Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 AKSTURSÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Æsispennandi lokabarátta TILÞRIFIN ílokaþrautum síð- ustu keppni íslandsmótsins í torfæru á Hellu fengu hárin til að rísa á höfðum áhorfenda, jafnvel alhörðustu áhuga- manna um torfæru. Barist var um hverja sekúndu og hvert stig sem var í boði fram á síð- asta metra. Réðust úrslit í keppninni ekki fyrr en síðustu jepparnir í hvorum flokki höfðu lokið þrautunum. Að sama skapi réð niðurstaðan úr keppninni því hver varð ís- landsmeistari íflokki götu- jeppa og íflokki sérútbúinna. Gunnar Guðmundsson varð meistari í flokki götujeppa eftir nauman sigur og Haraldur Pét- ursson íflokki sérútbúinna, þó Einar Gunnlaugsson sigraði í keppninni á Hellu. HARALDUR Pétursson, til vinstri, varð íslandsmeist- ari í flokki sérútbúinna jeppa og tók við titlinum af Einar Gunnlaugssyni, t.h., sem gat brosað þrátt fyrír það, því hann sigraði í keppninni á Hellu. ÍÞRfnmR FOLK ■ ÖRN Ingólfsson, oft nefndur Dali komst í hann krappann á Kaldadal á Trabant sínum í alþjóð- arallinu. Hann kvaðst hafa stigið á skott breska heimsveldisins; hefði ógnað einum heijeppanna, sem var í vandræðum. Jeppinn hefði síðan óvait ekið yfir hlífðarpönnu, sem dottið hafði undan öðrum bíl. Þeytt- ist hún í Trabantinn, á trýni hans og tók úr honum bæði augun eins 9g Örn orðaði það, þ.e. framljósin. Örn lauk keppni í þriðja skipti í al- þjóðarallinu. ■ BERNARD Stevens og Tim Line, sem óku einum herjeppanna veltu á sérleið við Grafning. Við óhappið bilaði vél bílsins og þeir hættu keppni. ■ AÐALSTEINN Jónsson og Har- aldur Gíslason komust við illan leik í enda síðustu sérleiðar, ísólfsskála- leiðar. Þar sprakk á báðum aftur- dekkjum, en þeir náðu að skjögrast áfram 15 km leið á tveimur sprungn- um dekkjum. Lítið loft var orðið í öðru í lok leiðarinnar og ekkert í hinu. ■ ÞRÍR keppendur kærðu stigagjöf í annarri braut torfærunnar á Hellu. Töldu að Gunnar Guðmundsson hefði fengið of mörg-stig. Útkoma kærunnar gat ráðið úrslitum í keppn- inni og Islandsmótinu þar sem lítill munur var á milli keppenda í fyrstu fimm sætunum. En kæran var ekki tekin til greina. ■ ÞORSTEINN P. Sverrison og Ingvar Guðmundsson, sem aka í flokki ódýrra bíla eru óvænt komnir í annað sæti í keppninni um íslands- meistaratitilinn. Þeir eru ofar en mun öflugri keppnisbílar, eftir að hafa náð sjöunda sæti í alþjóðarallinu. ■ BALDUR Jónsson var í sjöunda himni með þriðja sæti í keppninni. Hann ók með Geir Óskari Hjartar- syni á Mazda. Þeir sluppu með skrekkinn á Kaldadal þegar Baldur misreiknaði beygju og skall með hægri hliðina, hlið aðstoðaröku- mannsins á járnhlið. Rigndi glerbrot- um yfir þá, þegar rúðan sprakk og hurðin dældaðist illa. Baldur ók ann- ars vel og hefur greinilega engu gleymt eftir þriggja ára hlé. Árið 1992 var hann kjörinn aksturs- íþróttamaður ársins, en dró sig í hlé vegna bakmeiðsla. ■ SEPPI, jeppi Sighvats Sigurðs- sonar og Úlfars Eysteinssonar lagði bresku heijeppana að velli í alþjóðarallinu. Tvisvar sprakk dekk hjá þeim félögum í baráttunni við bresku ökumennina, en Land Rover þeirra var yfir tvö tonn. Samt náðu þeir að vera 10 mínútum á undan Bretunum í mark. Nafn jeppans dregur nafn sitt af íslensku hunda- sælgæti, sem kallast Seppi og er framleitt af Þorsteini Ingassyni fyrrum rallökumanni. Talsvert var um það að keppendur smökkuðu á sælgætinu, sem er unnið úr fisk. Fyrsta þrautin í sérútbúna flokknum var varasöm, en gat ráðið úrslitum ef einhver kæmist upp hana. Aðeins tveir keppendur átti Rögnvaídsson möguleika á meist- skrifar aratitli í flokknum, Gísli G. Jónsson og Haraldur Pétursson. Gísli fór á und- an í þrautina, sem byijaði á illkleifu barði. „Ég varð að taka áhættu og ráðast á þrautina af fullum krafti. En það varð mér að falli. Jeppinn kýldist innundir barðið og fram- hjólabúnaðirnn skekktist allur og brotnaði. Sjálfskiptingin brotnaði og tvö drifsköft gáfu sig. Þá skekkt- ist sveifarás þegar hásingin barðist upp í vélina,“ sagði Gísli í samtali við Morgunblaðið um hina hrika- legu byijun. Á viðgerðarsvæðinu vann 10 manna hópur að viðgerð á jeppanum, titillinn var í húfi. Haraldur gat andað léttar, í bili. „Ég hefði reynt við fyrstu þrautina á sama hátt og Gísli, ef ég hefði verið á undan. En þegar ég sá skell hans ákvað ég að reyna ekki við barðið. Ég átti alltaf von á að hann næði að tjasla jeppanum saman og varð því að standa mig vel,“ sagði Haraldur. En það voru aðrir sem sáu um toppslaginn. Jón Ásti Ár- sælsson leiddi keppnina fram að fjórðu þraut, sem var tímaþraut, ein þriggja sem bauð upp á lífleg tilþrif. Akureyringurinn Helgi Schi- öth setti í fluggírinn og náði besta tíma og um leið forystu í keppninni með 790 stig, Jón Asti var með 735 og Einar Gunnlaugsson 720. Gísli var mættur til leiks eftir viðgerð, en var mjög neðarlega. Engu að síður gat hann ógnað Haraldi hvað titilinn varðaði. Ekki síst eftir að Haraldi mistókst í næstu þraut, tímaþraut yfir á. Dragliður dróst út, rétt í byrjun þrautar og hann varð að sjóða hann fastan fyrir lok þrautarinnar. Helgi ók fjórðu þraut nógu hratt til að halda fyrsta sætinu á 1030 stigum, Einar var með 990, Jón Ásti 940 og Gunnar Égils- son kom inn í myndina með 940 stig. Mýrin, uppáhaldsþraut flestra keppenda var eftir. Einar Gunnlaugsson sló helstu keppinautunum um fyrsta sætið við, náði næstbesta tíma og hrjfsaði fyrsta sætið af Helga. Jón Ásti hélt öðru sætinu, en Helgi og Gunnar urðu jafn- ir að stigum í þriðja. Gísla gekk bölvanlega í mýrinni, stýrisreim þeyttist af og hann barðist við að koma bílnum í gegn. Hvert stig og sæti í keppninni var Dýrkeypt tilraun Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GISLI G. Jónsson lagðl allt undir í fyrstu þrautinni á Hellu. Hann tók áhættu, sem kostaði tjón á bílnum. Komst hann ekki í þrjár þrautir vegna viðgerða og missti af titlinum, naumlega þó. SIGURÐUR Þ. Jónsson hafði forystu í flokki götujeppa fyrir keppnina. En hann gerði afdrifarík mistök í byrjun, sem skemmdi vélina í jeppanum. Vonbrigði hans leyna sér ekki eftir að hann hafði áttað sig á tjóninu ásamt aðstoðarmönnum sínum. dýrmætt vegna meistaratitilsins. En Gísli komst þrautina ekki á enda á meðan Haraldur fékk fullt hús stiga. Reyndar fór hann útúr braut, en dómarar tóku ekki eftir því. Þetta hefði breytt lokastöðunni í keppninni, en hefði ekki breytt því hver varð meistari í sérútbúna flokknum. Lokastaðan í kepþninni um meistaratitilinn varð sú að Har- aldur fékk 52, Gísli 50 og Einar 48. Sigurður Þ. Jónsson hafði forystu til meistara í flokki götujeppa, þeg- ar keppnin á Hellu byijaði. Gunnar Guðmundsson var sá eini sem gat skákað honum. Mistök Sigurðar kostuðu hann líklega titilinn. Hann gleymdi að skrúfa fyrir nítró inn- spýtingu og þegar hann gangsetti vélina fyrir eina þraut, þá varð sprenging sem festi vélina með það sama. „Vélin hreinlega dó. Þoldi ekki þetta auka hlátursgas, en mér var enginn hlátur í hug eftir atvik- ið. Ég gleymdi að skrúfa fyrir gas- ið eftir fyrstu þraut og þegar ég startaði næst varð sprenging. Ég varð síðan að bíða alla keppnina til að sjá hvernig Gunnari gengi. Hann vann eftir harða keppni og ég tap- aði titlinum," sagði Sigurður. Mikil spenna var í flokki götujeppa og þegar yfir lauk munaði aðeins tveimur stigum á fyrsta og öðru sæti. Gunnar stökk úr fjórða sæti í það fyrsta með tilþrifamiklum akstri í síðustu þraut. „Eg nýtti aflið vel í mýrinni, hafði aukið kraftinn í vélinni og sveif yfir erfiðan drullupytt, sem stöðvaði marga af keppinautum mínum,“ sagði Gunnar sem ekur jeppa sem hefur verið notaður í keppni frá árinu 1974. „Bilunin hjá Sigurði var ótrúleg óheppni, en hefur gerst hjá alltof mörgum tor- færuköppum. Sigurði hefur aldrei gengið vel á Hellu og ég trúði á forlögin. Að sama yrði upp á ten- ingnum núna. Mér gekk illa framan af, barðist við stýrið í fyrstu þraut- um, stýrisdælan var að stríða mér. En þegar kom að tímaþrautunum setti ég allt á fullt og marði sigur í mjög skemmtilegri keppni,“ sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.