið Montserrat sem er þjóðarhelg- isstaður Katalóna. Það er í ægi- fögru umhverfi um 70 km norðvest- ur af Barselóna. Klaustrinu má enginn sleppa sem fer á þessar slóð- ir. Við vorum þar við messu og hlustuðum á guðdómlegan drengja- kór. Áður en við yfirgáfum staðinn keyptum við líkjör sem munkarnir vinna úr kryddjurtum. Eftir klaust- urferðina fórum við á Tapas bar í litlu þorpi fyrir neðan klaustrið. Mér er sagt að tapas þýði tappi, það er að segja menn fara á barinn og fá sér í glas en ofan á það fá þeir sér líka að borða. Það er hægt að fá mjög góðan og ódýran spænskan mat á tapasbörunum þó hann sé ekkert sérlega vin- sæll hjá yngstu kynslóð Islend- inga. Strandfötin tekin fram Dagurinn næsti var tekinn rólega, farið í búðir og litið inn á safn með verkum frá fyrstu árum Picasso. Næst síðasta daginn var himininn loksins heiður og blár. Þá voru strand- fötin tekin fram og skundað í lestina sem flutti okkur til strandbæjarins Sitges sem er um 35 kílómetra suðvestur frá Barselóna. Sitges þykir einn af þeim strandbæjum á austur- strönd Spánar sem best hefur tekist að varðveita upprunalegt yfirbragð, byggingastíl og um- hverfi þrátt fyrir mikla aðsókn. Þarna undum við okkur við leik á ströndinni, fórum í hjóla- bát og lágum í sólbaði. Við hefðum gjarnan viljað fara á ströndina næsta dag en þá hafði dregið fyrir sólu. Við létum okkur nægja að skoða sólbaðsströnd sem er í sjálfri Barselónu rétt hjá Ólympíuhverf- inu. Þar er ágætis aðstaða til sól- baða. Það sem mér og syni mínum fannst „alveg æðislegt" við þetta ferðalag var að það var hægt að sameina það að skoða spennandi hluti sem aðeins stórborgir bjóða upp á og um leið kynnast landi og þjóð... og svo var líka hægt að fara á ströndina og leika sér í sólinni. ■ Hildur Einars Á Spænska torginu fyrir framan Þjóðarhöllina í Barselona er eitt besta safn miðaldarlistar í heim- inum. í BÆNUM Mawsynram á Indlandi er meðalársúrkoma 11,87 metrar. Heitasta og kaldasta byggð á jarðríki Heitasta byggð á jarðríki er lík- lega Dalol í Eþíópíu. Venjulega er þar 45° hiti og getur farið upp í 52° hita. Sumir íbúanna segja að veðrið þar sé frekar gott, en það geti verið vel heitt á sumrin. Kaldasta byggð í heimi er hins vegar í Tom-Tor í Oymyakon hér- aði í Síberíu. Þar getur orðið allt að 60° frost. Nadya Krivos- hapkova, bankagjaldkeri í bænum, segir að það sé vel hægt að venj- ast kuldanum. í tíu stiga frosti finnist sér hlýtt. ■ ÞHY I- SVONA niðurröðun á þvotta- snúru samræmist ekki lögum Minnesotafyikis. VISSIR ÞÚ • • . ► •.. að í Minnesota í Bandaríkj- unum er ólöglegt að hengja fatnað af konum og körlum saman á þvottasnúru. ►... að í Indiana varðar við lög að ferðast í strætisvagni innan fjögurra tíma frá því að hafa borð- að hvítlauk. ► ... að í Bretlandi er bannað að veiða á tvær stangir í einu á Bournemouth-bryggju. ►■.. að þar í landi er refsivert athæfi að valda hávaða við niður- rif húsa og hjalla. Þessar og fleiri undarlegar stað- reyndir má finna í bók Steve Wright’s Book of the Amazing hut True (útgefandi Simon & Schust- er), sem er nýkomin út í Bret- landi. Bókin er sögð einkar hentug fyrir þá sem vilja halda uppi skemmtilegum samræðum á mannamótum. ■ Morgunblaðið/Hildur LITSTERK blóm setja svip sinn á garðinn umhverfis Pollok-húsið. AUK eins besta safns spænskra málverka í Bretlandi er fjöldi bóka í Pollok-húsinu. LISTAMENN spiluðu fyrir gesti í Burrel-safninu, en þar má finna um 8.000 listmuni. GLASGOW og nágrenni býður ýmis: legt annað en verslanir, þó að á hveiju hausti sé mikið lagt upp úr verslunarferðum þangað. Meðal þess sem vert er að vekja athygli á eru tvenns konar bílferðir undir heitinu „Discovering Glasgow". Þær hefjast báðar frá George Square og liggur önnur leiðin um sjálfa borgina en hin um víðáttumeira svæði, meðal annars að Burrel-safninu, sem er til umræðu hér. Þessi ferðamáti hefur þann kost að vera ódýr og miðinn gildir allan daginn, þannig að hægt er að hoppa af á þeim stöðum sem vekja áhuga og taka síðan vagn- inn aftur í næstu hringferð. Að mínu mati er gott að taka einn dag í bæjar- ferð og annan í „Parks Loop“ sem kallað er, en miðinn gildir þó fyrir báðar ferðimar ef þær eru farnar samdægurs. Gamlir listmunir Á góðviðrisdegi er hægt að fara út hjá Pollok-húsi sem er í Pollok Country Park og ganga yfir í Burrel- safnið skammt frá. Borgarysinn er fjarri og engu er líkara en komið sé langt út í sveit þó svo að aðeins hafi verið ekið í 15-20 mínútur. Pollok-húsið var ættarsetur Max- well-fjölskyldunnar allt frá því á 14. öld, að talið er, þrátt fyrir að núver- andi hús hafí ekki verið byggt fyrr en upp úr 1740. í húsinu er fjöldi list- muna og nokkur ósnert herbergi, eins og ijölskyldan bjó við á sínum tíma. Árið 1966 gaf Anne Maxwell Mac- donald Glasgow-borg húsið og 150 hektara lystigarð. Fjölskyldan átti meðal annars eitt besta safn spænskra málverka í Bretlandi, auk flölda annarra merkra muna, sem eru til sýnis. Hægt er að ganga um garðinn næst húsinu, þar sem fjölskrúðug blóm mynda fallegt mynstur, en ef tími er til er tilvalið að ganga eftir stígum um stærra svæði lystigarðs- ins. Burrel-safnið Á leið yfir í Burrel-safnið kom ég auga á hina undarlegustu nautgripi á beit, sem ég komst að síðar að voru hálandanautgripir. Það kom á óvart að þegar komið var að safninu var það lokað því ég gekk út frá því að samræmi væri á milli opnunartíma þess og ferða vagsins. Biðin var á hinn bóginn ekki löng, eða hálftími og veðrið notalegt, svo ég beið róleg fyrir utan ásamt nokkrum Japönum og Bretum. Forríkur skipaeigandi, Sir William Burrel (1861-1958) og lafði Const- ance Burrel gáfu Glasgowborg safn- ið árið 1944. Listhúsið er mjög stórt og má þar sjá rúmlega 8.000 list- muni frá ýmsum tímabilum. Ótrúlegt er að nánast einn maður hafi safnað þeim öllum. Sir William hóf ungur að kaupa merk listaverk. Eyddi hann mestum fjármunum í gríðarstór myndskreytt veggteppi, sem unnin eru úr ull og silki og segir hvert sína sögu. Að auki eyddi hann háum fjár- hæðum í málverk. Enn er verið að kaupa muni á safn- ið, til dæmis er skammt síð- an merkileg skál frá Aust- urlöndum bættist í safnið. Listasafnið skiptist í hin- ar ýmsu deildir og eiginlega er nauðsynlegt að nýta sér ferðir leiðsögumanna til þess að fá söguna með. Væri ráðlegt að kynna sér fyrirfram á hvaða tímum leiðsögn er. Listfyrir biinda Athygli mína vöktu rauðir deplar við sumar höggmyndir og fleiri list- muni. Kom í ljós að blindir geta feng- ið lánaðar segulbandsspólur sem segja frá viðkomandi hlut. Er hinum blinda leyft að snerta hlutina til að skynja þá betur. Það sem mér fannst setja punktinn yfir i-ið við heimsókn í safnið var, að þrír listamenn héldu tónleika í anddyri hússins, þar sem þeir spiluðu á hin ýmsu gömlu hljóðfæri. Þegar þeir höfðu lokið tónleikunum tóku aðrir listamenn við. Þarna var hægt að sitja tímunum saman og hlusta á tónlistina milli þess sem gengið var um safnið. Þess má geta að enginn aðgangs- eyrir er hvorki að Burrel-safninu né Pollok-húsinu. ■ Hildur Friðriksdóttir r.r.i.i iiiiMMMílMiö !»...># UM miðjan september gefst list- áhugafólki kostur á ferð til Kaup- mannahafnar með Samvinnuferð- um-Landsýu þar sem áhersla verður lögð á að njóta þeirra fjöl- mörgu list- og menningarvið- burða sem boðið er upp á helgina 15.-18. september. Meðal þess sem um ræðir er kvikmyndahátíðin Copenhagen Film Festival Sam Francis sýning- in í Louisiana og forsýning verka vegna uppboðs á alþjóðlegri nú- tímalist í Kunsthallen við Goth- ersgade. Uppboðið fer fram dag- ana 20. og 21. september og mun Gaiierí Borg sjá um að bjóða í Listáhuga- ferð til Kaupmanna- hafnar verk fyrir þátttakendur í ferð- inni. í ferðinni verður ýmislegt fleira á dagskrá, svo sem göngu- ferð um Islendingaslóðir í Kaup- mannahöfn. Þá mun gefast nægur tími til þess að skoða hinar ýmsu listsýningar í borginni. I frétt frá Samvinnuferðum- Landsýn kemur fram að verð á mann í-tvíbýli er 37.810 krónur auk flugvallarskattar sem er 2.100. Hér er miðað við stað- greiðsluverð, alls 39.910 krónur, en almennt verð er 41.900 með flugvallarskatti. Aukagjald vegna einbýlis er 6.650 staðgreitt, en ella 7.000 krónur. Innifalið í verði er flug, gisting með morg- unverði, akstur til og frá flugvelli og skattar, en ekki skoð- unarferðir og sameiginlegur kvöldverður sem er áætlaður eitt kvöldið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.