Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Flestar brennur í 1 ¦ deild SS Hermann Gunnarsson (Vaiur/ÍBA (6+3) Gegn:KR2, ÍBV 2, Vikingi 2, BreiðablikiTTrarnTKefiavtk^ Þórólfur Beck Gegn: ÍBH 2, ÍA 2, Val, Keflavík, ÍBA Arnar Gunnlaugsson Gegn: ÍBV2, FH, Keflavík, Grindavík Ingi Björn Albertsson Gegn: Breiðabliki 2, Keflavík, KR, Frarri Matthías Hallgrímssonl ÍA/Val (4+1, Gegn: KR, ÍBV, Keflavík, Breiðabliki, f//«—" Steingrímur Björnsson i íba Gegn: ÍBÍ2, Keflavik, KR, ÍBH "" Ingvar Elíasson Gegn: Fram 2, ÍBA 2 Sigurlás Þorleifsson Gegn: KA, Fram, Þór, fsafirði Þðrður Þórðarson Gegn: Þrótti. ÍBA, Fram, ÍBH mgu 1955 Arnar er fjórði leikmaðurinn sem nær að skora þrjár þrennur á keppnistímabili. Þðrðlfur Beck gerðiþað 1960 og 1961, Ingvar Elíasson 1960 og Hermarín Gunnarsson 1970. IA IBV/Víki IA ALLS HAFA 86 LEIKMENN SKORAÐ 152ÞRENNURFRA 1955 Flestar þrennur í 1. deild: ma mð ms <ss© 1960 1970 1971 1978 1993 1995 ¦ RÚNAR Krístinsson skoraði 'íglæsilegt mark fyrir Örgryte gegn \Oster í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Öster náði forystunni á 15. mínútu en Rúnar jafnaði með þrumuskoti í samkeytin og inn frá vítateig þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Orgryte er nú íl. sæti deildarinnar með 28 stig, en Örebro, sem tapaði fyrir Degerfors 2:1, er K 6. sæti með 30 stig. Helsingborg 'er efst með 38 stig. ¦ GUÐMUNDUR Torfason mun ekki starfa hjá Fylki áfram. Guð- mundur tók þeSsa ákvörðun eftir að ágreiningur kom upp á milli hans og stjórnarmanna liðsins. Guðmund- ur var leikmaður með Fylki, aðstoð- arþjálfari liðsins og hafði yfirumsjón með þjálfun yngri flokka. ¦ RASTISLAV Lazorík var út- nefndur besti leikmaður Breiðabliks í meistaraflokks karla og Sigrún Óttarsdóttir var útnefnd best kvenna. Þá verðlaunuðu Blikar Kjartan Antonsson og Sigfríði Sófusdóttur. ¦ MILAN Jankovic var útnefndur leikmaður ásins hjá Grindavík og FOLK Albert Sævarsson var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn. ¦ EINAR Þór Daníelsson var val- inn Greifaleikmaður KR sumarið 1995 af félögum í KR-klúbbnum, en tilkynnt var um valið eftir leik KR og ÍBK á laugardaginn. Þá var Gerður Guðmundsdóttir valin Greifaleikmaður meistaraflokks kvenna. ¦ EYJÓLFUR Sverrísson lék ekki með Hertha Berlín í þýsku 2. deild- inni gegn Hannover á laugardaginn. Þjálfarinn ákvað að gera þrjár breyt- ingar á liðinu því ekki hafði gengið vel í leikjunum á undan. Breytingarn- ar skiluðu ekki árangri því Hertha tapaði leiknum. ¦ BOGDAN Wenta gerði 10 mörk fyrir Nettelstedt gegn Grosswall- stadt, 22:20, og hefur gert 23 mörk í fyrstu þremur umferðunum í þýska handknattleiknum. Hann mun fá þýskan ríkisborgararétt í vikunni og verður þá gjaldgengur í landslið Þýskalands. ¦ GEIR Sveinsson og Júlíus Jón- asson bættust í landsliðshópinn í Rúmeníu í gærkvóldi, en þeir voru að spila með félagsliðum sínum um helgina. ¦ GEIR gerði þrjú mörk fyrir Montpellier í 19:16 sigri gegn Sele- stat. Marseille er efst í frönsku deildinni með 10 stig eftir fimm umferðir, en Montpellier er í öðru sæti með níu stig. ¦ GUNNAR Beinteinsson, lands- liðsmaður í handknattleik úr FH, á 29 ára afmæli í dag. Hann sagðist ekki ætla að halda sérstaklega upp á daginn, en átti sér eina ósk. „Besta afmælisgjöfin væri að fá góð úrslit í leiknum við Rúmena á morgun — og svo væri allt í lagi að morgunmat- urinn yrði betri en hingað til." ÁCDAMUAI n MrnMIVI IHLI/ Dagar renna ósjaldan upp bjart- ir og fagrir í bókmenntum. Það er svo sem ekki gefið að bjart verði á Akranesi í dag, en þá ætla heimamenn að skrifa enn einn kafl- ann í knattspyrnusögu bæjarins — það verður vonandi gleðilegur kafli og þá von er hægt að setja fram að menn hafi ástæðu til ^^^^ að brosa breitt að loknu dagsverki. Skagamenn hófust reyndar handa við áð- urnefndan kafla í Skot- landi fyrir háifum mán- uði og eftir svolitla byrjunarörðugleika lofaði ritsmíð- in góðu, en nókkrar klaufavillur gerðu það að verkum að einkunn- in á prófinu varð ekki eins há og ráð mátti fyrir gera. Það er nánast orðið sem stagl að ausa lofi á knattspyrnumennina af Akranesi, því það hefur verið gert svo ti! óslitið í fjögur ár. En staglið er í þessu tilfelli óumflýjan- legt. Skagamenn voru bestir árið 1992, á fyrsta ári sínu í 1. deild að nýju eftir árs veru í 2. deild, langbestir sumarið 1993, bestir á ný í fyrra og enn á ný langbestir í sumar. Liðið hefur haft slíka yfirburði í deildarkeppninni að fáheyrt er og umgjörð öll er þannig orðin á Akranesi að mikill sómi er að. Uppspretta efnilegra leikmanna virðist endalaus, það er sama hverjir yfirgefa herbúðir meistar- anna — alltaf kemur maður í manns stað. Ástæða er til að óska Skaga- mönnum til hamingju með óvenju glæsilegan árangur. Þeir bera höf- uð og herðar yfir önnur lið, sem er óðrum auðvitað áhyggjuefni, en þeir eru fyrirmyndin sem aðrir verða að vinna eftir. Bæjaryfirvöld hafa staðið með glæsibrag að allri uppbyggingu í bænum, það hefur átt stóran þátt í því hve félagið stendur vel að vígi og er öðrum til eftirbreytni. Með öguöum leik á ÍA að geta komist áfram í Evrópukeppninni Laugardagurinn var stór dagur í sögu ÍAj þegar fyrirliði liðsins hampaði Islandsbikarnum fjórða árið í röð, en stundin er einnig stór þegar liðið gengur til leiks gegn skoska liðinu Raith Rovers í dag. Það yrði glæsilegur áfangi í sögu Skagamanna að komast áfram í aðra umferð Evrópukeppn- innar. Til þess hafa þeir burði, en ijóst er að Skotarnir verða erfiðir viðureignar. ísiandsmeistararnir verða að vera agaðri en í fyrri leiknum; varnarleikur liðsins verð- ur að vera heilsteyptari og örugg- ari en í Kirkcaldy og ef það tekst geta sóknarmennirnir gert það sem nauðsynlegt er. Það sýndi sig í fyrri leiknum. Vonandi setja Akurnesingar ekki punkt aftan við keppnistímabil sitt seinni partinn í dag. Semíkomma væri betri, því þótt þeir séu eflaust orðnir þreyttir eftir langt og strangt en ánægjulegt keppnis- tímabil hef ég ekki trú á öðru en þeir eigi nóg blek eftir í pennunum. Skapti Hallgrímsson Hvemig tilfinning erþað fyrir ARNAR GUNNLAUGSSON að vera markakóngur? Nú er ég kom- inn með parið ARNAR Gunnlaugsson setti svo sannarlega mark sitt á 1. deildina í sumar. Hann lék aðeins sjö leiki með íslandsmeistur- um ÍA og skoraðí íþeim 15 mörk, eða 2,14 mörk í leik og var markakóngur í annað sinn. Hann gerði þrisvar sinnum þrennu, gegn Grindavík, Keflavík og sl. laugardag gegn ÍBV. Arnar er 22ja ára og var markakóngur 1. deildar 1992 — gerði þá einn- ig 15 mörk, en eftir það hélt hann til Feyenoord í Hollandi þar sem hann gerðist atvinnumaður ásamt tvíburabróður sín- um, Bjarka. Arnar og Bjarki léku síðasta tímabil með þýska liðinu Núrnberg — voru lánaðir þangað ^¦B ft'á Feyenoord. Eftir Þeir komu síðan ValB. heim á miðju Jónatansson SUmri 0g hófu að leika með ÍA. Arn- ar segir að þessi tími með Skaga- mönnum í sumar hafí verið mjög skemmtilegur. Er sama tilfinning að vera markakóngur nú og fyrir þremur árum? „Það er auðvitað svipuð tilfínn- ing, en hún er skemmtilegri núna því ég spilaði aðeíns sjö leiki og skoraði í þeim jafn mörg mörk og í 18 leikjum 1992. Svo er líka ágætt að ná í skóparið því mig vantaði vinstri skóinn og þá get ég farið að máta gullskóna!" Það virðist henta þér vel að spila £ móti ÍBV því árið 1992 gerðir þú einnig þrennu gegn Eyjamönnum? „Já, það virðist henta mér og þá sérstaklega í hávaðaroki því 1992 var mjög hvasst eins og var á laugardaginn." Fyrír leikinn gegn ÍBV var ljóst að þú yrðir að skora þrjú mörk til að komast upp fyrir Tryggva Guðmundsson og ná marka- kóngstitlinum. Þú hefur faríð inn á völlinn með það hugarfar að skora þrjú? „Já, það er engin spurning. Fyrst við vorum búnir að ná meistaratitlinum stefndi ég á að ná markakóngstitlinum líka. Skaginn hefur átt markakónga mótsins undanfarin þrjú ár og það er ágæt hefð sem vert er að halda í." Samkvæmt tölfræðinni hefur þú gert fimm mörk í sumar með vinstri fæti og fjögur með hægri, eitt með skalla, þrjú úr vítum og tvö beint úr aukaspyrnum. Ert þú jafnvígur á báða fætur? „Nei, það er ég ekki. En þó hef ég verið að gera ágæt mörk með hægri fæti. Ég er sterkari með vinstri fæti — það er ekki nokkur spurning." Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson ARNAR Gunnlaugsson varð markakóngur 1. delldar í annað sinn. Hann gerði 15 mörk í sjö leikjum, eða 2,14 mörk að meðaltali í leik. Hvert er fallegasta markið sem þú gerðir í sumar? „Ætli markið á móti KR sé ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert, þó svo að leikurinn sé kannski ekki minnisstæður því við töpuðum honum." Er þetta Skagalið betra en það sem þú lékst með 1992? Já, ég mundi segja að þetta lið væri miklu betra en 1992. Liðið núna er mun sterkara varnarlega séð og leikmenn gjörþekkja hver annan því þetta er búið að vera nánast sami mannskapurinn í þrjú ár." Og þú fellur vel inn í liðið um leið og þú kemur? „Jáj það má eiginlega segja það. Ég vissi það reyndar fyrir- fram því ég þekkti alla þessa stráka í liðinu." JVú er stór stund hjá ykkur á morgun [í dag] þegar þið mætið Raith Rovers í Evrópukeppninni. Telur þú að ÍA eigi möguleika á að komast áfram? „Já, ég hef mikla trú á því og ég veit að við höfum burði til þess. Við þurfum að leika mjög skynsamlega og ef það tekst kom- umst við áfram." Hvað er síðan framundan hjá þér, ertu ekki á Ieið aftur út ( atvinnumennskuna? „Ég veit ósköp lítið hvað tekur yið og það fer líka eftir því hvort ÍA kemst áfram í Evrópukeppn- inni eða ekki. Ég fer rólega í þetta. Við bræðurnir erum með þýskan umboðsmann sem er að vinna í málinu fyrir okkur. Stefn- an er að sjálfsögðu sett á að kom- ast út og þá er England efst á óskalistanum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.