Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 B 5 AKSTURSÍÞRÓTTIR Enn fögnuðu Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson sigri í alþjóðarallinu FÉLAGARNIR Ásgeir Sigurðs- son og Bragi Guðmundsson sigruðu í alþjóðarallinu fjórða árið í röð á Metró 6R4. Eftir 900 km akstur, þar af 291 á sérleið- um komu þeir í endamark rúm- um þremur mínútum á undan Steingrími Ingasyni og Páli Kára Pálssyni á Nissan. Baldur Jóns- son og Geir Óskar Hjartarson á Mazda urðu þriðju. I flokki Norð- dekk bíla urðu fyrstir Magnús Ómar Jóhannsson og Guðmund- ur T. Gíslason á Toyota Corolla. Sautján bílar af tuttugu og átta, sem lögðu af stað, komust í endamark. Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar Íslandsmeistaramir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson urðu að hætta keppni strax á fyrsta degi og sömu- leiðis Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson. Þetta opnaði möguleika fyrir Hjört P. Jónsson og ísak Guðjónsson á Toyota Corolla að nálgast Islandsmeistaratitilinn, ef þeir yrðu ofarlega og ynnu síðan síðasta ratl ársins, sem var kannski erfiðara, þar sem þeir aka í flokki ódýrra bíla. Þeir eru ekki eins vel búnir og toppbíl- amir. Engu að síður voru þeir í fjórða sæti, þegar þeir höfðu lokið 895 km af 900, en þá kom babb í bátinn. „Skyndilega heyrðum við söng í drif- inu og tveimur kílómetrum síðar breyttist söngurinn í háan hvell. Við stukkum út til að gá hvað væri að. Drifið hafði gefíð sig og nokkrar óprenthæfar glósur fylgdu í kjölfarið. En svona er rallið, það þarf að ljúka keppni," sagði Hjörtur í samtali við Morgunblaðið. Magnús Ómar Jóhansson og Guð- mundur T. Gíslasson högnuðust á óiáni Hjartar. „Vissulega var leið- inlegt fyrir þá að detta úr keppni svona seint. Við höfðum fengið okk- ar skerf af óláni, sprengdum dekk í tvígang og vorum búnir að sætta okkur við annað sætið í flokki ódýrra bíla, þegar við ókum framhjá biluðum bíl Hjartar og ísaks. Síðasta keppni ársins mun því skera úr um hver verður meistari í Norðdekk flokkn- um,“ sagði Guðmundur. En feðgarnir hrósuðu líka happi yfír óláni Hjartar og ísaks. Heima í stofu varð Rúnar meistari, á meðan Jón elti hinn soninn sem viðgerð- armaður Baldurs. „Það var skrítið að verða meistari heima í sófa. Ég hefði frekar viljað berjast við Ásgeir og Braga um sigur í rallinu. Á með- an við vorum inni þá var keppnin geysilega spennandi, við ókum gír hærra á mörgum stöðum en oft áður. Flugum þar sem bíllinn hefur áður haldið sig á jörðinni," sagði Rúnar. „Þetta var erfítt líkamlega vegna gamalla meiðsla og stundum spái ég í afhverju maður er að pína sig áfram. En þessi barátta gaf rnanni aukinn kraft og áhuga og núna lang- ar mig mest að fara til útlanda. Breiddina hefur vantað í rallið hér- lendis og kominn tími til að reyna eitthvað nýtt.“ Eftir fyrsta dag alþjóðarallsins höfðu Ásgeir og Bragi rúmlega tveggja mínútna forskot á Steingrím Ingason og Pál Kára Pálsson. Þriðju voru Bretamir David Mann og Alan Cathers á Toyota Celica, sem juku hraðann jafnt og þétt. En á Kalda- dal hurfu allir gírar gírkassans, nema bakkgír. Þeir bökkuðu 10 km leið og þrátt fyrir tilraun viðgerðarmanna til að bjarga gírkassanum urðu þeir að draga sig í hlé. Steingrímur var því eini ökumaðurinn sem gat hrellt forystumennina. Hann byijaði annan daginn vel, vann 23 sekúndur á Metró menn. En á næstu leið tapaði hann 40 sekúndum, þegar gangtrufl- un varð í bílnum. „Ég óttaðist í fyrstu að vélin væri að fara, þar sem hún var sett saman með hraði rétt fyrir keppni, án nýrra varahluta. Hún gekk bara á þremur lengi vel á Kaldadal, en hrökk síðan í rétt horf,“ sagði Steingrímur. „Vatn úr rúðu- pissinu hafði lekið ofan í kertahólf og valdið gangtmflun. Verst var að þetta gerðist á leið þar sem ég ætl- aði að pressa á Ásgeir, eftir góða byijun á leiðinni á undan. Ég var að hugsa um að stoppa á tímabili og það var erfítt að halda einbeiting- unni á fullri ferð, með hugann við hvað gæti verið að. Við héldum síðan okkar striki, en náðum ekki að saxa á forskotið. Hinsvegar mátti ekkert útaf bera hjá þeim. Eitt sprungið dekk hefði getað fært okkur fyrsta sætið,“ sagði Steingrímur. „Annað sætið varð hlutskipti okkar og ég er , sáttur við það miðað við það sem á undan gekk.“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Löng leið KEPPENDUR í alþjóðarallinu þurftu að leggja 900 km leið að baki. Stelngrímur Ingason og Páll Kári Pálsson Ijúka hér síð- ustu sérlelðinni, á Djúpavatnslelð. Þeir náðu öðru sætl, en litlu munaðl að þelr kæmust ekki með í keppnina. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Umvafðir öryggisbúnaði SIGURVEGARAR rallsins, Bragi Guðmundsson og Ásgelr Slg- urðsson voru umvafðlr öryggisbúnaðl, en hraðinn í keppn- Inni var mikill. Stundum allt að 200 km á klukkustund, en meðalhraði fyrsta bíls í keppninni var 101 km á klukkstund. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Til varnar bilunum STARF aðstoðarmanna er mlkilvægt í keppnl. Þelr vlnna fyrlr- byggjandi starf fyrir hverja sérleið og bjarga máium ef eitt- hvað bilar. Hér er Metró slgurbíllinn í reglubundnu eftirliti fyrir lokasprettinn í keppninni. Vonbrigði að fá ekki meiri samkeppni að þessu sinni „ÞRJÚ atriði skópu þennan fjórða sigur í röð í alþjóðarallinu. íslensk- ur fagmaður, Valgeir Njálsson, sá um viðhald og uppsetningu bíls- ins. Þekking okkar Braga á íþróttamannvirkjunum, þ.e. sérleiðunum, sem því miður fer fækkandi eftir því sem meira er malbikað, og loks stuðningur Skeljungs, sem notar gamla rallíkappa eins og okk- ur til að koma vörum sínum á framfæri," sagði sigurvegari alþjóða- rallsins, Ásgeir Sigurðsson, aðspurður um hvers vegna þeir Bragi Guðmundsson hefðu náð að sigra í alþjóðarallinu fjórða árið í röð. Okkur leist þó ekki á blikuna á fyrstu leið annars dags, þegar við fundum gímmí- eða reykjarlykt. Ég fór aðeins varlega, þar sem við höfðum efni á að tapa einhveijum tírna," sagði Ásgeir. „í ljós kom að drifið hafði dælt umfram olíu út á pústið og myndað þessa lykt. Stein- grímur vann þama tíma á okkur, enda er ég alltaf slappur á Tröll- hálsi. Við áttum í nokkrum vandræð- um með Rúnar á fyrsta degi. Okkur vantaði tilfínnanlega betri framdekk, bíllinn skautaði út utn allan veg, þegar við vorum í mesta slagnum. Dekkjastærðin er það sérstök, að erfitt er að fá rétt dekk. Ef slagurinn hefði harðnað, þá ætluðum við að nota afturdekk að framan. En til þess kom ekki. Þegar við sluppum yfír Kaldadal á meðan Steingrímur tapaði tíma, vorum við nokkuð hólpn- ir. Þegar við tókum síðan 20 sekúnd- ur á Steingrím á Lyngdalsheiði held ég að við höfum slegið rothöggið,“ sagði Ásgeir. „Við mættum eftir árs Qarveru til að slást við erlenda keppendur, sem áttu að koma. En aðeins einn sterkur bíll mætti, David Mann fannst mér lengi að venjast leiðunum. Kannski eru Bretarnir ekki eins sterkir og Finnarnir sem hér komu og slógu öll akstursmet. Þeir voru menn síns tíma. Núna ökum við leiðirnar á mun betri tímum, en þeir gerðu. Peter Geitel ók ísólfsskálaleið á 10,20 mín- útum, sem þótti ógurlegur tími. Besti tíminn í dag er 9,59 mínútur og í keppninni núna ókum við á 10,21, þó þijár hraðahindranir væru á leið- inni. Það er til að lækka hraðann, en ég tel það bara skapa aukna hættu. Við náum sama hraða víða í rallinu, 180 kílómetra hraða. Það voru vonbrigði að fá ekki Subaru Impreza og Ford Escort Cosworth sem keppinauta, eins og til stóð. Þá hefði samkeppnin orðið meiri, en sig- ur er alltaf sigur,“ sagði Ásgeir. ínémR FOLK ■ SKOTINN Philip Walker lauk keppni með David Wilford á Mazda. Philip hefur því lokið fímmta ralli sínu hérlendis, en fimm sinnum hefur hann fallið úr keppni. Markmið hans var að jafna stöðuna gegn íslenskum vegum. Hann sprengdi tvívegis á öðrum degi, sem kostaði hann dýrmætan tíma. ■ SJÓNVARSPARIÐ í rallinu, Þorfinnur Ómarsson og Hjördis Árnadóttir óku Ford Escort. Þau féllu úr leik með bilaða bensíndælu, sem hafði plagað þau daginn áður. Hjördís fór ferð með Ásgeiri um Öskjuhlíð á fyrsta degi. Hún kvað það hafa verið eins og ferð í rússi- bana, þó hraðinn hefði verið litill á hlykkjóttri leiðinni. ■ ANNAR sjónvarpsmaður var í eldlínunni um helgina, en á annan hátt. Magnús B. Magnússon sjón- varpstökumaður var lánsamur að verða ekki fyrir jeppa Haraldar Péturssonar í lokaþraut torfær- unnar á Heiiu. Magnús náði að stökkva frá jeppanum, sem skall á þrífæti myndavélarinnar. Eyði- lagðist myndavélin, en Magnús slapp með skrekkinn. Staðsetning myndatökumanna sjónvarpsins hef- ur stundum verið dálítið glæfraleg í torfærumótum. ■ SIGURÐUR Axelsson hætti keppni í torfærunni með bilaða vél. Hann var lánlaus í sumar á nýjum sérútbúnum jeppa í íslandsmótinu. Náði aðeins sjö stigum. ■ KEPPENDUR í alþjóðarallinu kvörtuðu yfír því að starfsfólk á inörgum tímavarðsstöðvum hefði ekki verið nægilega öruggt á því hvað það var að gera. Þetta væri slæmt mál, ekki síst í ljósi þess að stefnt væri á að halda hér stónnót i framtíðinni. Þjálfa þyrfti upp traustan hóp tímavarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.