Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MINGI RAFN Jónsson leikmaður Vals í handknattleik fékk mikið högg á aðra augabrúnina í leik með félögum sínum í leik á Opna Reykjavíkurmótinu um helgina. Þurfti hann að láta sauma í sig mörg spor fyrir ofan og neðan aug- að eftir höggið og gæti af þeim sökum orðið frá keppni um tíma. ■ PÁLL Þórólfsson, hornamaður UMFA og íslenska landsliðsins í handknattleik, meiddist á þumal- fingri vinstri handar á sama móti. Fór hann í ítarlega skoðun og myndatöku í gær en ekki voru komnar niðurstöður síðast þegar fréttist. Ingvar Ingvarsson, læknir UMFA, sagði að hann væri ekki brotinn, en sagði að við fyrstu sýn væri þó ekki hægt að útiloka það. ■ LEIKURINN um þriðja sætið á Opna Reykjavíkurmótinu á milli leikmanna Víkings og Aftureld- ingar var mun styttri en venja er með leiki í meistaraflokki karla. Aðeins var leikið í 2x15 mínútur í stað 2x30 mínútna. Ástæðan var sú að leikmenn Víkings hugðust gefa leikinn sökum þreytu ef leika ætti fullan leiktíma. Þeir fengust þó ofan af því eftir að hugmynd ínéniR FOLK kom fram um að leika styttri leik- tíma. Afturelding bar sigur úr býtum í þessum stutta leik, 12:11. ■ LEIKMENN Vals sigruðu hins- vegar á mótinu þegar þeir fóru rneð öruggan sigur af hólmi i leik sínum gegn Guðjóni Árnasyni og félög- um hans í FH í úrslitaleik, 32:26. ■ SPÁNARKEPPNIN í hjólreið- um stendur nú sem hæst og á föstu- daginn hjóluðu keppendur 264 kíló- metra frá Orense til Zamora sem er vart í frásögu færandi nema vegna þess að sex af 20 liðum sem taka þátt þurftu að stoppa mjög reglulega á þessari leið. Liðin sex virðast hafa fengið væga matareitr- un og á 14 kílómetra fresti þurftu liðsmenn liðanna að stoppa og hlaupa á næstu snyrtingu. ■ ÞAÐ falla oft gullmolar á blaða- mannafundum og á Opna banda- ríska meistaramótinu í tennis voru margir orðheppnir. Stefan Edberg var til dæmis spurður hvaða ráð hann ætlaði að gefa félögum sínum í sænska liðinu áður en þeir færu til Las Vegas til að spila í Davis Cup. „Ég myndi segja þeim að hafa nógu mikla peninga með sér,“ svaraði kappinn. ■ ANDRE Agassi, sem er auðvit- að í bandarísku sveitinni, bætti þá við: „Ég skal láta Svíana hafa hell- ing af peningum ef þeir lofa að vera í spilavítunum alla nóttina." ■ JEVGENÍ Kefelnikov var spurður hvað hefði verið að þegar hann tapaði fyrir hinum unga Vince Spadea. „Það var ekkert að,“ sagði hann. „Ekkert?" spurði blaðamaður, „en þú áttir að vinna.“ „Þó svo ég hefði átt að vinna þýðir það ekki að ég myndi vinna,“ sagði Kefeln- ikov. ■ MONICA Seles kom að ungri stúlku grátandi í búningsklefanum einn daginn vegna þess að hún hafði tapað leik. „Hún grét af því hún hafði tapað tennisleik. Ef þú missir einhvem nákominn er eðlilegt að bú grátir, en ekki yfir tennisleik. Þetta er bara leikur," sagði Seles. UPPRISA Vertíð handknattleiksmanna hefst um næstu helgi þeg- ar keppni í 1. deild karla byij- ar. Leikmenn og þjálfarar hafa á undanfömum vikum eytt miklum tíma, svita og fjármun- um í undirbúning til að hann megi vera sem best- ur. Lándsliðið þarf einnig að bíta í skjaldarrendurnar — framundan eru erfiðir leikir í Evr- ópukeppni landsliða og er stefnt að því að endurheimta stöðu liðsins í alþjóðlegum handknattleik eftir fallið á HM í vor. Andstæðingar landsliðsins eru engin lömb að leika við; Rússland, Rúmenía og Póliand. Fyrsti prófsteinninn er leikir gegn Rúmenum, sem eru með svipað lið og á HM. Þorbjöm Jensson, landsliðs- þjálfari, og lærisveinar hans verða að leggja verulega undir í léikjunum, ekki má tapa dýr- mætum stigum í upphafinu því þá gæti draumurinn um að nálgast þá bestu siglt sína leið. Menn verða að hafa í huga að það þarf að hafa fyrir hlutunum og minnast þess hvernig fór í undankeppni síðasta Evrópu- móts, er mikilvæg stig töpuðust í fyrsta leik gegn Finnum — stig sem kostuðu ísland sæti í EM í Portúgal. Tekst leikmönnum að hrista af sér HM-skuggann í vetur? Koma leikmenn í góðri æfingu og vel stemmdir til leiks? Munu áhorfendur mæta af sama kappi á leiki í vetur? Ef líta á til Opna Reykja- víkurmótsins sem fram fór með þátttöku átján félaga, finnst undirrituðum enn vera að halla undan fæti. Reyndar var mjög þétt spilað á mótinu, en eigi að síður voru liðin mjög þung og handknattleikurinn sem boðið var upp á slakur og oft hugmyndasnauður. Því miður virðist breiddin vera að minnka. Flest fyrstudeildarfé- lögin eiga þokkalega fyrstu uppstiilingu, sjö leikmenn, jafnvel ekkert meira. Eins og undanfarin ár er lítið að koma upp af ungum upprennandi handknattleiksmönnum. Það virtist helst eitthvað vera að gerast í þeim málum hjá Eyja- mönnum, sem í vetur stilla upp liði mjög ungra leikmanna að undaskildum hinum síunga Sigmari Þresti Óskarssyni. Annars staðar er harla lítið um að vera og það leiðir hugann að uppbyggingu og kynningar- málum íþróttarinnar á síðustu árum. Hún er langt frá því að teljast góð. í síharðnandi keppni um tómstundir barna og unglinga þýðir ekki að sitja með hendur í skauti. Þau vinnubrögð skiluðu sér ekki á meðan við áttum lands- lið meðal þeirra bestu. Því er enn ólíkiegra að það skili ár- angri nú þegar við erum orðnir meðaljónar - í bili vonandi. Ef ekki er haldið rétt á spilunum fækkar nýjum einstaklingum og enn minni líkur verða á því að okkur takist að endurheimta fyrri stöðu._ ívar Benediktsson Enn virðist breiddin í handboitanum vera að minnka. Af hverju? Hvers vegna æfirHúsvfkingurinn ELLERT AÐALSTEINSSON leirdúfuskotfimi? Sameinar starf og áhugamál ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan farið var að keppa í leirdúf uskotfimi hér á landi, en íþróttin er í örum vexti og bestu skytturnar taka iþróttina alvarlega. Ellert Aðalsteinsson vann til fiestra verðlauna sem hægt er að vinna til hér á landi í leirdúfuskotfimi á þessu ári. Hann er íslands- og bikarmeistari og setti auk þess íslands- met, bæði íliðakeppni og íeinstaklingskeppni. Það má eiginlega segja að Ellert sé fæddur með haglabyssu í höndunum því hann hefur gengið til rjúpna frá tíu ára aldri en byrjaði f leirdúfuskot- fimi af alvöru fyrir þremur árum. Ellert er fæddur á Húsavík 25. júní 1970 og er því 25 ára gamall. Hann ólst upp við byssur því fósturfaðir hans jzfjir safnaði byssum og Skúla Unnar átti mikið safn Sveinsson skotvopna. Ellert bytjaði að fara til rjúpna þegar hann var tíu ára gam- all og hefur gert á hverju ári síðan. „Ég fer mikið til ijúpna og hef til dæmis ekki misst 15. október úr síðan ég var tíu ára gamal!,“ segir Ellert en rjúpnaveiðitímabilið hefst einmitt 15. október. En skýtur þú eitthvað fleira? „Já, já. Ég fer einnig mikið til gæsaveiða á haustin með félaga mínum, Kristjáni Jónssyni. Við not- um gervigæsir og gæsaflautur þannig að maður reynir að laða gæsina niður þegar hún er á flugi og það er dálítil kúnst. Svo fer ég einnig í svartfugl, annars er allt skytterí skemmtilegt og svo reynir maður að nýta fenginn eins og maður getur.“ Hvað borðar þú á jólunum? „Rjúpur." Kviknaði áhuginn á leirdúfuskot- fimi við veiðar? „Ja, ætli það ekki, ætli þetta hafi ekki blundað í manni. Siðan var það fyrir þremur árufn að ég fór til Englands til að læra leirdúfu- skotfimi. Ég fór í skotskóla í þrjár vikur, kom síðan heim og keppti í eitt sumar áður en ég fór út aftur. Að þessu sinni var ég allt sumarið og æfði með enska lándsliðinu og fleiri góðum mönnum." Hafa þessar æfingar og skólinn skilað sér? „Já, ég tel ekki nokkurn vafa á því. Ég varð íslands- og bikarmeist-. ari og setti íslandsmet í einstakl- ingskeppni og liðakeppni með Ak- ureyringunum Hannesi Haraldssyni Morgunblaðið/Kristinn ELLERT mundar haglabyssuna í Veiðilist, sem hann rekur ásamt föður sínum, Aðalsteini Péturssyni, og Jóhannesi Jenssyni. Hann sameinar því áhugamálið og vinnuna. og Högna Gylfasyni. Einnig er ég viss um að Hörður Þorgilsson sál- fræðingur hefur hjálpað mér mikið, en hann kennir manni á andlegu hliðamar og að slaka á, anda rétt og ná réttri einbeitingu." Er þetta ekki dýrt sport? „Margir telja það. Góð byssa kostar nokkur hundruð þúsund krónur svo þarf að kaupa skot og ferðast á mótin og svo framvegis, en ég reikna með að kostnaðurinn á ári sé á bilinu 100 til 150 þúsund krónur og þá er byssan ekki talin með. Skotin eru nokkuð dýr, en þó ekki það dýr að það borgi sig að hlaða þau aftur.“ Er æft mikið? „Ég reyni að æfa þrisvar til fjór- um sinnum í viku og skýt þá 50 til 100 dúfur og svo eru mót um hverja helgi frá maí til ágúst og ég tek þátt í móti um hverja helgi á þessu tímabili." Hjálpar það leirdúfuskotfimi að vera rjúpnaskytta? „Óiympísk leirdúfuskotfimi [olympic skeet] er mjög krefjandi og sú erfiðasta og ég held að menn verði að hafa þetta aðeins í sér og endalausan vilja og áhuga til að geta náð góðum árangri. Leirdúfu- skotfimi gerir menn að betri skytt- um og veiðimönnum en það hjálpar manni lítið í leirdúfuskotfimi að vera veiðimaður, því þetta er meiri íþrótt.“ Er uppgangur í íþróttinni? „Já og það mikill. Skotvellir spretta upp um allt og aðstaðan hér á landi er að verða mjög góð. Það er til dæmis glæsileg aðstaða á Akureyri og hér í Reykjavík."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.