Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 12
VIÐSKIFn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 KOM annast skipulag á alþjóðlegri sjávarútvegsráðstefnu í London Færri komast að en vilja á Groundfish Foruin RÁÐSTEFNA Groundfish Forum í fyrra þótti takast með miklum ágætum. ALÞJÓÐLEGA Groundfish Forum ráðstefnan verður haldin í fjórða sinn í London dagana 4. til 6. október nk. Kynningar- og upplýs- ingafyrirtækið Kynning og mark- aður - KOM hf. hefur annast skipulag og framkvæmd á Gro- undfish Forum frá upphafi. Ráð- stefnan, sem er lokuð, er fyrir helstu stjórnendur öflugustu fisk- framleiðslu- og fisksölufyrirtækja rheims. Þátttakendur eru 150 frá rúmlega 40 þjóðum í fimm heim- sálfum og þeir einir komast á ráð- stefnuna sem er boðin þátttaka, að sögn Jóns Hákonar Magnús- sonar, framkvæmdastjóra KOM. Fyrsta ráðstefnan fór fram í Hamborg, síðan í Kaupmannahöfn og í fyrra og í ár verður hún á Churchill Inter-Continental hótel- inu í London. Einn frumkvöðla og stofnenda Groundfish Forum er Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið- '»stöðvar hraðfrystihúsanna og sit- ur hann í framkvæmdastjórn þess- ara óformlegu samtaka. „Gro- undfish Forum er að verða ein virtasta ef ekki virtasta sjávarút- vegsráðstefna sem haldin er í heiminum og reyna mun fleiri að komast á hana en boðið er og hefur það skapað vandamál víða“ segir Jón Hákon. I ár verður aðalræðumaður ráð- stefnunnar Brian Tobin, sjávarút- vegsráðherra Kanada, og talar hann á hátíðarkvöldverði í Banqu- eting House í Whitehall, sem er eign bresku krúnunnar. Banquet- ing House er eini hluti Whitehall- hallarinnar sem ekki brann í elds- voðanum mikla í London árið 1619. Salarkynnin eru að mestu notuð fyrir opinberar móttökur, en að sögn Jóns tókst KOM að fá Banqu- eting House leigt fyrir kvöldverð- inn. Hann munu sitja um 200 manns frá öllum heiminum og verður boðið upp á fjórrétta veislu- matseðil frá einu frægasta veislu- fyrirtæki borgarinnar. í fyrra var hið heimsfræga Madame Tus- saud’s leigt í sama tilgangi. Ræðumenn verða flestir úr röð- um framámanna í fískiðnaði og fískverslun heimsins, auk þess full- trúar hagsmuna- og rannsókna- samtaka og einn af aðalbankasljór- um Hambros-bankans. Alls munu um 15 íslendingar frá SH, SÍF, íslenskum sjávarafurðum og ís- lenskum fyrirtækjum og söluskrif- stofum erlendis sitja ráðstefnuna. „Það var Friðrik Pálsson sem sá til þess að íslenskt fyrirtæki var fengið til að annast framkvæmdina á Groundfish Forum. Megnið af virðisaukanum sem fæst af ráð- stefnunni verður eftir á Islandi. Auk KOM fá t.d. tvær prentsmiðj- ur, Póstur og sími, Búnaðarbanki íslands, Flugleiðir og fleiri fyrir- tæki erlendar tekjur af fram- kvæmdinni. Hér er því um athygl- isvert útflutningsverkefni á þekk- ingu að ræða. Virk þátttaka íslend- inga í Groundfish Forum hefur tvímælalaust styrkt ímynd íslensks sjávarútvegs á heimsmarkaðinum og aukið hróður íslenskra athafna- manna á þessu sviði,“ segir Jón ennfremur. Fjórir starfsmenn KOM verða í London meðan á ráðstefnunni stendur, en undirbúningur hennar hjá ráðgjafarfyrirtækinu er að mestu í höndum Margit Elvu Ein- arsdóttur og Jóns Hákonar Magn- ússonar hjá KOM hf. Fólk Nýr starfs- maður hjá Atlanta •VÍGLUNDUR Þór Víglunds- son hefur verið ráðinn sem hönn- unarstjóri hjá nýstofnaðri verk- fræðideild flugfélagsins Atlanta. Starf hans mun m.a. felast í að hanna breytingar á flugvélum fé- lagsins. Víglundur er fæddur 15. febrúar 1966. Hann útskrifaðist sem vélaverk- fræðingur frá Há- skóla íslands 1989, Og hóf SÍðan Víglundur Þór nám við Massach- vígiundsson usetts Institute of Technology (M.I.T.) í Boston. Frá verkfræði- deild M.I.T. útskrifaðist hann 1994 með meistaragráðu í flutningum með áherslu á flugrekstur. Hann lauk einnig meistaragráðu í við- skiptum frá M.I.T. sama ár. Víg- lundur hefur unnið hjá Eimskip við ráðgjöf á sviði skiparekstrar, þróaði skipahönnunarhugbúnað fyrir Skipatækni og Slippstöðina á Akureyri, hefur unnið að ráð- gjöf á sviði tölvumála og skrifaði grein um tölvuvædda hönnun í bandaríska tímaritið CADENCE. Auk þess vann hann sem ráðgjafi samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur vegna samninga sér- fræðinga við Tryggingastofnun ríkisins 1988, 1990 og 1995, og lauk nýlega^ við hagræðingarverk- efni fyrir ísfélagið hf. í Vest- mannaeyjum. Torgið Kapphlaupið til Kína Miklar vangaveltur eru innan ís- lensks atvinnulífs og ekki síður stjórnkerfisins hvernig eigi að haga samskiptum við Kína. Áhugi íslend- inga hefur einkum helgast af hugs- anlegum viðskipta- og fjárfestingar- tækifærum þar. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að efna til viðskipta- sambanda við Kínverja. Það kom áþreifanlega í Ijós þegar, utanríkis- ráðherra ákvað að taka hóp manna úr viðskiptalífi með sér þangað austur og komust færri að en vildu. Hingað til hafa þó íslensk fyrir- tæki almennt hikað við að efna til viðskiptasambanda þar eystra og kemur margt til. Mörg eiga nógu erfitt með að koma sér á framfæri á þeim mörkuðum, sem standa okkur næstir og telja því éngar for- sendur til að reyna að hasla sér völl á fjarlægum markaði, sem út- heimtir mikla vinnu og kostnað, sem ekki er víst að skili sér. Öll viðskipti við Kína eða viðhald þeirra eru háð duttlungum stjórnmála- eða embættismanna og kauþmátt- ur þar er miklu lægri en í þeim lönd- um, sem við skiptum nú aðallega við. Að auki bætast við efasemdir um það hvort íslensk stjórnvöld eigi beinlínis að hvetja til viðskipta við alræðisríki eins og Kína þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Hitt er svo annað mál að hægt er að líta á Kínaviðskiptin sem fjár- festingu í framtíð. Þótt Kínverjar séu margir og fátækir í dag telja margir efnahagssérfræðingar að kaupmáttur.þeirra eigi eftir að vaxa ört á næstu áratugum. Þess vegna gætu einhver íslensk fyrirtæki sætt sig við að fjárfesta í lítt ábatasöm- um viðskiptum þar á næstunni og viðhaldið þeim í von um að sú fót- festa skilaði fjárfestingunni marg- faldri þegar og ef Kínverjar komast í álnir. Þeir, sem fást við Kínavið- skipti, lenda þó í grimmilegri sam- keppni við margfalt stærri og öflugri fyrirtæki hvaðanæva að úr heiminum sem keppast nú við að tryggja sér stöðu á ört vaxandi mörkuðum þar. í markaðsathugun um Kína, sem Vilhjálmur Guðmundsson og Sveinn Óskar Sigurðsson tóku saman fyrir Útflutningsráð kemur fram að árlegur hagvöxtur í Kína er mældur í tveggja stafa tölu. í fyrra nam hann 11,4% og árið á undan 13,4%. Með þessu áfram- haldi munu Kínverjar fara fram úr öðrum iðnríkjum á nokkrum áratug- um og verða öflugasta efnahags- veldi í heimi. Rétt er þó að benda á að enn bendir ekkert til að það gerist. Hinn mikla hagvöxt má að miklu leyti skýra með því að áratug- um saman hefur Kína verið lokaður markaður og kommúnistastjórnin komið í veg fyrir að frjálst framtak og erlend fjárfesting fái að njóta sín. Eðlilegur hagvöxtur hefur því verið hindraður og því rýkur hann tímabundið upp nú, þegar slakað er á klónni. Það er þó.alveg Ijóst að kín- verski markaðurinn er í örum vexti og því er ómaksins vert að fylgjast náið með honum. f skýrslunni kem- ur fram að utanríkisviðskipti Kín- verja námu 196 milljörðum Banda- ríkjadala árið 1993 og höfðu þá aukist um 18,2% á einu ári. Útflutn- ingur þeirra jókst þá um 8% en innflutningur um 29%. Kína er stærsti framleiðandi sjáv- arafurða í heiminum og nemur árs- framleiðslan 18 milljónum tonna. Hefð er fyrir neyslu sjávarafurða • þar og er því spáð að með vax- andi kaupgetu neytenda komist Kínverjar í hóp stærstu innflytjenda á sjávarafurðum. Áætlað er að 70-100 milljónir hafi nú efni á að kaupa innflutt, tilbúin matvæli eða 6-8% þjóðarinnar. Tollar eru þó enn háir, sérstaklega á'Sjávarafurð- ir og það ásamt mikilli fjarlægð hlýtur að veikja samkeppnishæfni íslenskra fiskseljenda á Kínamörk- uðum. Hins vegar eru íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki í fremstu röð og því hljóta þau að eiga góða mögu- leika þegar kemur að fjárfestingu í kínverskum sjávarútvegi. KM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.